Dagur - 19.06.1990, Síða 14

Dagur - 19.06.1990, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 19. júní 1990 ] IÐNÞRÓUNARFÉLAG ___I EYJAFJARÐAR HF. Aðalfundur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. • verður haldinn að Hótel KEA, Akureyri, föstudaginn 22. júní 1990 kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjulega aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórnin. Frá Alþyðubandalag nu á Akureyri Vinningsnúmer í myndlistahappdrætti vorið 1990: 1. vinningur nr. 13 2. vinningur nr. 590 3. vinningur nr. 1272 4. vinningur nr. 873 5. vinningur nr. 671 Vinninga má vitja hjá Halidóri Örnólfssyni, sími 27461. MEISTARAFÉLAG BYGGINGAMANNA NORÐURLANDI Geislagötu 12 - P.o. box 711 - 602 Akureyri Sími 11222 ■ Fax: 26722. GEYMSLUSVÆÐI Meistarafélag byggingamanna auglýsir eftir aðilum sem áhuga hafa á að vera með í að koma upp „geymslusvæði" - Porti - fyrir hluti sem þeir þurfa að geyma um lengri eða skemmri tíma, og hafa ekki stað fyrir. Geymslusvæðið yrði afgirt og vaktað. Geymslusvæðið verður í landi Akureyrar- bæjar. Þeir sem áhuga hafa, vinsamlega hafið samband við skrif- stofu Meistarafélagsins Geislagötu 12 eða í síma 11222, fyrir miðvikudaginn 27. júní 1990. Stjórn M.B.N. Jónsmessu- gleði KA jónsmessugleði KA verður haldin í KA-heimilinu laugardaginn 23. júní n.k. Hátíðin hefst kl. 20.30 með griIIveislu og að henni lokinni taka við ýmsar óvæntar uppákomur. Þátttaka tilkynnist í KA-heimiliÖ s. 23482 fyrir fimmtudagskvöld. Verði er stillt í hóf og eru félagar hvattir til að vera með. Skemmtinefnd. Staða skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu er laus til umsóknar Forseti íslands skipar í stöðuna samkvæmt tillögu umhverfisráðherra. Verkefni skrifstofustjóra eru aðallega á sviði fjármála og rekstrar, sem ráðuneytið fer með stjórn á. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Umhverfisráðuneytinu eigi síðar en 17. júlí n.k. Umhverfisráðuneytið, 15. júní 1990 Kveðjuorð: T Friðrik Krfstján HaBgrímsson frá Sunnuhvoli Fæddur 1 Hann afi minn Friðrik Hallgríms- son er látinn og til moldar borinn 95 ára að aldri. Hann var fæddur „í lítilli baðstofukytru að Úlf- staðakoti í Blönduhlíð í Skaga- firði 14. janúar 1895“. Hvorki kytran né kotið varð sá framtíð- arstakkur sem hæfði vexti hans afa. Því auk þess að eiga af alúð og fyrirhyggju viðskipti við móð- ur jörð og breyta koti í hvol, þar sem gætti sólar, sá hann til þess að hin veraldlegu heimkynni yrðu að auðlegð sem við afkom- endur hans búum að í minning- unni um hann í margslungnu mannlífi þjóðar. Hann vildi ekki kenna bæ sinn við úlf eða auka- sól, kot eða hjáland, heldur nefndi hann Sunnuhvol eða sól- arhæð. Ef til vill hafði hann í huga máltæki er segir að sjaldan sé gíll fyrir góðu, nema úlfur eftir renni. Þannig tók hann á sinn merkilega hátt þátt í þeirri sögu- legu þróun sem fært hefur ís- lensku þjóðina út úr skugga for- tíðar og nær sól og birtu sem er forsenda þess að hvers konar líf fái að dafna. Hann vildi jú íslandi allt eins og hann segir sjálfur frá í ævisögu sinni. Ég dvaldi tiltölulega ungur nokkur sumur með afa mínum og ömmu að Sunnuhvoli við vor- verk, sauðburð, heyskap og smölun. Þetta hefur verið um 1960. Afi ræddi stjórnmál og fréttir utan úr hinum stóra heimi við mig tíu ára snáðann. Ég held að hann hafi gert mig að fram- sóknarmanni á þessum árum. Seinna þegar ég átti leið um Blönduhlíðina um 1970 ásamt nokkrum skólafélögum úr Menntaskólanum á Akureyri var staldrað hjá afa og sníkt kaffi. Að venju voru mál kryfjuð. Afi hafði gaman af að ræða við okkur ungmennin og hafði m.a. við orð og kímdi að kalla mætti sig kommúnista fyrir sér en þetta væri nú samt sín skoðun! Svona var afi, íhaldssemin jókst ekki með árunum heldur þvert á móti, . janúar 1895 - Dáinn 30. andstætt því sem oft gerist. Það var erfitt að leyna aðdáun sinni á afa fyrir skólafélögunum. Aðdá- un mín byggðist fyrst og fremst á því að hann var örgáður alþýðu- maður, vel lesinn og að sér um heimsmál og þjóðmál engu síður en dægurmál. Þessum mannkost- um sínum vildi hann af alúð miðla til annarra manna. Hann var ræðinn við gesti og las fyrir heimafólk, einkum ömmu, sem gat sinnt öðru á meðan. Auk þess skrifaði hann nokkrar greinar og tók þátt í félagsmálum