Dagur - 08.06.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 08.06.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 8. júní 1990 107. tölublað Stúdentastjörnur 14 kt. gull Einnig stúdentarammar og fjölbreytt úrval annarra stúdentagjafa GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Laxveiði í sjó undan Norðurlandi: Eftirlit hafið í Miðfirði Reiknað er með að eftirlit með laxveiði í sjó undan Norður- landi verði víðast hvar með svipuðum hætti í sumar og var síðasta sumar, en sums staðar á eftir að taka endanlegar ákvarðanir. Eftirlit er þegar hafið í Miðfirði og hefst fljót- lega í Eyjafirði. Óskir um eftir- lit hafa komið frá veiðifelögum í Vopnafírði og Þingeyjarsýsl- um. Það er landbúnaðarráðu- neytið sem gefur út leyfí fyrir veiðieftirlit. Eftirlit með lax- veiði í sjó er kostnaðarsamt og hefur ríkið greitt veiðieftirlits- mönnum að hluta til, en veiði- félög á viðkomandi svæðum hafa þurft að greiða mestan hluta, oft af vanefnum. Innan Landssambands veiði- félaga, Landssambands stang- veiðifélaga og Sambands fiskeld- is- og hafbeitarstöðva ríkir það viðhorf að ríkið eigi eingöngu að annast eftirlit með laxveiði í sjó því um beina löggæslu sé að ræða, þ.e. á þeim svæðum sem eru utan við vatnasvæði Iaxveiði- ánna, þar sem laxveiði er með öllu ólögleg. I dag hefst aðalfundur Lands- sambands veiðifélaga á Flúðum í Hrunamannahreppi og þar verða veiðieftirlitsmál ofarlega á dagskrá. Par sem veiðitímabilið er stutt á veg komið þá er veiði- eftirlit víða á byrjunarstigi en búast má við að á Flúðum stingi menn saman nefjum og ræði veiðieftirlitsmál til hlítar. -bjb Sjómannadagurinn á Sauðárkróki: Messað um borð í Skagfirðingi úti á imðjum Skagafirði Sá merkilegi atburður mun eiga sér stað á sjómannadaginn á Sauðárkróki að messað verð- ur úti á Skagaflrði um borð í Skagflrðingi SK 4 en yflrleitt hefur sú athöfn farið fram í Sauðárkrókskirkju. Þetta er tilkomið af því að nú er verið að lengja kirkjuna um 3,6 metra og ekki er hægt að messa í henni á meðan. Mun verkinu ekki verða lokið fyrr en í nóvember. Á meðan er messað í Sjávarborgarkirkju og safnaðar- heimilinu en eins og kom fram verður sjómannadagsmessan úti á Skagafirðinum að þessu sinni. Látið verður úr höfn á Sauðár- króki með messugesti um tíuleyt- ið að morgni þess tíunda og siglt út á fjörð þar sem sr. Hjálmar Jónsson mun messa og Sigurður Agnarsson flytur hugvekju. Ekki verður kirkjukórinn með í för- inni heldur mun kór sjómanns- kvenna syngja við messu. Þegar Dagur hafði samband við Sigurð Agnarsson sagði hann að vaninn væri nú að skip færu í lengingu en ekki kirkjur, svo að tilvalið hefði þótt að messa um borð í skipi og ekki síst á sjó- mannadaginn. En eins og áður sagði mun Sigurður flytja hug- vekju við messuna og þar sem hann er sjómaður má segja að hann verði á heimavelli. SBG Sæbjörg, kennsluskip Slysavarnafélagsins, er statt á Akureyri þessa dagana. í gær fór fram björgunaræfing úr bát og var þessi mynd tekin við það tæki- færi. Sæbjörg verður á Akureyri yfir helgina. Mynd: kl SIS tapar enn - skuldar 10,7 milljarða Rekstrartap Sambands íslenskra samvinnufélaga á síðasta ári nam rúmlega 