Dagur - 29.06.1990, Page 3

Dagur - 29.06.1990, Page 3
Föstudagur 29. júní 1990 - DAGUR - 3 fréttir Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði: 380 tonnum af áburði dreift með Páli Sveinssyni Flugvél Landgræðslu ríkisins, Páll Sveinsson, er nú að dreifa áburði á Auðkúlu- og Eyvind- arstaðaheiði. Gert er út frá Sauðárkróki og alls eru það 380 tonn af áburði sem fara til dreifingar með vélinni á þetta svæði í ár. Byrjað var á verk- inu í síðustu viku, en ekkert var hægt að fljúga á sunnudag og mánudag vegna veðurs. Aætlað er að verkinu Ijúki þann 30. júní. Uppgræðslutilraunir á þessu svæði hófust árið 1981 og eru nú orðnir þar um 1630 hektarar af uppgræddu landi og samtals um 1700 hektarar sem dreift er á. í fyrra var sáð í hluta af svæðinu, en í ár er einungis um áburðar- Árni Sigurbergsson og Pétur Steinþórsson flugmenn og í baksýn er verið að setja áburð á Pál Sveinsson. Myndii: SBG dreifingu að ræða. Hin 48 ára gamla Douglas DC-3 vél Land- græðslunnar stendur fyrir sínu og flytur í hverri ferð um 4 tonn af áburði inn á heiðar. Ekki er dreift á allt þetta svæði með Páli Sveinssyni, heldur dreifa bændur um 50 tonnum til viðbótar við þessi 380, á svæði þar sem hægt er að komast um á dráttarvélum. Landsvirkjun kostar þessa uppgræðslu að öllu leyti. Er það hluti af Blöndusamningnum sem var gerður við bændur í Húna- vatnssýslu þegar hafist var handa við byggingu Blönduvirkjunar. Blaðamaður Dags brá sér í eina ferð inn að Helgafelli með þeim Pétri Steinþórssyni og Árna Sigurbergssyni. Pétur hefur flog- ið síðastliðin 14 sumur hjá Landgræðslunni, en vinnur ann- ars sem flugmaður hjá Landhelg- isgæslunni. Árni er aftur á móti flugmaður hjá Flugleiðum, en frá því 1973 hafa flugmenn Flugleiða Umferðarráð: Okumenn hvattir tíl að virða hraðatakmörkin „Hraðahrottar“ eru þeir stundum nefndir sem valda sjálfum sér og öðrum stór- hættu með hraðakstri í umferðinni. Alltaf tilheyra ein- hverjir þessum flokki, en góðu heilli fer þeim fækkandi. Síendurteknar fréttir af ofsa- akstri bifhjólanna valda lögreglu og Umferðarráði miklum áhyggj- um. Prátt fyrir mjög alvarleg slys meðal bifhjólamanna láta þeir sér ekki segjast, heldur halda áfram að taka áhættu sem er algjörlega óréttlætanleg. Hvatning lögreglu og Umferð- arráðs til ökumanna almennt um að draga úr hraða í umferðinni hefur hins vegar greinilega borið árangur. Það gerist nú æ ofan í æ, að allir ökumenn sem mældir eru í kerfisbundnu hraðaeftirliti lög- reglu séu innan löglegra marka. Slíkar fréttir hafa borist frá nokkrum stöðum á landinu, enda þótt alltaf reynist einhverjir aka of hratt og sumir alltof hægt. Þá berast einnig oft kvartanir um að hraðatakmarkanir, þar sem við- gerðir standa yfir á vegum, séu ekki virtar og sömu sögu er að segja þar sem fjölfarinn þjóðveg- ur liggur gegnum byggð. Þar aka sumir á sama hraða og á þjóðveg- inum utan þéttbýlis, enda þótt þar megi búast við umferð gang- andi fólks og hámarkshraði eigi að vera mun minni. Umferðarráð sendi lögreglu- Viimuskólinn bregður á leik Gott er að líta upp frá amstri hversdagsins annað slagið og það var einmitt það sem Vinnuskól- inn á Sauðárkróki gerði í fyrradag. Haldinn var hálfgerður íþrótta- dagur, að vísu