Dagur - 22.06.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 22.06.1990, Blaðsíða 3
 Föstudagur 22. júní 1990 - DAGUR - 3 Mývatnssveit: Náttúruveradarsjónannid verða leiðandi Listi framfarasinnaðra Mý- vetninga varð sigurvegari síð- ustu kosninga í Mývatnssveit og í lok síðustu viku komu kosnir fulltrúar saman til fyrsta fundar. „Þetta var hefðbund- inn fundur, starfsfundur,“ sagði nýkjörinn oddviti Sigurð- ur Rúnar Ragnarsson, „Dagskráin var nokkuð hefð- bundin, skipa þurfti í nefndir og oddviti og varaoddviti voru kjörnir og sfðan ræddum við þessi almennu rekstrarmál, fram- kvæmdatíminn er að hefjast. Sigurður er oddviti eins og áður sagði en Þuríður Snæbjörns- dóttir er varaoddviti. Ákveðið var að auglýsa eftir sveitarstjóra, en umsóknarfrestur rennur út 30. júní. Atvinnulífið hér um slóðir er fábreytt og viðvarandi atvinnu- leysi kvenna yfir vetrarmánuðina Flugvél skall niður á Öxnadalsheiði „Petta var sann- kölluð magalending - segir sjónarvottur að slysinu 66 Á miðvikudaginn magalenti fimm manna flugvél í mýri skammt frá Sesseljubúð á Öxnadalsheiði. Þrír menn voru í vélinni og sluppu þeir ómeiddir frá þessari lendingu en flugvélin er mikið skemmd. Dagur náði sambandi við sjón- arvott að slysinu, en hann var aðeins í um 100 metra fjarlægð frá slysstað. Hann segir að vélin hafi flogið inn í þoku yfir Öxna- dalsheiðinni og flugmaðurinn því ákveðið að snúa við. I beygjunni missti vélin afl og annar vængur hennar rakst í jörðu þannig að hún stakkst á nefið, lenti á maganum og rann aftur á bak í mýrinni. „Petta var sannkölluð maga- lending og alveg óvænt. Ég tel það mikla mildi að hjólin skyldu ekki hafa verið niðri því þá hefði vélin örugglega farið á hvolf. Þeir voru líka heppnir að lenda ein- mitt þarna í mýrinni," sagði sjón- arvotturinn. Mennirnir í vélinni voru á leið frá Reykjavík til Akureyrar. Eft- ir magalendinguna fengu þeir far með bíl til Akureyrar og fóru síð- an með kvöldflugi til Reykjavík- ur. SS er vandamál. Að vinnumarkað- urinn sé svona þröngur veikir þetta byggðarlag. Við leitum eftir öllum tiltækum ráðum til að auka fjölbreyttni atvinnulífsins, en Mývetningum eru settar vissar skorður. Við búunt í þessari sveit og hér eru kröfur um náttúru- vernd, sem eru mun strangari en víðast hvar annars staðar. Reyndar gilda viss lög um vernd- un Laxár og Mývatns. Ég ber þá von í brjósti að úrslit kosninganna leiði til þess að Mývetningar geti staðið samhent- ir og Mývatnssveit styrkist bú- setulega, en þrátt fyrir það verði náttúruverndarsjónamið leiðandi í öllum ákvörðunum. Spurningin er. Eigum við að skilja algjörlega í milli starfsemi mannsins og náttúrunnar? Eigum við að líta á þetta svæði sem algjört verndar- svæði? Geta breytingar af völd- um mannsins ekki haft sínar góðu hliðar, sem og þær vondu?“ sagði Sigurður Rúnar, oddviti. ój Sauðárkrókur: Pósthúsið fær andlitslyftingu Nú standa yfir lagfæringar á pósthúsinu á Sauðárkróki að utan og er verið að gera við steypuskemmdir og annað áður en málað verður og einn- ig er verið að klæða þakrennu- kantinn af. Að sögn Reynis Kárasonar, stöðvarstjóra á Sauðárkróki, hafa þessar lagfæringar staðið til í nokkurn tíma, en þó ekki það lengi að hlutirnir séu orðnir ónýt- ir, aðeins illa farnir. í fyrra var öllu umbylt inni í pósthúsinu og öll aðstaða fyrir viðskiptavini bætt til muna. Þó er fólki í hjólastólum ókleift að komast á pósthúsið eins og er, en í þessum framkvæmdum sem nú standa yfir verður gerð hjóla- stólabraut hjá tröppunum og dyrnar gerðar þannig úr garði að í gegnum þær megi fara á hjóla- stólum. SBG hvað er að gerast F Melgerðismelar: Flugkoma að amerískri fyrirmynd Ef að líkum lætur verður ys og þys á Melgerðismelum í Eyjafirði um helgina en þar stendur Flug- klúbbur íslands fyrir svokallaðri flugkomu. Hér er um að ræða samkomu flugáhugamanna að amerískri fyrirmynd þar sem miðpunkturinn er flugvélarnar og áhugamálið. Kristján Víkingsson hjá Flug- klúbbi Islands segir að ekki sé um eiginlega flugsýningu að ræða heldur komi flugáhugamenn víðs vegar að á vélum sínum með fjöl- Næstkomandi sunnudag bjóða Ferðaþjónusta bænda og Lands- samband stangveiðifélaga ókeyp- *Skákfélag Akureyrar: Hraðskákmót Skákfélag Akureyrar stendur fyr- ir hraðskákmóti í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20.00 í félagsheim- ilinu