Dagur - 19.06.1990, Síða 2

Dagur - 19.06.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 19. júní 1990 Álver í Dysnesi eða á Árskógssandi? fréttir „Afstaða Ma Amameshrepps aldrei verið könnuð“ Ummæli Sigurðar P. Sig- mundssonar, framkvæmda- stjóra Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, í Degi um afstöðu heimamanna í Arn- arneshreppi til álvers í Dys- nesi, hafa vakið mikil við- brögð í hreppnum. Tveir bændur höfðu samband við Dag og vilja koma því á fram- færi að mikil óánægja ríki meðal margra íbúanna vegna málsmeðferðar fram til þessa um hugsanlegt álver í Dysnesi og fleira sem tengist því. Eiríkur Sigfússon, oddviti Glæsibæjarhrepps, sagði í við- tali við Dag fyrr í mánuðinum að Árskógssandur væri heppi- legri staður fyrir álver en Dysnes. Sigurður P. Sigmunds- son svaraði athugasemdum Eir- íkis í blaðinu 12. júní. Bændurnir Þórður Þórðar- son, Hvammi, og Þorlákur Aðalsteinsson, Baldursheimi, segja að mikið sé rætt um þessi mál í hreppnum. ..Afstaöa íbú- anna með og móti álveri liefur aldrei verið könnuð, en ákveðn- ir menn láta í það skína að mikil og almenn samstaða sé í Arn- arneshreppi um ágæti þess að fá álver þangað, Hitt er sanni nær, þetta er vægast sagt umdeilt. Sömu menn tala í niðrandi tón um búskap í hreppnum, til stuðnings álverinu. Við bendum einnig á nokkur atriði sem okkur og mörgum öðrum hreppsbúum finnast gagnrýniverð, í fyrsta lagi ummæli Sigurðar P. Sigmunds- sonar. í viðtali Dags við Sigurð koma fram undarlegar fullyrð- ingar sem við viljum fá svör við. Hann segir að á fundi með íbú- um Arnarneshrepps hafi mikill meirihluti verið fylgjandi álveri við Dysnes. Við héldum að fyrr- nefndur fundur hefði verið upp- lýsingafundur þar sem fulltrúi iðnaðarráðuneytisins hefði kynnt málið, og ekki var spurt um skoöanir manna með eða móti. Spurning okkar er því sú hvernig Sigurður gat séð að mikill meirihluti fundarmanna væri fylgjandi álveri í Dysnesi? Við erum þess fullvissir að að- eins um fimmti hluti fundar- manna hafi tekið til máls, og tæplega lýsti nokkur þeirra afstöðu sinni heldur leituðu þeir eftir upplýsingum. Önnur spurning tengist þeirri yfirlýsingu Sigurðar að tveir menn hefðu lýst yfir andstöðu við álverið. Hverjir voru þessir menn? Einnig væri fróðlegt að fá því svarað hverjir hefðu lýst yfir stuðningi við málið að hans mati á fundinum. Varðandi fundarboðunina og hvernig staðið var að fundinum finnst okkur margt athugavert. í fyrsta lagi var fundurinn boð- aður með innan við eins sól- arhrings fyrirvara. Engar nýjar upplýsingar komu fram þar, og því hefði eins vel mátt halda fund þennan á öðrum tíma. Tímasetningin, að hafa fund um miðjan sauðburðinn, var óhent- ug fyrir marga. Auk þess var fundurinn haldinn sama dag og stóri álfundurinn í Sjallanum á Akureyri, og gerði þetta tvennt að verkum að færri komust tímanlega á síðari fundinn, ekki síst mjólkurframleiðendur. Fundarstjórn var lítil sem engin, og spillti það honum mjög. Sú mikla samstaða sem á að vera innan hreppsins um álverið er ekki fyrir hendi. Um afstöðu íbúanna virðist okkur að margir þeir sem stunda landbúnað séu frekar andvígir staðsetningu álvers í Dysnesi. Vissulega getum við tekið undir með oddvita Glæsibæjar- hrepps. Sú mikla samstaða sem sumir vilja meina að sé um álver í Dysnesi er alls ekki fyrir hendi í hreppunum kringum Akur- eyri,“ segja Þorlákur og Þórður. EHB 