Dagur - 22.06.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 22.06.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 22. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI. 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H, BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Of lítill stofii og þarf að stækka Fiskifræðingar telja líkur til þess að von sé á stórri göngu Grænlandsþorsks á miðin hér við land á næsta ári, einu til tveimur árum fyrr en fræðingarnir höfðu áður gert ráð fyrir. Þótt þeir hafi jafnframt tekið það fram að óráðlegt sé að vekja of bjartar vonir vegna hugsanlegrar göngu Grænlandsþorsks á íslandsmið, hafa þeir látið hafa eftir sér að gangan gæti orðið allt að 100 þúsund tonnum. Um leið og fréttir bárust af hugsanlegri þorskgöngu af Grænlandsmiðum tóku að heyrast raddir um að rétt væri að stækka þorskkvótann. Þeir sem það vilja rök- styðja mál sitt með því að þar sem fyrirsjáan- lega verði um stærri þorskstofn að ræða en ráð var fyrir gert, sé óhætt að veita auknar veiði- heimildir. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, hefur lýst því yfir að hann sjái ekki ástæðu til að auka þorskkvótann, þrátt fyrir fregnir af hugs- anlegri Grænlandsgöngu. Sjávarútvegsráðherra bendir á að þorskstofninn hér við land sé of lítill og þurfi að stækka. Þess vegna eigi fyrst og fremst að nota Grænlandsgönguna til þess að stækka stofninn en ekki til að auka veiðarnar. Ráðherrann hefur einnig minnt á að mjög margt er óljóst í þessu máli, til dæmis er engan veginn ljóst á þessari stundu hversu stór gangan verð- ur í raun og veru. Óhætt er að fullyrða að afstaða sjávarútvegs- ráðherra til þessa máls er mjög skynsamleg og í fullu samræmi við álit fiskifræðinga. Þá er ánægjulegt að Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur opinberlega tekið undir sjónarmið ráðherrans og sagst vera honum hjartanlega sammála. „Við hljótum að nota þetta [þ.e. Grænlands- gönguna] til að styrkja stofninn og jafna veiði- möguleikana í framtíðinni vegna þess að við erum að fá mjög slaka árganga í veiðina á næstu árum. Ef við fáum þessa búbót, sem við allir vonum, er sjálfsagt að nota hana til þess að styrkja og jafna þá árgangasveiflu sem fyrir- sjánleg er, “ var haft eftir Kristjáni í DV sl. þriðju- dag. Fiskistofnanir í hafinu kringum landið eru sú auðlind sem við byggjum afkomu okkar á. Við verðum að umgangast þá auðlind með ítrustu varkárni og forsjálni og umfram allt fyllstu virð- ingu. Við verðum að lifa af þeim vöxtum sem auðlindin gefur af sér en forðast að ganga á höfuðstólinn. Nú er tækifæri til að auka höfuð- stólinn, sem því miður er ekki nógu digur. Það tækifæri eigum við að nýta en láta hugleiðingar um skammvinnan hagnað lönd og leið. BB. Á 10 ára fresti efnir íþróttasam- band íslands til íþróttahátíðar og hátíðin í ár er sú þriðja í röðinni. Fyrsta hátíðin fór fram 1970. Íþróttahátíðinni er skipt í tvennt, vetrarhátíð sem ávallt hefur farið fram á Akureyri og sumarhátíð sem verið hefur í Reykjavík hingað til, en vegna umfangs hátíðarinnar að þessu sinni fer hluti hennar einnig fram í nágrannabyggðum höfuðborg- arinnar. Pá verður keppt á nokkrum stöðum úti á landi og tengist sú keppni íþróttahátíð- inni. Fyrri hlutinn í mars Íþróttahátíð ÍSÍ 1990 hófst á Ákureyri 23. mars sl. með keppni og þátttöku ýmissa aðila í vetrar- íþróttum. Stóð hátíðin til 1. apríl og var keppt í hefðbundnum greinum skíðaíþrótta, ísknatt- leik, listhlaupi á skautum, vél- sleðaakstri, hestaíþróttum, vetrarþríþraut, skátaíþróttum o.fl. Almenningi var boðið upp á vetrartrimm, fyrirlestra og sýn- ingar og skátar sáu um fjallaferð- ir og útilegur. Þótti vel til takast með þennan þátt íþróttahátíðar- innar. Mikill undirbúningur Sumarhátíðin verður formlega sett á íþróttaleikvanginum í Laugardal í Reykjavík 28. júní. Markvisst hefur verið unnið að undirbúningi hátíðarinnar að undanförnu undir stjórn íþrótta- hátíðarnefndar, en formaður hennar er Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Stefán Konráðs- son og hefur undirbúningur og skipulag hátíðarinnar hvílt mikið á hans herðum. Fjölmargar aðrar nefndir hafa starfað að undirbún- ingi hátíðarinnar og m.a. hafa 20 sérsambönd ÍSÍ verið með starf- andi nefndum