Dagur - 29.06.1990, Qupperneq 7
Föstudagur 29. júní 1990 - DAGUR - 7
FENRIS byggir á þátttöku unglingalcikhópa frá öllum Norðurlöndunum, einum frá hverju landi. Hér er hópurinn
frá Noregi „Teskjeteatret“ fyrir utan leikhúsið sitt „Folkets hus“ í Nittedal skammt frá Ósló.
Fenris ’89
Strax eftir að FENRIS ’85 lauk
var hafist handa við undirbúning
FENRIS II sem varð að veru-
leika sumarið 1989. Við í Leik-
klúbbnum Sögu byrjuðum að æfa
um veturinn og réðum Margréti
Pétursdóttur sem leikstjóra.
Fyrirkomulagið á FENRIS II var
á þá leið að þátttakendur skyldu
semja leikritið að öllu leyti
sjálfir, en þeir voru 101. í upp-
hafi var ákveðið að það skyldi
fjalla um sex konungborin syst-
kini sem byggju yfir æðri mætti,
og ævintýralega leit þeirra að sjö-
unda systkininu sem hafði verið
rænt. Hver leikhópur átti svo að
leggja til eina til tvær senur. Við
íslendingarnir lékum drauga sem
systkinin hittu á leið sinni, og
einnig lögðum við fram hugmynd
um eldgos og hraunflæði, sem all-
ir leikendur tóku þátt í og að
sjálfsögðu voru það leikararnir
sem léku flæðandi hraun!
Það voru ýmis ævintýri sem
systkinin lentu í, t.d. hittu þau
álfa og tröll, konung hafsins, þau
þurftu að berjast við mengun og
margt fleira.
Áður en ferðin hófst voru tvær
æfingar í Danmörku, þar sem all-
ir hittust, nema íslendingar sök-
um þess hve dýrt er fyrir okkur
að ferðast. En frá okkur fóru
fjórir fulltrúar, og kom það ekki
að sök að við skyldum ekki geta
fjölmennt á þessar æfingar.
Ferðin hófst svo loks í júní eft-
ir þrotlausar æfingar um vetur-
inn, og fórum við með Norrænu
til Danmerkur. Par voru æfingar
í viku frá morgni til kvölds undir
handleiðslu leikarans Paul Vers-
ahn og Margrétar. Það var mikil
vinna að koma leiksýningunni
saman, koma ljósum upp o.þ.h.
en það tókst auðvitað að iokum.
í Danmörku voru þrjár sýningar
og svo var farið til Noregs, þá
Finnlands og Svíþjóðar, þaðan til
Færeyja og loks til íslands. Alls
Fenris ’85
Fenris ’85 var fyrsta uppfærslan á
þessu samnorræna leikverkefni.
Það samanstóð af 80 unglingum
frá öllum Norðurlöndunum.
Leikverkið hét „Hringrásin", og
er þá átt við hringrás lífsins.
Verkið byrjaði á lífi og endaði á
dauða. Hver hópur, sem alls voru
5, fékk sitt nafn á þætti og átti
hann að spinna út frá því, og naut
íslenski hópurinn hjálpar Þráins
Karlssonar. Þættirnir voru alls 6,
þ.e.:
1. „Líf“ í umsjá Færeyinga
2. „Náttúran" í umsjá Norð-
manna
3. „Manneskjan“ í umsjá íslend-
inga
4. „Draumar" í umsjá Svía og
Finna
5.
umsja
6.
„Raunveruleikinn“
Dana
„Dauðinn" í umsjá allra Iand-
anna sameiginlega
Eftir að hver hópur hafði sett
saman 20 mín. þátt, var æft sam-
an í eina viku í Danmörku og
einnig saminn lokakaflinn um
dauðann. Síðan var haldið af
stað. Fyrst var sýnt í Danmörku,
og þá var haldið til Svíþjóðar og
sýnt þar. Þá lá leiðin til Færeyja
og var endað á íslandi.
Fjaröflun Fenris ’85 fólst í
styrkjum frá sjóðum og fyrirtækj-
um, og að baki íslenska hópsins
stóð öflugt foreldrafélag sem
hafði hönd í bagga með fjáröfl-
un. Auk þess borgaði hver þátt-
takandi 500 kr. danskar í þátt-
tökugjald.
Eftirtaldir aðilar hafa stutt
Leikklúbbirm Sögu til
Síberíufarar:
Leikfélag Akureyrar
íslandsbanki, Akureyri
Landsbanki íslands, Ráðhústorgi
Flugleiðir, Akureyri
Sporthúsið, Hafnarstræti 94
Pedromyndir, Hafnarstræti 98
Bókabúðin Edda, Hafnarstræti 100
íbúðin, Kaupangi
urðu sýningar 13, þar af þrjár
hérna á íslandi.
Ferðin var óskaplega skemmti-
leg, en oft vorum við nokkuð
þreytt. Ferðalög milli landa tóku
íangan tíma, því við ferðuðunist
með rútum, Íestum og skipum,
og það getur jú verið ansi lýjandi
að sitja í rútu í 10 tíma, vera svo
í skipi í 14 tíma og fara svo beint
á æfingu! En það þurfti að æfa í
hverju landi með tilliti til nýrra
aðstæðna. En þrátt fyrir þetta
gátum við alltaf fundið okkur
tíma til að bregða á leik og gera
eitthvað skemmtilegt. Skoða
okkur um o.þ.h.
