Dagur - 22.06.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 22. júní 1990
spurning vikunnar
Ætlar þú á landsmót hesta-
manna á Vindheimamelum?
(Spurt á Sauðárkróki)
Þórarinn Solmundarson:
„Ég er nú hræddur um það.
Þetta er ein stærsta útihátíð
ársins og þar sem ég er nú einn
'af framkvæmdastjórnarmönn-
um mótsins er öruggt að ég
rnæti."
Þorbjörn Árnason:
„Nei, ábyggilega ekki. Ég er
enginn hestamaður og hef eng-
an sérstakan áhuga á hestum
og nenni þess vegna ekki.“
Sverrir Björn Björnsson:
„Nei, ég ætla ekki að fara því
að þetta er ekki tunnuhesta-
mót.“
Jón Oddur Þórhallsson:
„Já, ég verð í gæslu þarnafyrir
björgunarsveitina og svo tekur
maður sjálfsagt með sér gítar
og tjald og skoðar þetta.“
Jón Hjartarson:
„Já, að vísu heyrir það undir
dýraverndunarlögin að ég fari á
hestbak, en ég get vel haft
gaman að því að sjá aðra ríða
um héröð.“
Lífríki Mývatn
Þorgrímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði:
„Efnaiðnaður, þorpsmyndun og ferða-
mannastraumur er valdur þessa alls“
„Ég er fæddur og uppalinn á
vatnsbakkanum og ætli ég
muni ekki rúmlega sextíu ár.
Já, ég man tímana tvenna,“
sagði Þorgrímur Starri Björg-
vinsson í Garði, Mývatnssveit,
sem er einn þeirra manna sem
teiur að Kísiliðjan, þorps-
myndun og ferðamannaiðnað-
ur séu bölvaldar lífríkis í
Mývatnssveit. Blaðamaður
Dags fékk álit hans á þessu
máli.
Barnaleg óskhyggja
„Ef við vitnum í Mývatnsrann-
sóknir, en þær hófust um 1970,
þá passar það öldungis að hér
verða umskipti vegna aukinna
athafna þ.e. Kísiliðja og ört
stækkandi byggð. Því er eðlilegt
að hrun lífríkisins í og við
Mývatn sé sett í þetta samhengi.
Allar sagnir aftur fyrir mig og
öll mín reynsla segir mér, að það
hrun sem orðið hefur í lífríkinu
síðastliðin tuttugu ár, eiga ekkert
skylt við þær sveiflur sem gengu
yfir í Mývatni á árum áður.
Ég vil segja, að lífríkið hefur
hrunið fjórum sinnum frá 1970.
Uppsveifla er nú í silungsveiðinni
eftir tveggja ára ördeyðu. Veiðin
er þokkaleg, en hana er að þakka
að fiskurinn komst í kornátu í
haust og braggaðist, áður var
hann þroskalaus og horaður.
Fiskur, sem hafði aldur til hrygn-
ingar þroskaði ekki hrogn.
Eitt vil ég undirstrika, að líf-
fræðingarnir, sem komu hingað
fyrst fyrir tuttugu árum, hafa
ekki hugboð um og hafa aldrei
séð á sínum starfsferli þá feikna-
legu lífauðgi sem var í og á
Mývatni, bæði í fugli og fiski,
sem aldrei þraut. Vaxtarhraði sil-
ungsins var svo mikill að hann
var meiri en það sem gerist best í
eldisstöðvum. Þetta er sannað
mál.
Fræðimennirnir komu ekki að
vatninu óskemmdu, og núna fyrst
eru þeir farnir að trúa okkur
bændum. Veiðin í Mývatni hefur
verið svo langt frá meðaltali síð-
ustu tuttugu árin. Uppsveifla er
nú, en það væri barnaleg ósk-
hyggja að hún standi lengi.“
Silungsmagnið í vatninu
er ekki mikið
„Toppflugan gaus upp í vor,
hún kviknar fyrst á vorin við
lindarnar, en Árni Einarsson,
fuglafræðingur segir „að fræð-
ingarnir áttu ekki von á svona
stórri toppflugugöngu, ef reiknað
var út frá því sem þeir vissu um
lirfuna." Hald manna er, að tveir
árgangar hafi flogið upp, vegna
hlýinda vorsins. Venjulega eru
tveir árgangar í vatninu, þannig
að toppfluga næsta árs er flogin
upp. Toppflugan kviknar ekki
aftur í ár, hún er að ganga yfir.
Horfur fyrir aðrar tegundir mýs
eru taldar slæmar, en af fjörutíu
tegundum er aðeins ein eftir, svo
orð sé á gerandi. Ef ekki koma
aðrar tegundir smærra mýs, þá er
ekki að sjá að fuglinn komi upp
ungum, hann er jafn dauða-
dæmdur og í fyrra.
Ég hef vissa meiningu um, að
silungsmagnið í vatninu sé ekki
mikið. Guðni Guðbjörnsson,
fiskifræðingur, heldur fram að
tveir árgangar minnsta silungsins
hafi drepist, fiskur sem nú ætti að
vera uppistaða veiðanna. Þetta er
einsdæmi í sögunni. Ef þetta
reynist rétt, þá fáum við hvert
veiðileysisárið á fætur öðru. Það
segi ég, að ef þetta hefði gerst
áður, þá hefði það geymst í sög-
unni, því þá hefði orðið hungurs-
neyð og mannfellir við Mývatn
og í næstu byggðarlögum. Við
vitum að Mývatn bjargaði fólki
fyrr á öldum frá hungurvofunni.
