Dagur - 19.06.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 19.06.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. júní 1990 - DAGUR - 3 -i fréttir í- Vegaframkvæmdir á Norðurlandi í ár: Jarðgangaverkefnin eru fíárfrekust Vegagerð ríkisins hefur sent frá sér yfirlit um þær fram- kvæmdir sem ráðist verður í á vegum landsins í sumar. Á Norðurlandi vestra verður í sumar unnið á 15 stöðum en á Norðurlandi eystra verða verk- efni sumarsins 14 að tölu. Verkefnin á Norðurlandi eystra kosta tæpan hálfan milljarð en gæta verður þess þó að í einu tilfellinu er um að ræða útboðsverk sem skila skal síðari hluta næsta árs. Unnið verður fyrir 273 milljónir á árinu á Norðurlandi vestra. Yfirlit fer hér á eftir. Fimmtán verkefni á Norðvesturlandi Á Vatnsnesvegi í Vestur-Húna- vatnssýslu verða verkefnin þrjú talsins og verður unnið fyrir samtals 12,6 milljónir króna. Lagfærð verður brú á Tjarnará, hækkaður vegur hjá Ósum og styrktur kaflinn milli Þjórsár og Ósa. Þess má geta að síðasta verkefnið tekur til sín alls 6,6 milljónir króna. Önnur verkefni á vestanverðu Norðurlandi eru að á Svínvetn- ingabraut við Blönduós verður byggður upp 1,6 km vegarkafli og nemur kostnaðurinn 14 milljón- um króna. í Vatnsdal verður sett nýtt ræsi í Árfarið fyrir um 4 milljónir króna, á Skagavegi verður sett ræsi í Laxá og vegur tengdur við ræsið en þetta verk kostar um 3 milljónir. Nokkrar framkvæmdir verða á leiðinni um Bólstaðarhlíð og upp á Vatns- skarð þar sem vegur verður styrktur. Alls er um að ræða 5,6 km vegarkafla og kostar verkið um 13 milljónir króna. Á Siglufjarðarvegi er áætlað að vinna fyrir um 32 milljónir króna þar sem byggð verður ný brú á Fljótaá og hún tengd. Flokkur Gísla Gíslasonar vinnur verkið en sami flokkur ntun byggja brú á Brúnastaðaá í Fljótum í sumar. Á Hegranesvegi eystri verður byggður upp um 1,5 km kafli unt Ás fyrir 3 milljónir króna. Á Hegranesvegi eystri verður líka byggður upp 1 km kafli fyrir sömu upphæð. Á Norðurlandsvegi milli Víði- valla og Uppsala verður lögð klæðing á 6 km kafla sem byggður var upp á síðasta ári en frá Upp- sölum að Skeljungshöfða verð- ur vegur byggður upp og lögð fyrri klæðing í haust. Þessi hluti kostar um 52 milljónir króna. Á Skagafjarðarvegi verður lokið við að byggja upp 3,2 km leið Laxveiði hafin í tjörn austan Laugalandsvegar: Tuttugu og tveir laxar á land í gærmorgun Paradís laxveiðimannsins var opnuð með viðhöfn, austan Laugalandsvegar, föstudaginn 15. júní. Fjölmenni var við opnun svæðisins og þar mátti sjá mörg kunn andlit úr bæjar- lífi Akureyrar. Laxveiðisvæðið við Lauga- landsveg var opnað kl. 16.00 með viðhöfn og nokkrir fjölmiðla- menn og kunn andlit úr laxveiði- heiminum hófu veiðarnar. Veið- in var róleg fyrst framan af, en fyrsta fiskinn fékk Rúnar Þór Björnsson, Ijósmyndari Morgun- blaðsins. Fiskur Rúnars var þrjú pund og viðureignin tók skamma stund. „Eg var að koma úr Laxá í S.