Dagur


Dagur - 21.07.1990, Qupperneq 8

Dagur - 21.07.1990, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 21. júlí 1990 Kartöf I ugey msl u r Aku rey rarbæjar Vinsamlegast athugið að hreinsun úr kart- öfluhólfum þarf að vera lokið fyrir 1. ágúst. Eftir þann tíma verður geymslan tæmd. Kartöflugeymslan verðuropin kl. 13.00-17.00, frá 23.-31. júlí. Umhverfisdeild. tmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^^^mmmm Fornminjar á hverju strái - Með hvaða hætti eru hóparnir skipaðir í ferðum á borð við þessa? „Við auglýstum í grunnskólun- um sem eru með nemendur 13 ára og eldri. Það komu flestir úr Glerárskóla en ekki veit ég hvers vegna. Auðvitað bárust mun fleiri umsóknir en rými leyfði þannig að við skrifuðum nöfnin á blöð sem við settum í hatt og síð- an var einfaldlega dregið. Pað er ekki hægt að gera þetta öðru- vísi,“ sagði Unnur. Þessar vikur hafa alltaf ákveð- ið þema og sagði Unnur að þema þessarar viku hefði verið „Kultur og fritid“, eða menning og tóm- stundir. Víkingasveitin, tónlistar- og danshópurinn heyrðu undir menninguna en íþróttahópurinn undir tómstundir, svo og tónlistin og dansinn að hluta. - Víkjum þá að starfinu í Vásterás. Hvað voruð þið að bralla þarna, Magnús? „Við keyrðum á milli og skoðuðum gamla staði, hús og hauga.“ Unnur: „Okkur var sýnt geysi- lega margt frá fyrrum tímum, allt frá bronsöld. Svíarnir eru miklir snillingar í að halda upp á sínar AKUREYRARB/ÍR siði,“ sagði Unnur og lýsti hún tilhögun ferðarinnar í stórum dráttum: Töluverð samskipti milli vinabæjanna „Við fórum 23. júní klukkan fimm um morguninn í Fokker til Keflavíkur. Þaðan var flogið til Gautaborgar og frá Gautaborg var keyrt norður til Vásterás, en við gistum eina nótt á leiðinni á stað sem heitir Skara. Par er stór skemmtigarður sem heitir Skara Sommarland og vakti hann mikla hrifningu. Við gistum á fínu hóteli í Skara og krakkarnir fengu að fara á diskótek, sem var líka skemmtileg reynsla fyrir marga. Pegar við komum til Vásterás var tekið á móti okkur í Brygg- argárden, en þar var miðpunkt- urinn, eins konar stoppistöð há- tíðarinnar. Okkur var skipt niður og bjuggu sumir á hótelum og aðrir á einkaheimilum. Hluti af hópnum fór á stað sem heitir Apalbyen. Þú bjóst þar Magnús,“ sagði Unnur og beindi máli sínu til Magnúsar. „Já, þetta var nokkurs konar sumarhúsahverfi og þarna voru ýmis leiktæki, mini-golf, keilusal- ur og fleira. Þarna var líka stór matsalur þar sem við hittumst og borðuðum saman,“ sagði Magn- ús. - Aður en við förum nánar út í dvöl ykkar í Vásterás er kannski rétt að rifja upp þetta vinabæja- samstarf. „Já, það er ákveðið vinabæja- samstarf í gangi og það er keðju- verkandi. Pað er búið að halda vinabæjamót í Randers og Ála- sundi, nú var það í Vásterás, næsta ár verður það í Lahti og 1992 á Akureyri. Það eru tölu- verð samskipti milli vinabæjanna og nú eru t.d. krakkar frá Ákur- eyri úti í Vásterás í vinnuskiptum og krakkar þaðan eru hér. Síðan hittast bæjarfulltrúar vinabæj- anna í tengslum við þessi vina- bæjamót,“ sagði Unnur. Þess má geta að Vásterás fagn- ar 1000 ára afmæli sínu um þessar mundir og því er mikið um dýrðir. Á sama tíma og krakk- arnir voru úti sýndu 25 leikhópar frá Norðurlöndunum í Vásterás. Fylgst með fornleifauppgreftri, en í Vásterás og nágrenni má hvergi stinga niður skóflu án þess að rekast á fornminjar. Villisvín grilluð á teini fyrir grísaveisluna. Síöasta vika júnímánaðar er mörgum unglingum frá Akureyri minnisstæð en þá dvaldi um 50 manna hópur