Dagur - 29.06.1990, Page 6

Dagur - 29.06.1990, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 29. júní 1990 spurning vikunnar Hvernig kanntu við þig á Akureyri? (Erlendir feröamenn voru spuröir) E. Wikler, frá Austurríki: „Mér fellur eiginlega best við sundlaugina, þaö er eini staður- inn þar sem er hægt aö hlýja sér þessa dagana. Fólkið er ákaflega þægilegt og snyrtilegt til fara hér á Akureyri, en ég hef komiö tvisvar áður til íslands svo ég þekki þetta. Næst þegar ég kem ætla ég að vera seinna á ferðinni, það er ennþá of kalt fyrir ferðamenn að koma hing- að.“ Per Hallen, norskur skipa- verkfræðingur: „Ég er ánægður með þessa fyrstu (slandsferð mína. Við vorum gestir hjá Karlakórnum Geysi, þar var reiddur fram matur og sungið og dansað. Ég kann ákaflega vel við mig á Akureyri, og alls staðar mætir maður kurteisu og góðu fólki. Þessi bær minnir um margt á Norður-Noreg. En ég er mjög ánægður með þessa ferð til Akureyrar." R. Bleimar, frá Austurríki: „ísland er mjög fallegt land og Akureyri fallegur bær. Ég er yfir mig hrifinn af landi og þjóð. Ég er undrandi á því að sjá allar þessar suðrænu jurtir í Lysti- garðinum, jafnvel plöntur sem eiga alls ekki að geta vaxið svona norðarlega. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til íslands, en ég á örugglega eftir að koma aftur.“ Anne Vollset, frá Lilleström í Noregi: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Islands. Akureyri er mjög skemmtilegur bær, en hann er ólíkur bæjum af svip- aðri stærð í Noregi. Samt minna fjöllin og fjörðurinn aö vissu leyti á Norður-Noreg. Við höfum ekki áður séð eldfjöll og háhitasvæði. Gróðurinn er líka ólíkur. “ Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar'Sf 96-24222 Saga tíl Síberíu Leikklúbburinn Saga frá Akureyri er á leið til Síberíu ásamt ungl- ingaleikhópum frá hinum Norðurlöndunum til að setja upp og sýna leikrit ásamt sovéskum jafnöldrum sínum. Það þótti því vel við hæfí að fjalla örlítið um þennan viðburð og rifja upp hvernig FENRIS-verkefnið er tilkomið. Hér á síðunni eru stuttar frásagnir af fyrri ferðum leikklúbbsins um Norðurlöndin ásamt viðtali við leikstjórann, Margréti Pétursdóttur. „Leiklist fyrir heimsfriði“ Margrét Pétursdóttir er 28 ára leikari, útskrifuð frá leiklistar- skóla í Bandaríkjunum. Hún á ættir að rekja til Akureyrar og hefur m.a. tekið þátt í nokkrum uppsetningum hjá Leikfélagi Akureyrar. Margrét hefur það vandasama hlutverk að leikstýra verkinu FENRIS II. Það lá beint við að spyrja hana fyrst að því hvernig það hefði komið til að hún tæki það að sér hlutverk leikstjóra. „Ég var að vinna hjá L. A. þeg- ar Gunnar Gunnsteinsson, sem var þá umsjónarmaður FENRIS, hafði samband við mig og spurði mig að því hvort ég hefði áhuga á að leikstýra þessu spunaverkefni sem ætti síðan að fara með um öll Norðurlöndin. Þetta var haustið 1988. Þetta verkefni leit ákaflega spennandi út jafnvel þó að margt væri óljóst og ég sló til. Um vet- urinn var mikið um fundarhöld því það þurfti að taka margar ákvarðanir og við hófum strax æfingar. í lok júní 1989 hittust svo allir þátttakendurnir í Dan- mörku í fyrsta skipti og þar var verkið æft og sett upp. Paul Vers- ahn var aðalleikstjórinn yfir öllu verkinu. Hann gat hins vegar ekki farið í sjálfa ferðina með okkur því hann þurfti að sinna öðrum verkefnum. En við lögð- um af stað í ferð um öll Norður- löndin sem þýddi það að á hverj- um stað voru nýjar aðstæður sem þurfti að aðlagast. Málin æxluð- ust þannig að ég fór að skipta mér af því. Það þurfti að æfa leikritið á hverjum stað með tilliti til ljósa og þess að við vorum alltaf að leika á mismunandi sviði. Þetta varð til þess að nú í ár sá Paul sér ekki fært að setja þetta upp og hafði Joachim Clausen samband við mig og bað mig um að leikstýra verkinu. Joachim er skipuleggjandinn og hefur yfirumsjón með FENRIS verkinu.“ - Hvernig varð FENRIS II til? „Eftir FENRIS I, sem var 1985, var ákveðið að slá aftur til eftir 4 ár. Það voru haldnir fundir sem Saga gat ekki sent fulltrúa á vegna mikils kostnaðar og svo var haldinn fundur hér þar sem söguþráður var endanlega ákveð- inn. Grunnurinn er sá að það eru 6 systkini að leita að því 7. Þetta átti að vera leikhús án orða. Þetta var mjög erfitt og við þurft- um að búa til þátt sem átti að vera það opinn að það væri hægt að komast inn í hann og fara útúr honum aftur, næstum án tillits til þess sem á undan færi og þess sem kæmi á eftir. Við unnum þetta öll í samvinnu og bjuggum til leikrit saman og vorum allan veturinn að því. Þó komu sumir inn seinna og nokkrir reyndar alveg á síðustu stundu. Sumir sáu um tónlist og aðrir um leik. Svo voru heildaræfingar í Danmörku þar sem leikritið var stillt saman. Leikararnir voru misvel undir- búnir. Við komum með