Dagur - 22.06.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 22.06.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 22. júní 1990 fréttir Réttað í Híbýlismálinu: Akureyrarbær krefst íbúðanna fimmtán Mánudaginn 11. júní fór fram málflutningur fyrir Bæjarþingi Akureyrar í máli Akureyrar- bæjar gegn þrotabúi Híbýlis hf. Akureyrarbær krefst þess að fá 15 íbúðir í Helgamagra- stræti 53 til umráða, þar sem sjónarmið bæjarins er að hann sé réttur eigandi íbúðanna. Forráðamenn þrotabúsins telja hinsvegar að íbúðirnar séu eign búsins og eigi verðmæti þeirra að koma til skipta milli kröfuhafa. Lýstar forgangskröfur í þrota- bú Híbýlis nema um 18 milljón- um króna. Margrét Heinreksdóttir var skipuð setudómari í máli þessu. Dóms í málinu er að vænta innan þriggja vikna. Setudómari hóf réttarhaldið á að spyrja málsaðila hvort sættir væru mögulegar. Töldu þeir það ekki vera. Ekki þótti ástæða til að leiða vitni, og voru málsaðilar sammála um að öll gögn væru fyrirliggjandi. Varnaraðili taldi enga ástæðu til frávísunar málsins. Hreinn Pálsson, lögmaður Akureyrarbæjar, tók fyrstur til máls. Hann gerði þá aðalkröfu að þrotabúinu verði gert skylt að afhenda 15 íbúðir í Helgamagra- stræti 53 utan skuldaraðar, en til vara að 28,4 milljónir króna verði endurgreiddar til bæjarins úr þrotabúinu. Hér sé um hreina bótakröfu að ræða. í máli Hreins kom m.a. fram að lóðarúthlutun til byggingar- innar hefði verið með eðlilegum hætti 13. júlí 1988. 22 íbúðir væru í húsinu, þar af 5 félagslegar kaupleiguíbúðir en 10 almennar. Þær 7 íbúðir sem eftir væru ætlaði Híbýli hf. að selja á frjálsum markaði. Stjórn verkamanna- bústaða annaðist samningsgerð og byggingaeftirlit. í samningi um byggingu íbúð- anna segir á þá leið að verktaka sé óheimilt að binda verkkaupa með lánum eða veðsetningum, nema að fengnu sérstöku leyfi hans. Rætt er um framkvæmdir, byggingaeftirlit, févíti o.s.frv., eins og gengur í almennum verksamningum, að mati lög- manns Akureyrarbæjar. Verk- eða kaupsamningar? Bústjóri felldi kröfu Akureyrar- bæjar í flokk almennra krafna. Deilan stendur um hvort samn- ingar þeir sem gerðir voru vegna bygginganna teljist verk- eða kaupsamningar. Hreinn Pálsson telur engin tvímæli vera um það atriði, samningar þessir hljóti að teljast verksamningar. í þeim séu atriði sem hvergi finnast í kaup- Veiðiklær að fá’ann Stutt er á milli bakka. Krakkar í sveit. Heyannir ekki byrjaðar og girðinga- vinnunni lokið. Því ekki að skreppa í silung? „Það er svo langt í næstu á og svo fáum við ekki að fara þangað, því köstum við agni fyrir silung hér í skurðinum,“ sögðu krakkarnir að Engihlíð í Köldukinn. Ómar, Einar, Sig- tryggur og María Rut voru að renna fyrir lontur og að sögn þeirra fá þau stundum pundssilunga. Já það er alltaf gaman að renna fyrír fisk. ój Tíl sölu í Hrísey 3ja herbergja raðhúsíbúð ásamt innréttuðum bílskúr. Eignin er í góðu ástandi og laus strax. Einnig er til sölu 96 fm hús á tveimur hæðum tilvalið sem sumarhús. Hús á mjög góðum stað. Allar uppl. veittar í síma 61748. Akureyringar nærsveitamenn! Laugardaginn 23. júní kl. 11.00 fyrir hádegi syng- ur Landsbankakórinn nokkur lög við Lands- bankann, Strandgötu 1. Allir velkomnir! L Landsbanki íslands Útibúið á