99 Páll Hersteinsson, veiðistjóri: Minknum fjölgar enn - gotið heppnaðist vel“ Refaveiðar á Islandi voru í lægð í byrjun áttunda áratug- arins, að sögn Páls Hersteins- sonar, veiðimálastjóra, en þá var mjög lítið um ref um allt land. Síðan hefur honum fjölg- að mikið alveg til þessa dags. Minkur var í lágmarki 1983, en síðan fór honum fjölgandi til 1987, en þá veiddust yfir 6000 dýr. „Ég hef þá trú að honum fjölgi enn á þessu vori því vorið var gott um ailt land og því hefur gotið heppnast vel,“ sagði Páll veiðistjóri. „Lítið er að segja um veiðar minks og refs á þessu vori. Veðurfar hefur verið gott um allt land og þess má vænta að got hjá minknum hafi tekist vel og því verður mikið um mink í sumar. Refaskyttur hófu veiðar viku af júní og liggja nú á grenjum. Ástand stofnanna er svipað nú þ.e. afar eðlilegt, ef svo má segja,“ sagði Páll. Tölur um veiðina í fyrra eru ekki fyrirliggjandi, en 1988 var legið á 333 grenjum og 1030 full- orðin dýr vegin. 1382 yrðlingar voru drepnir og 5649 minkar voru veiddir. Embætti veiðistjóra ræktar sérstaka veiðihunda. „Sumir myndu segja að sú ræktun væri ekki hávísindaleg, en við leitumst við að ná góðum og heppilegum einstaklingum til veiðanna. Þetta er ekki sérstakt hundakyn, við leggjum meiri áherslu á eiginleik- ana en útlitið. Þessu var ekki haldið hreinu á sínum tíma og því þykir ekki ástæða til þess nú. Við höfum augastað á að ná heppilegum hundum frá údönd- um til ræktunar þegar einangrun- arstöðin í Hrísey kemst í gagnið og fá þá hæfari og betri hunda, þó svo að bestu hundarnir okkar nú séu mjög góðir," sagði Páll veiðistjóri að lokum. ój Hofsósingum að fjölga - og atvinnuástandið þokkalegt Atvinnuástand á Hofsósi er svipað og annars staðar. Þó voru, að sögn Björns Níelsson- ar sveitarstjóra, heldur færri á Sautjándinn á Sauðárkróki Allt fór vel fram 17. júní í Skagafirði og að sögn lögregl- unnar á Sauðárkróki var þetta mjög róleg liclgi enda lítiö um dansleiki nema á sunnudags- kvöldið, en þá voru bara ungl- ingadansleikir sem lauk um tólfleytið. Á Sauðárkróki var allt með hefðbundnu sniði og var hátíðar- dagskráin á íþróttavellinum þar sem ýmislegt var gert til skemmt- unar. M.a. lék lúðrasveit nokkur lög og yngra og eldra árið í 4. flokki stráka í knattspyrnu reyndi með sér í alls kyns þrautum. Fjallkona dagsins var föngulegur nýstúdent, Arnheiður Njálsdóttir. Mesta athygli í dagskránni vöktu þó tvær ungar stúlkur sem brugðu sér í gervi Sigríðar Bein- teinsdóttir og Grétars Örvarsson- ar. Þær dönsuðu og sungu með Eurovisionlaginu, Eitt lag enn, af mikilli innlifun og fengu fyrir ákaft lof áhorfenda. Krakkarnir úr leikskólanum Furukoti komu „Við afhentum Valgarði Iialdvinssyni, starfandi bæjarstjóra, mótmælaskjal undirritað af íbúum Glerárhverfis, en þar fóru fremstir í flokki „Morgun- sundhanarnir“ en þeir stunda sund sér tii heilsubótar á morgnana í sundlaug- inni í GIerárhverfi,“ sagði Kristján Kristjánsson, fréttastjóri. „Við óttumst þann ósið bæjaryfirvalda að fullgera ekki mannvirki og ráðast í þess stað í nýja framkvæmd. AHt umhverfi sundlaugarinnar í Glerárhverfi er ófrágeng- ið og til skammar og fælir frá. Aðstöðu alla verður að bæta þ.e. heita potta vantar, sólbaðsaðstöðu og fleira. Óþolandi er, þegar mannvirki eru opnuð formlega ófullgerð, að ekki skuli haldið áfram og þau fullgerð. Á þetta vilj- um við benda og sendum með