Dagur - 21.07.1990, Side 3

Dagur - 21.07.1990, Side 3
Laugardagur 21. júlí 1990 - DAGUR - 3 Umfjöllun um Arctic open og akureyrskt golf: Bamwell á beiraii línu í Bandaríkiunum Hið árlega miðnæturgolfmót Goifklúbbs Akureyrar, Arctic Open, vekur sífellt meiri athygli erlendis. Eftir mótið í júní sl. hafa erlendir frétta- menn keppst um að skrifa um það og fjölmargar greinar birst í erlendum blöðum, nú síðast forsíðugrein í hinu þekkta blaöi Wall Street Journal, 9. júlí sl. Með greininni í Wall Street Journal vaknaði áhugi banda- rískra útvarpsstöðva á akur- eyrsku golfi og hefur David Barnwell, golfkennari á Akur- eyri, fengið upphringingar frá fjórum þarlendum stöðvum. Tvær þeirra hafa þegar tekið viðtal við hann og var þeim báð- um útvarpað beint í Bandaríkj- unum. Önnur er staðsett í Bost- on og útvarpar þar en hin stöðin. CBS, útvarpar um gervöll Bandaríkin og má reikna með að tugmilljónir hlustcnda hafi heyrt viðtalið við David. „Ég var spurður um golf á Akureyri, Arctic Open, miðnæt- urgolf, golfvöllinn og um Akur- eyri,“ sagði David Barnwell í samtali við Dag. „Þetta hefur vakið mikla athygli og ég er viss um að fjöldi fólks keniur til Akureyrar næsta sumar til aö spila golf. Maðurinn hjá CBS átti erfitt með að trúa að veðriö væri eins gott hér og ég sagði honum en hann spurði svo hvort hann gæti komið hingað að spila golf, ef hann tæki næstu flugvél, og mér kæmi ekkert á óvart ef hann kæmi,“ sagði David og kvaðst að vonunt hafa verið dálítið stress- aður að tala í beinni útsendingu í Bandaríkjunum. í greininni í Wall Street Journ- al fjallar blaðantaðurinn, Tony Horwits, í léttum dúr um Arctic Open, spjallar við nokkra kepp- endur, lýsir vellinum og ræðir þó nokkuö um veðurfarið, sem ekki var upp á það allra besta meðan tnótið fór fram. Þrátt fyrir það er greinin vinsamleg og hefur svo sannariega aukið á jákvæða uin- fjöllun um akureyrskt golf. -vs Skógræktarfélag Eyfirðinga: Blómleg starfsemi í sumar Sumarið er tími skógræktar, eins og gefur að skilja, og í Eyjafirði verður óvenjumikið um að vera í þeim efnum þetta sumarið, að sögn Hallgríms Indriðasonar hjá Skógræktar- félagi Eytirðinga. Búið er að gróðursetja 55.000 plöntur á útivistarsvæðinu í Kjarna og í Nausta- og Hamraborgum, en það er sá fjöldi sem fjárveiting fékkst fyrir. Auk þess er unnið að uppbyggingu nýs leikvallar í Kjarna, ásamt grisjun og hreinsun. Plöntuuppeldi er líka umfangs- mikill þáttur í starfsemi félagsins og nálgast framleiðslan 500.000 piöntur í vor og hefur verið mjög góð plöntusala það sem af er. Núna er unnið að hreinsun og umpottun en sumargræðlingum verður væntanlega stungið niður eftir h.u.b. viku. í byrjun ágúst hefst síðan vinna í ýmsum reitum víða um sveitir og er hún aðallega fóigin í því að fara yfir svæðin, grisja og gróðursetja. í sumar verður aðal- lega gróðursett á Vöglum og Þelamörk og í Vaðlareit, auk þess sem Hallgrímur sagðist von- ast til að hægt væri að grisja og endurgirða hluta af Garðsárreit. í fyrra var grisjað í Leyningshól- um og á eftir að ganga frá þar eft- ir þær framkvæmdir. Skógræktarfélagið fékk líka úthlutað um 40.000 plöntum í Landgræðsluskógaátakinu og voru þær settar niður á Melgerð- ismelum, að hluta til í sjálfboða- vinnu ýmissa aðila. Ráðgert er að gróðursetja meira í haust og sagði Hallgrímur