Dagur - 19.06.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 19.06.1990, Blaðsíða 16
í gærmorgun valt dráttarbifreið frá Möl og sandi hf. á lóð DNG í Glæsibæjarhrcppi. Moldarhlass á vagninum festist með þeim aflciðingum að vagninn fór á hliðina þegar sturtutjakkur gaf sig. Tjónið nemur milljónum króna. Ekki urðu nein slys á fólki. 1 gær var ekki Ijóst hvort grind dráttarbifreiðarinnar hefur skekkst. Mynd: ehb Úrskurðað um vafaatkvæði á Skagaströnd: Dómur kjörstjómar stendur - G-listinn áfrýjar til ráðuneytis félagsmála Lögfræðinganefndin, sem skipuð var vegna kosningakær- unnar á Skagaströnd, skilaði af Frekar erilsöm helgi var hjá lögreglunni á Blönduósi. Straumur ferðamanna var mik- ill enda gott ferðaveður. Tveir vélhjólamenn voru sviptir öku- réttindum fyrir of hraðan akst- ur og tvö umferðarslys urðu, en engin alvarleg meiðsli. Há- tíðahöldin fóru samt vel fram og góð þátttaka í þeim. Á föstudaginn lenti bíll inn á planið hjá Víðigerði og hafnaði þar á tveimur bílum. Orsökin er talin vera of mikill hraði miðað við aðstæður, en engin slys urðu á fólki. Á sunnudaginn varð síðan vélhjólaslys þegar ökumaður vél- hjóls lenti á hliðina og rann aftan á bíl hjá Neðra Vatnshorni í V.- Húnavatnssýslu. Hann viðbeins- sér úrskurði í gær. Samkvæmt honum stendur úrskurður kjörstjórnar Höfðahrepps, brotnaði og hlaut skrámur, en hjólið er nær gjörónýtt. Fleiri bif- hjólamenn komu við sögu á sunnudaginn því að tveir voru teknir á 139 og 154 km hraða í Langadalnum og sviptir ökurétt- indum. Töluvert var einnig um það að ökumenn bíla ækju yfir leyfilegum hraða og voru um 50 manns stöðvaðir af þeim sökum. Hátíðahöldin á Blönduósi gengu samt vel fyrir sig og allt fór samkvæmt áætlun. Þó bar það helst til tíðinda að nýja bæjar- stjórnin sigraði hina gömlu í knattspyrnuleik og var það víst sökum mikillar markvörslu svo að ef marka er það ætti stjórnin að geta varið sig gegn skotum almennings á nýju kjörtímabili. SBG þess efnis að eitt utankjör- staðaratkvæðis var dæmt ógilt vegna skorts á vitundarvottum. Kristinn Jóhannsson, umboðs- maður G-listans, sem lagði fram kæruna, sagðist í samtali við blaðið ætla að áfrýja úrskurði lögfræðinganna til félagsmálaráðuney tisins. Kristinn var ekki ánægður með úrskurð lögfræðinganna. „Ég verð nú að segja það eins og er að mér finnst þetta hálf flausturslega gert hjá þeim. Þeir hafa verið að flýta sér það mikið að kæran er ekki tekin til greina nema að hluta. Ég fór fram á endurtaln- ingu atkvæða í kærunni en þeir minnast ekki á hana í úrskurðin- um. Ég mun áfrýja í ráðuneytið, þó ekki væri nema fyrir að fá endurtalningu," sagði Kristinn. „Það er bara lagabókstafurinn sem blífur, en réttur kjósandans er enginn. Ef þetta hefur for- dæmisskyldu um aldur og ævi, þá líst mér ekki á það,“ sagði Krist- inn ennfremur, og var mikið niðri fyrir. Hann taldi það nánast öruggt að hann myndi áfrýja fyrir hönd G-listans, en var ekki bjart- sýnn með framhaldið. -bjb Blönduós: Erill hjá laganna vörðum - tveir sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs Viðbygging Hagkaups á Akureyri: Samíð við Harald og Guðlaug hf. Fyrir skömmu voru opnuð til- boð í byggingu viðbótarhús- næðis hjá Hagkaupi á Akur- eyri. Fjögur tilboð bárust og endurreiknun tilboða er lokið. Gengið var til samninga við lægstbjóðendur, sem eru Har- aldur og Guðlaugur hf. Tilboð þeirra var 96,6% af kostnaðar- áætlun. Viðbyggingin er 600 fermetrar að stærð og fram- kvæmdir við hana hefjast fljót- lega. