Dagur - 21.07.1990, Síða 5

Dagur - 21.07.1990, Síða 5
Laugardagur 21. júlí 1990 - DAGUR - 5 HESTAR Umsjón: Kristín Linda Jónsdóttir Hestaleiga - Alda h/f Melgerði Eyjafirði Þeir sem ekki eiga hross en hafa áhuga á að bregða sér á bak eiga þess kost að heimsækja einhverja af þeim fjölmörgu hestaleigum sem bjóða upp á lengri eða skemmri útreiðatúra. Sumar hestaleigur bjóða einnig upp á nokkurra daga hesta- ferðalög. Fyrir þá sem vilja meira en þetta venjulega skipu- leggja fyrirtæki eins og t.d. íshestar löng ferðalög um byggðir eða óbyggðir. Margþætt starfsemi hjá Öldu h/f í Melgerði Ein þessara hestaleiga er Alda h/f Melgerði Eyjafirði sem er fjögurra ár gamalt hlutafélag um fímmtíu hluthafa. Að Mel- gerði rekur hlutafélagið ferða- þjónustu, tamningastöð og hestaleigu. Par starfar nú í sum- ar bráðhresst og skemmtilegt ungt fólk þau Arnaldur Bárðar- son, Magnús Árnason og Sigrún Brynjarsdóttir. Þar er boðið upp á gistingu hvort heldur sem er í svefnpokaplássi eða upp- búnum rúmum. Þar er níu holu golfvöllur og seld eru veiðileyfi í Eyjafjarðará. Tamningstöð og hrossasala Alda h/f rekur tamningastöð og eru þar nú á milli 20 og 30 hross í tamningu. Þar er tekið á móti reiðhestum í hagagöngu eigend- ur hestanna geta hvort heldur sem er gist í Melgerði eða komið þangað til að ríða út um byggðir Eyjafjarðar. í Melgerði er rekin umboðssala fyrir hross og eru nú um tuttugu hross þar til sölu af ýmsum verðflokkum. Starfsmenn Öldu ætla að efna til sölusýningar á hrossunum á Melgerðismelum í dag laugar- dag klukkan fjögur. Hestaleiga í Melgerði er starfrækt hesta- leiga og starfsfólkið þar býður upp á útreiðatúra allt frá hálf- tíma að lengd og upp í nokk- urra daga ferðalög. Klukkutíma útreiðatúr hjá hestaleigunni í Melgerði kostar 1.000,- kr. á mann, þrír tímar kosta 2.300.- kr. og eftir það kostar hver klukkustund 500,- kr. Ef um hópa er að ræða er veittur af- sláttur en unnt er að taka á móti allt að tuttugu manns í einu. Marga krakka langar að prófa að fara á hestbak og þá er upplagt að fara með þau í Mel- gerði eða aðrar hestaleigur og leyfa þeim að setjast í hnakkinn. Viðskiptavinir hesta- leigunnar Öldu eru ekki síður íslendingar en útlendingar. Pað er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast hestum að nýta sér þá þjónustu sem hestaleigur hafa að bjóða. Toppurinn á tilverunni, samloka, súkkulaði og svali. Á hinni hliðinni. Áð í Hrossadal, Ferðalög á hestum Yið íslendingar sem búum við langan og harðan vetur verð- um að gæta þess að njóta okkar stutta en bjarta sumars sem allra best. Sumarið er jafiian viðburðaríkt hjá hestamönnum. Sumarið í sumar er líka alveg sérstakt það er landsmótssum- ar. Nú er landsmótið liðið og víst er að þeir sem dvöldu á Vindheimamelum yfir mótsdagana eiga oft eftir að fletta upp í myndaalbúmi minninganna og ræða úrslit og dóma í góðra vina hópi. Allt sumarið rekur hvert hestamótið annað þátt- takendur í þeim skipta þúsundum. Þrátt fyrir það má telja víst að mun fleiri taki hnakk sinn og hest og leggi land undir fót í lengra eða skemmra hestaferðalag. Flestir hestamenn eru á einu máli um að hápunktur hestamennskunnar séu ferðalög á hestum. Eins dags eða margra daga um byggðir eða óbyggðir, einn með hestunum sínum eða í góðra vina hópi. Það er með ferðalög á hestum