Dagur - 07.07.1990, Page 5

Dagur - 07.07.1990, Page 5
Laugardagur 7. júlí 1990 - DAGUR - 5 Fréttagetraun júmmánaðar Júní var mildur framan af á Norðurlandi og hitinn oft nálægt 20 stigum. Upp úr miðjum mánuði fór að bera á norðanátt sem stóð nær linnulaust fram í júlí. En við ætlum ekki að spá í veðrið hér heldur fréttnæm tíðindi í júnímánuði sem getið er um á síðum Dags. Fyrir- komulagið þekkja flestir, spurningarnar eru tólf en aðeins eitt svar rétt við hverri. Vinsamlegast fyllið út svarseðilinn og sendið okkur fyrir þriðjudaginn 7. ágúst. Dregið verður úr réttum lausnum og þrenn hljómplötuverðlaun veitt. ^ 1) Hvaða félag átti afmæli 6. júní og hvað varð það gamalt? (1) Framsóknarfélag Akureyrar- 100 ára. (X) íþróttafélagið Þór - 75 ára. (2) Knattspyrnufélag Akureyrar - 70 ára. 2) Hvar héldu Sauðkrækingar messu á sjómannadaginn? (1) í Drangey. (X) í Hólakirkju. (2) Um borð í Skagfirðingi. 3) Hvað sagði Sigfús Jónsson er hann lét af starfi bæjarstjóra Akureyrar? (1) „Tíminn hefur hlaupið frá mér og ég tel að nýr bæjarstjóri verði að spretta úr spori svo Akureyringar nái í mark í atvinnumálunum. “ (X) „Ég hefði gjarnan viljað sjá meiri árangur af starfi mínu en raun ber vitni en vil þó jafnframt þakka öllum sem hafa stutt mig í þessu skemmtilega starfi.“ (2) „Mér hefur líkað þetta starf mjög vel og er sáttur við minn hlut.“ 4) Hvert er næsta skref í upp- byggiugu íþróttavallarins á Laug- um í Reykjadal? (1) Lagning tartan-hlaupabrautar í kringum íþróttavöllinn. (X) Ráðgert er að steypa hringi fyrir kúluvarpara og kringlukast- ara. (2) Byggt verður áhaldahús fyrir sláttuvél og hrífur. 5) Hvað heitir listaverkið sem afhjúpað var við Menntaskólann á Akureyri 17. júní? Vinnmgs- hafar í maí- getraun Konur gerðu garðinn frægan í fréttagetraun maímánaðar og ekki í fyrsta sinn sem þær raða sér í verðlaunasætin. Vinnings- hafarnir eru Margrét Hall- grímsdóttir, Ólafsfirði, Erla Asmundsdóttir, Akureyri, og Ragnheiður Þórðardóttir, Brekku, Öngulsstaðahreppi. Maígetraunin var allsnúin, en rétt röð er þessi: 1) X 7) 1 2) 1 8) 2 3) 1 9) 2 4) X 10) 2 5) 2 11) X 6) X 12) 1 Sumir flöskuðu á 3. spurning- unni og sögðu Eyfirðinga hafa sett íslandsmet í framleiðslu gæðamjólkur á síðasta ári en samkvæmt frétt í Degi (og ekki lýgur hann) voru það Þingeying- ar. Við þökkum lesendum fyrir þátttökuna og minnum á nýju getraunina. SS (1) Óðinshrafninn. (X) Sigling. (2) Muninn. 6) Hvað sagði Ásgeir Pétur Asgeirsson, formaður Sjálfs- bjargar á Akureyri, um væntan- leg verkefni sín hjá félaginu? (1) „Höfuðatriðið í dag er það að efla veggboltann og fá fjárveit- ingu til að byggja sundlaug.“ (X) „Ég ætla að beita mér fyrir því að stokka reksturinn upp Og það er ekkert heilagt fyrir mér í þeim efnum, engar heilagar kýr.“ (2) „Ég ætla að reka þetta eins og hvert annað fyrirtæki og það er ljóst að við verðum að setja í þriðja gír eftir að hafa verið í bakkgír árum saman.“ 7) Allir kannast nú við „Harald í rúminu“ en við hvað starfar þessi ágæti maður? (1) Hann er bóndi í Enni í Við- víkursveit og réttarstjóri Lauf- skálaréttar. (X) Hann er sjómaður á Hofsósi en hefur legið rúmfastur undan- farna mánuði. (2) Hann er bóndi og járnsmiður og jafnframt formaður Ung- mennafélagsins Neista á Hofsósi. 8) Eftir hverjum er þetta haft í fyrirsögn: „Viljum stærri bita af kökunni“? (1) Guðmundi Sigurbjörnssyni, hafnarstjóra á Akureyri, um út- hlutun fjár til hafnargerðar á þessu ári. (X) Einari Viðarssyni, bakara, vegna umræðu um aukna markaðshlutdeild Einarsbakarís. (2) Kristjáni Möller, forseta bæjarstjórnar Siglufjarðar, vegna ákvæða um ferðaþjónustu í mál- efnasamningi meirihlutans. 9) Jón A. Baldvinsson vakti athygli á Arctic Open golfmótinu á Akureyri. Fyrir hvað? (1) Að gefa brúðhjón saman og fara holu í höggi með stuttu milli- bili. (X) Vegna þess að hann var næst- ur holu eftir upphafshögg á 6. braut og fékk forláta bifreið í verðlaun. (2) Hann var sá eini sem sá mið- nætursólina sem allir höfðu kom- ið til að sjá, en aðrir komu ekki auga á Ijósið í myrkrinu. 10) Siggerður Bjarnadóttir ekur 40 tonna grjótbíl í Grímsey. Hvað sagði hún um starfið? (1) „Fyrstu dagana var hálfgert vinnustopp hjá körlunum á hin- um bílunum því þeir höfðu aldrei séð annað eins.“ (X) „Þetta er miklu þægilegri vinna en fiskmatið.“ (2) „Maður var eins og barinn harðfiskur fyrstu dagana en þetta er gaman.“ 11) „Rómantíkin komin í svefn- pokana" segir í fyrirsögn. Hver fullyrðir þetta? (1) Landsþekktur höfundur ást- arsagna á Norðurlandi vestra. (X) Húsvörður í Skjólbrekku í spjalli um sveitaballastemmn- ingu. (2) Harmonikuunnendur sem kusu að gista í tjöldum á Lands- mótinu á Laugum. 12) Hver fer í „ból“ Bjarnar (Níelssonar, sveitarstjóra á Hofs- ósi)? (1) Haraldur í rúminu. (X) Jón Guðmundsson á Ós- landi. (2) Köttur. SS Rómantíkin er komin í svefnpokana og þessi maður gerir sér fulla grein fyrir því. En hver sctti þessa kenningu fram? 1. Svarseðill (1, X eða 2) 7. 2. 8. 3. 9. 4. . . _ 10. 5. . _ . _. 11. 6. 12. Nafn: Heimilisfang: Sími: Póstnúmer: Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun, Strandgötu 31 Pósthólf 58 602 Akureyri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.