Dagur - 21.08.1990, Blaðsíða 1
r
v.
LACOSTE
Peysur • Bolir
HERRADEILD
Gránutélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599^
Hegranesvegur:
Króksverk lægstir
Króksverk hf. átti lægsta til-
boðið í nýbyggingu á Hegra-
nesvegi eystri og vestri hjá
Vegagerð ríkisins á Sauðár-
króki. Kostnaðaráætlun var
6.450.000 kr, en tilboð Króks-
verks hljóðaði upp á
6.387.316. kr.
Næstur í röðinni kom Fjörður
sf. með 6.845.310 kr og hæsta til-
boðið átti Arnarfell, 7.966.826 kr.
Áætluð verklok eru 1.
nóvember 1990 að undanskilinni
lagningu malarslitlags á Hegra-
nesveg eystri og frágangi og jöfnun
á báðum köflum sem þarf að vera
lokið eigi síðar en 15. júlí 1991.
________________________SBG
Ólafsíjörður:
Kaupa 300 tornia
bát frá Noregi
„Fyrst um sinn gerum við út á
lúðu sem landað verður í gáma
til útflutnings. Lúðuslóðin er
öll fyrir sunnan og því á ég
ekki von á að fyrst um sinn
verði báturinn mikið hér
heima í Ólafsfirði,“ sagði
Asgeir L. Asgeirsson í Ólafs-
firði en hann stendur, ásamt
Helga Má Reynissyni, að
hlutafélaginu Valeik sem fest
hefur kaup á 300 tonna línubát
í Noregi.
Skipið kemur væntanlega til
Ólafsfjarðar í lok næstu viku.
Valeik hf. keypti Atlanúp t>H frá
Raufarhöfn og verður honum
siglt til Noregs og veiðiheimildir
hans fluttar á nýja skipið.
Fyrst og fremst er horft til þess
að gera skipið út á lúðu, löngu og
keilu. Aflinn verður frystur um
borð sem Ásgeir segir lykilinn að
þessari útgerð.
Línubáturinn er smíðaður í
Solstrand í Noregi fyrir fjórum
árum. Hann er búinn frystitækj-
um og beitingarvél. Skipið var
fram til síðustu áramóta gert út
frá Færeyjum en þá eignaðist
norskur banki skipið. Síðan þá
hafa kaup Ásgeirs og Helga Más
verið í athugun og eru nú að
verða að veruleika, eins og áður
segir.
Báturinn hefur hlotið nafnið
Ásgeir Frímanns. Kaupverð hans
mun vera um 150 milljónir
króna. Tólf manna áhöfn verður
á bátnum. JÓH
Konur af vestur-íslensku bergi brotnar voru á ferð á
Húsavík sl. föstudag í hópi 22 kvenna frá Winnipeg í
Kanada. Hópurinn dvelst í þrjár vikur á íslandi og
ferðast hringinn um landið, að Vestfjörðum ógleymd-
um. Myndin er tekin á tröppum Húsavíkurkirkju þar
sem hópurinn er ásamt fararstjóra sínum og bílstjóra
frá Samvinnuferðum-Landsýn. Konurnar sem eru
fremstar á myndinni eru allar af vcstur-íslenskum
ættum. Á innfclldu myndinni eru fjórar systur og
bjuggu forfeður þcirra á Gíslastöðum í Vallarnessókn
fyrir 150 árum. Ein systranna er í sinni tíundu ferð til
íslands. Myndir: IM
Kristnes:
Ósamið við
verktaka vegna
byggingar
imða
fyrir aldraða
Samkvæmt upplýsingum Ólafs
Vagnssonar, oddvita Hrafna-
gilshrepps, liggur ekki fyrir
ákvördun um hvort bygging
íbúða fyrir aldraða í Kristnesi
verður boðin út í almennu
útboði.
Hrepparnir þrír framan Akur-
eyrar munu sameiginlega standa
að byggingu íbúðanna og er fyrir-
liugað að í haust verði lokið við
uppsteypu á raðhúsi með fjórum
íbúðum.
Skóflustunga að húsinu var
tekin í byrjun mánaðarins og er
nú lokið við vinnu í grunni
hússins. I síðustu viku var teikn-
ingum ekki lokið og því ekki
fyrirliggjandi hvort samið verði
við verktaka um bygginguna eða
verkið boðið út.
Raðhúsinu skal skila fullbúnu í
ágústmánuði á næsta ári. JÓH
Hluthafafundur HK samþykkti kaup ÚA á Aðalvíkinni:
Þið eruð einu skipi ríkari Akureyringar
- sagði Ríkarð Jónsson stjórnarformaður HK að loknum fundi
„Þiö eruö einu skipi ríkari
Akureyringar,“ sagði Ríkarð
Jónsson stjórnarformaður
Hraðfrystihúss Keflavíkur hf.
að loknum hluthafafundi í
gærmorgun, en fundurinn
samþykkti samning við
Útgerðarfélag Akureyringa
um sölu á togaranum Aðalvík
KE. Skipið var afhent hinum
nýju eigendum í gær.
Fyrir hluthafafundinum lá
aðeins eitt erindi, staðfesting á
samningi Hraðfrystihússins og
ÚA um kaup þess síðarnefnda á
frystitogaranum Aðalvík KE.
