Dagur - 01.06.1990, Blaðsíða 9
Föstudagur 1. júní 1990 - DAGUR - 9
Frá Landsmóti hestamanna á Vind-
heimamelum árið 1982. Þá var
margt um manninn, en nú er búist
við mun fleiri gestum.
Kynningargildi fyrir
land og þjóð
Óhætt er aö fullyrða að landsmót
íslenskra hestamanna á Vind-
heimamelum kemur til með að
hafa mikið gildi fyrir kynningu á
íslenska hestinum.
„Ég tel að mótið hafi ómetan-
ieg kynningaráhrif, ekki einungis
fyrir íslenska hestinn. Mótið
verður ekki síður kynning á landi
og þjóð, ef aðilar í ferðamanna-
þjónustu kunna að nýta sér það,“
sagði Sveinn Guðmundsson for-
maður Léttfeta.
Samkvæmt heimildum Dags eru
erlendir fjölmiðlar nú þegar farn-
ir að sýna mótinu áhuga. Erlend
dagblöð og sjónvarpsstöðvar
munu senda sitt fólk á svæðið og
mun áhugi sífellt fleiri landa vera
að kvikna. Innlendar sjónvarps-
stöðvar og dagblöð munu vænt-
anlega ekki láta sitt eftir liggja
heldur. í bígerð er að útvarp
verði starfandi á Vindheimamel-
um yfir mótsdagana og mun það
vera að frumkvæði mótshaldara.
Verðlagi stillt í hóf
Aðgangseyrir að mótinu mun
verða 4500 krónur fyrir alla
landsmótsdagana. Aðgangseyrir
lækkar á laugardagskvöldinu og
kostar þá 2500 inn á mótssvæðið
fyrir þá mótsgesti sem þá mæta til
leiks. Fyrir börn yngri en tólf ára
verður ókeypis inn eins og alltaf
hefur verið á Vindheimamelum.
Hagagjald verður hundrað krón-
ur á sólarhring fyrir hestinn og
verður að teljast mjög hóflegt.
Að sögn Sveins Guðmunds-
sonar hafa tekjur af hestamanna-
mótum á Vindheimamelum runn-
ið óskiptar til uppbyggingar á
mótssvæðinu. Þær miklu fram-
kvæmdir sem farið var í fyrir
mótið í sumar nálgast að vera
tugur milljóna svo ekki veitir
hestamannafélögunum af tekjun-
um.
Að sögn Sigurðar Ingimarsson-
ar hjá Stíganda var snemma tekin
ákvörðun um að stilla verði á
hagagjaldi og aðgangseyri sem
mest í hóf. Ef miðað er við aðrar
samkomur t.d. útihátíðir verður
ekki annað sagt en það hafi
tekist.
Dagskrá landsmótsins
Mótið hefst þriðjudaginn þann 3.
júlí með afkvæmasýningu og
dómum kynbótahrossa.
Miðvikudaginn 4. júlí verða
kynbótahestar og hryssur sýndar
og keppt verður í B-flokki gæð-
inga.
Fimmtudaginn 5. júlí verður
keppt í A-flokki gæðinga og eldri
flokki unglinga, einnig verða
kynbótahryssur dæmdar.
Föstudaginn 6. júlí verða með-
al annars undanrásir kappreiða
og alþjóðleg keppni í tölti og
fimmgangi. Einnig er keppni í
yngri flokki unglinga og kynbóta-
hross sýnd og dæmd.
Laugardaginn 7. júlí verða
meðal annars; sýning ræktunar-
búa, kappreiðaúrslit, alþjóðleg
keppni auk annarra dagskrár-
liða. Þess má geta að dagskrá
laugardags lýkur með kvöldvöku
þar sem væntanlega verður mikið
líf og fjör.
Landsmótinu lýkur sunnudag-
inn 8. júlí. Meðal dagskrárliða
verður hópreið, úrslit í A- og B-
flokki gæðinga auk fjölda annara
dagskrárliða. Mótsslit verða síð-
an um kvöldið. kg/SBG
Sigurður Ingimarsson (t.v) og Sveinn Guðniundsson, en þeir liafa yfirumsjór með undirbúningi mótsins.
Plöntusala
Þú ert á grænni grein með plöntur frá Rein
Við höfum mikið úrval af
sumarblómum, dalíum o.fl.
