Dagur - 19.06.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 19.06.1990, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Þriðjudagur 19. júní 1990 íþróttir 4. deild: HSÞ-b hafði beturí toppslagnum HSÞ-b sigraði UMSE-b í 3:0 3. umferð E-riðils 4. deildar í Mývatnssveit á laug- ardaginn. Leikurinn var heldur slakur og lítið fyrir augað en leikmenn HSÞ-b nýttu færin og það réði úrslitum. HSÞ- b situr nú í efsta sæti riðilsins með 7 stig, UMSE-b er í öðru sæti með 6 stig og Magni í því þriðja með 4 stig og leik til góða. Mikill hliöarvindur stóö á völlinn og lið- in áttu erfitt meö að hemja boltann. HSÞ- b náöi forystunni nteð marki á 15. mínútu og staðan í hléi var 1:0. Liöið bætti síöan tveimur mörkum við í síöari hálfleik án þess að UMSE-b næöi að svara fyrir sig. Þórir Þórisson skoraöi tvö mörk fyrir HSÞ- b og Viðar Sigurjónsson eitt. Bæði lið áttu heldur slakan dag, einkum þó gestirnir. Þeir fengu þó færi til að skora en tókst ekki að nýta þau. Fyrsti sigur Austra - vann Narfa 4:2 Austri frá Raufarhöfn vann sinn fyrsta sigur í 4. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu þegar liðið lagði Narfa frá Hrís- ey 4:2 á laugardaginn. Leikurinn fór fram á Árskógsstrandarvelli en Narfa- menn Ieika heimaleiki sína þar í sumar. Jafnræði var með Iiðunum í fyrri hálflcik og náðu Austramenn forystunni tvívegis en Narfi náði að jafna í bæði skiptin og staðan í hléi var 2:2. í síðari hálfleik voru gestirnir heldur sterkari og bættu við tveimur ntörkum og tryggðu sér sigurinn. Sigurður Helgi Ólafs- son skoraði þrjú mörk fyrir Austra og Pét- ur Jónsson eitt. Björn Eiríksson og Sigur- jón Sigurbjörnsson skoruöu mörk Narfa. Hvöt lagði Þrym í rokinu Hvöt frá Biönduósi bar sigurorð af Þrym á Sauðárkróki sl. laugardag með þremur mörkum gegn tveimur. Leikurinn fór fram í sterkum vindi á malarvellinum á Króknum og má segja að vindurinn hafi ráðið lögum og lofum á vell- inum. Hvatarmenn sýndu samt hversu sterkir þeir eru, en Þrymsliðið seiglaðist þó áfram með vindinn með sér t seinni nálfleik. Staðan í hléi var 2:0 fyrir Hvöt. r Mörkin gerðu fyrir Hvöt þeir Asgeir Valgarðsson (2) og Guðmundur Sveins- son, en fyrir Þrym voru það Magnús Er- lingsson og Jón Hallur Ingólfsson sem skoruðu,________________SBG Neisti tók Geisla í kennslustund Neistl á Hofsósi tók Geisla frá Hólma- vík í kennslustund á Hofsósvelli sl. laugardag. Neistamenn gerðu átta mörk gegn engu marki Geisla. Augljóst var hvort liðið var betra á Hofsósi því að það var sárasjaldan sem að Geislarnir náðu að skína í gegnum vörn Neista. Leikurinn hefði átt að enda með enn stærri sigri Neista því að þeir hreinlega óðu í færum, en nýttu sér einungis lítinn hluta þeirra. Mörkin fyrir Neista gerðu: Magnús Jóhannesson (3), Oddur Jónsson (3) og Ingvar Magnússon (1). Eitt markanna átta var síðan sjálfsmark. SBG -------------------jHI 2. deild: Breiðablik hafði betur í rokinu - sigraði Leiftur 3:1 Breiðablik sigraði Leiftur 3:1 þegar liðin mættust í Kópavogi á föstudagskvöld. Yeðrið var í einu af