Dagur - 21.08.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 21.08.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 21. ágúst 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Munur hæstu og lægstu launa fer vaxandi Dagblaðið/Vísir hefur að undanförnu leitt getum að því hverjir séu hæstlaunuðustu ein- staklingar þessa lands. Þetta hefur blaðið gert með því að reikna út mánaðarlaun ein- staklinga í hinum ýmsu starfsstéttum út frá álögðu útsvari á tekjur ársins 1989. Þótt þessi reikniaðferð blaðsins sé ekki með öllu galla- laus gefur hún örugglega mjög góða mynd af tekjum hinna ýmsu starfsstétta. Niðurstaða þessara útreikninga hefur væg- ast sagt verið allrar athygli verð. Þannig hef- ur DV staðfest það enn einu sinni með óyggj- andi hætti að launamunur í landinu fer síst minnkandi. Þetta gerist þrátt fyrir þá miklu umræðu sem fram hefur farið á undangengn- um árum um nauðsyn þess að minnka þenn- an mun. Nokkur dæmi eru um allt að þrítug- faldan mun hæstu og lægstu launa, þótt því hafi stundum verið haldið fram að 10-15 fald- ur launamunur sé það hæsta sem þekkist hér á landi. Mánaðarlaun á bilinu 500-900 þúsund virðast samkvæmt skattskrá vera mun algengari en nokkurn óraði fyrir. Sú stað- reynd er vissulega umhugsunarverð. í annan stað virðist ljóst að launamunur milli einstakra landshluta fer síst minnkandi. Staða framleiðslugreinanna hefur eins og kunnugt er verið erfið en þótt þær skapi meg- inhluta þjóðarteknanna, fá þeir sem við þær vinna hlutfallslega lægstu launin. Þeir sem starfa við framleiðslugreinarnar búa flestir á landsbyggðinni og þess vegna eru laun þar almennt lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa við hin ýmsu svið þjónustu virðast hins vegar bera mest úr býtum og þeir eru flestir á höfuðborgarsvæðinu. Sú spurning kemur enn einu sinni upp í hugann að ef hægt er að rökstyðja það að ein- staklingur verðskuldi 500-1700 þúsund krón- ur í mánaðarlaun, hvernig hægt sé að afsaka það að fjölmargir fá ekki nema 50-60 þúsund krónur í sinn hlut mánaðarlega, fyrir fulla vinnu? Eru slík laun ekki hrein lítilsvirðing við þá sem þau hljóta? Svarið við þeirri spurn- ingu getur naumast verið nei. Krafan hlýtur að vera sú að dregið verði úr því gífurlega launamisrétti sem við lýði er í landinu. Sá tvískinnungsháttur sem lengi hefur ríkt í þessum efnum er með öllu óþol- andi. BB. Héraðsráð Eyjaíjarðar: Umhverfisáhrif álvers - greinargerð lögð fram á blaðamannafundi á Akureyri „Frá því í lok júní sl. liggur fyrir ný dreifingarspá fyrir álver í Eyjafirði unnin af NILU. Sú spá er í veigamiklum atriðum frá- brugðin eldri dreifingarspá NILU frá 1985. Samkvæmt upplýsing- um frá iðnaðarráðuneytinu er nýja dreifingarspáin byggð á nákvæmari forsendum en hin eldri. Líkanið er fullkomnara og tekur m.a. betur tillit til verk- sniiðjuhússins, útblásturstækni, landslags og vinda. Spáin er einn- ig byggð á yfirgripsmeiri veður- mælingum en hin eldri spá. Opinberlega liggur enn ekki fyrir vísindalegt mat, í ljósi nýju skýrslunnar, á áhrifum loftmeng- unar frá álveri við Dysnes á gróð- ur og búfénað. Árið 1985 var gcf- in út skýrsla þar sem Rannsókna- stofnun landbúnaðarins mat áhrif á gróður og búfénað með tilliti til eldri dreifingarspár, en sambæri- leg athugun hefur ekki verið birt nú. Af þessum sökum hafa uniræð- ur um umhverfisáhrif álvers ein- kennst af skorti á upplýsingum. Á það t.a.m. við fullyrðingar um að á um 60 bújörðum rnuni búskapur leggjast niður, verði álveri valinn staður í Arnarnes- hreppi. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem héraðsráð Eyjafjarðar hefur aflað sér, eru fullyrðingar um að 60 bújarðir verði ónothæfar til hefðbundins búskapar, fjarri öllu sanni. Samkvæmt athugun, sem byggist á nýrri dreifingarspá NILU og rniðast við Dysnes, gæti starfræksla 200 þúsund tonna álvers þar haft áhrif á búskap á 10-12 jörðum. Tíu jarðir verða innan þeirra marka sem búast má við einhverjum skaða af völdum mengunar. Tvær jarðir eru taldar á jaðarsvæði. Á þessum 10-12 jörðum er fullvirðisréttur sem samsvarar 3-5 meðalbúum. á föstudaginn Rétt er að benda á að flutning- ur lóðar um einn km til suðurs mun hafa áhrif á niðurstöður. Því leggur héraðsráð Eyjafjarðar áherslu á að áhrif á búfé og gróð- ur verði metin hið fyrsta m.t.t. nýrrar staðsetningar og á grund- velli nýrrar dreifingarspár og að niðurstöður verði birtar sem fyrst. Héraðsráð Eyjafjarðar telur nauðsynlegt að fulltrúar fyrir- tækisins, sem gerði dreifingar- spárnar báðar, verði fengnir til að gera grein fyrir mismunandi forsendum dreifingarspánna, íbúum héraðsins og öllum hags- munaaðilum til upplýsinga. Enn- fremur telur héraðsráðið brýnt að fulltrúar Atlantal greini frá þeirri tækni, sem notuð verður í fyrirhuguðu álveri á íslandi og veiti upplýsingar um rekstur slíks álvers. Héraðsráð Eyjafjarðar telur mjög brýnt að upplýsingum um umhverfisáhrif álvers verði kom- ið á framfæri við íbúa héraðsins hið fyrsta. Héraðsráðið hefur skrifað iðnaðarráðherra bréf, þar sem bent er á að skortur á nauð- synlegum upplýsingum sé notað- ur til að ala á tortryggni og sé vatn á myllu þeirra aðila, sem utan héraðs og innan vinna gegn því að reist verði álver í Eyja- firði. I bréfinu til iðnaðarráð- herra leggur héraðsráðið til að gripið verði til eftirfarandi ráð- stafana hið fyrsta: ★ Birt verði álitsgerð um áhrif loftmengunar frá 200 þúsund tonna álveri í Eyjafirði á bú- fénað og gróður, byggð á nýrri dreifingarspá NILU. Tekið verði tillit til líklegrar tilfærslu lóðar undir álverið til suðurs. ★ Haldnir verði, að tilhlutan iðnaðarráðuneytisins og hér- aðsráðs Eyjafjarðar, fundir í Arnarneshreppi, Glæsibæjar- hreppi og á Akureyri, þar sem allar nauðsynlegar upplýsing- ar um umhverfisáhrif 200 þús- und tonna álvers verða lagðar á borðið og sérfræðingar svara fyrirspurnum héraðsbúa um málið. Æskilegt er að á fund- unurn verði mengunarsérfræð- ingar frá iðnaðarráðuneytinu, fulltrúar frá NILU ásamt sér- fræðingum RALA. ★ í framhaldi af framangreind- um upplýsingafundum, verði haldinn fundur, þar sem meng- unarsérfræðingar Atlantal veita upplýsingar um þá fram- leiðslutækni, sem