751 milljón króna, þar af tapaði Verslun- ardeild Sambandsins ein og sér um 480 milljónum króna. Þrátt fyrir sölu eigna og ýmsar hag- ræðingaraðgerðir á síðasta ári er skuldastaða Sambandsins hrikaleg. Það skuldar hvorki meira né minna en 10.740 milljónir króna, þar af eru skammtímaskuldir tæplega 7,3 milljarðar króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sambandsins sem hófst í Reykja- vík t' gær. Svo sem Dagur hefur greint frá liggur fyrir fundinum tillaga stjórnar um róttækar skipulagsbreytingar á Samband- inu. Þær ganga m.a. út á það að breyta deildunt Sambandsins í hlutafélög. Atkvæði verða greidd um tillöguna á fundinum í dag og er talið víst að hún verði samþykkt. I dag verður einnig gengið til stjórnarkjörs og gefur núverandi stjórnarformaður, Ólafur Sverr- isson, ekki kost á sér til endur- kjörs. Búist er við spennandi kosningu en talið er að Geir Magnússon, bankastjóri Sam- vinnubankans; Þorsteinn Sveins- son, núverandi varaformaður stjórnar Sambandsins eða Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar SÍS, hljóti hnossið. BB. Hlutur Akureyrarbæjar í Landsvirkjun: Bókfært verð er 1,2 milljarðar króna Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður og stjórnarmað- ur í Landsvirkjun, segir að sala á eignarhluta Akureyrarbæjar í Landsvirkjun taki ekki minna en eitt til tvö ár. Breyta þarf lögum um Landsvirkjun og samningi milli eignaraðila, til þess að breytingin nái fram að ganga. Bókfært verð á hlut bæjarins í Landsvirkjun nemur 1,2 milljörðum króna. Snjómokstur frá áramótum: 10 milljónir í að halda Ólafsfjarðarmúla opnum Heildarkostnaður við snjó- mokstur í umdæmi Vegagerð- ar ríkisins á Akureyri var 112,6 milljónir króna frá áramótum fram í maí. Af einstökum leið- um var kostnaðarsamast að moka frá Akureyri til Ólafs- fjarðar og Öxnadalsheiði. Kostnaður við snjómokstur á Eyjafjarðarsvæðinu var 77 millj- ónir frá áramótum til 18. maí. Svæðaskipting vegagerðarinnar fyrir snjómokstur er þannig að Eyjafjarðarsvæðið telst ná frá Öxnadalsheiði að Krossi í Ljósa- vatnsskarði, þar með talinn Ólafsfjörður, Grenivík og Dalvík. Annað svæði nær frá Krossi að Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi, þ.m.t. Mývatns- sveit, Bárðardalur og aðliggjandi byggðarlög. Þriðja svæðið nær frá Auðbjargarstöðum að Brekknaheiði. Á svæði tvö, þ.e. Húsavíkur- svæðinu, var kostnaður við snjómokstur 22,3 milljónir. Á þriðja svæðinu, sem tekur til þjónustusvæðis Þórshafnar, var kostnaðurinn rúmar 13 milljónir. í skýrslum vegagerðarinnar kemur fram að snjómokstur í Ólafsfjarðarmúla einum kostaði 10 milljónir króna frá áramótum, en 8 milljónir að moka aðra hluta vegarins frá Akureyri um Dalvík til Ólafsfjarðar. Mokstur á leið- inni frá Akureyri upp á Öxna- dalsheiði kostaði 17 milljónir. EHB Nýi meirihlutinn í Bæjarstjórn Akureyrar vill reyna að selja hlut bæjarins í Landsvirkjun. Sam- kvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir 1989 var bókfært verðmæti eigna fyrirtækisins umfram skuld- ir 23 milljarðar króna. Akureyr- arbær á 5,475% í Landsvirkjun, og gerir það um 1,2 milljarða. Þessar tölur eru miðaðar við efnahagsreikning 31. desember