aðalhlutverkunum og má segja að liðin hafi átt sinn hálfleikinn hvort, Breiðablik lék undan vindinum í fyrri hálfleik og var þá sterkari aðil- inn en dæmið snerist við í þeim seinni. Þrátt fyrir það náðu Blikar að skora tvívegis í seinni hálfleik og tryggja sér sigur sem var a.m.k. of stór miðað við gang leiksins. Breiðabliksmenn voru mun meira með boltann í fyrri hálfleik og réðu ferðinni. Þeir náðu þó aðeins að skora einu sinni og þar var að verki Willum Þór Þórsson með þrumuskoti af löngu færi. í seinni hálfleik var röðin kom- in að Leiftursmönnum. Þeir náðu strax upp mikilli pressu og þegar um 10 mínútur voru liðnar jafn- aði Þorlákur Árnason metin en meiddist um leið og var borinn útaf. Leiftursmenn sóttu áfram en færin létu á sér standa og þeg- ar um 15 mínútur voru til leiks- loka skoraði Grétar Steindórsson fyrir UBK úr vítaspyrnu, þvert á gang leiksins. Leiftursmenn voru síðan full ákafir í sókninni eftir þetta enda engu að tapa og Blikar innsigluðu sigur sinn fáum mínútum fyrir lokaflautið með marki Grétars Steindórssonar. Miðað við gang leiksins og fær- in sem liðin fengu var þessi sigur ekki sanngjarn. Blikar nýttu færi sín hins vegar betur og fengu því stigin þrjú. Lið þeirra var jafnt en Örn Torfason og Hörður Benó- nýsson voru mest áberandi í liði Leifturs. Fjölþrautamót í Mosfellsbæ Dagana 26. og 27. júní nk. fer fram fjölþrautarmót á vegum Frjálsíþróttasambands Islands í Mosfellsbæ. Keppt verður í tugþraut karla og sjöþraut kvenna. Tugþraut karla er liður í undir- búningi fyrir landskeppni í tug- þraut milli íslands, Hollands og Belgíu sem fram fer í Amster- dam dagana 21. og 22. júlí nk. Mótið hefst kl. 17.30 báða dag- ana. 2. deild: Stór ósigur KS gegn FylMsmönnum - tapaði 1:6 í Reykjavík KS-ingar máttu þola stóran ósigur er þeir mættu Fylki í 4. umferð 2. deildar íslandsmóts- ins í knattspyrnu í Reykjavík á föstudagskvöld. Þegar upp var staðið höfðu heimamenn skor- að sex mörk en gestirnir aðeins eitt. Fylkismenn sitja í efsta sæti deildarinnar með fullt hús eftir fjóra leiki en KS er í þriðja neðsta sæti með 3 stig. Leikurinn á föstudagskvöldið var nokkuð köflóttur. Fyrri hálf- leikur var nokkuð jafn og KS sótti ekkert minna en Fylkir. Fylkismenn náðu hins vegar að skora þrívegis áður en flautað var til hlés og má segja að þau mörk hafi öll verið af ódýrari gerðinni. í síðari hálfleik lék KS með vindinn í bakið og þeir náðu fljótlega að minnka muninn með marki Hlyns Eiríkssonar. Skömmu síðar var Fylkismannin- um Guðmundi Baldurssyni vikið af leikvelli og KS-ingar sóttu í sig veðrið. Það voru hins vegar Fylk- ismenn sem skoruðu næsta mark úr skyndisókn og við það hrundi leikur KS-inga og heimamenn bættu tveimur mörkum við fyrir leikslok. Finnur Kolbeinsson skoraði tvö mörk fyrir Fylki og þeir Guðmundur Baldursson, Kristinn Tómasson, Hörður Valsson og Örn Valdimarsson skoruðu eitt mark hver. Mark Duffield, þjálfari og leikmaður KS, sagði í samtali við Dag að það háði greinilega KS- liðinu að hafa ekkert getað æft á grasi. „Við æfum á möl og spilum svo útileikina á grasi og það kem- ur auðvitað ekki vel út. En gras- völlurinn kemst í gagnið innan skamms og þá breytist allt. Við erum búnir með þrjá erfiða úti- leiki og ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Mark Duff- ield. KKI: Æfíngabúðir í körfiibolta - dagana 25.