Dagur - 21.08.1990, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Þriðjudagur 21. ágúst 1990
Hörpudeild
Úrslit í gærkvöld:
Víkingur-Fram
ÍA-ÍBV
FH-KR
KA-Stjarnan
Fram
Valur
KR
ÍBV
Stjarnan
Víkingur
FH
KA
Þór
ÍA
Markuliæstir:
Hörður Magnússon, FH 12
Guðmundur Stcinsson, Fram 9
Tómas Ingi Tómasson, ÍBV 8
2. deild
Víöir-ÍR 2:0
UBK-ÍBK 0:1
Grindavík-Leif'tur 0:2
Tindastóll-KS 2:1
Fylkir-Selfoss 5:2
Víöir 14 9-4-1 26:15 31
Fylkir 14 9-2-3 31:12 29
UBK 14 6-4-4 17:11 22
Selfoss 13 6-1-6 30:24 19
ÍBK 13 6-1-6 13:14 19
ÍR 14 6-1-7 16:21 19
Tindastóll 14 5-2-7 16:23 17
Grindavík 14 4-2-8 15:27 14
Leiftur 14 3-4-7 12:20 13
KS 14 4-1-9 16:25 13
Markahæstir:
Kristinn Tómasson, Fylki 10
Salili Porca, Selfossi 9
Grétar Einarsson, Víði 8
Izudin Dervic, Selfossi 8
3. deild
Reynir-Þróttur R.
Einherji-Haukar
TBA-Þróttur N.
ÍK-Dalvík
Völsungur-BÍ
Þróttur R.
Haukar
ÍK
Þróttur N.
Dalvík
Völsungur
Reynir
BÍ
Einherji
TBA
Markahæstir:
Jóhann Ævarsson, BÍ 15
Ólafur Viggósson, Þrótti N. 12
Þráinn Haraldsson, Þrótti N. 12
Garðar Níelsson, Reyni 10
Júlíus Þorfinnsson, ÍK 10
Óskar Óskarsson, Þrótti R. 10
Sigurður Hallvarðsson, Þrótti R. 10
0:5
1:2
0:7
1:1
2:1
15 13-1- 1 47:12 40
15 11-1- 3 35:17 34
15 11-1- 3 38:21 34
15 6-2- 7 42:33 20
15 6-2- 7 28:25 20
15 5-5- 5 24:22 20
15 6-2- 7 28:34 20
15 4-2- 9 27:34 14
15 2-4- 9 22:38 10
15 1-0-14 11:70 3
0:1
3:4
1:3
0:3
15 10-1- 4 28:10 31
14 9-2- 3 25:15 29
15 9-2- 4 23:16 29
15 8-4- 3 27:27 28
15 7-2- 6 20:17 23
15 4-7- 4 16:15 19
15 6-1- 8 20:24 19
15 5-1- 9 15:20 16
14 2-2-10 7:21 8
15 2-2-1116:31 8
deild/D-riðiU
Hvöt
Kormákur
Neisti
Geislinn
Þrymur
8 6-1-1 18: 7 19
8 5-0-3 21: 8 15
8 4-2-2 13: 5 14
8 1-2-5 5:26 5
8 1-1-6 8:19 4
Markahæstir:
Albert Jónsson, Kormáki 9
Ásgeir Valgarðsson, Hvöt 6
Hörður Guðbjörnsson, Kormáki 6
Magnús Jóhannesson, Neista 6
4. deild/E-riðiil
Magni
HSÞ-b
UMSE-b
S.M.
Austri Rau.