við Þingvallastræti. Allir eru velkomnir. Lítið er um að vera hjá Skákfélaginu yfir sumarmán- uðina og er þetta mót kærkomið fyrir þá sem vilja halda sér í formi eða rifja upp kunnáttuna. skylduna og dvelji saman um helgina. Menn ræða síðan sín á milli um áhugamálið og vélarnar og fá að bregða sér í flugferð hver á annars vélum. Álíka fjölskylduhátíð er haldin um verslunarmannahelgi ár hvert í Múlakoti en ætlunin er að þessi hátíð á Melgerðismelum verði eftirleiðis um Jónsmessu ár hvert. Síðast var haldin svipuð samkoma á Melgerðismelum fyr- ir sex árum og þá mættu 45 flug- vélar á staðinn. Veðurguðirnir ráða nokkru um hve margir is veiði á 22 stöðum um land allt. Þessi veiðidagur fjölskyldunnar hefur notið vaxandi vinsælda meðal almennings. Af veiðistöðum sem boðið verður uppá norðan heiða má nefna Miklavatn í Fljótum og Ljósavatn í Ljósavatnshreppi. A Brekkulæk í Miðfirði er í boði veiði í Torfastaðavatni, Vatn á Höfðaströnd býður veiði í Höfðavatni og Bláhvammur við Mývatnsveg býður til veiði í Langavatni. Veiði í Ljósavatni er í boði ferðaþjónustubæjarins Arnarstapa í Ljósavatnshreppi og Stangveiðifélagsins Flúða á Akureyri. koma nú en verði þeir hliðhollir gætuvélarnarskipttugum. ’ Syngjandi Landsbankamenn 40 manna blandaður kór, skipað- ur starfsmönnum Landsbankans í Reykjavík, kemur til Akureyrar um helgina og mun syngja á Ráðhústorginu á laugardeginum. Landsbankakórinn er skipaður starfsmönnum úr ýmsum deild- um og útibúum Landsbankans í Reykjavík, og er fyrirhugað að syngja á Ráðhústorginu fyrir framan Landsbankann á laugar- dagsmorguninn kl. 11.00. Eftir hádegið er svo áætlað að syngja við Fjórðungssjúkrahúsið og Dvalarheimilið Hlíð. Sjallinn: Grillað „úti“ Nú um helgina verður bryddað upp á skemmtilegri nýbreytni í Sjallanum, boðið verður upp á ekta „úti“grillstemmningu. Grill- barinn verður opnaður á laugar- daginn kl. 20.00. Þar verður boð- ið upp á ekta Bar-B-Q steikur ásamt ýmsu öðru smærra ljúfmeti og ntun Gunnar Páll matreiðslu- meistari grilla af ntiklum móð þangað til dansleikur hefst ríflega 22. Á dansleiknum á laugardag sem og á föstudag leikur hljóm- sveitin KARMA fyrir dansi. Veiðidagur íjöl- skyldunnar á sunnudag Hólssandur: Sandbleyta tefur för Hólssandur hefur verið lokað- ur umferð í vor vegna snjóa og bleytu, en nú er búið að opna hann fjórhjóladrifnum bflum. „Þetta er í góðu lagi, þið kom- ist niður sandinn, enda á fjór- hjóladrifnum bíl," sagði Bragi á Grímsstöðum. Það stóð heima, en smáræðis sandbleyta tafði för. Vísast lagast færðin á örfáum dögum, ef veður verður þurrt og þá verður Hólssandur fær öllum bílum. ój Aðalfundur Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð verður haldinn í Hlíðarbæ mánudagskvöld 25. júní kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Framsöguerindi flytur Eysteinn Sigurðsson stjórnar- maður í Landssamtökum sauðfjárbænda. Stjórnin. ----------------------------------------^ Hryssu- eigendur!! Stóðhestar okkar verða til notkunar í sumar frá 23. júní '90. í Hvassafelli: Örvar 856 frá Hömrum (1. v.). í Litla-Dal: Bjartur f. '88, m: Bjóla 3655 (1. v.), f: Léttir 84157002 (1. v.). Dalur f. '88, m: Salía 81265014 (1. v.), f: Ófeigur 802 (1. v.). Koma má með hryssurnar fyrir kl. 21.00 á laugardag. Kristín og Jónas. V_________________________________________/ TILBOÐ! Vátryggingafélag fslands hf. Akureyri, óskar eftir til- boðum í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir umferð- aróhöpp. Subaru Justy ...................árg. 1990 Lada 2105 ......................árg. 1989 Lancer GLX .....................árg. 1988 Lancer 1500 GLS......................árg. 1988 Nissan Sunny 1300 ..............árg. 1987 Citroen BX 16 TRS ..............árg. 1987 Mazda 323 ......................árg. 1987 Saab 99 GL...........................árg. 1983 BMW 518 ........................árg. 1980 Daihatsu Charade ...............árg. 1981 Range Rover ....................árg. 1974 Bílarnir verða til sýnis, mánudaginn 25. júní nk. í geymslu við Glerárósa, frá kl. 12 til 3.30. Tilboðum sé skilað til Vátryggingafél. íslands hf. fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 26. júní 1990. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Glerárgötu 24 • Akureyri ■ símar 23812, 24142.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.