Dagur - 21.07.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 21.07.1990, Blaðsíða 7
af erlendum vetfvangi Laugardagur 21. júlí 1990 - DAGUR - 7 l Marskönnuður Þó að menn hafi átt fyrstu spórin á tunglinu þá verða það vélmenni sem taka fyrstu sporin á Mars. Við undirbúning næstu geimferð- ar til Mars hafa vísindamenn þróað vélmenni sem að grunni til er smíðað úr tveimur stálbitum. Þeir mynda stórt T sem liggur flatt og síðan er vélbúnaðurinn hengdur neðan í langa legginn á T-inu. Þetta nýja vélmenni verð- ur útbúið með tvo arma sem gera því kleift að safna sýnum af yfir- borðinu. Tvær myndavélar fram- an á því gera vísindamönnum kleift að fá nærmyndir af yfir- borðinu. Það sem óvenjulegast er við þetta vélmenni er hvernig það hreyfir sig. Eftir því sem Andrew Spiessbach, einn verkfræðingur- inn sem vann að hönnun þess, segir þá var „stöðugleiki aðalatr- iðið. Vélmennið varð að vera eins sjálfbjarga og auðið var." Það liggur að sjálfsögðu í augum upp því að það verða engir geim- farar með í förinni til að hjálpa því á fætur ef það dettur á ójöfnu yfirborðinu á Mars. Spiessbach og hans menn urðu því að hanna vélmenni sem ekki gæti dottið. Af þessari ástæðu hreyfir það sig líkast og ormur. Þegar það gengur setur það fyrst niður fæt- urna sem eru á endum bitanna sem mynda T. Síðan rennur híut- inn með vélbúnaðinum til og set- ur niður sína fjóra fætur svo að færa megi T-lagaða stykkið til og svo framvegis. Þrátt fyrir óvenju- legt göngulag nær þetta furðulega vélmenni 90 metra hraða á klst. Þýtt: H.G. Hvaða áhrif hefur gmseng? Rússnesk rót er einfaldlega eitt afbrigði ginsengrótar. Ginseng streymir inn á markaðinn undir ýmsum nöfnum: Japanskt, ame- rískt, síbirískt, kínverskt og kór- eskt ginseng. Allir þeir, sem flytja það inn og selja, fullyrða, að ginseng sé „hressandi lyf, sem auki mótstöðuafl líkamans og afkastagetu manna“. Lífefna- fræðilega virk efni í ginseng nefn- ast ginsenosider. Allt að þrjátíu mismunandi ginsenosider hafa fundist í gin- seng-rótum, en tala þeirra er breytileg eftir þeim jarðvegi, sem jurtin hefur vaxið í. Þess vegna eru það t.d. ekki sörnu efni, sem eru virk í rússneskri rót og kór- eskri eða amerískri. Árið 1948 uppgvötvaði vís- indamaðurinn Israel Brekhman, að lítið magn af ginseng-krafti getur aukið lífsorku manna. Þannig reyndust rússneskir her- menn að meðaltali sex prósent betur á sig komnir eftir að þeir höfðu um skeið tekið ginseng með matnum. Við tilraunir með mýs tókst Brekhman að auka úthald mús- anna við hlaup og sund um ekki minna en 34 prósent. Á þeim árum, sem síðan eru liðin, hefur hver vísindamaðurinn af öðrum sannreynt niðurstöður Brekhmans. í sænsku Læknatíð- indunum nr. 51, 1987, var t.d. skýrt frá rannsókn, sem fram fór við Karolínsku stofnunina í Stokkhólmi. Það var gerður Sumir telja ginseng vera það nýja undralyf, sem haldi heilsunni í lagi alla daga. Aðrir eru þeirrar skoðun- ar að allt eins megi naga gulrót. samanburður á líkamlegri vinnu- hæfni miðaldra karla fyrir og eftir átta vikna tímabil, sem þeir voru látnir taka ginseng og vítamín. Niðurstaðan varð sú, að eftir þetta átta vikna tímabil var vinnugeta þeirra meiri og enn- fremur fundur þeir minna til þreytu en áður. Lærðir menn deila þó um