Dagur - 08.06.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 08.06.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 8. júní 1990 fréttir Sveitarstj órnarkosningarnar 1990: Kosið verður í átján sveitar- félögum á Norðurlandi á morgun - flestir á kjörskrá í Reykdælahreppi en fæstir í Skefilsstaðahreppi Seinni hluti sveitarstjórnur- kosninganna verður á morgun, laugardaginn 9. júní, en þá verður gengið að kjörborðinu í 50 sveitarfélögum í landinu. Þar af verður kosið í 18 sveit- arfélögum á Norðurlandi, fimm í Vestur-Húnavatns- sýslu, tveim í Austur-Húna- vatnssýslu, þrem í Skagafjarð- arsýslu, tveim í Eyjafjarðar- sýslu, þrem í Suður-Þingeyjar- sýslu og þrem í Norður-Þing- eyjarsýslu. Ohlutbundin kosn- ing er í 16 sveitarfélögum en hlutbundin listakosning í tveim, Sveinsstaðahrcppi í A.-. Húnavatnssýslu og Skarðs- hreppi í Skagafjarðarsýslu. Vestur-Húnavatnssýsla Staðarhreppur Á kjörskrá í Staðarhreppi eru 67. Kosið verður í Reykjaskóla í Hrútafirði og hefst kjörfundur kl. 12. Fremri-Torfustaðahreppur Á kjörskrá eru 52. Kosið veröur í Laxahvammi og hefst kjörfundur kl. 12. Ytri-Torfustaðahreppur Á kjörskrá eru 146. Kosið veröur í félagsheimilinu Ásbyrgi og hefst kjörfundur kl. 12. Kirkjuhvammshreppur Á kjörskrá eru 69. Kosið verður í félagsheimilinu á Hvammstanga og hefst kjörfundur kl. 12. Þorkelshólshreppur Á kjörskrá eru 123. Kosið verður í félagsheimilinu Víðihlíö og hefst kjörfundur kl. 11. Austur-Húnavatnssýsla Sveinsstaðahreppur Á kjörskrá í Sveinsstaðahreppi eru 73. Kosning er hlutbundin og eru tveir listar í kjöri, H-listi sjálfstæðismanna og óháðra og I- listi frjálslyndra. Prjú efstu sæti H-lista skipa Björn Magnússon Hólabaki, Hjördís Jónsdóttir Leysingjastöðum og Einar Svav- arsson Hjallalandi. Þrjú efstu sæti I-lista skipa Magnús Péturs- son Miðhúsum, Ragnar Bjarna- son Norðurhaga og Sigurður Magnússon Hnjúki. í kosningunum fyrir fjórum árum voru einnig tveir listar í kjöri, H-listi sjálfstæðismanna og óháðra, sem fékk 46 atkvæði og þrjá menn kjörna í hreppsnefnd. og I-listi borinn fram af Magnúsi Péturssyni, sem fékk 30 atkvæði og tvo menn kjörna. Kjörfundur í Sveinsstaða- hreppi hefst kl. 12 og veröur kos- ið í Flúðvangi, húsi veiðifélags- ins. Skagahreppur Á kjörskrá eru 57. Kosið verður á Örlygsstöðum og hefst kjör- fundur kl. 12. Skagafjarðarsýsla Skefilsstaðahreppur Á kjörskrá eru 46. Kosið verður í félagsheimilinu Skagaseli og hefst kjörfundur kl. 12. Skarðshreppur Á kjörskrá eru 76. Kosning er hlutbundin og cru tveir listar í kjöri, H-listi borinn fram af Úlf- ari Sveinssyni og fleirum og L- listi borinn frarn af Andrési Helgasyni og fleirum. Prjú cfstu sæti H-lista skipa Úlfar Sveins- son, Syðri-Ingveldarstöðum. Jón Eiríksson Fagranesi og Siguröur Guðjónsson Borgargeröi. Þrjú efstu sæti L-lista skipa Andrés Helgason Tungu, Sigrún Aadne- gaard Bergsstöðum og Sóley Skarphéðinsdóttir Tröö. í kosningunum 1986 voru einn- ig tveir listar í kjöri, listi fráfar- andi hreppsnefndar sem fékk 41 atkvæði og þrjá menn kjörna og listi borinn fram af Andrési Helgasyni og fleirum scm fékk 27 atkvæði og tvo menn kjörna. Kjörfundur i Skarðshreppi hefst kl. 12 og verður kosið á verkstæðinu Messuholti. Lýtingsstaðahreppur Á kjörskrá eru 191. Kosiö verður í Árgarði og Goödölum og hefst kjörfundur kl. 12. Eyjafjarðarsýsla Skriðuhreppur A kjörskrá eru 95. Kosið verður á Melurn í Hörgárdal og hefst kjörfundur kl. 11. Oxnadalshreppur Á kjörskrá eru 48. Kosið verður í þinghúsinu að Pverá og hefst kjörfundur kl. 12. Suður-Þingeyjarsýsla Hálshreppur Á kjörskrá eru 152. Kosið verður að Skógum og hefst kjörfundur kl. 12. Bárðdælahreppur Á kjörskrá eru 105. Kosið verður í Barnaskólanum í Bárðardal og hefst kjörfundur kl. 13. Reykdælahreppur Á kjörskrá eru 244. Kosið verður í tveim kjördeildum. á Þverá í Laxárdal og þinghúsinu aö Breiðumýri. Kjörfundur hefst kl. 10. Norður-Þingeyjá'rsýsla