Dagur - 21.08.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 21.08.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 21. ágúst 1990 Ölunn hf. Dalvík: Á annað hundr- að tonnum slátrað í haust Hjá Fiskeldisfyrirtækinu Ölni hf. á Dalvík gæti slátrun orðið vel á annað hundrað tonn í haust, en í sumar hefur verið slátrað um 7 tonnum, og hefur sú framleiðsla farið bæði á Frakklands- og Bandaríkja- markað. Markaður virðist vera nú fyrir allar stærðir af fiski, jafnvel niður í hálft kg að stærð, en þannig fiskur fer óslægður á Frakklands- markað en besta verðið fæst að sjálfsögðu fyrir lax sem er 3 kg eða stærri. Ölunn hf. er með sjókvíaeldi í 13 kvíum, og hefur eldið gengið nokkuð vel á þessu ári. Landssamband smábátaeigenda: Harmar deUu veðurfræðinga ogRÚV A fundi stjórnar Landssam- bands smábátaeigenda nýverið var m.a. til umræðu Iaunadeila veðurfræðinga og Ríkisút- varpsins. í ályktun fundarins er deilan hörmuð og hvatt til skjótra úrlausna. í ályktuninni segir m.a. að fundurinn leggi áherslu á að veðurfregnir ættu að vera „eftir- sóttur varningur fyrir fjölmiðla í landi eins og íslandi.“ Þá segir í ályktuninni að góðar veðurspár hafi örugglega oft og mörgum sinnum komið í veg fyrir manntjón á fiskimiðum við ísland. óþh Háskólinn á Akureyri: Kennsla hefst kringum næstu mánaðamót Nú fer að líöa að því að Háskólinn á Akureyri hefji starfsár sitt. Misjafnt er eftir deildum hvenær kennsla hefst en að jafnaði hefst hún síðustu dagana í ágúst eða fyrstu dag- ana í september. Að sögn Ólafs Búa Gunnlaugs- sonar, skrifstofustjóra háskólans, eru þeir háskólamenn ánægðir með aðsóknina en boðið er upp á samtals fjórar námsbrautir í þrem deildum við skólann. „Það má hins vegar segja að einn nem- andi til eða frá skipti ekki máli. Til dæmis eru 30 nemar skráðir á fyrsta ári í rekstrardeild og varla hægt að bæta við en eins og ég segi, einum í viðbót yrði ekki vís- að frá,“ sagði Ólafur Búi. Eins og kunnugt er auglýsti háskólinn þrjár lektorsstöður lausar til umsóknar nú nýverið en að sögn Ólafs Búa er um að ræða stöður á vormisseri. Langur tími sé þar til umsóknarfrestur renni út og ekki tímabært að láta neitt uppi en þó hafi nokkrar fyrir- spurnir borist. Kennaramál fyrir komandi haustmisseri séu hins vegar frágengin. „Það eru auðvit- að einstaka stundakennaramál óljós, eins og gengur og gerist í skólum, en okkur hefur tekist að leysa flestallt," sagði Ólafur Búi Gunnlaugsson. -vs MánaðartUboð Aukum kaupmáftinn Kaupum ódýrt á ágústtilboðinu! Allar kjörbúðir KEA á félagssvæðinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.