fyrirtæki þeirra búa yfir og áætlað er að nota í fyrirhuguðu álveri. Héraðsráðið telur brýnt að þessi upplýsingastarfsemi fari fram áður en ákvörðun verður tekin um staðarval álvers á ís- landi. Héraðsráð Eyjafjarðar bendir á að nú er verið að ræða um að reisa 200 þúsund tonna álver en ekki 400 þúsund tonna. Komi til þess að ósk berist frá Atlantal um að stækka álverið í 400 þúsund tonna verksmiðju, kemur það í hlut íslenskra stjórnvalda að veita nýtt starfsleyfi fyrir slíkt iðjuver. Starfsleyfið yrði háð sjálfstæðu mati á umhverfisáhrif- um 400 þúsund tonna álvers. Við veitingu slíks starfsleyfis yrði tek- ið tillit til þeirrar reynslu, sem þá hefði fengist af nútíma áliðnaði. Þessi atriði hefur héraðsráð feng- ið staðfest hjá iðnaðarráðherra og Hollustuvernd ríkisins. Héraðsráð Eyjafjarðar leggur áherslu á mikilvægi þess. að umræður innan héraðs sem utan séu byggðar á áreiðanlegum upp- lýsingum. Mun héraðsráðið gera það sem í þess valdi stendur til að sem gleggstar upplýsingar fáist um sem flesta þætti er snerta rekstur fyrirhugaðs álvers og áhrif þess á umhverfið." Neytandinn og „ein með öllu“ - pylsusalar á Akureyri eru gráðugri en kollegar þeirra annars staðar Neytendafélag Akureyrar kannaði fyrir skömmu verð- lagningu á skyndibita sem kalla má klassískan í nútíma þjóðfélagi. Þetta skyndibita- form gengur undir nafninu „ein með öllu“, og er pylsa og pylsubrauð ásamt tómatsósu, sinnepi og lauk í grunnútgáfunni þó að sumir bæti öðru meðlæti við til bragðbóta. Könnunin lciddi í Ijós að pylsusalar á Akureyri virtust fégráðugri en kollegar þeirra annars staðar á landinu. „Ein með öllu“ kost- ar á Akureyri 150-160 krónur, á meðan Reykvíkingar þurfa ekki að borga nema 120-130 krónur. Á sama tímabili og laun verka- fólks hafa hækkað um 17%. hækkuðu pylsusalarnir sína vöru um allt að 50%, sem er langt umfram hækkun á hráefni, þann- ig að engin ástæða virðist vera fyrir hendi önnur en hrein fé- græðgi. eyrar og nágrennis, virðast Ólafs- firðingar njóta hagstæðastra kjara, því í Söluskálanum þar, var verðið 140 krónur, síðan kom Dröfn á Dalvík með 145 krónur. Akureyringar virðast hafa lélegt verðskyn. Á einum stað var vegna misskilnings „ein með öllu“ lengi vel seld á 165 krónur. Enginn viðskiptavinur maldaði í móinn, og vitleysan kom ekki í ljós fyrr en við gerð þessarar könnunar. Það væri forvitnilegt að heyra þá pylsusala sem selja „eina með öllu“ á 160 krónur rökstyðja það opinberlega hvers vegna þeir þurfi meira fyrir sína vöru en Reykvíkingar og Ólafsfirðingar. Eftirtaldir aðilar seldu „eina með öllu“ á 150 krónur: fsbúðin, Nætursalan, Pysluvagninn í Hafnarstræti og UKE Grenivík. Eftirtaldir aðilar kröfðust 160 króna: Allar „bensínsjoppurn- ar“, Pylsuvagninn á Ráðhústorgi, Borgarsalan og Turninn. Þar sem rekstur þessara dýr- ustu staða er á fáum höndum, læðist að manni sá grunur að um ólöglegt samráð sé að ræða. En það kemur væntanlega í ljós þeg- ar þeir verða við áskorun og gefa skýringar á verðlagningu sinni. Vilhjálmur Ingi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.