Narfi
10 8-2-0 53:11 26
10 8-1-1 50:10 25
10 4-2-4 34:15 14
10 4-1-5 23:26 13
9 1-0-8 12:58 3
9 1-0-8 6:58 3
Markahæstir:
Kristján Kristjánsson, Magna 15
Viðar Sigurjónsson, HSÞ-b 13
Ásgrímur Reisenhaus, UMSE-b 9
Ari Hallgrímsson, HSÞ-b 8
Baldvin Hallgrímsson, UMSE-b 8
Hörpudeildin:
KA-menn stein-
lágu fyrir Stjömunni
- og hafa falldrauginn enn á hælunum
Jón Grétar Jónsson var frískastur KA-manna. Mynd:
KA-menn máttu játa sig sigr-
aða er þeir mættu Stjörnu-
mönnum á Akureyrarvelli í
gærkvöld. Nýliðarnir skoruðu
þrívegis án þess að KA-mönn-
um tækist að svara fyrir sig og
sigla lygnan sjó en KA-menn
eru ekki enn lausir við fall-
drauginn.
Það voru aðeins 10 mínútur
liðnar af leiknum í gærkvöld þeg-
ar Árni Sveinsson náði forystunni
með gullfallegu marki. Dæmd
var aukaspyrna á vallarhelmingi
KA og Árni skaut af 35 metra
færi, boltinn kom í kollinn á ein-
um varnarmanni KA og þaðan
flaug hann upp í samskeytin á
KA-markinu.
Þrátt fyrir að liðin léku ekki vel
var leikurinn nokkuð opinn og
fjörugur lengst af. Bæði lið fengu
nokkur ágæt færi en mörkin urðu
ekki fleiri í fyrri hálfleik.
í seinni hálfleik byrjuðu KA-
menn með látum og pressuðu
strax stíft. Hafsteinn Jakobsson
fékk dauðafæri á 52. inínútu þeg-
ar hann stóð einn fyrir opnu
marki eftir frábæran undirbúning
Jóns Grétars en hitti boltann illa.
Snemma í hálfleiknum tók
Guðjón Þórðarson, þjálfari KA,
áhættu þegar hann skipti Erlingi
Kristjánssyni útaf fyrir Þórð
Guðjónsson sem fór í sóknina.
Seinna fór Gauti Laxdal af velli
og Árni Hermannsson kom inn á.
KA-menn sóttu síðan ákaft en
komust ekki lengra en að vítateig
Stjörnunnar. Fengu þeir ekki eitt
einasta færi eftir þessar breyting-
ar. Hins vegar opnaðist vörnin
hinum megin og jjað fór svo að
Stjörnumenn bættu tveimur
mörkum við í stað þess að KA-
menn jöfnuðu. Má segja að þau
hafi bæði verið mjög slysaleg fyr-
ir KA-menn. Það fyrra kom á 78.
mínútu. Stjörnumenn fengu
aukaspyrnu á miðjum vellinum
og sendu langa sendingu inn í
teig KA. Þar stóð Lárus Guðm-
undsson umkringdur varnar-
mönnum KA og skallaði á furðu-
legan hátt framhjá Hauki Braga-
syni sein var frosinn í markinu.
Síðasta markið kom svo á 87.
mínútu. Haukur virtist þá hafa
boltann við endalínuna en Ragn-
ar Gíslason náði að stela honum
og senda fyrir markið. Þar var
Valdimar Kristófersson aleinn og
átti ekki í vandræðum með aö
þruma í tómt markið.
Sigur Stjörnunnar var
sanngjarn. KA-menn voru að
vísu með boltann bróðurpartinn
af leiknum en fyrir það fást engin
stig. KA-menn tóku áhættu og
töpuðu en breytingarnar hefðu
allt eins getað skilað þremur
stigum.
Hjá KA var Jón Grétar frískur
en Arni Sveinsson og Sveinbjörn
Hákonarson voru bestir Stjörnu-
manna.
Lið KA:Haukur Bragason, Bjarni Jónsson,
Steingrímur Birgisson, Halldór Halldórsson,
Heimir Guðjónsson, Erlingur Kristjánsson
(Þórður Guðjónsson á 56. mínútu), Hafsteinn
Jakobsson, Gauti Laxdal (Árni Hermannsson á
71. mínútu), Ormarr Orlygsson, Kjartan Ein-
arsson, Jón Grétar Jónsson.
