Dagur - 19.06.1990, Side 1
73. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 19. júní 1990
114. tölublað
LACOSTE
Peysur • Bolir
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Norðurland vestra:
Grasið fellur
- sláttur hafinn
eða að heQast
Menn eru nú farnir að dusta
rykið af Ijánum á Norðurlandi
vestra og sumir hófu slátt um
helgina. Sprettutíð hefur líka
verið með besta móti og ef
nokkurn tímann hefur verið
hægt að heyra grasið gróa þá
hefur það verið í ár.
í Skagafirði hófst sláttur á
nokkrum bæjum um helgina og
munu fleiri fylgja í kjölfarið í vik-
unni því að gróðratíðin hefur
verið slík. Eitthvað hefur þó
roðamaur verið að ergja suma
bændur og hafa menn þurft að
úða tún sín gegn honurn.
Hjá búnaðarsamböndunum í
Húnavatnssýslum var sömu sögu
að segja og í Skagafirði, sláttur
að hefjast og nokkrir byrjaðir.
Kom mönnum saman um að
gróður væri um hálfum mánuði
fyrr á ferðinni heldur en á síðasta
ári.
Það virðist enn vera dálítið ríkt
í mönnum að fara eftir gömlu
dagahjátrúnni í sambandi við
slátt. Flestir vilja byrja að slá á
laugardegi (til lukku) eða sunnu-
degi (til sólar). Þessi gamla trú
leynist í hugum margra þó að
menn viðurkenni það kannski
ekki, en svo mikið er víst að ekki
er mikið um það að menn hefji
slátt á mánu-, þriðju- eða mið-
vikudögum og hvernig skyldi
standa á því? SBG
Dósakúlur konrnar til Akureyrar
Þá eru dósakúlur komnar til Akureyrar. Björn Jósep Arnviðarson, formaður umhverfisnefndar Akur-
eyrarbæjar, tók þær formlega í notkun á tjaldsvæðum bæjarins í gær með því að setja eitt stykki tóma
gosdrykkjardós ofan í eina þeirra. Auk kúlunnar á tjaldsvæðinu eru nú staðsettar dósakúlur við versl-
unar- og þjónustumiðstöðina Kaupang og Shell Hörgárbraut. Von er á fleiri kúlum innan tíðar. Það er
skátafélagið Klakkur á Akureyri sem hefur veg og vanda að þessu þarfa umhverfisátaki á Akureyri og
rennur ágóði af dósasöfnuninni til félagsins. Skátafélagið mun einnig bjóða fólki upp á að ná í dósir í
heimahús og mun fjármunum sem safnast vegna þessarar þjónustu fram til 1. júlí nk. verða varið til að
fjármagna ferð félaga í Klakki á Landsmót skáta að Úlfljótsvatni 1.-8. júlí nk. óþh
Enduruppbygging Krossanesverksmiðjunnar:
Kostnaðurinn hleypur á tugum
milljóna rnnfram áætlun
- hluthafar hugsa sín mál þar til á föstudag
en þá verður ákvörðun tekin í ljósi nýrra upplýsinga
Stjórn og eigendur Krossaness
standa nú frammi fyrir miklum
vanda. Ljóst er að kostnaður
við enduruppbygginu Krossa-
nesverksmiðjunnar nemur tug-
um milljóna króna umfram
það sem áætlað hafði verið eft-
ir brunann sl. vetur. Hólm-
steinn Hólmsteinsson, stjórn-
arformaður, segir að upphæð-
in sé á bilinu fímmtíu og fímm
til sextíu milljónir króna. Þess-
ar upplýsingar komu fram á
hlutahafafundi í Krossanesi á
fímmtudaginn.
í samtali við Dag sagði Hólm-
steinn að hann hefði verið van-
trúaður á þær tölur sem lagðar
voru fyrir um kostnað við endur-
uppbygginguna síðasta vetur, og
talið þær of lágar. Nú hafi komið
á daginn sem hann og aðrir grun-
uðu, að kostnaðurinn yrði mun
meiri en ráð var fyrir gert þá.
„Við gerum ráð fyrir að þetta
sé nákvæm tala, þannig að ekki
komi bakreikningar. Inni í þessu
er starfsmannaaðstaða, sem var
ekki í fyrri áætlun, og í þeirri
áætlun var heldur ekki neitt sem
hét þrif og hreinsun á lóðinni.
Þetta hefur orðið mjög til hækk-
Akureyri:
Dýraspítali í Breiðholtshverfi?
Bygginganefnd Akureyrarbæj-
ar hefur gefíð kost á Ióð í
Breiðholtshverfí fyrir dýraspít-
ala og hesthús. Elfa Ágústs-
dóttir, dýralæknir, lagði inn
umsókn til bygginganefndar
þar sem hún óskaði eftir lóð í
nágrenni Breiðholtshverfís.
Elfa sagði í samtali við blaðið
að málið sé ekki komið lengra.
Margt eigi eftir að skoða varð-
andi lóðina áður en til fram-
kvæmda geti komið og því sé of
snemmt að segja til um hvort
þarna muni rísa dýraspítali.
Uppi var hugmynd um annan
stað fyrir dýraspítala en Elfa seg-
ir freistandi að koma upp dýra-
spítala í námunda við hesthúsa-
hverfi Akureyringa, sérstaklega
hvað varðar hestalækningar og
einnig að vera nálægt bænum.