til að sjá um og annast framkvæmd móta og sýn- inga, hvert í sinni sérgrein. Nýjar íþróttagreinar, sem enn eru ekki með sérsamband, eru einnig með starfandi nefndir, sem vinna að undirbúningi keppni og sýninga í sínum íþróttagreinum. Má þar nefna fallhlífarstökk, veggtennis, ruðning (amerískur fótbolti) skylmingar, þríþraut og keilu- keppni. Útvarpsstöð og myndlistarsýning Ákveðið hefur verið að starf- rækja útvarpsstöð meðan á hátíð- inni stendur sem nær til hlust- enda á Stór-Reykjarvíkursvæð- inu en með góðri samvinnu við fjölmiðla verður fréttum og myndefni komið til allra lands- manna bæði um leið og sum atriði hátíðarinnar fara fram og í fréttatímum. Ríkisútvarpið, sjónvarp mun sjónvarpa beint frá opnunarhátíðinni. Gisting fyrir aðkomuhópa verður í þrem skólum í Reykja- vík: Álftamýraskóla, Laugarnes- skóla og Laugalækjarskóla. Gist- ing verður þátttakendum að kostnaðarlausu. Lagðar eru til dýnur en þátttakendur verða að koma með sængur eða svefn- poka. Pósthús verður starfrækt í and- dyri Laugardalshallarinnar hátíð- ardagana og mun Póstur og sími gefa út tvö íþróttafrímerki í tilefni Íþróttarhátíðarinnar. Myndlistarsýning í samvinnu við íþróttadeild Sjónvarpsins, stendur yfir í anddyri Laugar- dalshallar alla hátíðardagana. Á sýningunni eru myndir sem bár- ust Iþróttaspeglinum, íþrótta- þætti unga fólksins. Verðlaunaafhendingar verða á hverjum degi mótsdagana við úti- taflið á Lækjartorgi kl. 17.30 og er þetta gert í samvinnu við Mið- bæjarsamtökin í Reykjavík. Þátttaka yngri kynslóðarinnar Yfirskrift íþróttahátíðar að þessu sinni er „Æskan og íþróttir" og verður lögð áhersla á þátttöku yngri kynslóðarinnar í þessari hátíð. Þá verður einnig lögð mikil áhersla á þátttöku almenn- ings og er stefnt að því að þátt- takendur í hátíðinni verði yfir 20 þúsund. Glæsileg opnunarhátíð Opnunarhátíðin fer fram eins og fyrr er sagt 28. júní á Laugar- dalsvellinum í Reykjavík. Hóp- ganga hefst við T.B.R.-húsið við Glæsibæ kl. 18.30. Þar ganga íþróttamenn og forystumenn íþróttahreyfingarinnar undir sín- um félags- og héraðafánum fylktu liði og koma á Laugardals- völlinn kl. 20.00. Laxá í Aðaldal yfir 100 laxa markið Veiðin hefur verið ágæt í ánum síðustu daga en flestar eru árn- ar vatnsmiklar. Sólin hefur líka gert veiðimönnum gramt í geði en víðast hvar virðist laxinn tregur að taka og því er algengt að menn missi flska. Þannig var t.d. um veiðimann á bökk- um Vatnsdalsár í gærmorgun en hann taldi sig hafa glímt við um 20 punda físk sem slapp frá viðureigninni. Gott í Húseyjarkvísl Byrjunin lofar góðu í Húseyjar- kvísl í Skagafirði. Þar hófst veið- in þann 16. júní og veiddust 4 laxar fyrsta daginn. Svo var einn- ig þann 19. en á þjóðhátíðardag- inn kom einn lax á land. Húseyj- arkvísl gaf af sér 113 laxa í fyrra og ef svona heldur áfram næst sú tala auðveldlega í ár. Veiði hófst í Mýrarkvísl í Þing- eyjarsýslu í fyrradag og þá komu 3 laxar á land. Um þessa byrjun er sama að segja og Húseyjar- kvísl, allt lofar þetta góðu fyrir sumarið. Komnir 63 úr Ásunum „Núna um hádegið voru komnir 63 laxar úr ánni,“ sagði Sólborg Pálsdóttir veiðivörður í Laxá á Ásum síðdegis í gær. „Áin var opnuð um mánaðamótin og veiði var góð fyrstu dagana en síðan hafa komið dagar sem ekkert hefur veiðst. En annað slagið koma góð skot í veiðina. Fiskur- inn hefur verið á bilinu 10-12 pund en við erum komin með einn 19 pundara,“ sagði Sólborg. 100 físka markið í Laxá „Núna eru komnir 110 laxar á land en sem stendur er rólegt yfir veiðinni," sagði Þórarinn Sveins- son, læknir, en hann var í holli í Laxá í Aðaldal í gær. „í morgun komu 5 laxar á neðra svæðinu en þetta eru engar stórar sögur. Við höfum verið að sjá talsvert af fiski og missa nokkuð líka. En veiðin í ánni á þessum fyrstu dög- um þykir góð miðað við árstím- ann þannig að við erum ánægðir. Nú bíðum við eftir göngum,“ sagði Þórarinn. Róleg byrjun í Vatnsdalnum „Það er skemmst frá því að segja að hér gerðist nánast ekkert fyrr en á miðvikudaginn. Þá var fyrst veiðandi,“ sagði Gylfi Ingason við Vatnsdalsá. „Núna eru komnir 28 laxar en fiskurinn tek- ur mjög naumt. En það er nóg af honum og það lifnar yfir þessu þegar vatnið minnkar í ánni.“ JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.