Lið Stjörnunnar: Jón Otti Jónsson, Magriús
Bergs, Birgir Sigfússon, Bjarni Benediktsson,
Sveinbjörn Hákonarson, Lárus Guðmundsson,
Ingólfur Ingólfsson, Árni Sveinsson, Ragnar
Gíslason, Valdimar Kristófersson,: Valgeir
Baldursson (Heimir Erlingsson á 62. mínútu).
Gult spjald: Kjartan Einarsson, KA.
Dómari: Eyjólfur Ólafsson r- ágætur.
Línuverðir: Guðmundur Haraldsson o£ Marinó
Þorsteinsson.
Þórsarar komnir hálfa leið niður
- eftir 1:2 ósigur gegn FH á föstudag
Útlitið er nú orðið æði svart
hjá Þórsurum eftir 2:1 ósigur
gegn FH á Akureyrarvelli á
föstudagskvöldið. Það var
markaskorarinn mikli, Hörður
Magnússon, sem skoraði bæði
mörk FH áður en Árni Þór
Árnason minnkaði muninn
fyrir Þór. Fátt virðist nú geta
bjargað Þórsurum frá falli, lið-
ið þarf að leika mjög vel í síð-
ustu umferðunum og að auki
verður það að treysta á hag-
stæð úrslit í öðrum leikjum.
í fyrri hálfleiknum á föstudags-
kvöldið var ekki hægt að sjá að
Þórsarar væru að berjast fyrir til-
verurétti sínum í 1. deild. FH-
ingar réðu lögum og og lofum og
áttu tvö ágæt færi áður en Hörður
náði forystunni fyrir þá á 32.
mínútu. Lárus Orri var þá allt of
seinn að losa sig við boltann á
eigin vallarhelmingi og missti
hann á endanum. Hörður fékk
sendingu inn að teig, lék aðeins
áfram og sendi af öryggi framhjá
Friðriki í marki Þórs. Hann bætti
öðru marki við á 4U. mínútu þeg-
ar hann fékk boltann eftir skalla
frá Andra og skaut föstum jarð-
arbolta í markið.
í upphafi síðari hálfleiks átti
sér stað skrítið atvik. Árni Þór
renndi sér þá glannalega í Hall-
dór Halldórsson, markvörð FH
sem brást reiður við, greip um
andlit Árna og henti honum í
jörðina. Dómari leiksins, Guð-
mundur Stefán Maríasson, sá
hins vegar ekki ástæðu til neinna
aðgerða og verður það að teljast
furðuleg ákvörðun.
Þórsarar lifnuðu við eftirfþví
sem leið á seinni hálfleikinn og
fljótlega voru FH-ingar -flestir
komnir í vörnina. Þeir misstu
reyndar Ólaf Þorbergssomútaf á
33. mínútu fyrir að sparka fólsku-
lega í Kristján Gíslason en sóttu
samt áfram af kappi og skoruðu á
80. mínútu. Sævar Árnason :var
þá í góðu færi en hitti ekki bolt-
ann sem barst til Árna Þórs sem
renndi honum í tómt markið,
Þórsarar voru í sókn þar til
leiknum lauk en náðu ekki að
jafna þrátt fyrir að þeir fengju
þrjú kjörin færi í síðustu sókninni
en FH-ingar björguðu þá tvívegis
nánast á línunni.
Þegar á heildina er litið verður
sigur FH að teljast sanngjarn.
Þórsarar voru vissulega óheppnir
að jafna ekki í lokin en FH-ingar
voru búnir að fá færin til að gera
út um leikinn. Hörður var besti
maður liðsins, mjög útsjónarsam-
ur og hættulegur sóknarmaður.
Hjá Þórsurum var Friðrik bestur.
Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Hlynur
Birgisson, Árni í>ór Árnason, Bjarni
Sveinbjörnsson, Júlíus Tryggvason, Lár-
us Orri Sigurðsson (Sævar Árnason á 67.
mínútu), Nói Björnsson, Sigurður Lárus-
son, Siguróli Kristjánsson, Þorsteinn
Jónsson, Þórir Áskelsson (Ólafur Þor-
bergsson á 58. mínútu).