Akureyri. sammngum. Brynjólfur Kjartansson hrl., bústjóri, sagðist geta fallist á að frágangur, orðalag og efni samn- inga væri eins og um verksamn- inga væri að ræða. Málið snérist um hvort raunverulega hefði ekki þurft að gera kaupsamninga og þinglýsa þeim síðan til að við- skiptin skoðuðust fullfrágengin. Lóðinni undir húsið var úthlutað kvaðalaust til byggingar á almennu íbúðarhúsi, en í yfirlýs- ingu sem Akureyrarbær lét þing- lýsa, segir ekkert um eignarheim- ildir. Brynjólfur kvaðst ekkert skilja í að nefnd yfirlýsing hefði fengist þinglýst, þar sem hún byggði ekki á löggerningi, og hefði átt að þurfa undirskrift beggja aðila til að hún væri gild. Þá bæri að athuga að til að um verksamning væri að ræða þyrfti verkkaupi að hafa öll yfirráð yfir lóðinni. Svo hafi ekki verið í þessu tilviki, heldur hafi Híbýli hf. verið út- hlutað henni. Brynjólfur vitnaði til tveggja þekktra fræðimanna í lögfræði, Tore Sandvik og Hans Eriks Vagners, um eðli verksamninga. Fræðimennirnir væru sammála um enginn nema lóðarhafi sjálfur geti gert verksamning. Þess vegna hafi, eðli málsins samkvæmt, þurft að gera kaup- samninga. Þar sem Híbýli hf. hafi verið með lóðarsamning við bæinn verði hann að sætta sig við að vera í hópi almennra kröfu- hafa. Um eignarréttarfyrirvara bæjarins á íbúðunum 15 í samn- ingum segir Brynjólfur að slíkur fyrirvari hafi ekkert gildi óþing- lýstur. Ekki sé hægt að selja hluti með slíkum fyrirvara. í máli hans kom einnig fram að Hæstiréttur hefði alla tíð komið sér undan að skera úr um hvort samningar teldust kaupsamning- ar eða verksamningar. Fyrir réttinum kom fram að Húsnæðisstofnun ríkisins hefði ekki viljað viðurkenna bílgeymsl- ur í kjallara hússins sem hluta af félagslegum íbúðarbyggingum, og ekki viljað lána til þeirra. EHB Afli og aflaverðmæti togaranna fyrstu fjóra mánuði ársins: Happafleytan Akureyrin er enn einu sinní á toppnum hefur að meðaltali aflað fyrir 1,8 milljónir á úthaldsdag Af öðrum frystiskipum má nefna að Mánaberg ÓF-42 aflaði 1554 tonna fyrstu fjóra mánuði ársins að andvirði 131 milljónar .. . ,.. . _ króna, Margrét EA-710 1219 Akureyrm nað' sinum afla a tonna að anclviröi 124 miujóna> 110 uthaldsdogum í sex veiði Samkvæmt skýrslu Lands- sambands íslenskra útvegs- manna yfir aflaverðmæti og úthaldsdaga togara á tímabil- inu 1.1. til 30.4.1990 er happa- fleyta Samherja á Akureyri, Akureyrin EA-10, enn og aft- ur á toppnum í aflamagni og -verðmæti. Fyrstu fjóra mán- uði ársins fiskaði Akureyrin 2215 tonn að verðmæti 217 milljónir króna. Sá togari sem kemur næstur í aflamagni, Sturlaugur H. Böðv- arsson, aflaði 1865 tonna sömu mánuði, en frystiskip Útgerðar- félags Akureyringa, Sléttbakur EA-304 er í öðru sæti í aflamagni á Norðurlandi með 1775 tonn að verðmæti 153 milljónir króna. ferðum en Sléttbakur á 112 úthaldsdögum í fjórum veiðiferð- um. Kristján Vilhelmsson, einn forsvarsmanna Samherja hf. seg- ist að vonum vera ánægður með þessa niðurstöðu. Hann segir veiðar skipa fyrirtækisins hafa gengið vel á þessu ári og mark- aðsverð hafi verið hátt fyrir afurðir á erlendum mörkuðum. IIlutaQárútboð hjá Olís í gær hófst útboð á hlutabréf- um í Olís hf., en ætlunin er að gefa út hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 50 milljónir