Dagur - 29.06.1990, Síða 12

Dagur - 29.06.1990, Síða 12
Fjölbreytt kaffihlaðborð alla sunnudaga frá kl. 15-17. Hægt að sitja úti ef veður leyfir. Það styttist í skattseðlana: „Passar að taka sumar- Mð áður“ - segir Gunnar Rafn skattstjóri Nl. eystra Norðlendingar mega fara að setja sig í stellingar vegna væntanlegra álagningarseðla frá skattstofunum á Siglufirði og Akureyri. Eftir u.þ.b. mán- uð fara seðlarnir að streyma inn um bréfalúgurnar, sumum til gremju, öðrum til geðs. „Það passar fyrir fólk að fara að skella sér í sumarfrí áður og koma aftur endurnært fyrir lok júlí,“ sagði Gunnar Rafn Ein- arsson, skattstjóri í Norður- landsumdæmi eystra, í samtali við blaðið. Skattskrá Norðurlandsum- dæmis vestra fyrir árið 1989 verð- ur lögð fram til sýnis í dag og næstu daga á skattstofunni á Siglufirði, bæjarskrifstofunni á Sauðárkróki og hjá umboðs- mönnum skattstjóra í öðrum sveitarfélögum. „Pað hefur eng- inn áhuga á að skoða þessar skrár, en við verðum að fylgja lögunum,“ sagði Bogi Sigur- björnsson, skattstjóri Norður- landsumdæmis vestra. Skattskrá síðasta árs fyrir Norðurlands- umdæmi eystra verður til sýnis einhvern tímann á næstunni. Eftir að álagningarseðlarnir koma í hendur manna hafa þeir 30 daga kærufrest. Innan tveggja mánaða frá því að kærufrestur rennur út skal skattstjóri hafa lokið úrskurði á kærum. Ef menn sætta sig ekki við úrskurð skatt- stjóra þá er aftur 30 daga kæru- frestur, sem er veittur til ríkis- skattanefndar. Eftir að staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp hafa endur- greiðslur aukist til skattgreiðenda og því meira um að menn fái glaðning í þess orðs fyllstu merk- ingu, heldur en „óglaðning í hendurnar frá hinu opinbera. bjb Guðný Gerður stillir upp vopnabúri forfeðra Eyfirðinga. Sýning í Minjasafninu á Akureyri: Landnám í Ejjafírði - munir frá Granastöðum í fyrsta sinn til sýnis I ár eru liðin 1100 ár frá því að landnám í Eyjafirði hófst með komu Helga magra, Þórunnar hyrnu og venslamanna þeirra. Akureyringar munu væntan- lega minnast þessara tímamóta í Lystigarðinum í kringum 29. ágúst en Minjasafnið á Akur- eyri ríður á vaðið með sýning- unni Landnám í Eyjafirði sem opnuð verður á sunnudaginn. Á sýningunni gefst almenningi í fyrsta sinn kostur á að sjá muni sem fundist hafa við fornleifa- uppgröft að Granastöðum í Eyja- firði, en þar hefur Bjarni Einars- son, fornleifafræðingur, stundað rannsóknir frá árinu 1987. Þær rannsóknir standa enn og má búast við að fleira finnist sem get- ur varpað ljósi á líf fólks í Eyja- firði á landnámsöld. Að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, safnvarðar, eru flestir gripirnir á sýningunni fengnir að láni frá Þjóðminja- safni íslands. Þetta eru munir frá landnámsöld sem fundist hafa í héraðinu og á sýningunni er leit- ast við að draga upp mynd af lifn- aðarháttum Helga magra og af- komenda hans. Meðal sýningargripa má nefna skartgripi og vopn sem fundist „Gullæði“ í kringum Landsmót hestamanna tekur á sig ýmsar myndir: 130 þúsund fyrir fimm daga - sex manna flölskylda flytur út fyrir þýska hestamenn Ævintýralega háar fjárhæðir hafa verið nefndar í sambandi við leigu á húsnæði í Skagafirði á meðan Landsmót hestamanna stendur yfir. Dagur fékk í gær staðfest eitt dæmi sem hljóðaði upp á 130.000 krónur í leigu á heilu húsi í 5 daga, en innifalið í því verður morgunmatur og kvöldverður. Fyrir ári hringdi íslenskur maður í konu eina í Skagafirði og spurði hana hvort sveitabær sem hún er tengd yrði ekki auður þeg- ar landsmótið yrði. Á þessum tíma var enginn í húsinu, en til stóð að þar yrði flutt inn svo kon- an gaf manninum það svar að hún byggist ekki við því að það yrði autt, en vissi það samt ekki Sjúkrahúsin á Húsavík og Siglufirði: Gengur erfiðlega að ráða hjúkrunarfræðinga í afleysingar Engin lokun eða samdráttur að neinu marki er fyrirhugað- ur á starfsemi sjúkrahúsanna á Siglufirði og Húsavík í sumar, en Ijóst er að erfiðlega gengur að ráða afieysinga- fólk, þó sérstaklega hjúkrun- arfræðinga. Sjúkrahúsið á Siglufirði rúm- ar 43 sjúklinga, og þar verður enginn samdráttur, en tekisl hefur að ráða það afleysinga- fólk sem nauðsynlegt er til að halda óbreyttri starfsemi. Hins vegar mega engin forföll verða til þess að sú áætlun raskist ekki. Breyting verður hins vegar á sjúkraflutningum á Siglul'irði frá og með 1. júlí nk, en þá tek- ur lögreglan við þeim, en aksturinn hefur verið unninn í sjálfboðaliðastarfi sl. 10 ár. Bæjarfélagið átti að standa straum af þeim kostnaði til síð- ustu áramóta, en með