Dagur - 22.06.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. júní 1990 - DAGUR - 5
Vitastofnun íslands og
Hafnamálastofnun ríkisins
hafa nú flutt í nýtt aðsetur og fengið
nýtt símanúmer.
Nýja heimilisfangið er:
Vesturvör 2 - pósthólf 120
202 KÓPAVOGUR
Sími: 60 00 00 - Telefax: 60 00 60
9-
VITA-OG HAFNAMALa|1B|
SKRIFSTOFAN VH
ELÍTE
SÝNING Á GARÐSTDFUM
Bjóðum ykkur velkomin á garðstofusýningu okkar að Óseyri 8
Akureyri helgina 23.-24. júní kl. 13:00-18:00.
Gróður- og sumarsæla allt árið.
SINDRI
BORGARTÚNI 31 • SÍMI 91-627222
ÓSEYRI 8 • SÍMI 96-21800
Sund er ein fjölmargra íþróttagreina sem keppt verður í á Íþróttahátíð Í.S.Í.
Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, setur íþróttahá-
tíð ÍSÍ 1990 og forseti ÍSÍ, Sveinn
Björnsson, flytur ávarp. Síðan
fara fram ýmis sýningaratriði,
mörg þúsund börn af leikskólum
á Stór-Reykjavíkursvæðinu
dansa og syngja, karatemenn
verða með hópsýningu, knatt-
spyrnu- og handboltabörn hlaupa
inn á völlinn, fimleikafólk sýnir
listir sínar og flugeldum verður
skotið á loft. Ókeypis aðgangur
er að opnunarhátíðinni.
Fjöldi erlendra gesta
Af mörgu er að taka hvað íþróttir
snertir á Íþróttahátíð ÍSÍ 1990 og
má geta þess að á Stór-Reykja-
víkursvæðinu eru keppni og sýn-
ingar í 78 íþróttamannvirkjum og
um allt land er t.d. keppt á um 30
golfvöllum samtímis. Fer sú
keppni fram föstudaginn 29. júní
kl. 18.00.
Tennismót verða á Akureyri,
Stöðvarfirði og í Ólafsfirði auk
keppni sem verður á Stór-
Reykj avíkursvæðinu.
Öll sérsambönd ÍSÍ taka þátt í
íþróttahátíðinni og eru mörg
hver með fjölda erlendra þátttak-
enda. Af þeim sem eru með
erlenda keppnis- og sýningargesti
má t.d. nefna handknattleiks-
sambandið, sem er með fjögurra
þjóða mót í handknattleik þar
sem þátttökulið verða frá Ku-
wait, Danmörku og Noregi auk
íslands. Pá mun norskt hjól-
reiðapar sýna í dagskrá íþrótta-
sambands fatlaðra.
Blaksamband íslands mun
m.a. halda blakmót smáþjóða í
kvennaflokki. Fjórar þjóðir
munu senda lið til keppninnar:
Luxemborg, Færeyjar, San Mar-
ino ásamt Islendingum.
Badmintonsamband íslands
fær sterka unglingaspilara í
badminton frá Danmörku, Sví-
þjóð og Ungverjalandi.
Fimleikasamband íslands
verður með Landsleik, svokall-
aða Tromp-keppni, milli íslands
og Danmerkur og heimsfrægar
fimleikastjörnur frá Sovétríkjun-
um og A.-Þýskalandi ásamt
íslensku fimleikafólki munu
sýna. Þá verður einstaklings-
keppni í áhaldafimleikum með
keppendum frá Tékkóslóvakíu,
Skotlandi og írlandi.
Frjálsíþróttasamband íslands
verður með landskeppni í frjáls-
um íþróttum milli íslands og
írlands.
Pá er boðið upp á ýmis sér-
verkefni og eru þessi m.a.:
Æskuhlaupið
Æskuhlaupið fer fram á Mikla-
túni sunnudaginn 1. júlí kl.
14.00.