sl. Akureyrarbær gekk inn í Landsvirkjun 1. júlí árið 1983. Birgir ísleifur segir að eiginlegt söluverðmæti eignarhluta Akur- eyrar liggi alls ekki ljóst fyrir. Það sé samningsatriði. Hann benti ennfremur á að vegna samninga, lagabreytinga og fleiri tímafrekra aðgerða sé ekki hægt að reikna með að sala á eignarhlut Akureyrar geti gengið fyrir sig á skemmri tíma en einu til tveimur árum. Að baki laga unt Landsvirkjun liggur samning- ur milli eignaraðilanna þriggja um stjórnunarfyrirkomulag fyrir- tækisins og margt fleira sem við- kemur skipulagi þess og rekstri. Þar er um flókin mál að ræða, sem verður að endurskoða komi til sölu á hluta eignarinnar. „Það duga örugglega ekki minna en eitt til tvö ár, miðað við reynsl- una frá því þegar Akureyrarbær gekk inn í fyrirtækið,“ sagði Birgir ísleifur. Menn hafa velt því fyrir sér i hvor eignaraðilanna tveggja muni festa kaup á hlut bæjarins, ef til kemur. Birgir ísleifur sagöi um þessa hlið málsins að sín pers- ónulega skoðun væri sú að eðli- legast væri að Reykjavíkurborg keypti hlut Akureyrar. Þá yrði eignaraðildin sú sama og var áður en bærinn gerðist þátttakandi í fyrirtækinu. „Þetta er mín pers- ónulega skoðun, en auðvitað verður Borgarstjórn Reykjavíkur að segja til um þetta. Annar möguleiki er líka fyrir hendi, að gera Landsvirkjun að hlutafélagi og hlutur Akureyrarbæjar yrði sá fyrsti sem seldur yrði á opnum markaði. Hvaða leið sem menn kjósa að fara þá þurfa lagabreyt- ingar að konta til.“ Birgir ísleifur sagði að lokum að honum þætti miður ef Akur- eyrarbær seldi híuta sinn í Landsvirkjun, því þá hefði Akur- eyrarbær ekki lengur fulltrúa í stjórninni. „Áhrif Akureyrarbæj- ar og hans fulltrúa hafa verið mjög góð í stjórn Landsvirkjunar og það hefur verið rnjög gott í sambandi við rekstur fyrirtækis- ins að hafa fulltrúa norðan heiða. Þótt það sé aðeins einn fulltrúi af níu þá hefur hann haft sín áhrif og þau mjög til góðs,“ sagði hann. Gunnar Ragnars, fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Lands- virkjunar frá 1987, segir að hug- myndin um sölu á hlut Akureyr- arbæjar sé pólitískt mál Bæjar- stjórnar Akureyrar, og taldi liann ekki rétt að tjá sig um það þar sem hann er ekki lengur í bæjar- stjórn. „Þetta er pólitískt mál frá sjónarhóli bæjarstjórnar, og ég vil ekki blanda mér í það," sagði Gunnar Ragnars. EHB Kalskemmdir í S.-Lingeyjarsýslu: Stórfellt tjón Ástand túna í S.-Þingeyjarsýslu er mjög slæmt á nokkrum bæj- um sökum kalskemmda. En á heildina litið koma tún nokkuð vel undan vetri í sýslunni og sagði Stefán Skaftason, ráðu- nautur, að það voraði mun betur nú en í fyrra. „Annars eru tún ekki farin að taka við sér víða, það liggur enn snjór yfir, t.d. norðan til í Fnjóska- dal. Þar eru tún mikið skemmd,“ sagði Stefán. Þar sem ástandið er verst er talið að um 70% af túnunum séu ónýt. „Þetta er stórfellt tjón fyrir þá bændur sem verða verst úti. Ef heyskapurinn brestur, þá brestur allt,“ sagði Stefán. Að sögn Stefáns tekur gróður mjög vel við sér þessa dagana, þar sem túnin eru heil, og mundi hann vart eftir betri tíð í maí og byrjun júní. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.