Dagur - 29.06.1990, Síða 11

Dagur - 29.06.1990, Síða 11
Föstudagur 29. júní 1990 - DAGUR - 11 i íþróttir b Akranesvöllur - Hörpudeild: Skagamenn nýttu færin sigruðu Þórsara 3:1 Þórsarar mættu Skagamönn- um á Akranesi í fyrrakvöld og töpuðu með einu marki gegn þremur. Þessi leikur var að rnörgu leyti ekki ójafn en Skagamenn höfðu það umfram að skapa fleiri færi og nýta hluta þeirra. Strax í upphafi leiksins varði Friðrik í tvígang góð skot frá Hörpudeild Urslit í 7 . umferð: KA-ÍBV ÍA -Þór 1:1 3:1 Valur-KR 2:1 FH-Fram 2:1 Víkingur-Stjarnan (léika í kvöld) Valur 7 5-1-1 13: 6 16 Fram 7 4-1-2 14: 3 13 ÍBV 7 4-1-2 9:11 13 KR 7 4-0-3 11: 9 12 FH 7 3-0-4 11:10 9 Víkingur 6 2-2-2 7: 7 8 ÍA 7 2-2-3 8:11 8 KA 7 2-1-4 7:11 7 Stjarnan 6 2-1-3 7:12 7 Þór 7 1-1-5 4:11 4 Markahæstir: Guðmundur Steinsson, Fram 6 Sigurjón Kristjónsson, Val 5 Hörður Magnússon, FH 4 Páimi Jónsson, FH 3 Antony Karl Gregory, Val 3 Árni Sveinsson, Stjörnunni 3 Goran Micic, Víkingi 3 Hlynur Stefánsson, ÍBV 3 Ríkharður Daðason, Fram 3 Ormarr Örlygsson, KA 3 Ragnar Margeirsson, KR 3 Pétur Pétursson, KR 3 Karli Þórðarsyni. Skagamenn sóttu öllu meira á fyrsta kaflan- um og á 19. rnínútu var Bjarki Pétursson í ákjósanlegu færi en tókst ekki að nýta sér það. Fyrsta mark IA kom á 24. mín- útu og var Haraldur Ingólfsson þar að verki. Tíu mínútum síðar fengu Þórsarar aftur á sig mark þegar dæmt var hönd á Sigurð Lárusson í Þórsvörninni. Guð- björn Tryggvason skoraði örugg- lega úr vítinu og útlitið orðið dökkt hjá norðanmönnunum. Þórsarar með Bjarna Svein- björnsson sem besta mann voru ekki alveg slegnir út af laginu við þetta því skömmu fyrir leikhlé skapaði Bjarni hættu við ÍA- markið þegar hann komst einn inn fyrir vörnina en skaut fram- hjá markinu. Skammt var liðið á síðari hálf- leikinn þegar Bjarki bætti þriðja marki Skagamanna við. Bjarni Sveinbjörnsson svaraði fyrir Þór stuttu síðar þegar hann fékk sendingu frá Luka Kostic eftir aukaspyrnu. Það sem eftir lifði leiksins gerðist fátt markvert, Skagamönnum tókst auðveldlega að halda sóknarmönnum Þórs niðri þó að spil Þórsara úti á vell- inum væri oft á tíðum gott. Gul spjöld voru sýnd þeirn Nóa Björnssyni og Árna Þór Árna- syni. Lið ÍA: Gísli Sigurðsson, Jóhannes Guð laugsson, Heimir Guðmundsson, Alex ander Högnason, Sigurður B. Jónsson Brandur Sigurjónsson, Karl Þórðarson Sigursteinn Gíslason, Bjarki Pétursson Guðbjörn Tryggvason, Haraldur Ingólfs son (Arnar Gunnlaugsson 75. mín). Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Lárus Orr Sigurðsson (Sævar Árnason 80. mín Sigurður Lárusson, Siguróli Kristjáns son, Nói Björnsson, Luka Kostic, Árn Þór Árnason, Bjarni Sveinbjörnsson, Ólafur Þorbergsson (Júlús Tryggvason 60. mín), Hlynur Birgisson. IÓH íþróttir helgarinnar: Slagur Akureyrarliðanna á mánudagskvöldið - tvö golfmót á Akureyri á sunnudaginn Fjölmargt verður um að vera á íþróttasviðinu um helgina. Fyrst ber að geta dagskrárliða tengdum Íþróttahátíð ÍSÍ en í dag fer fram holukeppni í karla- og kvennaflokki á öllum golfvöllum landsins. Auk þess má geta Kvennahlaups í Kjarnaskógi við Akureyri kl. 15.30 á morgun. Að vanda rúllar boltinn á knattspyrnuvöllum vítt og breitt um