þess- ar niðurstöður, eins og allt annað. Við tilraunir með líkams- þol - og þegar tilraunirnar eru gerðar á mönnum - koma margir óvissuþættir við sögu. Sumir segja, að óþarfi sé að kaupa dýrt ginseng, þegar hægt sé að fá nóg af ódýrum gulrótum, sem líka séu heilnæm fæða. Ef við hins vegar - þrátt fyrir óvissuna - göngum út frá því, að ginseng auki dug manna, er eðlilegt að spyrja: Hvernig er hægt að skýra þennan aukna dug? Tilgátur manna eru þær, að ginsenosider-efnin hafi áhrif á hormónakerfi líkamans og þar með á brennslu fæðunnar. Við tilraunir á músum kemur t.d. fram, að fái þær ginseng verður líkamskerfi jseirra fært um að brenna meira magni af fitusýrum, án þess að mjólkursykur aukist í blóðinu og vöðvarnir verði stífir og viðkvæmir. Það hefur með öðrum orðum þau áhrif, að vöðv- arnir þola líkamlega áreynslu lengur en ella. Aðrar tilraunir benda til þess, að regluleg inntaka ginsengs auki það súrefnismagn, sem líkaminn tekur til sín og þá jafnframt þol vöðvanna. Þá má líka spyrja, hvort gin- seng geti verið hættulegt. Því er til að svara, að ekki er vitað til þess, að ginseng geti verið hættu- legt heilsu manna miðað við að teknir séu eðlilegir skammtar. Af öryggisástæðum vara þó sumir næringarfræðingar ófrískar kon- ur og fólk með háan blóðþrýsting við því að taka ginseng. Þegar heimsmeistarakeppnin á skíðum fór fram í Lahti 1989 lá við að norska kvennaliðinu yrði vísað frá keppni vegna ginsengs- efnis. Og það heyrist öðru hvoru um íþróttafólk, sem fallið hafi á lyfjaprófi vegna ginsengs. Það eru eigi að síður miklar líkur til þess, að þetta fólk hafi látið eitthvað annað ofan í sig fyrir utan ginseng - eitthvað af svarta listanum - t.d. amfetamín. En síðasta orðið í umræðum um ginseng hefur enn ekki verið ■ (Bengt Bengtsson í Fakta 7/89. - t'.J.) Hvert er leyniorðið þitt? Ertu oröin þreytt/þreyttur á aö þurfa að pukrast með leyninúm- erið í hraðbankanum? Eða passa að óviðkomandi nái ekki í tölurn- ar á greiðslukortinu þínu? Það eru líkur til að þetta vandamá! verði brátt úr sögunni. Vfsinda- menn við rannsóknarstofur Bell fyrirtækisins í New Jersey hafa hannað kerfi sem þekkir eiganda sinn á röddinni. Þetta fer þannig fram að menn fá afhent kort með örtölvukubbum sem skráð er f „afrit" af sérstöku leyniorði sem menn velja sér sjálfir. Til þess aö fá síðan afgreiðslu í hraöbanka eða sjálfsala sem tekur greiðslu- kort stingurðu kortinu í sérstaka rauf og segir síðan leyniorðið. Tækið ber saman myndina á kortinu og myndina sem það bjó til úr því sem þú sagðir. Tim Feustel, sá sem á heiður- inn af kerfinu, segir að það greini röddina rétt í 99 tilvikum af hundrað (ef þú ert kvefaður lækkar nákvæmnin í 98 skipti af hundrað.) Ef vélin þekkir þig ekki á rödd- inni þá hefurðu samt sem áður möguleika á að slá inn leyninúm- erið þitt. Kannski eru bestu fréttirnar þó þær að það er talið að rödd manna sé jafn einstök og fingraför, svo jafnvel snjallasta eftirherma er ekki fær um að herma eftir þér. „Það er vandalaust að leika á mannseyrað," segir Feustel, „en ckki vélina." Bell áætlar að kerfið verði komið á markaö innan árs. Þýtt: H.G. Hvorki kvel' né eftirherma geta villt uin fyrir þessari nýju tækni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.