Nú er tíminn fyrir limgerðis-
plönturnar.
Víðiplöntur og Aspir í miklu
úrvali.
Garðyrkjustöðin Rein
Opið virka daga frá kl. 09.00-20.00.
Laugard. og sunnud. frá kl. 10.00-20.00.
Sími31327.
FUNDARB0D
Samtök jafnréttis og félagshyggju boða til fundar í
Hótel KEA miðvikudaginn 6. júní kl. 21.00.
Umræðuefni: Virkjunarframkvæmdir og nýting ork-
unnar án teljandi umhverfisspjalla.
Er onytt raforka á íslandi lykillinn að viðunandi
viðskiptasamningi við EB?
Fundarstjóri Ari Friðfinnsson.
Frummælendur: Bragi Árnason prófessor um tækni-
lega möguleika að flytja raforku milli landa og fleira í
því sambandi. Stefán Valgeirsson alþingismaður um
atvinnumálastefnu og virkjunarkostnað samkvæmt
kostnaðaráætlunum Landsvirkjunar.
Allir velkomnir.
Samtök jafnréttis og félagshyggju.
Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar41534 • Sérleyfisferðir •
Hópferðir • Sætaferðir • Vöruflutningar
SUMARIÐ 1990
HUSAVÍK-AKUREYRI-HÚSAVÍK
01.06-31.08. S M Þ Ml Fl FÖ L
Húsavik-Akureyri Akureyri-Húsavík 19.00 21.00 08.00 ‘16.00 13.00 16.00 08.00 '16.00 13.00 16.00 08.00 16.00
’Ekið frá Akureyri um Húsavík, Ásbyrgi, Raufarhöfn, Þórshöfn til Vopnafjarðar.
HÚSAVÍK-MÝVATN-HÚSAVÍK
22.06-06.09 S M Þ Ml Fl FÖ L
Húsavík-Mývatn '08.00 '08.00 '08.00
Húsavík-Mývatn 12.00 09.20 08.40 08.40 08.40 09.20 12.10
Húsavik-Mývatn 18.30 19.10 19.10 19.10 18.30
Mývatn-Húsavik 11.30 08.30 08.10 08.10 08.10 08.30 11.30
Mývatn-Húsavík 18.00 18.30 18.30 18.30 18.00
Ekiö um Húsavíkurflugvöll tímar geta breyst ef flugáætlun breytist.
'1/6-30/8. ekið um Aöaldal og Kinn, meö Sérleyfisbílum Ak. Kross Mývatn.
HÚSAVÍK-ÁSBYRGI-HÚSAVÍK
05.06.-31.08 S M Þ Ml Fl FÖ L
Húsavík-Ásbyrgi Ásbyrgi-Húsavík Ásbyrgi-Húsavík 18.00 '10.00 11.45 '17.00 18.00 '10.00 11.45 '17.00
'Gildir frá 20.06 til 24.08.
HÚSAVÍK-ÁSBYRGI-RAUFARHÖFN-ÞÓRSHÖFN-VOPNAFJÖRÐUR-HÚSAVÍK
05.06.-31.08. S M Þ Ml Fl FÖ L
Húsavík-Vopnafj. Vopnafj.-Húsavík 18.00 08.00 18.00 08.00
Ferðir í tengslum viö áætlun til og frá Reykjavik og Akureyri.
AFGREIÐSLUR ERU HJÁ EFTIRTÖLDUM AÐILUM
Akureyri: Umferðamiðstöðin Hafnarstræti 82 ............. S. 96-24442
Húsavík: Björn Sigurðsson Garðarsbraut 7 ............. S. 96-42200
Mývatn: Eldá hf. ferðaþjónusta Reykjahlíð.............. S. 96-44220
Mývatn: Hótel Reynihlíð................................ S. 96-44170
Ásbyrgi: Veitingastaður og bensínsala................... S. 96-52260
Kópasker: Essoskálinn Kópaskeri ......................... S. 96-52183
Raufarhöfn: Snarlið við Sjávarbraut........................ S. 96-51211
Þórshöfn & Bakkafjörður: Essoskálinn Þórshöfn............. S. 96-81205
Vopnafjörður & Bakkafjörður: Hótel Tangi Vopnafirði ...... S. 97-31224
Farsímar: 985-20034, 985-20035, 985-20036, 985-25730, 985-27540.
Sérleyfishafi.