eins og önnur ferðalög að öllu skiptir að allir komi heilir heim. Til að svo megi verða er fyrsta skilyrðið að bæði menn og hestar séu í góðri þjálfun og vel undir ferðina búnir. Það er ölhim hollt í streitu nútímaþjóðfélags að stíga í hnakkinn og halda á vit íslenskra fjalla og dala. Allir í „góðu formi“ Eins og áður var sagt er regla númer eitt, tvö og þrjú að bæði menn og hestar séu í góðri þjálf- un og vel undir ferðina búnir. Knaparnir hafa mun meiri ánægju af ferðinni séu þeir svo hnakkvanir að þeir sleppi við rasssæri og aumar axlir. Þrátt fyr- ir að slysin geri ekki boð á undan sér eiga vel þjálfaðir knapar síður á hættu að detta af baki og slasast í hita leiksins. Það er jafnvel enn mikilvægara að reiðskjótarnir séu í góðu formi. Líkurnar á að hestur hnjóti, detti, misstigi sig eða slas- ist aukast þegar hann þreytist. Pannig dregur góð þjálfun bæði úr hættunni á óhöppum og ofþreytu. Umgengni hestamannna á ferðalögum Hestamenn sem ferðast um óbyggðir íslands þurfa að sjátf- sögðu að gæta þess að hrossin valdi ekki tjóni á viðkvæmum gróðri. Hálendi íslands er ekki beitiland og hestamenn verða að sjá sóma sinni því að liafa nægt fóður meðferðis handa hrossun- um. Á suntum áningarstöðum hestamanna á hálendinu er starf- rækt fóðursala yfir sumarið og er það ntjög lofsvert framtak. Pað er góð regla að ganga frá áningar- stöðum eins og við viljum sjálf koma að þeim. Góð samvinna við landeigend- ur er mikils virði. Pað ætti aldrei að gleymast að loka hliði eða að fá leyfi til að tjalda eða dvelja í gangnakofum. Á vegum ferða- þjónustu bænda er hestamönnum víða boðin góð aðstaða, húsnæði, fæði og hagar. Slíkir áningarstað- ir setja notalegan svip á ferðina auk þess eru íslenskir bændur höfðingjar heim að sækja og víð- ar en á ferðaþjónustubæjum er tekið vel á móti hestamönnum. Heilsa hesta á ferðalögum í bók Helga Sigurðssonar Hesta- heilsu kemur fram að helti og ýmiskonar sár eru algengustu vandamál sem upp koma á ferða- lögum. Næst þar á eftir eru harð- sperrur vöðvabólga og hrossa- sótt. Mikilvægt er að járna ferða- hesta nokkrum dögum fyrir brottför. Hestar með botnsigna hófa og þunnan hófbotn þurfa á plastbotnum að halda. Bólgna fætur er best að kæla strax með því að láta hestinn standa í köldu vatni í hálftíma til klukkutíma. Nauðsynlegt er að bera sótt- hreinsandi lyf strax á sár til að forðast ígerð. Harðsperrur og vöðvabólga eru afleiðing ofþreytu og of- reynslu og sérstaklega algeng þegar kalt er og blautt. Pá geta ábreiður komið sér vel. Snögg ofkæling og ofþreyta eru algengustu orsakir hrossasóttar á ferðalögum. Best er að hafa fyrstu áfangana stutta og gæta þess að hestarnir fái tækifæri til að kasta af sér þvagi. Lausir hestar ættu ekki að þurfa að hlaupa langar leiðir með beisli. Sjálfsagt er að fylgjast vel með hrossunum í rekstrinum hvort þau séu óhölt og frísk og hvort skeifur séu lausar eða steinn fastur í hófi. Góður búnaður Pað er margt sem kemur sér vel að hafa í hnakktöskunni en að- eins það nauðsynlegasta kemst fyrir. Auk hlífðarfata, nauðsyn- legustu járningaráhalda, skeifna, nestis og sárasmyrsla er gott að hafa meðferðis léttan kaðal eða línu úr rafgirðingu til að nota þegar áð er og þegar þarf að ná hestum eða skilja hópa að.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.