Dagur


Dagur - 19.06.1990, Qupperneq 4

Dagur - 19.06.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 19. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H, BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON. ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 75 ára afinæli kosningaréttar kvenna í dag eru liðin 75 ár frá því konur fengu kosninga- rétt og kjörgengi til Alþingis. Flestum núlifandi íslendingum þykir eflaust furðu sæta að ekki er lengri tími liðinn frá því konur fengu þau sjálfsögðu mannréttindi að vera taldar þess verðar að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum um stjórn landsins. En sú staðreynd að íslenskar konur hlutu ekki sömu mannréttindi og karlar fyrr en á öðrum áratug þessarar aldar, segir sína sögu um hvaða mat karlmenn fyrri tíma lögðu á stöðu kvenna í samfélaginu. Sem betur fer eru þessi fornaldarvið- horf karlmanna á hröðu undanhaldi þótt enn finnist þeir sem telja að hlutverk konunnar eigi fyrst og fremst að vera að hugsa um börn og bú og þjóna eiginmanninum og vera honum undirgefin. Þeir eru til allrar hamingju í miklum minnihluta meðal íslensku þjóðarinnar. En þótt íslenskar konur hafi fengið kosningarétt og kjörgengi til Alþingis með stjórnarskrárbreyt- ingu 19. júní árið 1915, er ekki þar með sagt að rétt- ur þeirra til jafns við karla hafi verið viðurkenndur að fullu. Kosningaréttur og kjörgengi kvenna var aðeins áfangi á langri leið og mörgum finnst sem hægt hafi miðað í jafnréttisátt síðan. Það er til dæm- is staðreynd að aðeins tuttugu og fjórar konur hafa verið kjörnar á þing þessi 75 ár og einungis 40 kon- ur hafa setið þar sem varamenn um lengri eða skemmri tíma. Þó hefur staðan örlítið lagast upp á síðkastið því nú sitja 14 konur á Alþingi og hafa aldrei fyrr verið svo margar. Þrátt fyrir það eru kon- ur einungis 22% þingheims og því langt í land með að jafnrétti kynjanna ríki á Alþingi. Hið sama gildir um sveitarstjórnirnar, þar eru konur enn sem komið er í miklum minnihluta. Þrátt fyrir þetta hafa merkir áfangar vissulega náðst í baráttunni fyrir raunveru- legu jafnrétti kynjanna og þá sérstaklega á allra síðustu árum. Það er t.d. staðreynd að konum í æðstu embættum ríkisins hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum: Forseti íslands er kona, kona er forseti sameinaðs þings, kona situr í Hæstarétti og kona er ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu. Þær konur sem þessi embætti skipa, eiga það sameiginlegt að hafa tekið við af karlmanni, fyrstar kvenna, og unnið þar með áfangasigur í jafnréttis- baráttunni. Karlar eru þó enn í yfirgnæfandi meiri- hluta á þessum vettvangi og skipa raunar flestar æðstu stöður í stjórnsýslu hins opinbera. Ekki verður svo rætt um jafnréttismál að ekki verði minnst á það launamisrétti sem ríkjandi er á vinnumarkaði. Kannanir hafa sýnt að konur eru almennt lægra launaðar en karlar, jafnvel í þeim þeim tilfellum sem um sambærileg eða sömu störf er að ræða. Slíkt launamisrétti er algerlega óviðun- andi og ber þess vitni að enn eimir víða eftir af gömlu karlrembusjónarmiðunum. Vinna þarf mark- visst að því að uppræta þetta misrétti á öllum svið- um atvinnulífsins. Meðan það er til staðar ríkir hér jafnrétti einungis í orði en ekki á borði. Það er mikið verk óunnið þar til konur öðlast í raun sama rétt og karlar. Vonandi líða ekki önnur 75 ár þar til sá dagur rennur upp. BB. Glæsileg stúdentaveisla að kvöldi 16. júní á Akureyri: Þá var kátt í Höllinm Óhætt er að segja að MA- veislan í íþróttahöllinni á Akureyri að kvöldi 16. júní hafi verið glæsileg og öllum aðstandendum til mikils sóma. Borinn var fram heitur matur og þótti mjög vel til takast með hann og alla þjónustu. Þá voru