Dagur - 19.06.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 19.06.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 19. júní 1990 fþróttir Golf: Ólafur vann Lacoste-mótið - Haraldur Júlíusson sigurvegari í keppni með forgjöf Ölafur Gylfason sigraði í Lac- oste golfmótinu sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. Ólafur lék 18 holurnar á 79 höggum. Haraldur Júlíus- son sigraði í keppni með for- gjöf á 65 höggum. Keppnin fór fram í frábæru veðri, sól og blíðu og var þátttaka með besta móti. „Skorið“ í mótinu um helgina var reyndar slakara en oft áður þar sem kylfingarnir áttu í mikl- um erfiðleikum með flatirnar. f>ær voru harðar og þau voru mörg „púttin“ sem ekki vildu niður. Að öðru leyti voru aðstæð- ur með besta móti, vallarstarfs- menn hafa unnið geysilega gott starf að undanförnu og völlurinn er að verða fallegri en nokkru sinni fyrr. Þórhallur Pálsson og Guð- mundur Sigurjónsson komu jafn- ir inn í keppni án forgjafar á 80 höggum hvor. Þeir þurftu því að leika til úrslita á holum 1, 4 og 9 og þar hafði Þórhallur betur og hreppti annað sætið. í keppni með forgjöf varð Stef- án Jónsson í öðru sæti en hann lék á 67 höggum. í þriðja sæti varð síðan Ríkarður Ríkarðsson, „gamalkunnugt andlit,“ eins og Stefán Einarsson, formaður kappleikjanefndar GA, orðaði Ólafur Gylfason skoðar „púttlínuna“. Hann sigraði í keppni án forgjafar. Mynd: JHB það en Ríkarður hefur verið áberandi í síðustu mótum. Hann lék á 68 höggum. Lacoste veitti aukaverðlaun þeim sem næstir voru holu á brautum númer 6 og 18. Þórhall- ur Pálsson hreppti snyrtivörur fyrir að vera næstur á 6. holu, 1.36 m, en Stefán Jónsson hlaut sólgleraugu fyrir að vera næstur á 18. holu, 1.80 m. Þess má geta að Stefán vann einnig aukaverðlaun fyrir að vera næstur á 18. holu í mótinu um síðustu helgi sem kennt var við Stjörnusól. Þess má reyndar geta að tveir gestir skipuðu efstu sætin á mót- inu um helgina en þeir fengu ekki verðlaun þar sem um lokað mót var að ræða. Andrew Jinks, nýi golfkennarinn sem sagt var frá í blaðinu fyrir skömmu, lék á fæst- um höggum, eða 76, og skammt á eftir honum kom Rúnar Gísla- son, GR, á 79 höggum. Á sunnudeginum átti að leika um Gullsmiðabikarinn en því móti var frestað um óákveðinn tíma vegna ónógrar þátttöku. Stefán Jóusson varð 2. í keppni með forgjöf og hreppti aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu annað mótið í röð. Hörpudeildin í kvöld: Þór-Valur á Akureyrarvelli - KA-menn mæta Stjörnunni í Garðabæ 6. umferð Hörpudeildar Is- landsmótsins í knattspyrnu lýkur í kvöld en hún hófst í gærkvöld með leik Fram og Víkings. Þórsarar eiga heima- leik í kvöld og taka á móti Valsmönnum á Akureyrarvelli en KA-menn halda í Garðabæ- inn og mæta lærisveinum Jóhannesar Atlasonar í Stjörn- unni. Aðrir leikir í umferðinni eru leikur ÍBV og ÍA í Vestmanna- eyjum og leikur KR og FH á KR- vellinum. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Þórsarar virðast vera í miklu stuði þessa dagana. Þeir hafa leikið vel í síðustu leikjum sínum, unnu t.d. frækilegan útisig- ur á FH-ingum í síðustu umferð og voru þá búnir að leika skín- andi vel gegn KR og Fram hér heima. Valsmenn hafa byrjað ís- landsmótið vel í ár og reyndar mun betur en flestir bjuggust við. Þeir eru nú í öðru sæti deildar- innar og virðast ætla sér stóra hluti í sumar. Eins og kunnugt er leikur Halldór Áskelsson, fyrrum Þórsari, með liðinu og verður gaman að sjá hvað hann gerir í kvöld en hann hefur reyndar ekki náð sér sérlega vel á strik í fyrstu umferðum mótsins vegna meiðsla. KA-menn hlutu sín fyrstu stig á íslandsmótinu í ár er þeir lögðu Víking á