-Þingeyjarsýslu með öngulinn í rassinum. Nei, ég er ekki vanur veiðimaður, en veiðigyðjan var mér hliðholl nú," sagði Rúnar Þór. Yfir helgina veiddust hátt í þrjátíu laxar í lóninu og í gær- morgun veiddust 22 laxar, þannig að flestir geta verið ánægðir. Hálfur veiðidagur kostar kr. 1500 og síðan hver veiddur fiskur kr. 350. Allir þeir veiðimenn, sem blaðamaður Dags hafði tal af, voru mjög ánægðir með framtak Gísla Jónssonar og Ferða- skrifstofu Akureyrar og höfðu á orði, að veiðarnar væru kærkom- in nýjung í bæjarfélaginu og gæfu Akureyri aukið vægi sem ferða- mannastað. ój milli Varmalækjar og Mælifellsár auk þess sem lögð verður klæðing frá Varmalæk að Svartárbrú. Þetta verk kostar í heild um 11 milljónir króna. Fjárfrekasta verkefni sumars- ins á Norðurlandi vestra er við- gerð á Strákagöngum sent kosta mun tæpar 100 milljónir króna. Göngin verða styrkt, sett upp vatnsvarnarlag, lagnir og endur- nýjað gólf. Olafsfjarðargöngin stærst verkefna á Norðurlandi eystra Vinna við jarðgöng ber einnig hæst á lista verkefna á Norður- landi eystra í ár. Sem kunnugt er veröur lokið við jarðgöngin í Ólafsfjarðarntúla á árinu, for- skála og vegtengingar en verk- efnið í heild kostar í ár um 345 milljónir króna og eru verklok áætluð í nóvember. Skyld þessu verkefni er framlenging vegteng- ingar við göngin fyrir um 15 ntillj- ónir en flokkar Vegagerðar rík- isins áætla að Ijúka því í ágúst. í Svarfaðardal verður sett mal- arslitlag á 3 knt kafla milli Hreið- arstaðakots og Hóls. A svoköll- uðum Bakkavegi í Arnarnes- hreppi verður skipt um ræsi við Pálmholtslæk í ágústmánuði og á Dagverðareyrarvegi verður 5,6 km vegkafli styrktur og mölbor- inn á sama tíma. Áfram verður haldið fram- kvæmdum á Norðurlandsvegi um Öxnadal. Samtals verður þar unnið fyrir 80 milljónir króna en í því felst klæðing á veginum milli Steðja og Bægisár en 8,8 km leið frá Bægisá að Þverá veðrur undirbyggð og skal því verki lok- ið fyrir 15. september 1991. Afleggjarinn af Norðurlands- vegi til Svalbarðseyrar verður byggður upp í sumar og kostar verkið 14 milljónir króna. 1 Mývatnssveit verður ráðist í þrjú minni verk. Um að ræða seinna lag klæðingar á leiðinni milli Vagnbrekku og Stekkjar- ness sem unnið verður að í júlí og seinna lag klæðingar á veginum milli Garðs og Skútustaða, alls 2,9 km. Þá verður lagt seinna lag klæðingar á Flugvallarveginn. Á Hólsfjallavegi verður ekið malarslitlagi í verstu kaflana í júlímánuði og á sama tíma veðr- ur klæöing sett á veginn milli Brúarlands og Hafralónsár á Norðausturvegi. Loks verður unnið fyrir 9 milljónir króna við Raufarhöfn þar sem seinna lag klæðingar verður sett á veginn að flugvellinum. Þetta verk verður einnig unnið í næsta mánuði. JÓH Forseti íslands: Tuttugu Islendingar sæmdir heiðursmerki fálkaorðunnar Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sæmdi um helgina aö tillögu orðunefndar tuttugu Islendinga heiöurs- merki hinnar íslensku fálka- Útskrift í Háskólanum á Akureyri: Þóra Regína með hæstu meðaleinkmm Ellefu nemendur útskrifuðust úr rekstrardeild Háskólans á Akureyri á föstudaginn. Há- skólanum og Félagsstofnun stúdenta bárust peningagjafir við það tækifæri. Skipting nemenda var þannig að fimm útskrifuðust sem iðn- rekstrarfræðingar og sex sem rekstrarfræðingar. Þóra Regína Þórarinsdóttir fékk hæsta meðal- einkunn, 8,16. Hún var á iðn- rekstrarbraut. Ræður