Nokkrar umræður urðu um málið
en að lokum var samningurinn,
sem gerður var í síðustu viku,
staðfestur. Fulltrúar fjögurra
stærstu hluthafa fyrirtækisins,
Sambands tslenskra samvinnufé-
laga, Keflavíkurbæjar, Kaupfé-
lags Suðurnesja og Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur sam-
þykktu samninginn allir, en þess-
ir aðilar eiga samtals yfir 99% í
fyrirtækinu. Einn minni hluthafi
lýsti sig andvígan sölunni en það
dugði skammt.
Um helgina fréttist af því að
bæjarstjórn Keflavíkur væri að
reyna með einhverjum hætti að
koma í veg fyrir sölu skipsins.
Ríkarð staðfesti þetta í gær en
sagði að ekkert hefði komið útúr
þeim tilraunum sem breytt hefði
málinu.
KEA á höttunum eftir kvóta:
tí tíu tonna bát
auð í tvo aðra
Kaupfélag Eyfirðinga stendur
þessa dagana í kvótakaupum
til bæta upp þann kvóta sem
seldur var með Baldri og til að
afla togurum félagsins aukins
kvóta. Fyrir helgina var keypt-
ur tæplega tíu tonna bátur og
staðfest tilboö í tvo aðra.
Óvissa ríkir enn um það hversu
mikill kvóti fylgir þessum
bátum.
Báturinn sem keyptur hefur
verið er tæplega tíu tonna bátur
frá Breiðdalsvík. Að sögn Rögn-
valdar Friðbjörnssonar útibús-
stjóra KEA á Dalvík voru einng
fyrir helgina staðfest kauptilboð í
tvo aðra báta svipaðrar stærðar.
Rögnvaldur segir að með kaupum
þessum sé verið að bæta félaginu
upp þann kvóta sem fór með
Baldri, en það voru um 100
þorskígildi, en einnig afla togur-
um félagsins kvóta umfram það.
Ekki liggur fyrir hversu mikill
kvóti fylgir bát af þessari gerð.
Nýjar reglur kveða á um að taka
skuli meðaltal af veiði tveggja
bestu aflaáranna 1987-1989.
Samkvæmt þessu verður kvóti
hins nýja báts um 90 þorskígildi.
Þessi tala getur hins vegar breyst
því að loknum þessum útreikn-
um á eftir að taka tillit til heildar-
innar, en samkvæmt hinum nýju
reglum má kvóti smábátanna
ekki nema meiru en 12,5% af
heildarúthlutun í þorski. ET
Að sögn Ríkarðs er mikil
vinna eftir við að komast til botns
í málefnum fyrirtækisins og
ákveða framtíð þess. Rekstur
togarans hefur verið eina starf-
semin um nokkurt skeið og segir
Ríkarð að ákvöröun um áfram-
haldandi starfrækslu fyrirtækisins
verði tekin þegar staða þess ligg-
ur fyrir.
I gær fóru menn frá ÚA suður
um heiðar til að ná hinn nýja
- bak. Skipið er væntanlegt til
Akureyrar síðar í vikunni. ET
Loðskinn hf.:
„Pægilegast að menn
hafi frjálsar hendur“
- segir fráfarandi framkvæmdastjóri
„Eg reikna ekki með því að
koma aftur til starfa eftir það
þriggja mánaða sumarfrí sem
ég er í núna. Það er verið að
gera breytingar og þá er þægi-
legast að menn hafí frjálsar
hendur,“ segir Þorbjörn Arna-
son, framkvæmdastjóri sútun-
arverksmiðjunnar Loðskinns
hf., um það hvort hann er
hættur hjá verksmiðjunni.
f síðustu viku varpaði Dagur
fram þeirri spurningu hvort Þor-
björn væri hættur og þegar blaðið
náði tali af honum í gær sagði
hann að farið væri að líða að því.
Þorbjörn er nú búinn að vera
framkvæmdastjóri hjá Loðskinni
í fimm ár og sagði að ekki væri
Ijóst hvað hann færi að gera
núna. En hver tekur þá við af
honum? Þessa stundina stjórnar
rekstrarstjóri verksmiðjunni og
hann heitir Birgir Bjarnason.
„Ég er ráðinn hér í þcssa þrjá
mánuði sem unt hefur verið
talað, aðallega til þess að koma í
gegn þeim breytingum sent nú
eiga sér stað hjá verksmiðjunni.
Síðan er það auðvitað verk nýrr-
ar stjórnar sem spinnst út úr því,
að ákvarða framhaldið og ég
reikna fastlega með því að gefa
kost á mér í framkvæmdastjóra-
stöðuna eftir þennan tíma,“ sagði
Birgir. Birgir er viðskipta-
fræðingur frá Háskóla íslands og
jafnframt með mastersgráðu frá
Boston. Hann kveður stöðu fyrir-
tækisins vera slæma núna, enda
ekki verið að fara út í hlutafjár-
aukningu nema svo væri. Að
hans sögn er eingöngu leitað til
aðila um hlutafé sem tengjast
verkuninni á einhvern hátt. Birg-
ir sagðist vonast til þess að línur
færu að skýrast á næstu dögum í
sambandi við breytingarnar hjá
Loðskinni hf. SBG