Öxarfjarðarhreppur Á kjörskrá eru 93. Kosið verður í skólahúsinu í Lundi og hefst kjörfundur kl. 13. Presthólahreppur Á kjörskrá eru 189. Kosið verður í Grunnskólanum á Kópaskeri og hefst kjörfundur kl. 11 og er stefnt að lokum kl. 19. Að venju reiða kvenfélagskonur fram rjúk- andi kaffi á kjördag. Svalbarðshreppur Á kjörskrá eru 83. Kosið verður í tveim kjördeildum, á Gunnars- stöðum ogSvalbarði. Kjörfundur hefst kl. 14. óþh Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Opnunarathöfn vegna nýrra deilda í dag kl. 15.00 verður opnun- arathöfn vegna nýrra og betr- umbættra dcilda við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Þessar dcildir eru röntgen- deild, rannsóknadeild og meinafræðideild. „Þessar deildir grunnrannsókna við sjúkrahúsið fá nú nýtt og bætt húsrými og nýjan tækjakost að stórum hluta,“ sagði Halldór Jónsson, framkvæmdastióri F.S.A. Að sögn Halldórs er röntgen- deildin nýjust, en hún hefur lengi verið í umræðunni og er loksins komin á það stig að liægt er að opna hana. Hinar deildirnar tvær hafa starfað um nokkurt skeið, en hafa ekki fengið formlega opnun. „Nú er tækifæri til að fagna þessum áfanga. Röntgen- deildin verður flutt um helgina. Nýja röntgendeildin er bylting, en hún hefur verið í gömlu hús- næði með gamlan tækjabúnað og í miklum þrengingum. Tækja- búnaður deildarinnar er að stór- um hluta nýr, en þar vegur þyngst sneiðmyndatæki, sem er komið hingað og uppsett. Fram að þessu höfum viö þurft að senda sjúklinga suður til Reykja- vikur í slíkt tæki. Fleiri og fleiri munu njóta þessa tækis, en til Reykjavíkur verða aðeins send sérstök tilfelli,“ sagði Halldór. Starfandi yfirlæknir röntgen- deildar er Pedró Ólafsson Riba, en Sigurður Ólason, yfirlæknir, sem er búinn að ná eftiriauna- aldri, mun starfa áfram við deild- ina að beiðni stjórnar F.S.A. „í vor auglýstum viö eina stöðu röntgenlæknis og fengum um- sókn og í þá stöðu verður ráðið áður en langt um líður. Vissulega er okkur ljóst að deildin kallar á vaxandi fjölda starfsmanna, því starfssviðið mun víkka. Sneið- myndatækið kallar á mannafla og brjóstmyndataka fyrir Krabba- meinsfélagið er nýlegt verkefni. Meinafræðideildin við F.S.A. er eina deildin sinnar tegundar, sem starfrækt er innan veggja sjúkra- húsa í landinu og þar fer fram mjög mikilvæg starfsemi og hún er ómetanleg. Þorgeir Þorgeirs- son er yfirlæknir deildarinnar. Deildin hefur þokkalegan tækja- búnað og sæmilega aðstöðu í nýju húsnæði og þjónar spítalan- um og svæðunum hér í næstu byggðarlögum. Rannsóknadeildin hcfur fengið mjög bætta aðstöðu og fjölgað rannsóknum sínum. Þetta hefur gerst meö bættum tækjakosti. Vigfús Þorsteinsson er yfirlæknir rannsóknadeildar, en Valgeröur Franklín yfirmeinatæknir. 1 dag erum við langt komin með frágang á því húsnæði sem nú þegar er búið að byggja. Að undanförnu höfum við verið að vinna að áformum til framtíðar, næstu 10-15 árin, skilgreina þarfir okkar og hvað þurfi að byggja upp. Þetta er ekki komið á loka- stig, þannig að byggingaáform eru ekki fyrirliggjandi, en slíkt er mjög aðkallandi. Hér við F.S.A. eru deildir sem búa við miður góða aðstöðu svo sem barna- deildin. Sjúkrahús og heilbrigð- ismál verður stöðugt að endur- skoða, þróunin er svo ör. Mikið hefur áunnist á síðari árum bæði í húsa- og tækjakosti, en áfrant skal haldið,“ sagði Halldór Jóns- son. ój SUMARTHBOÐ IVÖRBHÍISI! Aðeins föstudas! -g /a q/ afsláttur af 1 1 f /o garösláttuvélum’ "g ^O/ afsláttur af /O garðáhöldui lum Garðstóll áðurkr. 3565 • Tilboð kr. 2700 Sólbeddi áð„rkr. 5380 • Tilboð kr 3990 Mitchell veiðiyörukynning! Leiðbeiningar um val á flugustöngum og línum Tilboðsverð á ýmsum veiðivörum 20% 10% 20% afsláttur af herraskyrtum afsláttur af sumar- stökkum fyrir herra afsláttur af dömublússum s Urval af sumarskóm á góðu verði Afsláttur miðust við staðgreiðslu Vöruhús KEA • Sími 30300

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.