-29. júní Körfuknattleikssamband ís- lands hefur ákveöið að standa fyrir æfingabúðum í körfu- knattleik dagana 25.-29. júní nk. Æft verður í íþróttahúsi Seljaskóla í Reykjavík undir stjórn Torfa Magnússonar og Páls Kolbeinssonar. Þessar búðir eru í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Körfuknatt- leikssambandið hefur fegnið aðalþjálfara Indiana Purdue University í Bandaríkjunum, Andy Piazza, til að koma til íslands og sjá um æfingabúðirnar með þeim Torfa og Páli. Koma Piazza er mikill fengur og munu þátttakendur í æfingabúðunum vafalaust læra mikið af honum. Þess má geta að hann lék með og þjálfaði KR keppnistímabilið 1977-’78 og gerði þá KR-inga að íslandsmeisturum. Æfingabúðirnar verða tvískipt- ar, fyrir börn 9-13 ára frá kl. 10- 15 og fyrir unglinga 14-17 ára frá kl. 18-22. Hörður Benónýsson lék vel í Kópavogi en náði þó ekki að skora. Mynd: KL Heppnissigur Tindastóls - á ÍBK Heppnin var með Tindastóls- liðinu þegar það vann ÍBK sl. föstudagskvöld á Sauðárkróki 1:0. Guðbrandur Guðbrands- son gerði mark Tindastóls á 5. mínútu leiksins og dugði það þeim til sigurs þrátt fyrir linnu- litlar sóknir Keflvíkinga. Leikurinn hófst með miklum látum og strax á 5. mínútu gerðu varnarmenn Keflvíkinga mistök, þannig að Björn Sigtryggsson komst inn í sendingu og náði að renna knettinum til Guðbrands sem sendi hann af öryggi í netið hjá Ólafi Péturssyni markverði. Eftir þetta mark sóttu Keflvík- ingar nær látlaust í fyrri hálfleik. Aldrei náðu þeir þó að skapa sér nein teljandi marktækifæri held- ur var eins og það vantaði alltaf rnann inni í vítateig Tindastóls til að spyrna knettinum í markið. Tindastólsliðið átti þó sínar sókn- ir annað slagið og í einni þeirra átti Sverrir Sverrisson ágætan skalla að marki ÍBK, en boltinn fór yfir markið. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði, með sóknum Keflvíkinga og fékk Gestur Gylfason góð tækifæri til að jafna leikinn, því hann komst tvisvar á auðan sjó inni í teig Tindastóls. Stefán Árnarsson náði samt að verja frá Gesti eins og öðrum Keflvíkingum og hélti markinu hreinu. Þegar um 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fór samt að færast sóknarþor í Tindastólsliðið aftur og átti það ágætis tækifæri, en nýttu þau ekki frekar en Keflvíkingar sín og leikurinn endaði 1:0 fyrir heima- mönnum. Bestu leikmenn hjá ÍBK voru Jóhann Magnússon og Freyr Sverrisson. Hjá Tindastól sýndi Björn Björnsson góðan leik og þeir Guðbjartur Haraldsson og Ólafur Adolfsson stóðu fyrir sínu í vörninni. „Það eru stigin sem telja. Markið í upphafi leiksins breytti kannski hugarfari minna manna og baráttan var mikil í seinni hálfleik. Við eigum eftir að bæta mikið, en samt erum við að vinna