Norðurland. Fyrstudeildar- liðin, KA og Þór, mætast á mánudagskvöld á Akureyrarvelli og má búast við að þar verði hart barist að vanda. í 2. deild fer fram heil umferð í kvöld. Siglfirðingar spila við Breiðablik í Kópavogi, Leifturs- menn keppa við ÍR í Reykjavík og Tindastóll fær Selfoss í heim- sókn. í 3. deild spila í kvöld Haukar og Einherji í Hafnarfirði, Þróttur og TBA á Neskaupstað og Dal- vík og ÍK á Dalvík. I kvöld verður einnig leikið í Norðurlandsriðlunum í fjórðu deild. í D-riðli keppa Geislinn og Þrymur og Kormákur og Hvöt en í E-riðlinum verður hörkuleikur þegar mætast Magni og UMSE-b á Grenivík. í þeirn riðli leika einnig HSÞ-b við Austra og SM við Narfa. Eins og fram kom í upphafi verður mikið um að vera á golf- völlunum en fleiri golfmót verða um helgina. Tvö mót verða hjá Golfklúbbi Akureyrar á sunnu- dag. Annars vegar er um að ræða svokallað Blöndumót sem er opið unglingamót, styrkt af Mjólkursamlagi KEA. Á sama tíma verður keppt um Jóhanns- bikar á opnu öldungamóti þar sem leiknar verða 18 holur, með og án forgjafar. Mótið gefur stig til landsliðs og er þess að vænta að gestir komi víða að. Golfklúbbur Húsavíkur verður með KÞ-mót og á Sauðárkróki verður fyrri hluti firmakeppni. JÓH Eitt af fáum marktækifærum KA í ieiknum gegn ÍBV. Kjartan Einarsson skýtur hér á markið á lokamínútum leiks- ins en góður markvörður Eyjamanna, Adolf Oskarsson sá við honum. Hörpudeild 7. umferð: Baráttugleðma vantaði - KA og ÍBV gerðu 1:1 jafnteíli í slökum leik á Akureyri Óhætt er að segja að leikur IBV og KA á Akureyrarvelli í fyrrakvöld hafi verið slakur. Allt spil vantaði í leikinn hjá báðum liðum og sú litla barátta sem sást var Eyjamanna. Jafn- tefli voru sanngjörn úrslit en deila má um réttmæti víta- spyrnu sem dæmd var á varn- armann ÍBV. Fyrstu 10 mínútur leiksins og síðustu 15 mínúturnar voru þeir leikkaflar sem eitthvað geröist. Jón Grétar átti strax í upphafi skot að marki ÍBV en boltinn fór í hliðarnetið. Stuttu síðar fengu KA-ntenn aukaspyrnu við víta- teig ÍBV en Adolf Óskarsson, besti maður Eyjamanna, varði skot Ormarrs af öryggi. Þegar um 10 mínútur vorur liðnar kont fallegasta sókn leiks- ins. Þórður fékk langa sendingu upp í vinstra hornið og gaf háa sendingu þvert yfir vítateiginn. Þar var Ormarr fyrir og skallaði boltann inn á vítateiginn fyrir fætur Heimis Guðjónssonar sem skaut föstu skoti yfir markið. Eftir þessa byrjun datt botninn úr leiknum og boltinn kom nán- ast aldrei nálægt markinu. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Eyjamenn virtust þó heldur hressast við hvíldina í búningshcrberginu og þegar fáar mínútur voru liönar átti Hlynur gott skot yfir mark KA. Undir miðjan hálfleikinn missti Þórður af boltanum í góðu færi við Eyja- markið og stuttu síðar skaut lngi Sigurðsson yfir KA-markið. Honunt brást hins vegar ekki bogalistin þegar um 15 mínútur voru til leiksloka þegar hann skoraði gullfallegt mark fyrir ÍBV'. KA-vörninni tókst ekki að hreinsa frá eftir fyrirgjöf, boltinn •barst út að vinstra vítateigshorn- inu þar sem Ingi kom eins og eintreið og hamraði boltann upp í fjærhornið. Staðan 1:0. Eyjamenn voru ekki lengi í paradís því þremur mínútum síð- ar var Jón Grétar