Dagur - 01.06.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 1. júní 1990 - DAGUR - 15
fþróttir
Nýr golfkennari
kominn til Akureyrar
- verður mest á ferðinni um Norðurland
og byrjar á Sauðárkróki í dag
Nýr golfkennari kom til Akur-
eyrar í vikunni. Sá heitir
Andrew Jinks og er 25 ára
ganiall Englendingur. Jinks
mun ferðast um og kenna golf
en hann inun einnig stoppa á
Akureyri og aðstoða David
Barnwell við kennsluna þar.
Jinks sagðist í samtali við blað-
ið hafa leikið golf í 8-9 ár og
kennt í 3 ár. Hann virðist eitt-
hvað kunna fyrir sér í íþróttinni
því hann hefur 0 í forgjöf og hef-
ur fullgild réttindi sem atvinnu-
maður.
Jinks kont hingað fyrir milli-
göngu John Gardners, landsliðs-
þjálfara í golfi. Áður hefur hann
kennt golf við Lea Marston Hotel
og Leisure Centre í Englandi en
það er nálægt Belfry. Hann sagð-
ist vita að golfíþróttin væri á
mikilli uppleið á íslandi og starfið
legðist vel í hann. Þá sagðist
hann langa mjög mikið til aö taka
þátt í Arctic Open-mótinu sem
hann hefur heyrt góðar sögur af.
Þess má geta að David Barnwell
hefur sett sig í samband við alla
atvinnumenn á íslandi og boðið
þeim að mæta í það mót. Þegar
mun ákveðið að Drummond
kemur, en hann kennir í Grafar-
holti. Einnig er líklegt að John
Gardner og Prior, sem kennir á
Suðurnesjum, þiggi boðið.
Jinks mun byrja í dag að
leiðbeina golfáhugamönnum á
Sauðárkróki. Á morgun verður
hann á Blönduósi, á mánudag-
inn á Dalvík og þaðan heldur
hann til Eskifjarðar og veröur
þar í eina viku. Hann mun síðan
verða á ferðinni í sumar, fer m.a.
til ísafjarðar, en mest mun hann
verða á Norðurlandi.
Nýi golfkennarinn, Andrew Jinks, t.h., ásamt David Barnwell. Mynd: kl
Ungmennafelag Akureyrar:
Friálsíþróttanámskeið
og æfingar í
Frjálsíþróttaæfíngar hjá Ung-
mennafélagi Akureyrar hefjast
af fullum krafti 5. júní nk. Þá
mun UFA gangast fyrir frjáls-
íþróttanámskeiði fyrir byrj-
endur í júní.
Frjálsíþróttaæfingarnar hefjast
5. júní eins og fyrr segir en þær
fara fram á Akureyrarvelli.
Æfingar fyrir 10 ára og yngri
verða á mánudögum og fimmtu-
dögum kl. 16-17 en fyrir 11 ára og
eldri á mánudögum, þriðjudög-
um og fimmtudögum kl. 17.30-
fullan gang
19. Allir eru velkomnir, jafnt
ungir sem aldnir.
Dagana 6., 8., 13. og 15. júní
gengst UFA fyrir námskeiði fyrir
byrjendur í frjálsum íþróttum.
Námskeiðið stendur yfir frá kl.
17-19 alla dagana. Farið verður
yfir grunnatriði einstakra frjáls-
íþróttagreina svo sem hlaup,
stökk og köst. Auk þess verður
farið í ýmsa leiki. Námskeiðinu
lýkur með keppni. Þátttökugjald
er 1000 kr. Skráning fer fram í
síma 26822 (Jóhannes), 26655
(Drífa) og 27435 (Sigurður).
Kjartan Einarsson, sóknarmaður í KA, og Friðrik Friðriksson, markvörður Þórs. Ná félög þeirra í fyrstu stigin um
helgina?
íþróttir helgarinnar:
Tekst Akureyrarliðuiium að skora?
- Pór mætir Fram í fyrsta grasleik sumarsins á Akureyri
- 18 holu opnunarmót á golfvellinum að Jaðri
Á morgun fer fram heil umferð
í Hörpudeild íslandsmótsins í
knattspyrnu. Þórsarar taka á
móti bikarmeisturum Fram á
Þórsvelli en KA-menn leika
gegn ÍA á Akranesi. Báðir
leikirnir hefjast kl. 14. Þá
verður golfvöllurinn að Jaðri
opnaður á morgun og í tilefni
af því verður haldið opnunar-
mót sem hefst kl. 10 um morg-
uninn.
Það er ekki auðvelt hlutskipti
sem bíður Þórsara á morgun.
Framarar hafa verið á miklu
skriði og hafa markatöluna 8:0
eftir tvær fyrstu umferðirnar.
Þórsarar hafa enn ekki náð sér á
strik, hafa tapað báðum leikjum
sínum og enn ekki skorað mark.
Þeir eru hins vegar þekktir fyrir
að vera erfiðir heim að sækja og
allt getur gerst, ekki síst ef stuðn-
ingsmenn liðsins fjölmenna á
völlinn og láta í sér heyra.