í Vásterás, vinabæ Akureyrar í Svíþjóð. Þetta voru fjórir hópar unglinga á aldrinum 13-17 ára ásamt farar- stjórum og öðrum fulltrúum bæjarins og til að fræðast um ferðina gripurn við einn fararstjóra og tvo unglinga í spjali. Unnur Þorsteinsdóttir var farar- stjóri 10 manna hóps sem kallaði sig víkingasveitina og sérhæfði sig f fornminjum. Auk víking- anna voru í ferðinni íþróttahóp- ur, þjóðdansahópur og þjóðlaga- tónlistarsveit, en þátttakendur í þessum hópum sýndu dansa, fluttu tónlist og tóku þátt í íþrótta- dagskrá. Við ætlum að slást í för með víkingasveitinni og fulltrúar hennar eru auk fararstjórans þau Magnús Stefánsson og Árný Leifsdóttir. „Við áttum að kynna okkur víkingalíf, fornar rústir og gamla Víkingasveitin samankomin í sumarblíðunni. Skjaldarmerki Akureyrar við Vinabrunninn í Vásterás. gömlu minjar og eyða miklum tíma og peningum í varðveislu fornminja. Svæðið í kringum Vásterás virðist vera eitt þjóð- minjasafn, enda má hvergi stinga niður skóflu án þess að fá leyfi frá fornminjasafninu því það finnst alltaf eitthvað. Þeir leggja metn- að í það að halda þessu öllu til haga og kortleggja.“ Skóladanskan gagnslítil og enska notuð í staðinn Unnur nefndi sem dæmi að þau hefðu séð stórt svæði sem búið var að mæla út fyrir nýbyggingar. Þar voru fornleifafræðingar að störfum því þeir þurftu að rann- saka svæðið nákvæmlega og kort- léggja áður en byggingafram- kvæmdir gátu hafist. Þau skoðuðu ýmsa staði í Vást- erás og nágrenni og dvöldu mikið í Vallby Friluftsmuseum, sem er lítið þorp með gömlum húsum, svipað að uppbyggingu og Ár- bæjarsafn. Forstöðumaður forn- minjasafns var leiðsögumaður í öllum slíkum ferðum og fræddi víkingasveitina um forfeðurna og lifnaðarhætti þeirra. í ferðinni voru líka krakkar frá hinum vinabæjunum þannig að norrænir jafnaldrar kynntust nokkuð. Þau Magnús og Árný voru sammála um að skóladansk- an hefði komið að litlum notum og þau hefðu því talað ensku við krakkana frá Svíþjóð, Dan- mörku, Noregi og Finnlandi. Þau létu mjög vel af ferðinni, enda margt skemmtilegt að skoða. Fyrir utan fornminjarnar nefndu þau skemmtigarða, grísa- veislu, skipaskurð og alls kyns skoðunarferðir og uppákomur. „Það var alltaf nóg að gera og þetta var mjög garnan," sögðu Magnús og Árný einum rómi. Magnús var í Glerárskóla og Árný í Síðuskóla. Þau höfðu bæði skroppið út fyrir landstein- ana áður en þessi ferð var sérstök reynsla sem þau hefðu ekki viljað missa af. SS Hvers vegna er nágranni þinn áskrifandi að Heimaerbezt Vegna þess að það er staðreynd að „Heima er bezt“ er eitt af vinsæiustu tímaritum hérlendis. Þú ættir að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást í þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar með gott og þjóðlegt íslenskt tímarit við vægu gjaldi, sem þú fengir sent heim til þín í hverjum mánuði. Utfylltu þess vegna strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendu hann til „Heima er bezt“, pósthólf 558,602 Akureyri, og þú munt um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt“. Nýir áskrifendur fá eldri árgang í kaupbæti. x ----’---,---------------_------------- Til „Heima er bezt, pósthólf 558,602 Akureyri. Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu „Heima er bezt“. □ Árgjald kr. 2.000,00. □ Sendið mér blaðið frá 1. janúar 1990. Nafn:__________________________________ Heimili:_______________________________ Akureyringar í vinabæjasamstarfi: víkingaslóðum í Vasterás

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.