Mig grunar að þau ár, sem voru
Sigurður Rúnar Ragnarsson, oddviti Skútustaðahrepps:
„Það þarf víðsýni til
að stunda rannsóknir“
„Ég sit í sérfræðinganefndinni
ásamt Arna Einarssyni og
fleirum, og í raun og veru er
mjög óheppilegt fyrir sam-
nefndarmenn að munnhöggv-
ast opinberlega um greinar
þær sem birtust í Degi um líf-
ríki Mývatns. Ég vil því aðeins
tjá mig málefnalega og tala um
staöreyndir og lífríkið eins og
það kemur mér fyrir sjónir,“
sagði Sigurður Rúnar Ragnars-
son, oddviti í Mývatnssveit.
Alltof mikið er sagt
„Mér finnst alltof mikið sagt og
of frjálslega farið í að draga
ályktanir, þegar talað er um
kjarnorkuvetur. ísinn fór af vatn-
inu 25. maí á eðlilegum tíma og
upp úr því kom mjög mikið af
stóru toppflugunni. Fleira er,
sem bendir til, að ekki er hægt að
tala um kjarnorkuvetur í lífríki
Mývatns eða dauða. Sveiflulægð-
in, sem var mjög djúp, maður tók
eftir henni, því hún kemur við sil-
ungsveiðarnar, þær snerta mann
beint, er að ganga yfir. Einnig
hefur fuglinum ekki liðið vel hér
síðustu tvö árin, því hann hefur
ekki komið upp ungum vegna
átuskorts. Þetta er önnur stóra
sveiflan síðan Kísilverksmiðjan
tók til starfa, en áður þekktust
þessar sveiflur, það er staðreynd.
Raunar hafa líffræðingar og
fræðimenn ekki fylgst með þessu
nema nú síðustu 15 árin og því
hafa menn tekið betur eftir þessu
nú. í Andvara er grein frá því í
gamla daga, þar sem Stefán heit-
inn í Neslöndum, gamall maður-
inn, skrifar Bjarna Sæmundssyni,
fiskifræðingi. í greininni skrifar
Stefán um klak í Mývatni, en
Mývatnsbændur voru einna fyrst-
ir manna til að klekja út hrognum
til að auka afrakstur vatnsins. í
bréfinu segir Stefán að 1849 hafi
vatnið verið svo dautt, að ekki
hafi fengist nema ein branda á
dorgum frá Skútustöðum. Gamli
maðurinn mundi þetta, því að
kona frá Ytri-Neslöndum hafði
sagt honum þetta, þegar hún
gekk með son sinn, sem hann
vissi hver var og hvenær fæddur.
Þennan vetur fékkst ekki ný-
meti.“
Sveiflurnar hafa þekkst,
dælingin er ekki ill
„Sveiflurnar hafa þekkst og þar
sem lífríkið hefur komið upp eft-
ir að kísilgúrverksmiðjan tók til
starfa og orðið eins og eðlilegt er
og jafnvel betra, þá finnst mér
ósennilegt, að orsakanna sé að
leita til starfsemi Kísilverksmiðj-
unnar. Mér finnst ekkert eðli-
legra en leita á önnur mið, þ.e.
til eðlis Mývatns, sem er mjög
ríkt lífríki, með mikla fram-
leiðni. Framleiðni virðist ala af
sér miklar sveiflur í dýrastofnun-
um.
Algengasta mýflugan Tanitat-
us hrundi algjörlega 1987-1988 og
í vatninu er mjög lítið af lirfu, en
það er mjög óvísindalegt og rangt
að segja að hún sé dauð. Hún á
eftir að koma upp aftur. Það vill
svo til, að við skoðun á fiska- og
fuglsmögum, þá nota þeir sér
ekki þessar lirfur til átu, eða
mjög lítið. Þannig að það er ekki
þar með sagt að afleiðingarnar
séu hlutfallslegar fyrir fugla eða
fiska, sem helgast af því að lirfan
og púpan er djúpt í leðjunni.
Varasamt er að draga ályktan-
ir, en langstæðan og mikinn
storm gerði í júní 1988, sem
gruggaði vatnið mikið upp og
hafði mikil áhrif á botninn, en
þetta var á þeim tíma sem Tanit-
atus átti að fljúga upp. Mérfinnst
að sú skýring sé alveg eins góð og
hver önnur, að þessi veðurfars-
legi þáttur hafi haft þessar af-
drifaríku afleiðingar.
Margt bendir til þess, að
grynnkun vatnsins hafi miklu
meiri og víðtækari afleiðingar á
skömmum tíma, heldur en
vinnsla Kísiliðjunnar, þar sem
það hefur áhrif um allt vatnið, en
Kísiliðjan er á takmörkuðu
svæði.
Við sjáum það á Ytri-Flóa,
hann var orðinn mjög grunnur og
fóstraði annað lífríki en dýpra
vatnið í Syðri-Flóa. Það sannast
að dælingin hér í Ytri-Flóa er
ekki ill heldur að mestu leyti góð
og að silungurinn hefur komið
meira inn á þessi svæði, sem eru
dýpkuð, og hann hefur breyst til
hins betra, bæði að bragði og
stærð. Hann er líkastur Flóa-
bröndu.“