Æskuhlaupið er fyrir allar
stelpur og stráka á aldrinum 7rl4
ára. Hlaupið verður í hring á
Miklatúni í Reykjvík en hringur-
inn er 1.3 km. Hlaupið er kyn-
skipt í hverjum árgangi. 7-9 ára
hlaupa 1000 metra og eru stúlkur
ræstar á undan drengjum, 10
mínútur eru á milli hlaupa í 1000
m, en 15 mín á milli hlaupa í 1500
metrum sem eru fyrir 10-14 ára.
Þátttaka er ókeypis.
Kvennahiaupið
Kvennahlaupið fer fram á nokkr-
um stöðum á landinu; í Garða-
bæ, á ísafirði, Grundarfirði,
Egilsstöðum, Laugum og á Akur-
eyri.
Markmiðið með hlaupinu er að
leggja áherslu á íþróttaiðkun
kvenna og holla lífshætti sem
konur fá gegnum þátttöku í
íþróttum. í kvennahlaupinu
verður ekki keppt um verðlauna-
sæti. Allir þátttakendur fá viður-
kenningarskjal fyrir þátttökuna.
Hlaupa má vegalengdina, ganga
eða skokka. Á Akureyri verður
kvennahlaupið í Kjarnaskógi
laugardaginn 30. júní og hefst kl.
15.30.
Konur eru beðnar að koma kl.
15.00, skrá sig á staðnum og hita
upp undir dynjandi tónlist.
Eftir hlaupið verða veitingar í
boði Mjólkursamlags KEA.
Undirbúningsnefndin á Akureyri
hvetur konur til að mæta í
kvennahlaupið.
Sú stærsta í sögunni
Íþróttahátíð þessi er sú stærsta
sem haldin hefur verið hér á landi
Tónlistarskólinn á Akureyri:
Tónleikar á laugardag
Sigurður S. Þorbergsson, básúnu-
leikari, og Judith P. Porbergsson,
píanóleikari, halda tónleika í sal
Tónlistarskólans á Akureyri,
laugardaginn 23. júní kl. 17.00.
Á efnisskrá verða m.a. verk
eftir Cesare, Telemann, Bach,
Saint-Saens, Faure, Pryor o.fl.
Sigurður og Judith námu bæði
við Guildhall tónlistarháskólann
í London. Sigurður starfar með
Sinfóníuhljómsveit íslands og
hélt einleikstónleika í Reykjavík
og London sl. vetur við mjög
góðar undirtektir gagnrýnenda á
Morgunblaðinu, The Times, og
Siguröur S. Þor- Judith P. Þor-
bergsson. bergsson.
The Independent. Judith starfar
sem undirleikari við Söngskólann
í Reykjavík og hefur komið fram
með Sinfóníuhljómsveit íslands.
fram til þessa. Tilgangur hennar
er að íþróttahreyfingin komi
fram sem ein heild með nokkurra
ára millibili og gefi landsmönnum
kost á að kynnast því fjölbreytta
æskulýðs- og íþróttastarfi sem
fram fer innan vébanda hennar.
Einnig er það von forráðamanna
ISI að þessi hátíð hvetji almenn-
ing til frekari þátttöku í íþróttum
og hollri hreyfingu, sem gæti orð-
ið fastur liður í daglegu lífi hvers
manns í viðleitni hans til betra
mannlífs.
Hermann Sigtryggsson.
Höfundur er æskulýðs- og íþróttafulltrúi Akur-
eyrar og á sæti í íþróttahátíðarnefnd.
MEISTARAFÉLAG
BYGGINGAMANNA
NORÐURLANDI
Geislagötu 12 P.o. box 711 602 Akureyri
Simi 11222 Fax: 26722.
GEYMSLUSVÆÐI
Meistarafélag byggingamanna auglýsir eftir aðilum sem
áhuga hafa á að vera með í að koma upp „geymslusvæði" -
Porti - fyrir hluti sem þeir þurfa að geyma um lengri eða
skemmri tíma, og hafa ekki stað fyrir. Geymslusvæðið yrði
afgirt og vaktað. Geymslusvæðið verður í landi Akureyrar-
bæjar.
Þeir sem áhuga hafa, vinsamlega hafið samband við skrif-
stofu Meistarafélagsins Geislagötu 12 eða í síma 11222, fyrir
miðvikudaginn 27. júní 1990. Stjórn M.B.N.