sveitar- innar. Það sem ég dái hann afa minn mest fyrir er hversu vel honum tókst að halda hug sínum opnum og víðs fjarri þrengslum hroka- fullrar heimóttunnar sem svo oft einkennir þjóðmálaumræðuna í dag. Hann var stoltur af hlut- skipti sínu enda þótt ekki væri alltaf úr miklu að spila. Ömmu og honum auðnaðist að koma tólf af þrettán börnum sín- um til manns. Er það nokkur mælikvarði á þann aðbúnað sem þau gerðu sér far um að veita börnum sínum. Á þessum árum var dánartíðni barna miklu hærri en hún er í dag og stafaði gjarnan af lélegum aðbúnaði og umhirðu, en einnig af hlut manna. Einung- maí 1990 is eitt barn þeirra dó á unga aldri. Ellefu þeirra lifa föður sinn. Það er ekki öllum auðið að öðlast nægilegt innsæi til að skilja hin flóknu tengsl einkalífs og samfélags. Mörgum er þetta algerlega ofviða og aðrir hirða ekki um það. Afa mínum var öðruvísi farið. Honum var ljóst að mannlífið er margslungið og um það fjallaði hann í ævisögu sinni sem einmitt heitir því nafni. Lífsreynsla flestra er mörkuð samskiptum tiltölulega þröngs hóps fjölskyldu, ættingja, vina og sveitunga, þar sem reynsla og viðhorf hvers og eins til samfé- lagsins mótast. Afi gerði sér far um að skynja og skilja þau sam- félagslegu öfl sem áhrif hafa á einkalíf manna. Þannig öðlaðist hann þá heildarsýn yfir samfélag sitt sem einkenndi orð hans og æði. Honum var ljós sögulegur skyldleiki forlaga og landslaga, og pólitfskur munur þjóðarhags og einkahagsmuna. Hann varaði við þeirri hættu sem í því felst að gefa fjármagninu - tilbeiðslu gullkálfsins - lausan tauminn því það hefði ekki mannlegt andlit, ætti sér engan náttúrulegan samastað og stjórnaðist af villtum dansi eiginhagsmuna og áfergju. Fjármagnið varðar einungis arðinn, hvar og hvenær hann er mestur. Þar sitja engin almenn mannleg sjónarmið í fyrirrúmi. Hvorki hyggðasjónarmið né menningarsjónarmið. Þetta áleit hann afi minn vera mestu hættu nútímans og vísan veg til skulda, andlegrar fátæktar og ósjálfstæð- is þjóðarinnar. Ég kveð þig afi minn að sinni í þeirri vissu að þú lifir áfram í minningunni. í þeim skilningi ert þú hluti af lífi okkar enn um hríð sem eftir lifum á sama hátt og við vorum hluti af þér um stundar- sakir. Þannig er arfurinn eftir þig, óháður tíma og rúrni, svo óskaplega stór og miklu meira virði en örfá orð fá lýst. Hermann Óskarsson. Hann afi var leystur frá þrautum þann 19. maí sl. Eftir að vera búinn að heimsækja hann nær daglega síðan í janúar og fylgjast með hvernig heilsan fór stöðugt niður á við, má segja að þetta hafi verið góð lausn fyrir hann afa minn. En söknuðurinn er sár hjá okkur sem eftir erum. Ég er viss um að hans létta lund hefur hjálpað honum mikið í gegnum öll hans veikindi. Afi var fæddur á Árskógströnd 27. júní 1916. Um 12 ára aldur fór hann að Hrafnsstöðum í Svarfaðardal í vinnumennsku, síðar fluttist hann þangað alveg og var dvölin þar honum ætíð kær. Ungur byrjaði hann á sjón- um og var þar eins lengi og heils- an leyfði og jafnvel lengur, því það reyndist honum erfitt að sætta sig við það hlutskipti að þurfa að yfírgefa sjóinn. Ýmis vinna var reynd í landi en síðast starfaði hann sem húsvörð- ur á hússtjórnarsviði Verk- menntaskólans á Akureyri. Eiginkona afa, Guðrún Ólafía Halldórsdóttir er frá Súðavík, þau eignuðust 7 börn sem öll eru gift eða í sambúð, barnabörnin eru 28 og 1 barnabarnabarn. Það verður tómlegt næsta vet- ur að geta ekki skroppið í kvöldspjall til afa. Hann var víð- lesinn og óspar á að miðla öðrum af þekkingu sinni. Um leið og ég þakka afa mínum allt það sem hann var mér færi ég starfsfólki lyfjadeildar F.S.A. bestu þakkir frá mínu fólki, fyrir góða aðhlynningu við afa og gott við- mót við okkur ættingjana. Amma, ég bið góðan guð að vera með þér. Stefán. Birting afmælis- og minningargreina Dagur tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinunum á ritstjórn blaðsins að Strandgötu 31, Akureyri svo og á skrifstofum blaðsins á Húsavík og Sauðárkróki. Athygli skal vakin á því að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í fimmtudagsblaði, að berast síðdegis á þriðjudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Þá eru minningargreinar ekki birtar í laugardagsblaði. Meginreglan er sú að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.