Leikurinn fer fram grasvelli Þórs-
ara og verður þetta því fyrsti
Áhangendur knattspyrnuliðs
Þórs hafa tekið upp þá
skemmtilegu nýbreytni að hitt- ast á Uppanum fyrir heima-
Mjólkurbikariim
1. umferð
Umf. Langnesinga-Reynir Á. 2:5
Leiftur-Völsungur 3:1
TBA-Magni (1:2
Dalvík-KS 1:2
Höttur-Einherji 0:1
Valur Rf.-Þróttur N. 1:2
Leiknir F.-Austri E. 4:2
Fylkir-Grindavík 2:1
Ernir-ÍBK 2:3
ÍR-Víkverji 6:0
Reynir S.-Árvakur 5:1
Hafnir-Víðir 0:4
Skallagrímur-Leiknir R. 2:1
Njarðvík-Ármann 0:1
Þróttur R.-Ægir 3:0
ÚBK-Snæfcll frestað
Hveragerði-BÍ 0:2
Víkingur Ól.-Afturelding 1:0
Fjölnir-Haukar Fjölnir hætti
Selfoss-TBR 5:0
grasleikurinn sem fram fer á
Akureyri í ár.
KA-menn hafa byrjað á sama
hátt og Þórsarar, tapað báðum
leikjunum og enn ekki náð að
skora. Þeir eiga íslandsmeistara-
titil að verja, eins og allir vita, og
er ekki seinna vænna en þeir fari
að sýna hvað í liðinu býr. Skaga-
menn hafa heldur ekki hlotið stig
í deildinni en eru þekktir baráttu-
jaxlar og má búast við hörkuleik
á Skaganum.
Hinir leikirnir í umferðinni eru
leikur KR og ÍBV í Reykjavík,
FH og Stjörnunnar í Hafnarfirði
og Vals og Víkings að Hlíðar-
enda.
Þór leikur um helgina tvo leiki
í fyrstu deild kvenna en raða
þurfti dagskrá mótsins upp á nýtt
þar sem FH dró sig í hlé á síðustu
stundu. Þór mætir ÍA á Skagan-
um í kvöld kl. 20 og Val að Hlíð-
arenda á morgun kl. 17.
2. deild
Heil umferð fer fram í kvöld.
leiki liðsins, ræða málin og spá
í spilin. Einnig koma þeir sam-
an meðan Þórsarar leika úti-
leiki sína.
Hópurinn sem stendur fyrir
þessu kallar sig Þórsklúbbinn og
eru allir áhugamenn um knatt-
spyrnu hjá Þór velkomnir í hann.
A laugardaginn mætast Þór og
Fram á Akureyri og hefst leikur-
inn kl. 14.00. Þórsarar ætla að
hittast á Uppanum kl. 12.00 og
eru áhugamenn hvattir til að láta
sjá sig.
Fyrsti heimaleikur Völsunga í
2. flokki íslandsmótsins í knatt-
spyrnu fór fram á Húsavíkur-
velli á sunnudag.
Völsungar léku gegn Fjölni úr
Reykjavík sem voru mættir til
leiks markmannslausir. Það hef-
ur þó líklega ekki haft neina
Víðir og KS mætast í Garðinum,
Tindastóll og ÍR á Sauðárkróki,
Fylkir og Leiftur í Reykjavík,
UBK og Grindavík í Kópavogi
og Selfoss og ÍBK á Selfossi.
Á mánudagskvöldið verður
svo stórleikur í Ólafsfirði þegar
heimamenn taka á móti Tinda-
stól kl. 20. Á sama tíma mætast
KS og Selfoss, Grindavík og
Víðir, ÍR og UBK og ÍBK og
Fylkir.
3. deild
í 3. deildinni fara fjórir leikir
fram í kvöld. Þróttur R. og Ein-
herji mætast í Reykjavík, Völs-
ungur og TBA á Húsavík, BÍ og
Dalvík á ísafirði og Haukar og
Þróttur N. í Hafnarfirði. Allir
leikirnir hefjast kl. 20. Á morgun
lýkur umferðinni svo með leik ÍK
og Reynis í Kópavogi kl. 14.
Á þriðjudagskvöldið fer heil
umferð fram og þá mætast Dal-
vík og Haukar á Dalvík, TBA og
Reynir á Akureyri. Einherji og
Völsungur á Vopnafirði, Þróttur
N. og Þróttur R. í Neskaupstað
og ÍK og Bí í Kópavogi.
4. deild
Á morgun mætast í E-riðli
UMSE-b og Narfi á Laugalands-
velli, Magni og HSÞ-b á Grenivík
og Austri R. og S.M á Raufar-
höfn. Allir leikirnir hefjast kl. 14.
Á þriðjudaginn hefst svo
keppni í D-riðlinum með leikjum
Þryms og Kormáks á Sauðár-
króki og Hvatar og Neista á
Blönduósi. Þessir leikir hefjast
báðir kl. 20.
Opnunarmót á Jaðarsvelli
Golfvöllurinn á Akureyri verður
opnaður í fyrramálið. Af því
tilefni verður haldið sérstakt 18
holu opnunarmót, með og án for-
gjafar. Skráning fer fram í Golf-
skálanum og lýkur henni kl. 21 í
kvöld.
úrslitaþýðingu því Völsungar
höfðu mikla yfirburði og voru í
sókn nær allan leikinn. Þegar upp
var staðið höfðu Völsungar gert
sex mörk gegn engu marki
Fjölnis. Mörk Völsunga gerðu
Ásmundur Arnarsson, fjögur og
Arnar Bragason, tvö. óhú
Þórsklúbburinn:
Þórsarar hittast á
Uppanum fyrir leiki
2. flokkur:
Stórsigur Völsunga