einungis fyrir hádegi. Keppt var í ýmiss konar íþróttum, m.a. var keppt við flokkstjórana í körfubolta eins og sést á myndinni. Eftir keppni í íþróttahúsinu fóru síðan allir í sund. Um 120 krakkar eru nú í vinnuskólanum og að sögn Guð- brands Guðbrandssonar, for- stöðumanns, voru allir ánægðir með að fá að líta aðeins upp frá vinnunni og bregða á leik, því að nóg hefur verið að gera fyrir krakkana í því að snyrta og hugsa um gróður bæjarins o.fl. I fyrra- kvöld fóru síðan allir á diskótek í Bifröst. SBG stjórum um allt land bréf nýlega og hvatti til aukins eftirlits með umferðarhraða. Viðbrögð hafa verið mjög góð og eftirlit hefur aukist mikið og verið ennþá markvissara en áður. Umferðarráð hvetur ökumenn til að virða hraðatakmörkin. Með því móti minnkar hætta á alvar- legum umferðarslysum til muna. Hraður akstur sem ekki hæfir aðstæðum er langoftast meginor- sök alvarlegra slysa. (Frcttatilkynning.) Greinilegur niunur sést þar sem uppgræðsla hefur átt sér stað eins og hér á Auðkúluheiði. mannað anrtað sætið í Páli Sveinssyni í sjálfboðavinnu. Greinilega mátti sjá rendur í landslaginu þar sem dreift hcfur verið, eins og sést væntanlega á meðfylgjandi rnynd. Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, sagði að veðrið hefði sett töluvert strik í reikn- inginn að þessu sinni og tafið fyr- ir dreifingu. Lítið var hægt að fljúga á föstudag og laugardag og ekkert á sunnudag og mánudag. Sveinn sagði að þessari dreifingu myndi samt vonandi Ijúka þann þrítugasta, en eftir það verður haldið til Húsavíkur og dreift þar inn á heiðar. SBG Ástand grasvallarins á Siglufirði: Vönurinn daftiar vel - segir félagsmálafulltrúi bæjarins „Það eru hviksögur að gras- völlurinn á Hóli sé nánast ónýtur“ sagði Hjörtur Hjart- arson félagsmálafulltrúi Siglufjaröarbæjar aðspurður um ástand vallarins, en lið Siglfirðinga í 2. deild hefur enn ekki leikið á veliinum það sem af er sumri. Ástand vallarins í fyrra var nokkuð dapurt, og aðalástæðan var sú að veturinn þar á undan lá á honum klaki, en það gerðist ekki nú. Nú voraði hins vegar betur og hann dafnar vel. Um ástæðu þess að Siglfirðingar hefðu ckki enn leikið á grasi sagðist Hjörtur ekki vita, það væri alfarið þcirra ákvörðun, en hann taldi það ekki ólíklegt að næsti leikur þeirra yrði leikinn að Hóli. íþróttabandalag Siglufjaröar sér um rekstur íþróttavallanna cn þcir eru hins vegar eign Siglufjarðarbæjar og þess vegna er fulltrúi bæjarins hafður með í ráöum. Næsti hcimaleikur KS í 2. deild er viö Grindvíkinga mánudaginn 2. júlí. GG AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1977-2 fl. 10.09.90-10.09.91 kr. 7.940,24 1978-2 fl. 10.09.90-10.09.91 kr. 5.072,81 1979-2 fl. 15.09.90-15.09.91 kr. 3.307,03 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1985-1. fl.A 10.07.90-10.01.91 kr. 41.894,69 1985-1. fl.B 10.07.90-10.01.91 kr. 28.876,75** 1986-1. fl. A 3 ár 10.07.90-10.01.91 kr. 28.877,45 1986-1.fl.A4ár 10.07.90-10.01.91 kr. 30.744,38 1986-1. fl.B 10.07.90-10.01.91 kr. 21.297,65** 1986-2.fl.A4ár 01.07.90-01.01.91 kr. 26.517,71 1987-1. fl.A 2 ár 10.07.90-10.01.91 kr. 23.139,58 Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. ‘*Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.