og ávörp fluttu Harald- ur Bessason, háskólarektor, og Stefán G. Jónsson, forstöðumað- ur rekstrarsviðs háskólans. Gísli Konráðsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, færði Háskólanum peningagjöf frá Sparisjóði Akur- eyrar og Arnarneshrepps. Hall- dór Blöndal, alþingismaður, færði Félagsstofnun stúdenta peningagjöf frá Búnaðarbanka Islands. Valur Arnþórsson, bankastjóri, færði félagsstofnun einnig peningjagjöf frá Lands- banka íslands. EHB orðu. Einn þeirra, Helgi Bergs, fv. bankastjóri Reykja- vík, fékk stórriddarakross fyrir störf að bankamálum. Tveir Norölendingar voru sæmdir riddarakrossi, Friðgeir Guð- jónsson, ráðsmaöur Holti í Þistilfiröi, fyrir störf í þágu landbúnaðar og fjallskila og Sigurður Pétur Björnsson, fv. bankaútibússtjóri Húsavík, fyrir störf að félags- og banka- málum. Hinir sautján sem voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu eru: Ásgrímur Krist- jánsson, fv. yfirsíldarmatsmaður Reykjavík, fyrir störf að gæða- málum íslenskra sjávarafurða Björn Hermannsson, tollstjóri Reykjavík, fyrir störf í opinbera þágu, Björn Sigurbjörnsson, dr. phil Vínarborg, fyrir vísinda- störf, Gréta Bachmann, þroska- þjálfi Reykjavík, fyrir störf að málefnum þroskaheftra, Gunnar Wendler Jóhannsson, forstöðu- maður Frankfurt, fyrir landkynn- ingarstörf, Hannes Pétursson, skáld Reykjavík, fyrir ritstörf, Hulda Valtýsdóttir, blaðamað- ur Reykjavík, fyrir störf að skóg- ræktarmálum, Jón G. Tómas- son, borgarritari Reykjavík, fyrir störf að sveitarstjórnarmálum, séra Jónas Gíslason, vígslu- biskup Reykjavík, fyrirr störf að kirkjumálum, Ólafur E. Ólafs- son, fv. kaupfélagsstjóri Reykja- vík, fyrir störf að mannúðar- og félagsmálum, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari Reykjavík, fyrir störf að tónlistarmálum, Sigríður Haraldsdóttir, hússtjórnarkenn- ari Rcykjavík, fyrir íræðslustörf. Sigurður Hclgason, forstjóri Reykjavík, fyrirstörf að flugsam- göngum, Tómas Árni Jónsson, Iæknir Reykjavík, fyrir störf að heilbrigðismálum, Valtýr Há- konarson. fv. skrifstofustjóri, fyrir störf að siglingamálum, Valur Valsson, bankastjóri Reykjavík, fyrir störf að banka- málum og Þór Guöjónsson, fv. veiðimálastjóri Reykjavík, fyrir störf að lax* og silungsveiðimál- um. óþh Umferðarráð: Hvetur til sameiginlegra aðgerða gegn hraðakstri Vegna tíðra alvarlegra umferð- arslysa á þjóðvegum landsins, hefur Umferðarráð sent öllum lögreglustjórum landsins bréf þar sem hvatt er til sameigin- legra aðgerða gegn gáleysisleg- um og of hröðum akstri. Á næstunni mun lögreglan væntanlega herða eftirlit með því að ökumenn haldi sig á löglegum hraða og þar með vonandi fækka umferðarslysum. Einn viðmæl- enda blaðsins í lögreglunni taldi að hin válegu tíðindi hefðu eitthvað hægt á ökuhraðanum, en þetta væri mál sem lögreglan væri sívakandi yfir. Mjög rólegt hefur verið hjá lögreglunni hér norðanlands að undanförnu. Á vorin hefur oft gosið upp innbrotafaraldur með- al unglinga eftir að skóla lýkur, en að sögn rannsóknarlögregl- unnar hefur enginn innbrotafar- aldur gert vart við sig nú.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.