að þetta væri vonandi fyrsti áfanginn í enn umfangsmeiri skógrækt á þessum stað. Á vegum Skógræktarfélags Eyfirðinga vinna að jafnaði um 50 manns yfir sumartímann og eru starfsmenn unglingavinnunn- ar þar meðtaldir. -vs Eyjagörður: Vaxandi vinsældir Hraftia- gils sem ráðsteftiustaðar Hrafnagil í Eyjafirði hefur not- ið stöðugt vaxandi vinsælda undanfarið sem staður fyrir ráðstefnur, ættarmót, nám- skeið og hvers kyns mannfagn- aði af því tagi. Staðurinn er í þægilegri fjarlægð frá Akur- eyri, ekki nema 10 km eða svo, og virðist vera að margir kjósi að halda slík mót í kyrrðinni í Eyjafirðinum en hafa þó Akureyri rétt við bæjardyrnar. í Hrafnagilsskóla er rekið Edduhótel á sumrin og sam- kvæmt upplýsingum sem þar fengust eru nokkur fjölmenn mót bókuð þar í sumar. Þar má nefna tvö ættarmót, sem samtals 350 manns sækja og einnig er nokkuð um ráðstefnur. Samtök sykur- sjúkra þinguðu að Hrafnagili í júnímánuði og Upplýsingaþjón- usta landbúnaðarins verður með ráðstefnu í ágúst. Einnig eru fyrirhugaðar 2-3 ráðstefnur til viðbótar í sumar en eftir er að ganga endanlega frá þeim málum. Að öðru leyti hefur verið þokkalega mikið um ferðamenn á Edduhótelinu. Júnímánuður var að vísu ekkert sérstakur en mikið er bókað í júlí og er tölu- vert um að hópar komi og gisti 3- 4 daga, auk þeirra sem ferðast á eigin vegum -vs Vísitala byggingarkostnaðar: 0.1% hærri en í júní Hagstofan hefur reiknaö út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan júlí 1990. Reyndist hún vera 171,9 stig, eða 0,1% hærri en í júní (júní 1987=100). Þessi vísitala gildir fyrir ágúst 1990. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 550 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 18,3%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað urn 1,5% og samsvarar það 6,3% árshækkun. í hvíldarstöðu. Mynd: Golli Ólympíuleikunum í stærðfræði lokið: Frosti Pétursson frá Akureyri hlaut bronsverðlaun - besti árangur íslendings frá upphafi Frosti Pétursson frá Akureyri náði þeim frábæra árangri að hljóta bronsverðlaun á Ólymp- íuleikunum í stærðfræði sem nýlokið er í Kína. Þetta er besti árangur íslendings frá upphafi í þessari erfiðu keppni, þar sem úrvalslið fjölda þjóða taka þátt. Fregnir af mótinu eru nokkuð óljósar enn sem komið er og ekki vitað hversu margir tóku þátt. Fyrirkomulagið í því er á þá leið, að um helmingur keppenda hlýt- ur verðlaun. Yfirleitt hafa kepp- endur á Ólympíuleikunum verið í kringum 200 og samkvæmt því hljóta 17 manns gullverðlaun, 33 silfurverðlaun og 50 bronsverð- laun. Sé tillit tekið til þess að flestir keppenda hafa mun meira stærðfræðinám að baki en íslend- ingar, sem hafa yfirleitt verið með neðstu þjóðum, þá verður þetta að teljast afburðagott afrek hjá Frosta að fá bronsverðlaun. Á Ólympíuleikunum í Ástralíu fyrir tveimur árum fékk Guð- björn Freyr Jónsson, þá nemandi í Menntaskólanum á Akureyri, fm—mmm—mmm^m—^—^mmmmm~ Otrúlegt úrval kjötrétta á útigrillið Hrísalundi Frosti Pctursson. bronsverðlaun en Frosti mun hafa lent í hærra sæti en Guð- björn gerði þá. Frosti er nemandi við Mennta- skólann á Akureyri og eru for- eldrar hans þau Erna Indriða- dóttir. deildarstjóri RÚVAK, og Pétur Reimarsson, framkvæmda- stjóri Sæplasts hf. á Dalvík. -vs

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.