leiki og eins og ég sagði áðan það eru stigin sem telja,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Tindastóls, eftir leikinn. SBG Sverrir Sverrisson og félagar voru heppnir að fá þrjú stig úr viðureigninni við ÍBK. Þriðjudagur 19. júní 1990 - DAGUR - 9 Bikarkeppni kvenna: Þór í aðra umferð eftir sigur á Þrótti N. Þórsstúlkur tryggðu sér sæti 2. umferð bikarkeppni kvenna er þær lögðu Þrótt frá Nes- kaupstað á Þórsvellinum á föstudagskvöldið. Úrslitin urðu 2:0 í slökum leik þar sem Þórunn Sigurðardóttir og stöllur hennar eru komnar í 2. umferð í bikarnum. Þór hafði greinilega yfirburði en gekk illa að nýta sér þá. Þróttarar byrjuðu með miklum látum en Þórsarar náðu smám saman yfirtökum. Engin mörk voru þó skoruðu í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik skoraði Ellen Óskarsdóttir fyrir Þór strax í upphafi og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti. Leikurinn fór eftir þetta að mestu fram á vallarhelmingi Þróttar en Þór tókst þó aðeins að bæta einu marki við. Það mark skoraði Soffía Frímannsdóttir um miðjan hálfleikinn. Eins og fyrr segir var leikur þessi slakur og lítið fyrir augað. Þróttarar einbeittu sér að varnar- leiknum og Þórsurum gekk illa að brjóta vörn þeirra á bak aftur þrátt fyrir að þær væru greinilega sterkari aðilinn. Eins og fram hefur komið áttu KA-stúlkur að leika við KS á föstudagskvöldið. Ekkert varð af þeim leik þar sem Siglfirðingar gáfu leikinn og er KA-liðið því einnig komið í 2. umferð. 3. deild: Einstaklingsíramtak Garðars tryggði Reyni sigur á Einherja Reynir sigraði Einherja 2:1 þegar liðin mættust á Árskógs- strönd í 4. umferð 3. deildar á föstudagskvöldið. Sigur Reyn- is getur ekki talist sérlega sannfærandi, Einherjamenn voru meira með boltann lengst 3. deild: Völsungar í basli Völsungur sótti Þrótt R. heim um helgina í 3. deildinni í knattspyrnu. Þróttarar náðu að knýja fram sigur, tvö mörk gegn einu, einni mínútu fyrir leikslok í annars nokkuð jöfn- um leik. Nokkuð hvasst var þegar liðin mættust og setti það mark sitt á leikinni. Völsungar léku undan vindi í fyrri hálfleik og sóttu þá öllu meira en Þróttarar, en náðu samt ekki að skapa sér verulega Kvennalandslið U-16: Fimm úr Breiðabliki í hópnum Sigurður Hannesson og Steinn Helgason, þjálfarar kvenna- landsliðs íslands skipað leik- mönnum 16 ára og yngri, hafa valið 16 stúlkur til að taka þátt í Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Svíþjóð dagana 25. júní til 2. júlí nk. Hópurinn er þannig skipaður: Markmenn: Kristín Loftsdóttir KR Ragnheiður Agnarsdóttir BÍ Aörir leikmenn: Heiða Ingimundardóttir Reyni S. Berglind Jónsdóttir Val Elín Gunnarsdóttir Val Anna Steinsen KR Elísabet Sveinsdóttir UBK Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir UBK Katrín Oddsdóttir UBK Unnur Þorvaldsdóttir UBK Rósa Brynjólfsdóttir UBK Hulda Hlöðversdóttir Haukum Magnea Guðlaugsdóttir ÍA Anna Valsdóttir ÍA íris Steinsdóttir ÍA Ásdís Þorgilsdóttir ÍBK Þetta er í þriðja sinn sem Norðurlandamót í þessum ald- urshópi er haldið