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 22.688.595. Haraldur og Guðlaugur hf. buðu kr. 21.927.018. Önnur tilboð komu frá Pan sem bauð 22.369.326, SJS-verktakar buðu 23.109.119 og Aðalgeir Finnsson hf. 23.125.860. Byggingin kemur til vestur út frá núverandi verslunarhúsnæði Hagkaups og út á miðja Norður- götuna. Norðurgötu verður því lokað á meðan framkvæmdir standa yfir. Áætluð verklok eru 1. október nk. Viðbyggingin fer undir versl- unar- og lagerrými og gólfflötur verslunarinnar verður um 1500 fermetrar þegar byggingu lýkur. Að sögn Þórhöllu Þórhallsdóttur, verslunarstjóra í Hagkaupi, er viðbyggingin kærkomin og bætir alla aðstöðu til muna, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. -bjb Frétt um heimsókn Grenvíkinganna birtist í norska staðarblaðinu Fjording- en 23. mai sl. Grenvíkingar 1 vinabæjarheimsokn: Finuntíu manna hópur til Stryn Fimmtíu manna hópur frá Grenivík er senn á förum til vinabæjarins Stryn í Noregi, sem er 6-7000 manna bær í Norðurfirði, skammt norður af Björgvin. Þessi heimsókn stendur frá 26. júní til 3. júlí og er rækilega greint frá henni í norska blaðinu Fjordingen og þar má sjá að heilmikil dagskrá bíður gestanna frá Grenivík. „Vi har med oss eit kirkekor og representantar fraa Grenivik kommune. Alle gler seg stort til turen,“ segir Guðný Sverrisdótt- ir, sveitarstjóri, í samtali við Fjordingen. Dagur hafði samband við Guð- nýju og sagði hún að fimmtíu manna hópur frá Grenivík myndi fara til Stryn; sveitarstjórnar- menn og Kirkjukór Grenivíkur. En hvert er upphafið að þessum vinabæjatengslum? í Noregi „Vinabæjasamtökin voru stofnuð haustið 1988 þegar hópur frá Stryn kom til okkar á Greni- vík. Síðan ætlum við að endur- gjalda þessa heimsókn núna,“ sagði Guðný, en Fjordingen greinir einmitt frá því að sveitar- stjórnarmenn og blandaður kór frá Stryn hafi farið í sérlega vel heppnaða heimsókn til Grenivík- ur haustið 1988. Guðný og félagar eiga ýmislegt í vændum. Bæjaryfirvöld í Stryn ætla að fara með hópinn vítt og breitt um héraðið, s.s. upp á Strynfjallið og á marga skemmti- lega staði. Auk skoðunarferða verður boðið upp á tónleika, kvöldvökur, guðsþjónustu og fleira. „Þetta er heilmikil dagskrá. Við verðum örugglega ekki úthvíld þegar við komum úr þess- ari ferð,“ sagði Guðný. SS Gestabók Sesseljubúðar fannst á öskuhaugum á „Króknum" Hvernig getur á því staðið að gestabók slysavarnaskýlisins Sesseljubúðar á Öxnadais- heiði finnst á öskuhaugunum á Sauðárkróki? Þessari spurningu hefur ekki verið svarað og kannski fæst aldrei svar við henni. Það er þó staðreynd að við eftirgrennsl- an slysavarnakvenna á Akur- eyri, sem hafa el'tirlit með Sesseljubúð, í síðasta mánuði kom í Ijós að gestabókin var horfin. Um hvítasunnuna hringdi einn góður maður á Sauðárkróki í eina konuna í Slysavarnadeild kvenna á Akureyri og sagðist hafa fundið bókina á öskuhaugum bæjarins. Þær Svala Halldórsdóttir, Gréta Stefánsdóttir og Guð- björg Árnadóttir, félagar í Slysavarnadeild kvenna á Akur- eyri, litu inn á ritstjórn Dags í gær og sögðu blaðamanni áður- greinda sögu. Gestabókina höfðu þær meðferðis. Hún lítur ekki illa út og Ijóst er að hún hefur haft stutta viðdvöl á ösku- haugunum á Sauðárkróki. Slysavarnakonur á Akureyri hafa haft umsjón með Sesselju- búð undanfarin ár. Þær dytta að skýlinu og sjá til þess að þar sé allt í röð og reglu. Alla jafna koma þær tvisvar sinnum við í skýlinu á ári og í síðasta mánuði þegar þær fóru í árlega hrcins- 'unarferð í Sesseljubúð var að- koman ömurleg. Hinu og þessu hafði verið stolið úr skýlinu og það var svart af skít. Gestabók- inni hafði verið hnuplað, eins og áður segir. Ekki er vitað hver tók hana eða hvenær í vetur. Síðast hafa gestir skráð nöfn sín í hana í desember sl. Þær Svala, Gréta og Guð- björg sögðust vera orðlausar yfir umgengni í skýlinu í vetur og með ólíkindum væri að fólk tæki nauðsynleg áhöld úr skýl- inu ófrjálsri hendi. Þær sögðu ljóst að ef framhald yrði á þessu væri ekki um annað að ræða en leggja niður slfk slysavarna- skýli. Það væri þó algjört neyð- arbrauð. Vísa á fyrstu síðu gestabókar- innar er þörf ábending til söku- dólgsins eða -dólganna: Gangið vel um þennan griðastað/og geymið sjúkunt varabirgðir all- ar/því ekki er það réttlátt, eða hvað,/að allt sé horfið þegar neyðin kallar. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.