Akureyrarvelli í síðustu umferð. Þeir hafa örugglega ekki hugsað sér að láta þar við sitja og verða örugglega grimmir í Garða- bænum. Stjörnumenn hafa kom- ið nokkuð á óvart og má búast við að þeir ætli sér að leggja meistarana. Má því búast við hörkuviðureignum bæði syðra og hér norðanlands í kvöld. Bágur ijárhagur skíðasambandsins: 600 þúsund króna tap á síðasta árí - 15 ára og yngri fá að keppa á bikarmótum og Skíðamóti Islands Skíöaþing 1990 var haldið í Reykjavík 8. og 9. júní sl. Þingið var umfram allt vinnu- þing og voru þar m.a. sam- þykkt ný lög fyrir Skíðasam- bandið, svo og breytingar á mörgum reglugerðum þess. Merkasta nýjungin hvað varð- ar keppendur er sennilega sú að nú mega unglingar, sem orðnir eru 15 ára, keppa í bikarmótum fullorðinna og á Skíðamóti Islands. Fjárhagur sambandsins á síðasta ári var þröngur og nam tap á rekstrin- um um 600 þúsund krónum. Á þinginu var samþykkt að ekki sé lengur skylt að halda Handknattleikur: KA-menn til Sikilejjar í taka þátt í Handknattleikslið KA hefur þegið boð um að taka þátt í móti á Sikiley í september. Leikið verður í tveimur borg- um í eynni og auk KA taka þátt í mótinu tvö ítöisk lið, og er annað þeirra Ítalíumeistari í handknattleik, og að öllum líkindum tvö sterk júgóslav- nesk lið. „Það er einn úr stjórn hand- knattleiksdeildarinnar sem er mikið á Italíu að selja fisk. Þar barst einhvern tímann í tal að hann væri í tengslum við ís- lenskt handknattleikslið og þetta boð korn í framhaldi af því,“ sagði Einar Jóhannsson, formaður handknattleiksdeildar KA. Einar sagði að þessi keppni hefði verið árlegur við- burður í nokkur ár og ltalirnir hefðu haft áhuga á að fá íslenskt lið til að taka þátt í því. KA-liðið þarf að sjá um að koma sér til Ítalíu en eftir að þangað kemur sjá ítalirnir um að greiða allan kostnað. Þessi ferð kemur liðinu án efa vel því þarna gefst færi á alvöru leikj- um nokkrum dögum áður en ís- landsmótið hefst. Leikið verður í sex daga með einum frídegi á milli. „Við höf- um síðan möguleika á að dvelja í æfingabúðum í einhverja daga þannig að þetta verður sjálfsagt tíu til tólf daga ferð í allt," sagði Einar. ítalskur handknattleikur hef- ur ekki verið hátt skrifaður til þessa en Einar sagði að búast mætti við að breyting yrði þar á. „Þeir eru að fara að leggja pen- inga í þetta og þar verður um gríðarlegar upphæðir að ræða. Það má því alveg búast við að ítalir komi sterkir upp í hand- boltanum á næstu árum,“ sagði Einar Jóhannsson. Unglingameistaramót íslands fyrir 13-14 ára og 15-16 ára á sama stað. Þá voru samþykktar reglugerðir fyrir Öldungamót íslands og Andrésar Andar leik- ana. Á þinginu var samþykkt fjár- hagsáætlun upp á rúmar 14 millj- ónir kr. og af þeirri upphæð er reiknað með að rúmar 7,7 millj- ónir kr. renni beint til rekstrar landsliðanna. Sigurður Einarsson var kosinn formaður til eins árs og þeir fjórir sem hlutu kosingu í stjórn til tveggja ára eru Bjarni Þórðar- son, Jón Á. Jónsson, Walter Hjartarson og Benedikt Geirs- son. Fyrir í stjórn eru Valur Pálsson, Hans Kristjánsson, Sigurður Aðalsteinsson og Sigurður Þ. Sigurðsson. Fram kom á þinginu að búið er að staðfesta sjö alþjóðleg FIS mót fyrir konur og karla sem fram eiga að fara í Reykjavík, á ísafirði, Dalvík og Akureyri dag- ana 12.-20. apríl 1991. A næsta vetri verður haldið Heimsmeist- aramót í alpagreinum í Austur- ríki og er eitt stærsta verkefni nýrrar stjórnar að undirbúa íslenska keppendur fyrir þau stórátök. Ekki er enn búið að ráða þjálf- ara fyrir landsliðin en reikna má með að þau mál komist í höfn undir mánaðamótin næstu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.