en í fyrsta sinn sem ísland tekur þátt. Island er í riðli með Hollandi, Noregi og Svíþjóð. góð marktækifæri. Heimamenn áttu ágætar rispur inn á milli og það voru þeir sem gerðu eina mark fyrri hálfleiks þegar Daði Harðarson, aldursforseti þeirra, skoraði beint úr aukaspyrnu. f seinni hálfleik höfðu Þróttarar vindinn í bakið og sóttu öllu meira, en Völsun^ar náðu engu að síður að jafna. Ásmundur Arn- arsson skoraði gott mark eftir hornspyrnu. Það var síðan einni mínútu fyrir leikslok að Ásmund- ur Helgason skoraði sigurmark Þróttara. Þróttur stefnir nú hrað- byri á 2. deild en hið unga lið Völsungs verður að taka sig veru- lega á ef það ætlar að vera með í toppbaráttunni. óhú af en gekk illa aö skapa sér færi og máttu því sætta sig viö ósigur. Reynismenn fengu óskabyrjun Garðar Níelsson tryggði Reyni dýr- mæt stig á föstudaginn. og náðu forystunni eftir aðeins þriggja mínútna lcik. Þá kom sending fyrir Einherjamarkið og þar var Páll Gíslason einn og yfir- gefinn í vítateignum og skoraði af öryggi. Reynismenn virtust gefa nokk- uð eftir í framhaldinu og Ein- herjamenn réðu ferðinni. Þeir sóttu nokkuð stíft og voru nokkr- um sinnum nálægt því að skora en fengu þó engin dauðafæri. Staðan í hléi var 1:0. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, Einherjamenn voru meira með boltann en Reynismenn áttu ágætar sóknir inn á milli. Þegar um 20 mínútur voru til leiksloka fengu Vopnfirð- ingar vítaspyrnu og úr henni skoraði Gísli Davíðsson. Skömmu fyrir leikslok tryggðu Reynismenn sér svo sigurinn og var þar um algert einstaklings- framtak Garðars Níelssonar að ræða. Hann náði boltanum af varnarmanni Einherja við hliðar- línuna og óð upp kantinn og inn í teig. Þar náði hann að lauma boltanum í markið af þröngu færi og tryggja Reynismönnum stigin þrjú. Dalvíkingar náðu í stig austur - gerðu jafntefli 2:2 við Þrótt Sigurvin Jónsson markmaður Dalvíkinga varði vítaspyrnu er Dalvík gerði jafntefli við Þrótt er liðin léku í Neskaupstað sl. föstudagskvöld í rigningar- slabbi. Dalvtkingar voru ívíð sterkari í fyrri hálfleik, og m.a. skaut Jón Örvar Eiríksson í stöng úr dauðafæri, en það voru samt Þróttarar sem skoruðu fyrsta markið á sjöttu mínútu eftir hornspyrnu, og var þar að verki Árni Freysteinsson fyrrum leikmaður KA. Á 30. mínútu jafnaði Ágúst Sigurðsson fyrir Dalvík, og þannig var staðan í hléi. Á áttundu mínútu seinni hálf- leiks náði Þráinn Haraldsson aft- ur forystunni fyrir Þrótt með marki úr vítaspyrnu og aðeins tveimur mínútum síðar var aftur dæmd vítaspyrna á Dalvík, en Sigurvin markmaður varði spyrnu Þráins. Skömmu síðar fékk Ágúst Sigurðsson hjá Dalvík að sjá rauða spjaldið eftir brot á markmanni Þróttara en dómar- inn hafði áður sýnt honum það gula fyrir ósæmilegt orðbragð. Fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði svo Jón Örvar Eiríksson leikinn eftir stungusendingu inn fyrir vörn Þróttara. Leikurinn var nokkuð jafnari í seinni hálfeik án þess að verulega hættuleg tækifæri sköpuðust utan þeirra sem mörkin komu úr svo