hiridraður í vítateig ÍBV og þrátt fyrir mót- mæli Eyjamanna dæmdi Ólafur Sveinsson víti. Ormarr jafnaði með skoti í stöngina og inn og segja má að eftir þetta hafi bar- áttuneisti beggja liöa slokknað á ný. Frískastur í liði KA var Orm- arr en Adolf ntarkvörður var besti maður ÍBV. Lið KA: Haukur Bragason, Stcingrímur Birgisson. Halldór Halldórsson, Gauti Laxdal, Bjarni Jónsson. Hcimir Guð- jónsson, Jón Grctar Jónsson. Ormarr Örlygsson. Hafstcinn Jakohsson. Kjart- an Einarsson, Þórður Guðjónsson. Lið ÍBV: Adolf Óskarsson. Friðrik Sæbjórnsson. Hcimir Hallgrímsson. Elías Friðriksson, Jon Bragi Arnarson, Bcrgur Ágústsson. Andrcj Jcrina. Ingi Sigurðsson, Hlynur Stcfánsson, Tömas Ingi Tómasson. Sigurlás Þorleifsson. JÓH Essomót KA um aðra helgi: Stærsta mót í einiim flokki Essomót KA hefst á Akureyri næstkomandi fimmtudag. Hér er um að ræöa stærsta mót sem efnt er til í einum aldursflokki og hefur Essomótið aldrei ver- 52 lið mæta til keppni ið fjölmennara í þau fjögur skipti sem það hefur verið haldið. Keppendur koma nú frá 21 félagi víðs vegar um landið og leika alls 52 lið á 3. deild: Reynir lá í Reykjavík Reynismenn á Arskógsströnd héldu til Reykjavíkur í fyrra- Minningarsjóður Jónasar Sigurbjörnssonar: Eun opið fyrir framlög Nú eru síðustu forvöð að leggja fram stofnfé í minning- arsjóð um Jónas Sigurbjörns- son sem stofnaður var á upp- skeruhátíð Skíðaráðs Akureyr- ar í vor. Jónas lést í fyrra langt fyrir ald- ur fram. Minningarsjóðnum er ætlað að styrkja ungt og efnilegt skíðafólk á Akureyri. Við stofn- un sjóðsins lögðu fyrirtækin Sam- herji og ísberg fram stofnframlag og var ákveðið að opin yrði bók í Landsbankanum á Ákureyri fyrir framlög. Númer hennar er 265478 og er fólk hvatt til að leggja sjóðnum lið. JÓH kvöld og töpuðu fyrir Þrótti ágætum leik. Sigurinn var ekki ósanngjarn enda Þróttarar með einna sterkasta lið 3. deildar. í fyrri hálfleik sköpuðu Þrótt- arar sér nokkur færi en tókst ekki að reka smiðshöggið á sóknirnar. Fyrsta markið kont ekki fyrr en skömmu fyrir leikhlé en í síðari hálfleik, mættu Reynisntenn ákveönari til leiks og tókst að halda Þrótturum í skefjum. Sigurinn var þó aldrei í verulegri hættu og undir lokin bættu Þrótt- arar öðru marki við og innsigluðu sanngjarnan sigur. JÓH mótinu. Essomótið í knattspyrnu er fyrir knattspyrnumenn í 5. flokki. í fyrra voru 36 lið á mót- inu en eru nú 52 sem sýnir vax- andi áhuga félaganna á þessu móti. KA sér um allt mótshald en Esso er styrktaraðili mótsins eins og nafnið bendir til. Búist er við að um 800 manns tengist þessu móti á einn eða annan hátt þ.e. keppendur, for- eldrar, fararstjórar og starfsmenn Sú nýbreytni verður nú á Esso- mótinu að félögin mega einnig senda C-lið til keppni en hingað til hafa aðeins A- og B-lið spilað. Mótið hefst kl. 9 á fimmtu- dagsmorgun á vallasvæði KA og verður leikið á fjórum völlum. Urslitaleikirnir verða síðdegis á laugardag en mótsslit verða fyrir hádegi á sunnudag, eða fyrr en vanalega sem helgast af úrslita- leik á HM síðar um daginn. í tengslum við mótið verður að venju efnt til keppni í bandí í íþróttahöliinni og þar taka öll 52 liðin þátt. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.