skemmtiatriði vel heppnuð. Menn höfðu það orði að slíka veislu þyrfti að gera að árleg- um viðburði í íþróttahöllinni. Á níunda hundrað manns voru í íþróttahöllinni þegar flest var, þar af var matur framreiddur fyr- ir 720 manns. Bautinn á Akureyri sá um þá hlið mála og hlutu aðstandendur hans mikið lof og klapp hátíðargesta að afloknu borðhaldi. Borinn var fram heit- ur aðalréttur og þrátt fyrir að matarskammtarnir væru 720 tals- ins var maturinn heitur í gegn. Þjónusta gekk öll mjög vel og var til fyrirmyndar. Hluti kennara og starfsliðs MA tekur laaið. Tekið var á móti gestum í and- dyri íþróttahallarinnar með for- drykk og að því búnu hófst borðhald. Á meðan fólk kom sér fyrir spilaði D-sveit Tónlistar- skólans nokkur létt lög undir stjórn Roars Kvam. Hermann Arason, tíu ára stúd- ent, stýrði veislunni af röggsemi. Ávörp voru flutt, m.a. ávarpaði Jóhann Sigurjónsson, skóla- meistari, samkomuna og heiðraði Jón Hlöðver Áskelsson, sem átti hugmyndina að veislunni. Tónlistaratriði voru ekki af verri endanum. Kvartett 25 ára stúdenta steig á stokk og flutti nokkur lög við mikinn fögnuð. Hann 'skipuðu Jón Hlöðver Áskelsson, Haukur Heiðar Ing- ólfsson, Jóhannes Vigfússon og Valtýr Sigurðsson. Jóhannes kom við sögu í öðru tónlistaratr- iði þegar hann spilaði undir hjá konu sinni, Barböru Vigfússon. Fólk var greinilega komið í íþróttahöllina til að skemmta sér. Það þyrptist út á dansgólfið þegar strengjasveit hóf að leika af mikl- um glæsibrag þekkta valsa. Að því búnu tók völdin um stund hljómsveit Atla Örvarssonar. I henni voru stúdentar, sem síðar um kvöldið tóku niður hvíta koll- inn og komust þar með í hóp júbílanta Menntaskólans á Akur- eyri. Jóhann Sigurjónsson, skóla- meistari, sem nú lætur af því starfi, stjórnaði af röggsemi þeirri hélgu athöfn þegar stúd- entar árgerð 1989 tóku niður hvíta kollinn á miðnætti. Var þá kátt í Höllinni svo um rnunaði. Punkt yfir i stúdentaveislunnar 1990 setti hljómsveit Finns Eydal með tónaflóði fram yfir kl. 2 aðfaranótt 17. júní. í ljósi þess hve vel þessi tilraun tókst er ekki óeðlilegt að allt kapp verði lagt á að MA-stúdentar geri sér glaðan dag á sama línta og stað að ári. óþh Miðnætti og hvítu kollar nýstúdentanna fljúga upp í loftið. Skólaslit Menntaskólans á Akureyri: Jóhann Sigurjónsson, fráfar- andi skólameistari MA, segir að skólastarfið síðstliðinn vetur hafi gengið áfallalaust fyrir sig. „Námsárangur hefur verið eftir vonum. Afföll á fyrsta ári urðu þó heldur meiri en áður en ég er ekki í nokkrum vafa um að hálf ónýtur síðari hluti 9. bekkjar hjá þessu fólki í fyrra veldur þessum auknu afföllum,“ sagði Jóhann og á þar við verkfall hjá háskóla- menntuðum ríkisstarfsmönnum á síðasta ári en þá voru samræmdu prófin felld niður. Fjölmargar gjafir bárust skólanum við skólaslit. Fimmtíu ára stúdentar gáfu skólanum öll ritverk Halldórs Laxness, svo og allt sem um hann hefur verið skrifað. Alls telur þetta safn 60 bækur. Frá 40 ára og 25 ára stúd- entum bárust einnig peningagjaf- ir sem ætlaðar eru til bókakaupa en 10 ára stúdentar gáfu peninga til tölvukaupa. ,.r_. Breytingar á kennaraliði skól- ans fyrir næsta skólaár eru fyrst og fremst þær að Tryggvi Gísla- Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 110. skipti síðastlið- inn sunnudag, 17. júní. Út- skrifaðir voru 113 stúdentar og luku allir nemendur á fjórða ári prófi. Dúx að þessu sinni varð Gunnar Pálsson frá Ak- ureyri en hann útskrifaðist af eðlisfræðibraut með meðal- einkunnina 9,11. Jóhann Sigurjónsson skólameistari (l.t.v.) ásamt fulltrúum nýstúdcnta, 10 ára, 25 ára, 40 ára og 50 ára stúdenta við listaverkið Óðinshrafninn. Gunnar Pálsson dúx nýstúdenta

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.