breyting- um á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga eru sjúkraflutning- ar alíarið komnir á herðar ríkis- valdsins. Með þessum breytingum fær lögreglan á Siglufirði til baka eitt stöðugildi, en búið var að fækka um einn mann í löggæsl- unni. Sjúkrabifreiðin verður fyrst um sinn staðsett við sjúkrahúsið, en væntanlcga verður byggt fljótlega yfir hana við lögreglustöðina. Á Húsavík verður hugsan- lega eitthvað dregið úr innlögn- um á sjúkrahúsið yfir mesta sumarleyfistímann hjá starfs- fólkinu, en langlegudeildin er nú fullskipuð. Sjúkrahúsið á Húsavík getur tekið á móti 64 sjúklingum og er fæðingardeiid þar meðtalin, en skortur á hjúkrunarfræðinguin kann að hafa þau áhrif að fækka þarf innlögnum. Auglýst héfur verið cftir hjúkrunarfræðingum í dagblöð- urn og fagblöðum hjúkrtinr” fræðinga, en viðbrögð verið sáralítil. Næsta vor útskrifast fyrstu hjúkrunarfræðingarnir frá Háskólanum á Akureyri, alls 12 stúlkur, og reikna má með að einhverjar þeirra komi til afleysinga á norðlenskum sjúkrahúsum sumarið 1991. GG fyrir víst. Núna, ári seinna, hringir mað- urinn aftur og segir að það sé vika þar til þeir fyrstu fimm komi. Konan varð auðvitað mjög hissa og leist ekki meira en svo á, því í húsinu býr nú sex manna fjölskylda. Hún hafði heldur aldrei gefið manninum ákveðið svar, en samt hafði hann auglýst húsnæðið. Tilboð hans hljóðaði upp á 130.000 krónur fyrir hús- næði, morgunmat og kvöldmat í fimm daga fyrir tíu Þjóðverja. Þar sem ekki var í neitt annað hús að venda fyrir aumingja Þjóðverjana, ákvað fjölskyldan að taka þessu tilboði og nú er verið að gera allt klárt til að taka á móti mönnunum sem koma á þriðjudag og miðvikudag. Fjöl- skyldan flytur auðvitað út á meðan, en þarf þó ekki að búa í tjaldi. Þetta er aðeins eitl dæmi af mörgum sem heyrst hefur af. Fáir vita hvað er satt, en þessi litla saga er þó sönn. Dagur veit það með vissu að í vetur var mikið leitað eftir hús- næði, en þá var framboð lítið og þess vegna geta hafa komið há tilboð í það sem þá bauðst. Síðan þegar líða fór að landsmóti og sögur um stórar fjárhæðir að ganga fjöllum hærra, virtist fólk taka við sér og bauð fram hús- næði í stórum stíl. Aðallega eru það nú erlendir gestir sem gista í húsum, en hinn íslenski hesta- maður virðist láta sér nægja tjaldið. SBG hafa í kumlum í héraðinu, forna húsviði frá Möðrufelli í Eyjafirði og Þórslíkanið svonefnda, en það hefur valdið fræðimönnum mikl- um vangaveltum allt frá því það fannst í nágrenni Akureyrar árið 1816. Sýningin Landnám í Eyjafirði verður formlega opnuð sunnu- daginn 1. júlí og hún verður opin á venjulegum opnunartíma Minjasafnsins fram til 15. sept- ember. Þá má geta þess að Ijós- myndasýningin Akureyri - svip- myndir úr sögu bæjar verður opin í Laxdalshúsi frá kl. 15-17 í sumar. SS ÓlafsQörður: mennaumhelgina Það stefnir í eitt allsherjar ætt- armót í Ólafsfirði um helgina. Burtfluttir Ólafsfirðingar hyggjast halda á heimaslóð og sameinast um að græða upp særðan heimahagann. Að sögn forsvarsmanna Ólafs- firðingafélagsins á höfuðborgar- svæðinu er von á fullri rútu af burtfluttum Ólafsfirðingum heim í fjörðinn kæra um helgina og þá hafa fleiri gamlir Ólafsfirðingar boðað komu sína. Ætlunin er að pota fjölda trjáplantna niður í jörðina og hefst sú athöfn fyrir hádegi á morgun. Síðdegis verð- ur efnt til heljarmikillar grill- veislu og Miðaldamenn setja síð- an punkt yfir i-ið með tónaflóði á balli í Tjarnarborg annað kvöld. óþh Sj ávarútvegsbrautin á Dalvík: Metaðsókn Ahugi á námi við stýrimanna- og fiskvinnslubraut Dalvíkur- skóla eykst ár frá ári, og á næsta skólaári setjast fleiri á skólabekk á þessum brautum en nokkru sinni fyrr. Á 2. stigi stýrimannabrautar verða 18 nemendur í vetur, og er það aukning um 4 nemendur sem koma frá Isafirði og Reykjavík eftir nám á 1. stigi þar. 13 hafa sótt um skólavist á 1. stigi og 25 á fiskvinnslubraut, og eru það nemendur víðs vegar af land- inu, eða allt frá Tálknafirði aust- ur á Fáskrúðsfjörð þótt flestir komi frá Norðurlandi. Á síðasta ári stunduðu rúm- lega 30 nemendur nám við sjáv- arútvegsbrautina á Dalvík, en þeir verða um 60 næsta ár, svo þar er um verulega aukningu að ræða. Samkvæmt samstarfssamn- ingi Verkmenntaskólans á Akur- eyri og Dalvíkurskóla heitir deildin nú Verkmenntaskólinn á Akureyri, sjávarútvegsbraut á Dalvík. Skólastjóri sjávarútvegsbraut- ar er Þórunn Bergsdóttir, og við skólauppsögn sl. vor varð hún fyrst kvenna á íslandi til að út- skrifa stýrimenn. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.