króna eða 8,9% af hlutafé þess. Ætlunin er að auka hlutafé í Olís hf. um 159,7 milljónir í 670 milljónir króna. Sem stendur eru 32 hluthafar í Olís hf. og er Sund hf. ásamt Óla Kr. Sigurðssyni þar efst á blaði með 63,8%. Næst kemur Texaco með 30%. Ekki er ljóst hversu mikið hlutur Óla Kr. minnkar í fyrirtækinu með þessu hluta- bréfaútboði. Olís hf. skilaði rúm- lega 30 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og reyndar hefur fyrir- tækið skilað hagnaði undanfarin þrjú ár. Það eru Landsbréf hf. sem annast hlutabréfaútboð Olís hf. óþh Húsaleiga: Hækkimuml,5% Húsaleiga hækkar um 1,5% frá og með 1. júlí n.k. Þessi hækkun skal reiknast á þá leigu sem er í júní 1990. Þetta gildir um þá leigu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhús- næði sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna. Húsaleiga á að haldast óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. ágúst og september. JÓH % ■ ' Astand fjallvega Conúition of wountain tracks ' Vofllf 4 Mtyðg&um »K»öuro ntu rokaaif ’«*** <n írw i.tew1 Mtxcs tuv ctoaeá V twf «i wwm •mtw -xw iMorootir^ ■ .■■;:■ '. ,v; ‘t a) - x v_J. : n, ' ' . Q. / . . ■ ■■ ■" ■;' 7 ■ r v ■ ■"?. ..■ ■ f". i f '"A > -■> '"■;■*?'/ . y, Kortnr. 6 cumt> m *i. f>ni tno ' > 'ý - HMtM’IMII'WtflA .Ort > '<"> i . } Mapno.B . PJXStiMtSltsi Ol JtXM tiM - r '■ \ . . ... _ .,' .'' . J. I ý / K\ ■ r , ' Vegagerö ríkisins NáttúruvftmdarráÓ r.:' Ástand fjallvega Kortið hér að ofan er gefið út í samvinnu Vegagerðar ríkisins og Náttúru- vcrndarráðs. Það sýnir ástand hinna ýmsu fjallvega landsins þann 21. júní sl. Vegir á skyggðum svæðum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður aug- lýst. Nýtt kort verður gefíð út 28. júní nk. Hjalteyrin EA-310 1039 tonna að andvirði 91 milljónar, Siglfirðing- ur SI-150 1146 tcnna að andvirði 109 milljóna og Sigurbjörg ÓF-1 1159 tonna að andvirði 104 millj- óna króna. Harðbakur EA-308 aflaði mest norðlenskra ísfisktogara fyrstu fjóra mánuði ársins, 1535 tonna að verðmæti 53 milljóna króna. Fast á hæla hans kom annar togari ÚA, Kaldbakur EA-301, með 1527 tonn að verðmæti 59 millj- ónir króna. Aðrir togarar á Norðurlandi sem aflað hafa yfir 1000 tonn eru Björgvin EA (1221 tonn), Björgúlfur EA (1042 tonn), Kolbeinsey ÞH (H06 tonn) og Ólafur Bekkur ÓF (1004 tonn). óþh „Hér er aðeins fluga“ - sagði Romano frá Austurríki „Vissulega er Norðurlandið fagurt og stórkostlegt, en gallinn á okkar ferð er sá, að hún er ekki sú sem við ætl- uðum,“ sagði Romano, at- hafnamaður frá Austurríki. Fyrir síðustu helgi voru staddir á hótelinu í Reyni- hlíð nokkrir tugir ferða- manna frá Austurríki, athafnamenn, mjög stór hópur og áberandi. „Það var tlogið með okkur til Akureyrar í stað Keflavík- ur, því mér skilst að bifreiða- stjórar áætlunarbfla séu í verkfalli í Reykjavík. Viö erum hér nokkrir tugir Aust- urríkismanna og erum hálf súrir, því íslandsdvölin er ekki sú sama sem við ætluðum og okkur var sagt frá. Að geynta okkur í þessari sveit er ekki það sem var áætlað. Ég vil sjá Reykjavík og allt fallega kven- fólkið, fara á skemmtistaði og borða góðan mat, en hér er aðeins fluga sem gerir okkur lífið leitt,“ sagði Romano frá Austurríki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.