Dagur - 19.06.1990, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. júní 1990 - DAGUR - 11
Pjóðhátíðardagurinn á Akureyri:
Hefðbundin dagskráratriði
Knattspyrnufélag Akureyrar
stóð fyrir 17. júní hátíðarhöld-
unum á Akureyri að þessu
sinni ásamt Hestamannafélag-
inu Létti og Bílaklúbbi Akur-
éyrar og var dagskráin næsta
hefðbundin. Skemmtunin fór
hið besta fram í ágætu veðri en
margir kvörtuðu þó yfir brota-
löm í framkvæmd dagskráratr-
iða, sérstaklega á íþróttavell-
inum.
Akureyringar vöknuðu við
lúðrablástur og trumbuslátt að
morgni þjóðhátíðardagsins. Bíla-
klúbbur Akureyrar stóð fyrir
hópakstri um götur bæjarins með
lúðrasveit og blásarsveit í farar-
broddi. Pá buðu Léttismenn
börnum á hestbak á flötinni neð-
an við Samkomuhúsið og félagar
í unglingadeild Léttis sýndu listir
sínar. Bílaklúbbur Akureyrar var
með sýningu og keppni af ýmsum
toga.
Kl. 13 var lagt af stað í skrúð-
göngu frá Dynheimum að íþrótta-
vellinum og þangað var hersingin
komin fyrir kl. hálf tvö. Á íþrótta-
vellinum gerðist ekki neitt lang-
tímum saman nema hvað Lúðra-
sveit Akureyrar lék nokkur lög á
milli þagna. Loks eftir meira en
klukkutímahark fór eitthvað að
rofa til en tæknileg vandræði
settu strik í reikninginn. Lítið
heyrðist í Kór Akureyrarkirkju
og misvel í ræðumönnum. Séra
Þórhallur Höskuldsson var með
helgistund, séra Pétur Pórarins-
son flutti hátíðarræðu, fjallkona
flutti ávarp og nýstúdent hélt
ræðu, fallhlífarstökkvarar svifu
til jarðar og bæjarstjórnarfull-
trúar hlupu við fót. Helsta
skemmtun barnanna meðan á
þessari dagskrá stóð fólst í sæl-
gætisáti og því að horfa á eftir
gasblöðrum sem losnuðu úr
greipum eigenda sinna og hurfu
út í buskann.
Betur tókst til á Ráðhústorgi
síðdegis. Götuleikhús fór um
svæðið og Leikklúbburinn Saga
flutti brot úr Fúsa froskagleypi.
Eddi og fiskarnir léku fyrir dansi.
Um kvöldið var einnig skemmti-
dagskrá á Ráðhústorgi með
hljóðfæraslætti og gamanmálum
Ómars Ragnarssonar. Sérstaka
athygli vöktu harmonikuleikarar
í göngugötunni og stóðust sumir
ekki mátið og stigu gömlu dans-
ana. Eddi og fiskarnir léku fyrir
dansi á torginu og dagskránni
lauk um kl. 1 eftir miðnætti.
SS/Myndir: KL
ENGINHUS
ÁNHITA JJJ
ARABIA
Hreinlætistæki
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SÍMI (96)22360
á Akureyri
í kvöld á milli kl. 19 og 23 mun Skátafé-
lagið Klakkur standa fyrir dósasöfnun í
bænum.
Þér gefst nú tækifæri á því að styrkja gott
málefni um leið og þú losar þig við tómar
dósir af heimilinu.
Þetta getur þú gert á 3 vegu:
1. Hringt í okkur í síma 26894 - 25963 -
21812 — 24675 og við sækjum heim.
2. Komið í Skátaheimilin: Hvamm Hafnar-
stræti 49, kjallara Glerárkirkju, og í kjall-
ara Lundaskóla.
3. Fara með dósirnar í dósakúlurnar: Við
Kaupang, við Shell Hörgárbraut, og á
tjaldstæðið sunnan sundlaugar.
Þökkum væntanlegan stuðning.
SKÁTAFÉLAGIÐ
KLAKKUR