Lið FH: Halldór Halldórsson, Andri
Marteinsson, Birgir Skúlason, Björn
Jónsson, Guðmundur Hilmarsson, Guð-
mundur Valur Sigurðsson, Hörður
Magnússon, Kristján Gíslason, Ólafur
Kristjánsson, Þórhallur Víkingsson,
Magnús Pálsson.
Gul spjöld: Guðmundur Valur Sigurðs-
son, FH, og Nói Björnsson, Þór.
Rautt spjald: Ólafur Þorbergsson, Þór.
Dómari:Guðmundur Stefán Maríasson.
Hafði þokkaleg tök á leiknum en gerði
stór mistök.
Árni Þór virðist hér í þann mund að stanga
Guðmund Hilmarsson í leiknum á föstudag. Mynd: GoiH
Þriðjudagur 21. ágúst 1990 - DAGUR - 9
fþróttir
2. deild:
Leiftursmenn halda enn í vonina
Leiftursmenn eygja enn von
um að halda sæti sínu í 2. deild
eftir 2:0 útisigur á Grindavík á
föstudagskvöldið. Leifturs-
menn léku mjög vel og
skynsamlega og uppskáru
verðskuldaðan sigur. Liðið
hefur nú þokað sér úr neðsta
sætinu, hefur hlotið 13 stig,
jafnmörg og KS en hefur betra
markahlutfall. Grindavík hef-
ur hlotið 14 stig og Tindastóll
17 þannig að útlit er fyrir æsi-
spennandi fallbaráttu í síðustu
umferðunum.
Leikurinn í Grindavík þróaðist
þannig að Grindvíkingar voru
meira með boltann en Leifturs-
menn héldu sóknarmönnum
þeirra vel í skefjum og var sókn-
arleikur norðanmanna mun
markvissari og hættulegri. Grind-
víkingar áttu ekki eitt einasta
skot að marki Leifturs í fyrri hálf-
leik en einn skalla sem Þorvaldur
Jónsson varði vel.
Það var Halldór Guðmundsson
sem náði forystunni fyrir Leiftur
Tindastóll tók á Siglflrðingum
Tindastóll bar sigurorð af Sigl-
firðingum í baráttuleik um fall-
sætin í 2. deild sl. föstudags-
kvöld. „Stólarnir“ sigruðu á
heimavelli sínum með tveim-
ur mörkum Guðbrands Guð-
brandssonar gegn einu marki
Mark Duffield, 2:1.
Fyrri hálfleikur var fjörugur og
greinilegt að bæði lið ætluðu sér
stóra hluti. Tindstælingar höfðu
vindinn með sér og á 9. mín.
skoraði Guðbrandur Guðbrands-
son eftir aukaspyrnu Björns
Björnssonar sem fór í varnarvegg
KS-inga og lyftist við það inn í
teiginn þar sem Guðbrandur var
réttur maður á réttum stað og
þrumaði boltanum í netið. Á 14.
mín. var Guðbrandur aftur á
ferðinni í teig KS og Kristján
Karlsson markvörður felldi hann
en ekkert var dæmt. Skömmu
síðar var dæmt mark af KS vegna
rangstöðu. Tindstælingar sóttu
meira, en á 31. mín. fékk Jón
Örn Þorsteinsson, Siglfirðingur,
dauðafæri eftir sendingu frá Haf-
þóri Kolbeinssyni, en boltinn fór
yfir markið. Annað mark Tinda-
stóls kom síðan á 39. mín. og var
Guðbrandur þar aftur að verki
eftir sendingu frá Guðbjarti Har-
aldssyni.
Þessi var staðan í hálfleik og
sanngjörn miðað við gang leiks-
ins. Síðari hálfleikurinn var öllu
kraftminni og meira jafnræði
2. flokkur:
Jafnt hjá Þór og KA
KS vann Selfoss
Þór og KA skildu jöfn, 2:2, í
íslandsmóti 2. flokks í knatt-
spyrnu á Þórsvellinum á
fimmtudaginn. Staðan í leik-
hléi var 1:1.