alveg til- búinn þátt en sumir voru ennþá bara með grunn að sínum þætti, sem þurfti síðan að vinna úr. Það var mikil og flókin vinna að koma þessu öllu saman því það voru ekki allir- á sama máli. Sumir vildu leggja aðaláhersluna á ádeiluna í verkinu en aðrir á skemmtunina og niðurstaðan var málamiðlun og þetta heppnaðist allt að lokum. Og svo hófst ferðalagið. Aðstæðurnar voru mjög mismun- andi eftir löndum. Sums staðar voru þær til fyrirmyndar en ann- ars staðar mátti margt betur fara. Það þurfti gott skipulag til að allt gæti gengið upp með svona mik- inn fjölda þátttakenda. Ungling- arnir eru yfirleitt ekki hið þolin- móðasta fólk og það voru margir orðnir mjög þreyttir, en það gekk upp. Eftir á hugsa ég að það hafi allir verið mjög ánægðir með ferðina.“ - Þú nefndir að verkið væri að hluta til ádeiluverk, en á hvað? „Ádeila á náttúruspjöll, stríð, þjóðfélagið en jafnframt skemmtun. Söguþráðurinn var ævintýri þó að það tæki á sig alvarlegar myndir. Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé ævintýri þá er allt það sem kemur fyrir systkinin í leit sinni að því týnda, hlutir sem þess virði er að hugsa um.“ - En hvernig kom það til að leik- hópnum var boðið að fara til Sovétríkjanna? „Joachim Clausen kynntist konu sem er með menningar- tengsl milli Sovétríkjanna og Norðurlandanna. Hún hreifst strax af hugmyndinni um ung- linga sem búa til leikhús þar sem tungumál skiptir ekki máli. Þar sem leiklist hefur lítið verið flutt á milli landa vegna tungu- málaörðugleika, þá ætlaði hún strax að athuga hvort ekki væri hægt að fá þetta verkefni yfir til Sovétríkjanna. Leiklistarráðið í Moskvu komst í samband við Joachim og benti á að það sé leikhópur í Ulan Ude sem vinni mjög líkt og við. Þau fóru því þrjú til Ulan Ude, Joachim, Vejle sem hefur umsjón með tónlistinni og Anne- Lene frá Noregi og hittu leikhóp- inn, Studia. Þetta gerðist um síð- ustu áramót. Þar var gerður samningur um að við kæmum til þeirra og að Studia kæmi til Dan- merkur og Noregs í leikferðalag næsta haust. Síðan bættist við nýr leikhópur sem gengur inn í Stu- díu og vinnur með þeim í okkar verkefni." - Hvernig hefur undirbúningnum verið háttað fyrir þessa för til Sovétríkjanna? „Joachim hefur staðið í mikl- um bréfaskrifum við Sovétríkin. Leiklistarráð Sovétríkjanna hef- ur líka verið mjögt hjálpsamt og útvegað öll leyfi sem þarf. Þetta er auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir Studiu því þau kosta ferð okkar eftir að komið er til Moskvu. Við förum í æfingabúð- ir við Bajkalvatn sem er nálægt Ulan Ude. Við verðum í tjöldum og æfum úti undir berum himni. Svo förum við til Ulan Ude og setjum upp sýningar. Við höldum sama söguþræði og í fyrra en sovésku krakkarnir bætast við. Sumu verður líka breytt og við erum líka færri en í fyrra.“ - Nú fórst þú til Moskvu í vor ásamt Joachim til undirbúnings- fundar. Hvernig var það? „Við lentum í samræðum við fulltrúa frá nýja hópnum og þá sem fjármagna ferðina í Sovét- ríkjunum. Það er gott að hafa komið til Sovétríkjanna áður en lagt er af stað í sjálfa ferðina. Það er óneitanlega mikið áfall að koma þangað og komast að því hvernig ástandið er. Þó að peres- trojka sé búin að opna landið þá kom ég til Moskvu á slæmum tíma, rétt fyrir hækkunina á vör- um þannig að kaupæðið hafði gengið yfir og Moskva var bara hreinlega tóm. Það er skrítið að sjá hvernig allt kerfið virkar. Moskva er alveg hræðilega stór borg en líka mjög falleg.“ - Hvað tekur ferðalagið langan tíma? „Við verðum u.þ.b. mánuð á leiðinni. Við fljúgum frá Kaup- mannahöfn til Moskvu þann 3. júlí og tökum svo lest til Ulan Ude. Það tekur 4 daga að fara með Síberíuhraðlestinni til Ulan Ude. Þá verðum við í viku við Bajkalvatn og förum svo aftur til Ulan Ude og sýnum þar. Við fljúgum svo aftur til Moskvu þann 26. júlí og til Kaupmanna- hafnar þremur dögum seinna.“ - Hvernig er ferðalagið fjár- magnað? „Að stórum hluta með styrkjum. Akureyrarbær hefur verið mjög rausnarlegur og eins Norræna leikfélagasambandið og margir sjóðir í Danmörku. Hver þátttakandi þarf svo að greiða 30 þúsund krónur og við höfum ver- ið með alls kyns fjáröflun í gangi. Endar hafa ekki náð saman enn en við vonum það besta. Ef ein- hver vill styrkja okkur þá er bara að hafa samband. Það sem heillar mig mest við þetta verkefni er að hér er framin skemmtileg leiklist og að ólík menningarsvæði vinna saman og þar finnst mér vera lagður grunn- ur að því sem gæti stuðlað að heímsfriði. Því að það er svo auð- velt að hata þann sem þú þekkir ekki. En hins vegar þegar krakk- ar kynnast svona náið þá munum við geta búið að því það sem eftir er. Þetta FENRIS verkefni er því að verða alþjóðlegt. Leiklist fyrir heimsfriði."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.