Aðsókn á sýningar var ágæt og
við fengum ágæta dóma.
Það var á fundi sem haldinn
var í Dynheimum, síðasta kvöld-
ið sem við vorum öll saman áður
en hópurinn lagði af stað heim,
sem við fengum að vita að e.t.v.
myndum við öll hittast aftur
næsta sumar, því okkur stæði til
boða að fara til Sovétríkjanna.
Þessar fréttir gerðu kveðjustund-
ina léttbærari þó að fréttin væri
nokkuð óraunveruleg í hugum
okkar, og við vissum varla hvort
við ættum að trúa okkar eigin
eyrum.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum
fer fram í skrifstofu
embættisins, Húsavík,
á neðangreindum tíma:
Ásgötu 25, Raufarhöfn, talinn eig-
andi Sigurður Einarsson, fimmtu-
daginn 5. júlí 1990, kl. 10.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Landsbanki íslands.
Ásgötu 3, Raufarhöfn, þingl. eigandi
Björn Hallgrímsson, fimmtudaginn
5. júlí 1990, kl. 10.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Örlygur Hnefill Jónsson hdl. og
Veðdeild Landsbanka íslands.
Baughóli 25, Húsavik, þingl. eig-
andi Aðalsteinn Karlsson, fimmtu-
daginn 5. júlí 1990, kl. 10.10.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Garðarsbraut 29, Húsavík, þingl.
eigandi Garðar Geirsson, fimmtu-
daginn 5. júlí 1990, kl. 10.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Hlöðufelli, Húsavík, þingl. eigandi
íþróttafélagið Völsungur, fimmtu-
daginn 5. júlí 1990, kl. 10.40.
Uppboðsbeiðendur eru:
Innheimtumaður ríkissjóðs og
Byggðastofnun.
Höfðavegi 8, Húsavík, þingl. eig-
andi Óskar Guðmundsson, fimmtu-
daginn 5. júlí 1990, kl. 10.50.
Uppboðsbeiðandi er:
Fjárheimtan hf.
Höfða 3, verkstæðishúsi, þingl. eig-
andi Fjalar hf„ fimmtudaginn 5. júlí
1990, kl. 11.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Iðnlánasjóður.
Iðnaðarhúsi, Suðurgarði, Húsavík,
þingl. eigandi Korri hf. Húsavík,
fimmtudaginn 5. júlí 1990, kl. 10.05.
Uppboðsbeiðandi er:
Fiskveiðasjóður.
Langanesvegi 11, þingl. eigandi
Kaupfélag Langnesinga, fimmtu-
daginn 5. júlí 1990, kl. 11.10.
Uppboðsbeiðandi er:
Eggert B. Ólafsson hdl.
Rimari, Grenivík, þingl. eigandi
Grávara hf„ fimmtudaginn 5. júlí
1990, kl. 11.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður rikissjóðs.
Söltunarst. v/Höfðabr„ Raufarhöfn,
þingl. eigandi Fiskavík hf„ fimmtu-
daginn 5. júlí 1990, kl. 11.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Uppsalavegi 2, Húsavík (efri hæð),
þingl. eigandi Auðunn A. Víglunds-
son o.fl., fimmtudaginn 5. júlí 1990,
kl. 11.40.
Uppboðsbeiðendur eru:
Örlygur Hnefill Jónsson hdl„ Veð-
deild Landsbanka Islands og Árni
Pálsson hdl.
Vaðlafelli, Svalbarðsströnd, þingl.
eigandi Jóhannes Halldórsson,
fimmtudaginn 5. júlí 1990, kl. 11.50.
Uppboðsbeiðandi er:
Árni Pálsson hdl.
Vesturvegi 4a, þingl. eigandi Þórs-
hafnarhreppur, fimmtudaginn 5. júlí
1990, kl. 12.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Innheimtumaður ríkissjóðs og Veð-
deild Landsbanka íslands.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu.
Bæjarfógeti Húsavíkur.
Kennarar!
Kennara vantar í grunnskóla Svalbarðsstrandar
í alm. kennslu yngri barna, hannyrðir og mat-
reiðslu.
Örstutt frá Akureyri.
Nánari uppl. veita skólastjóri í síma 96-26125 eöa
96-24901, eöa formaður skólanefndar í síma 96-
27910 eöa 96-26866.
Skólanefnd.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FL.B1985
Hinn 10. júlí 1990 er ellefti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggöra
spariskírteina ríkissjóös meö vaxtamiðum í 1. fl. B1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 11 veröurfráog með 10. júlí nk. greittsem hérsegir:
Vaxtamiöimeö 5.000,-kr. skírteini kr. 476,45
Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 952,90
Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini kr. 9.529,50
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. janúar 1990 til 10. júlí 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985
til 2905 hinn 1. júlí 1990.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 11 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka fslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1990.
Reykjavík, 29. júní 1990
SEÐLABANKIÍSLANDS