Þórsarar byrjuðu vel og náðu
forystunni á 4. mínútu með
imarki Axels Vatnsdals. Þórsarar
voru sprækari framan af fyrri
hálfleik en KA-menn komu
. smátt og smátt meira inn í leikinn
og Þórður Guðjónsson jafnaði
metin þegar ein mínúta var til
hlés.
KA-menn byrjuðu betur í
seinni hálfleik og Jóhann Arnar-
son kom þeim yfir. Skömmu síð-
ar var KÁ-manninum Jóhannesi
Baldurssyni vísað af leikvelli og
Sverrir Ragnarsson jafnaði fyrir
Þórsarar fljótlega eftir það. í lok-
in pressuðu Þórsarar nokkuð stíft
en náðu ekki að bæta við
mörkum.
Á Siglufirði mættu heimamenn
Selfyssingum á sunnudaginn og
sigruðu með einu marki gegn
engu. Ekki tókst að afla upplýs-
inga um markaskorara þar
með liðunum. Á 61. mín átti
Hólmar Ástvaldsson ágætan
skalla að marki KS, en Kristján
varði snilldarlega. Siglfirðingar
náðu ekki að minnka niuninn fyrr
en á 78. mín. og var það Mark
Duffield sem skoraði beint úr
aukaspyrnu. Úrslitin urðu því
2:1.
Bestu leikmennirnir voru
Guðbrandur Guðbrandsson og
Guðbjartur Haraldsson hjá
Tindastól og Mark Duffield hjá
KS. Dómari leiksins var Ólafur
Ragnarsson og var hann fremur
slappur, leyfði of mikið en sleppti
um leið of miklu. SBG/bjb
strax á 7. mínútu. Hann vann
boltann og slapp innfyrir vörnina
áður en hann renndi í netið.
Seinna markið kom á 71. mín-
útu og það gerði Þorlákur Árna-
son. Hann komst inn fyrir vörn-
ina og markvörðurinn braut á
honum þannig að vítaspyrna var
dæmd sem Þorlákur tók sjálfur.
Sigur Leifturs var tvímælalaust
sanngjarn og liðið sýndi að meira
býr í því en staða þess segir til
um. Liðið lék aftarlega með
Ómar Torfason eins og herfor-
ingja í vörninni og Þorvald mjög
öruggan fyrir aftan. Þá kom liðið
Grindvíkingum oft í vandræði
með skæðum skyndisóknum.
Dómari var Ólafur Sveinsson
og dæmdi hann ágætlega.
3. deild:
Einherji í mikilli fallhættu
- TBA fallið
Heil umferð fór fram í 3. deild
Islandsmótsins í knattspyrnu á
laugardag. Þróttarar úr
Reykjavík styrktu enn stöðu
sína á toppi deildarinnar með
stórsigri á Árskógsströnd, 5:0,
Haukar sigruðu Einherja 2:1 á
Vopnafirði, Þróttur N. sendi
TBÁ í 3. deild með 7:0 sigri á
Ákureyrarvelli, IK og Dalvík
gerðu 1:1 jafntefli í Kópavogi
og Völsungur sigraði BI 2:1 á
Húsavík.
Reynir átti ekki mögu-
leika gegn Þrótti
Þróttarar höfðu mikla yfirburði
gegn Reynismönnum á Árskógs-
velli. Þeir náðu þó aðeins að
skora eitt mark í fyrri hálfleik en
Reynismenn fengu einnig sín
færi. I seinni hálfleik var nánast
um einstefnu að ræða og Þróttar-
ar
bættu fjórum mörkum við.
Sigurður Hallvarðsson og Sigfús
Kárason skoruðu tvö mörk hvor
og Haukur Magnússon eitt.
Reynismaðurinn Kristján Sig-
urðsson fékk að líta rauða spjald-
ið í leiknum og var það í þriðja
skiptið í sumar. Voru Reynis-
menn afar ósáttir við þann dóm.
Dökkt útlit hjá Einherja
Staðan er ekki glæsileg hjá Ein-
herja eftir 1:2 tap gegn Haukum.