„Þetta kemst vonandi fljótlega á
hreint," segir Elfa. JÓH
unar. Síðan var bætt við sjóðara,
sem talið var nauðsynlegt í fram-
leiðslulínuna, og hann kostar um
tuttugu milljónir króna. Þessir
þrír þættir vega þyngst. En marg-
ir voru mjög vantrúaðir á kostri-
aðaráætlunina í vetur, þar á með-
al ég. Menn óttuðust að hún færi
fram úr, og nú er það orðin stað-
reynd,“ segir Hólmsteinn.
Hólmsteinn segir að sá vandi
sem við blasi sé spurningin um
hvernig eigi að fjármagna mis-
muninn. Eins og málin hafi verið
lögð upp á sínum tíma hafi verið
talið að Krossanes þyldi ekki
meiri skuldsetningu og lántökur
en þá voru. Því sé greinilegt að
leysa þurfi málið á annan hátt en
með lántöku sem lendi á verk-
smiðjunni að greiða. Nýtt hlutafé
þurfi að koma til, svo rekstrar-
grundvelli verksmiðjunnar sé
ekki teflt í hættu. „Við viidum
gera hluthöfum strax grein fyrir
stöðunni, og þeir eru að hugsa
málið,“ segir hann.
Hluthafar munu taka ákvörð-
un á föstudaginn, en þessar upp-
lýsingar munu hafa komið eig-
endum loðnubátanna fjögurra,
sem gengu inn í fyrirtækið, tals-
vert á óvart.
Páll R. Sigurðsson, vélaverk-
fræðingur, hefur skipulagt vinnsl-
una í Krossanesi að nýju. Hann
segir að nokkuð dýrari leið hafi
verið farin við enduruppbygging-
una en sú sem áður hafi verið tal-
að um. Aðferðin við bræðsluna
verði hefðbundnari og áþekk því
sem gerist í öðrum loðnubræðsl-
um hér á landi. Meðal tækja sem
verða endurnýjuð eru sjóðari,
þurrkari og skilvindukostur.
Einnig má nefna nýjan rafskauta-
ketil til gufuframleiðslu. Lagnir
að þessum tækjum verða einnig
mikið endurnýjaðar. Verksmiðj-
an á að verða tilbúin í nóvember.
Um síðustu áramót skuldaði
Krossanesverksmiðjan um 700
milljónir króna. EHB
Blönduóshöfn lokuð
vegna framkvæmda:
Á meðan græða
Skagstrendingar
Höfnin á Blönduósi hefur ver-
ið lokuð síðustu tvær vikur
vegna framkvæmda. Verið er
að endurnýja þekjuna á
bryggjunni og steypa nýja.
Framkvæmdir standa yfír út
júnímánuð og á meðan þurfa
bátar frá Blönduósi að landa á
Skagaströnd og Hvamms-
tanga.
Undirbúningsvinna hófst í
fyrra og það var um síðustu mán-
aðamót sem loka varð bryggjunni
fyrir lönd.un báta og skipa.
Blönduósbátar hafa að mestu
snúið sér til Skagastrandar með
aflann, en einhverjir hafa landað
á Hvammstanga.
„Það er auðvitað slæmt að tapa
hafnargjöldunum út af þessu en
við því er ekkert að segja. Það
verður að gera þetta. Verkinu
miðar vel og verður lokið á áætl-
un, jafnvel fyrr," sagði Ófeigur
Gestsson, bæjarstjóri á Blöndu-
ósi, í samtali við Dag. -bjb
Akureyri:
Eldur í kyndi-
klefa hjá KEA
- æfing í Sæbjörgu
Slökkviliðið var kallað út tvisv-
ar sinnum í gærmorgun. í fyrra
skiptið var það kvatt um borð í
slysavarnaskipið Sæbjörgu og
sköminu síðar var tilkynnt um
eld í kyndiklefa hjá bygginga-
vörudeild KEA í Lónsbakka.
Fyrra útkallið reyndist vera
æfing en það síðara var alvara.
Nokkrar skemmdir urðu vegna
reyks, en slökkviliðinu tókst
að ráða niðurlögum eldsins á
skömmum tíma.
Um hálfellefuleytið var til-
kynnt um eld um borð í Sæbjörgu
og sagt að einn maður væri týnd-
ur í skipinu. Fimmtán mínútum
síðar var búið að bjarga mannin-
um. Slökkviðliðsmenn voru bún-
ir að kynna sér aðstæður í
Sæbjörgu á æfingu en í þessu
útkalli var búið að breyta ýmsum
skilrúmum til að gera reykköfur-
um erfiðara fyrir.
Frekar litlar skemmdir urðu
vegna eldsins í kyndiklefanum f
Lónsbakka. Eldsupptök eru talin
vera vegna neistaflugs. -bjb
Vegaframkvæmdir á Norðurlandi:
Unnið fyrir 800 milljómr
A þessu ári verður unnið við
alls 29 verkefni á vegum á
Norðurlandi. Samkvæmt nýút-
komnu yfírliti Vegagerðar rík-
isins er kostnaður vegna þess-
ara verkefna um 800 milljónir
króna.
Stærstur hluti þessarar upp-
hæðar er vegna jarðganganna í
Ólafsfjarðarmúla sem verða tek-
in í notkun undir lok þessa árs.
Þá eru tæpar 100 milljónir vegna
viðgerðar á Strákagöngum.
Unnið verður við flest þessara
verkefna í sumar og er vinna víða
þegar hafin. Yfirlit yfir þessi
verkefni er að finna á bls. 3.
JÓH