líklega hefur jafntefli verið sann- gjörnustu úrslitin. Dómari var Sigurjón Kristjánsson, og var talsvert ósamræmi í dórnuin hans. GG 3. deild: TBA fékk skell - tapaði 0:8 á ísafirði TBA-menn fengu heldur betur skell á Isafirði á föstudags- kvöldið. Þeir léku þar við BI í 4. umferð 3. deildarinnar og máttu hirða boltann átta sinn- um úr netinu án þess að þeir næðu að svara fyrir sig. Úrslit- in réðust á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar ísflrðing- arnir skoruðu þrjú mörk á fyrstu fimm mínútunum og eft- ir það má segja að norðan- menn hafl aðeins verið áhorf- endur að leiknum. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en BÍ-liðið var þó greinilega .terkari aðilinn. Þeir voru mun fljótari en gestirnir og spiluðu ágætlega. Staðan í hléi var 2:0. í seinni hálfleik mættu TBA- menn ákveðnir til leiks og ætluðu að gera stóra hluti. Það fór hins vegar á annan veg. Þrjú klaufa- mörk á fyrstu fimm mínútunum gerðu út um leikinn og eftir það var aðeins spurning um hversu oft ísfirðingarnir næðu að skora. Þeir svöruðu þeirri spurningu með þremur mörkum og úrslitin því 8:0. Jóhann Ævarsson var áberandi í liði BÍ og skoraði fimm mörk, Haukur Benedikts- son skoraði tvö og Ólafur Peters- en eitt. Hörpudeild Valur - ÍBV 4:1 Fram 5 4-1-0 13:0 13 Valur 5 3-1-1 9:4 10 KR 5 3-0-2 7:6 9 ÍBV 5 3-0-2 6:9 9 Stjarnan 5 2-1-2 6:9 7 FH 5 2-0-3 7:6 6 Víkingur 5 1-2-2 6:7 5 ÍA 5 1-2-2 4:8 5 Þór 5 1-1-3 2:6 4 KA 5 1-0-4 3:9 3 Markahæstir: Guðm. Steinsson, Fram 6 Antony Karl Gregory, Val 3 Árni Sveinsson, Stjörnunni 3 Goran Micie, Víkingi 3 Hlynur Stefónsson, IBV 3 Ríkharður Daðason, Fram 3 Sigurjón Kristjánsson, Val 3 2. deild Úrslil í 4. iimfcrö: Víðir - Sclloss UBK - Lciftur Grindavík - ÍR Tindastóll - ÍBK Fylkir - KS 0:3 3:1 0:1 1:0 6:1 Fvlkir 4 4-0-0 13: 3 12 ÚBK 4 3-1-0 10: 3 10 Tindastóll 4 2-1-1 5: 3 7 Víðir 4 2-1-1 4: 5 7 ÍBK 4 2-0-2 4: 4 6 Selfoss 4 1-1-2 6: 6 4 Leiftur 4 1-1-2 3: 7 4 KS 4 1-0-3 4: 9 3 ÍR 4 1-0-3 4:10 3 Grindavík 4 0-1-3 5: 9 1 Markahæstir: Grétar Steindórsson, UBK 5 Guöm. Baldursson, Fylki 3 Öm Valdimarsson, Fylki 3 3. deild Úrslit í 4. umferð: Þróttur R.-Völsungur 2 :1 Haukar-IK 1 :0 Þróttur N.-Dalvík 2 :2 BÍ-TBA 8 :0 Reynir Á.-Einherji 2 :1 Þróttur R. 4 4-0-0 16: 4 12 ÍK 4 3-0-1 12: 5 9 Haukar 4 3-0-1 10: 7 9 Dalvík 4 2-1-1 7: 7 7 Rcynir 4 2-0-2 8:10 6 Völsungur 4 1-1-2 5: 6 4 Þróttur N. 4 1-1-2 7: 7 4 BÍ 4 1-0-3 11:10 3 TBA 41-0-3 2:13 3 Einherji 4 0-1-3 3:12 1 Markahæstir: Óskar Óskarsson, Þrótti R. 6 Jóhann Ævarsson, BÍ 5 Brynjar Jóhanncsson, Haukum 4 Garðar Níelsson, Reyni 4 4. deild - D-riðill Úrslit í 2. umferð: Þrymur-Hvöt 2:3 Neisti-Geislinn 8:0 Hvöt 2 2-0-0 6:3 6 Neisti 2 1-0-1 9:3 3 Kormákur 1 1-0-0 3:1 3 Þrymur 2 0-0-2 3:6 0 Geislinn 1 0-0-1 0:8 0 - E-riðill Úrslit í 3. umferð: SM - Magni HSÞ-b - UMSE-b Narfi - Austri HSÞ-b UMSE-b Magni S.M. Austri Rau Narfi 3 2-1-0 8: 3 2-0-1 14: 2 1-1-0 6: 3 1-0-2 3: 3 1-0-2 2 0-0-2 1:3 3:0 2:4 3 7 3 6 44 63 5: 9 3 2:13 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.