Einherji náði forystunni í fyrri
hálfleik með marki Arnars Gests-
sonar og staðan var 1:0 þar til 15
mínútur voru til leiksloka. Þá
jafnaði Guðjón Guðmundsson
leikinn og Brynjólfur Jóhannes-
son skoraði svo sigurmarkið í
lokin eftir mikla pressu. Ein-
herjamenn eru í mikilli fallhættu,
hafa hlotið 10 stig og eru í næst
neðsta sætinu.
4. deild:
Hvöt og Magni í úrslitakeppnina
Narfi vann sinn fyrsta sigur
Hvöt frá Blönduósi og Magni
frá Grenivík tryggðu sér sigur í
Norðurlandsriðlunum tveimur
í 4. deild Islandsmótsins í
knattspyrnu um helgina. Hvöt
gerði þá markalaust jafntefli
við Geislann á Hólmavík og
Magni sigraði UMSE-b 3:2 í
Eyjafirði. Liðin fara áfram í
úrslitakeppni efstu liðanna úr
riðlunum og leika þar um tvö
sæti í 3. deild að ári.
Kormákur lagði Neista
Kormákur sigraði Neista 2:0 á
Hvammstanga á laugardaginn.
Leikurinn var nokkuð harður en
ágætlega leikinn. Neistamenn
voru ekki minna með boltann í
leiknum en vörn Kormáks var
sterk og liðið fékk betri færi. Það
voru Hörður Guðbjörnsson og
Rúnar Guðmundsson sem skor-
uðu mörkin.
Markalaust á Hofsósi
Geislinn og Hvöt gerðu marka
laust jafntefli á Hofsósi á laugar-
dag. Hvatarmenn voru sterkari
aðilinn í fyrri hálfleiknum en í
seinni hálfleik jafnaðist leikurinn
og liðin sóttu á víxl en án árang
urs.
Magni með tvö úr vítum
Nokkur taugaspenna var í leik
UMSE-b og Magna í Eyjafirði á
föstudagskvöldið. Um miðjan
fyrri hálfleik var brotið á
Kristjáni Kristjánssyni, þjálfara
Magna, í vítateig UMSE-b og úr
vítaspyrnunni skoraði Jón Ing-
ólfsson. Eftir það fór leikurinn að
mestu fram á miðjum vellinum
en sóknir Magna voru hættulegri
og átti liðið m.a. skot í slá.
í seinni hálfleiknum fengu
Magnamenn aðra vítaspyrnu og
úr henni skoraði Kristján Kristj-
ánsson. Hinrik Þórhallsson,
þjálfari UMSE-b, minnkaði
muninn fyrir UMSE-b en Kristj-
án var aftur á ferðinni skömmu
síðar fyrir Magna. Baldvin Hall-
grímsson skoraði svo síðasta
mark leiksins fyrir UMSE-b.
Austri stóð í HSÞ-b
Leikur Austra og HSÞ-b fór fram
á Raufarhöfn og var vindur
nokkuð mikill. Sigurður Helgi
Ólafsson náði forystunni fyrir
Austra á móti vindinum en Ari
Hallgrímsson jafnaði metin. Jón-
as Hallgrímsson bætti öðru marki
við og Þröstur Sigurðsson skoraði
það þriðja áður en Sigurður
Helgi Ólafsson minnkaði muninn
fyrir Austra.
Óvæntur sigur Narfa
Narfi frá Hrísey vann sinn fyrsta
sjgur þegar liðið lagði SM nokk-
uð óvænt á Árskógsvelli. Úrslitin
urðu 3:2 en staðan í hléi var 2:1
fyrir Narfa. Narfaliðið barðist
mjög vel og vann verðskuldaðan
sigur. SM náði forystunni en í
kjölfarið fylgdu þrjú mörk Narfa
áður en SM minnkaði muninn.
Viðar Ólason skoraði tvívegis
fyrir Narfa og Sigurjón Sigur-
björnsson skoraði eitt en mörk
SM skoruðu Heimir Finnsson og
Sverrir Júlíusson.