bréfinu tólf myndir í lit máli okkar til stuðnings,“ sagði Kristján. Á myndinni afhendir Kagnar Sverrisson „yfir- morgunsundhani“ Valgarði Baldvinssyni mótmælaskjalið. Mynd: kl líka fram og sungu með foreldr- um sínum nokkur lög. Hátíðar- ræðuna flutti Sigríður Friðjóns- dóttir og kom í henni inn á bæði umhverfis- og kvennabaráttumál. Áður en hátíðardagskráin hófst var skrúðganga um bæinn sem var í umsjón Skátafélagsins Eilífsbúa. í henni voru bæði ung- ir sem aldnir og þátttaka góð enda veður eins og best var á kosið. Fyrir hádegi fjölmenntu reiðmenn í gegnum bæinn og leyfðu síðan börnum að sitja hrossin á malarvellinum og var þar fjöldi lítilla knapa sem kunni vel við sig á breiðum bökum. Um kvöldið voru síðan barna- og unglingadansleikir í Bifröst þar sem allt fór fram eins og ætl- ast var til og ekki bar á öðru en yngsta kynslóðin kynni vel að meta það að skreppa svona á ball. SBG atvinnuleysisskrá um síðustu mánaðamót en á sama tíma í fyrra. Björn segir jafnframt að sam- eining hinna þriggja hreppa, Hofsóshrepps, Hofshrepps og Fellshrepps, hafi styrkt stöðuna og í sumar séu ráðgerðar fram- kvæmdir við höfnina og í vatns- veitu auk þess sem einhverjar aðrar smáframkvæmdir verða. „Atvinnuástandið hér er þokkalegt og ég hef ekki orðið var við það að fólk sé farið að flýja staðinn vegna atvinnuleysis. Þvert á móti var t.d. ein sex manna fjölskylda að flytja hingað og von ér á annarri," sagði Björn Níelsson, sveitarstjóri á Hofsósi, þegar Dagur talaði við hann. SBG Akureyrarkirkja: Sænskur sönghópur með tónleika í kvöld sænskar og erlendar þjóðvísur, sálma, gospel og djass. Stjórn- andi er Roger Karlsson. Sönghópurinn hefur sungið í ellefu ár og vísar nafnið Brasc- hamba til upphafsstafa meðlima hans. Á tíu ára afmælinu var gef- in út kassetta er ber heitið „Söng- ur vonarinnar“. Þetta er í fyrsta skipti sem sönghópurinn sækir Island heim. (Fréttatilkynning) í kvöld kl. 20 heldur sænski sönghópurinn Braschamba frá Bengtsfors í Svíþjóð tónleika í Akureyrarkirkju. Kórinn var með tónleika í Neskirkju í Reykjavík og syngur 21. júní í Norræna húsinu. í Braschamba er söngfólk á öllum aldri. Fjölbreytnin ræður ríkjum á efnisskránni. Meðal annars syngur sönghópurinn Garðyrkjufélag Akureyrar: Fyrirlestur Olafs um ljölær blóm Garðyrkjumönnum á Norður- landi gefst kostur á að auka við þekkingu sína því Garðyrkju- félag Akureyrar hefur fengið Ólaf B. Guðmundsson til að ræða um fjölær blóm. Ólafur er áhugamönnum að góðu kunnur og hefur farið víða og safnað sérstæðum plöntum og býr yfir mikilli þekkingu um þær. Fyrirlestur hans verður haldinn í Galtalæk þriðjudagskvöldið 19. júní kl. 20.30. Laugardaginn 23. júní ætla félagsmenn að gangast fyrir uppákomu í Lystigarðinum sem kalla mætti „Jónsblómamessu", Búið er að safna ýmsum sjaldgæf- um plöntum, afla upplýsinga um þær, setja þær í potta og er ætlun- in að selja þær til ágóða fyrir sjóð til styrktar bættri hreinlætisað- stöðu í garðinum. Margt af því sem þarna verður í boði er afar erfitt að nálgast og er fólki bent á að þarna er sjald- gæft tækifæri. Einnig verður boðið upp á létt- ar veitingar og eitthvað fleira verður reynt að hafa til af- þreyingar. Við væntum þess að sem flestir sjái sér fært að koma í garðinn og styrkja þarft málefni. (Fréttatilkynning frá Garðyrkjufélagi Akureyr- ar).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.