Dagur - 08.06.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 08.06.1990, Blaðsíða 11
hér & þor Föstudagur 8. júní 1990 - DAGUR - 11 Hunduriim er besti vinur mannsins Sagt er að hundainir séu bestu vinir mannsins, en þeir eru miklu meira en það - þeir eru undra- verðar skepnur gæddir eiginleik- um sem maðurinn hefur ekki. Hundar heyra rnjög vel, svo vel, að þeir greina hátíðnihljóð, sem maðurinn heyrir ekki. Einn- ig geta hundar greint mismun á hijóðum, sem ekki er á færi mannsins. Hundurinn þekkir vél- arhljóð í bíl eiganda síns frá hljóðunum í bíl nágrannans, þrátt fyrir að bílarnir séu af sömu gerð og með eins vél. Hundar þekkja fótatak af löngu færi. Hundar skynja breytingar á seg- ulsviði í jörðu, sem gerir þeim kleift að rata heim um langan veg, þrátt fyrir að þeir þurfi að fara yfir landsvæði sem þeini eru ókunn. Hundar eru mjög næmir fyrir loftþrýstingi, sem oft veldur óróleika þegar vont veður er í aðsigi. Lyktarskyn hunda er nijög næmt og þeir greina lykt þúsund sinnunt betur en maðurinn, enda hefur maðurinn hagnýtt sér þennan eiginleika í ríkum mæli. Hundurinn er svo næmur að hann finnur lykt af sex vikna gömlu fingrafari. Hundarnir eiga mjög auðvelt með að átta sig á réttu og röngu og þeir hundar sent eru ódælir og hlýða ekki eru svo vegna þess að húsbóndinn hefur ekki lagt natni í að siða og venja þá. Sjón hunda er mjög góð, en þó sjá þeir misvel eftir birtuaðstæð- um. f rökkri sjá hundar betur hvíta og svarta huti en hluti í lit. 1 rökkrinu greina þeir betur hreyfingu en einstaka hluti. Hundar góla ef þeim leiðist og eru einir og eins er gólið merkja- mál ástarinnar. Oft éta hundar gras og eru þá að bæta sér upp skort á næringarefnum sem þá vantar í fæðuna og eins er að ef hundur er veikur í maga þá étur hann gras sér til heilsubótar. Vegna eiginleika sinna er hundurinn notaður á ýmsa vegu og ekki er ofsagt að hann er tal- inn besti vinur mannsins, við þurfurn aðeins að fara vel með hann, gefa honum tíma og natni og þá er ekki til tryggari vinur. í borgiimi Guadix Athugið! Nýtt símanúmer 96-11200 Lögmannsstofan hf., Brekkugötu 4, Akureyri. Árni Pálsson hdl., Gunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl. RucanoDtá^ sportf atnaöu r á alla aldurshópa Gallar - Bolir - Buxur og fl. Kynning íöstudag M. H. Lyngdal í Sunnuhlíö — ekki bara skóverslun — v_________________________> á Spáni búa 3500 manns í hellum Talið er að rúntlega 3500 íbúar borgarinnar Guadix á Spáni búi í hellum, og þetta er ekki fátækt fólk. Nei, þetta er stöndugt mið- stéttarfólk og hellarnir þeirra eru búnir rafmagni, rennandi vatni, sjónvarpi og öllu því sem nútím- inn krefst. „Ég hef búið í helli í 30 ár. Ég myndi aldrei skipta á hellinum mínum og á venjulegri íbúð eða húsi," sagði Salamanca húsmóðir í Guadix. „Okkur líður vel hér. Svefn- herbergin eru fjögur og við höf- unt jafnvel gestaherbergi. Hellir- inn okkar er betri og stærri en flestar þær íbúðir sem ég hef séð og vinir mínir eiga.“ 1 Guadix borg búa 21.000 íbú- ar, en í fjallshlíðinni ofan borgar- innar eru 1000 hellar, sem fólk hefur grafið út og kontið sér fyrir í. Þrátt fyrir að hitastigið sveiflist upp og niður útifyrir, þá er hitinn í hellunum alltaf góður og þægi- legur. Hellir með þremur svefn- herbergjum kostar um 4000 doll- ara, sem er mun rninna en venju- leg íbúð kostar af svipaðri stærð í sjálfri borginni. Ef hellisbúann vantar fleiri svefnherbergi, þá þarf aðeins að útvega skóflu og hjólbörur og hefjast handa við útgröft og innan stundar er nýtt svefnherbergi fengið. Mjög létt er að grafa, því jarð- vegurinn er svo linur. Þegar greftri er lokið, þá er bleytt í veggjunum og þeir verða harðir sem stál. „Ég fæddist í helli og bjó þar, öll unglingsárin, meðan ég var í skóla. Margir komu vegna forvitni að sjá íbúðina okkar, og spurðu í fyrstu: „Hvernig er hægt að búa svona neðanjarðar?" Eftir að þau höfðu skoðað íbúðina sögðu þau: „Þetta er ekki sem verst, ég get vel hugsað mér að búa í íbúð sem þessari." Glæsilegasta íbúðin í fjallshlíð- inni ofan Guadix er fjórtán her- bergja íbúð með sundlaug, eldstó og bílageymslu fyrir þrjá bíla. I klettabyggðinni í Guadix má finna verslanir, bari, skóla, kirkj- ur og dansstaðinn fræga „Klettinn". „Þegar ég verð fullorðinn og giftur maður með fjölskyldu, þá kemur ekkert annað til greina en að búa í helli og það mínum eig- in,“ sagði Andreas, sextán ára táningur í hellaborginni Guadix á Spáni. I SUNNUHLIÐ Föstudagur 8. júní • Grillveisla frá kl. 15 • Vöfflur og kaffi í Raflandl • Myndataka af börnum í skrípamótum frá kl. 14-15 og 16.30-17.30 • Kynning á slökkvitœkjum og frœðsla um eldvarnir kl. 13-19 o Vörukynningar hjá KEA frá kl. 16-19 • Kynningar á sportfatnaði og tœkifœris- fatnaði • Kynning á Sebastian hársnyrtivörum, sér- frœðingur á staðnum • Sýning á tréútskurði • Aðalsteinn ísfjörð leikur á harmoniku kl. 16.30 • X-tríóið syngur og leikur kl. 17.00 • Gunnar Gunnarsson leikur og kynnir hljómborð í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri eru 20 verslanir og þjónustuaðilar Njóttu vorsins með okkur og láttu sjá þig á Vordögum 1990

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.