TBA fallið í 4. deild
TBA-menn féllu í 4. deild þegar
þeir töpuðu 0:7 fyrir Þrótti N. á
Akureyrarvelli. TBA-menn léku
fyrri hálfleikinn aðeins 10 en
byrjuðu þó vel undan vindinum
og sóttu nokkuð. Þróttarar náðu
þó fljótt tökum á leiknum og
skoruðu þrívegis fyrir hlé. í
seinni hálfleik var um einstefnu
að ræða. Ólafur Viggósson og
Kristján Svavarsson skoruðu tvö
mörk hvor og Árni Freysteins-
son, Þráinn Haraldsson og Arn-
mundur Sigurðsson eitt hver.
Dalvíkingar heppnir
Dalvíkingar höfðu heppnina með
sér í Kópavogi. ÍK náði foryst-
unni strax á 7. mínútu og fengu
síðan nokkur góð færi sem fóru
öll í súginn. Það var hins vegar
Ágúst Sigurðsson sem skoraði
næsta mark og jafnaði leikinn og
staðan í hléi var 1:1. í seinni hálf-
leik jafnaðist leikurinn nokkuð
en ÍK-ingar voru þó hættulegri en
náðu ekki að knýja fram sigur.
Völsungur um miðja deild
Völsungar sigla lygnan sjó í
deildinni eftir sigurinn á ÍK.
Leikurinn var jafn en Húsvík-
ingarnir áttu opnari færi. Það var
markakóngurinn Jóhann Ævars-
son sem náði forystunni fyrir B1
og vildu Húsvíkingar meina að
hann hefði verið rangstæður. 10
mínútum seinna skoruðu ísfirð-
ingar sjálfsmark og þegar 15
mínútur voru til leiksloka skoraði
Helgi Helgason sigurmark
Völsungs.
Enska knattspyrnan:
Stórmeistarajafiitefli á Wembley
Á laugardaginn fór fram upn-
unarleikurinn í ensku knatt-
spyrnunni, en þá áttust við
Englandsmeistarar Liverpool
og bikarmeistarar Manchester
Utd. á Wembley. Þetta var í
fjórða sinn sem þessi lið mæt-
ast í FA-Charity Shicld og
Liverpool hefur enn ekki tekist
að bera sigurorð af Utd. í þess-
ari keppni.
Nú gerðu liðin 1:1 jafntefli og
voru þau úrslit mjög sanngjörn
og liðin skiptast því á um að
varðveita sigurlaunin. Manchest-
er liðið byrjaði betur og þeir Bri-
an McClair og Mark Hughes
fengu færi, en Liverpool náði þó
smám saman betri tökum á leikn-
um þó að tækifærin létu á sér
standa.
Gary Pallister lék mjög vel í
vörn Útd., en Liverpool saknaði
Alan Hansen í varnarleik sínum
og Utd. náði forystunni á síðustu
mín. fyrri hálfleiks. Vörn Liver-
pool fraus er Mike Phelan sendi
fyrir markið og Clayton Black-
more skoraði af stuttu færi eftir
að Hughes hafði misst af boltan-
um.
Síðari hálfleikurinn var fjör-
ugri og Liverpool náði að jafna á
49. mín., er dæmd var vítaspyrna
á Pallister fyrir að fella John
Barnes í teignum. Strangur
dómur, en úr vítaspyrnunni skor-
aði Barnes sjálfur af öryggi
framhjá Les Sealey í marki Útd.
Fleiri urðu mörkin ekki og bæði
lið virtust sætta sig við úrslitin.
Steve Bruce var fyrirliði Utd. í
stað Bryan Robson sem er
meiddur og eftir leikinn sagði
hann að ekki hefði átt að dæma
vítaspyrnuna þar sem Pallister
hefði farið í boltann. Hann
kvaðst bjartsýnn á gott gengi
Manchester liðsins í vetur og þeir
hefðu verið nær sigri í leiknum en
Liverpool liðið. Þ.L.A.