Dagur - 23.08.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, fímmtudagur 23. ágúst 1990 160. tölublað
,Er ekki sumarið dásamlegt?“
Myntl: Golli
Skilyrði Hollustuverndar fyrir álveri:
Líta ekki dagsins ljós
fyrr en í lok september
- meginskilyrðin sett óháð staðsetningu verksmiðjunnar
Skilyrði Hollustuverndar ríkis-
ins fyrir starfsleyfi væntanlegr-
ar álverksmiðju á íslandi munu
ekki liggja fyrir fyrr en í lok
septembermánaðar. A sama
tíma er stefnt að ákvörðun um
staðsetningu væntanlegrar
verksmiðju en aðilar samnings
um álverksmiðju hér á landi
fylgjast með starfi Hollustu-
verndar á næstunni.
Ólafur Pétursson, forstöðu-
maður mengunarvarnasviðs
Hollustuverndar, sagði í samtali
við Dag í gær að þessi skilyrði
verði þau sömu, hvort heídur
sem álveri verði valinn staður við
Eyjafjörð, Reyðarfjörð eða á
Keilisnesi. „Frá þessum tillögum
verður þó ekki gengið endanlega
fyrr en búið verður að ákveða
staðsetningu verksmiðjunnar og
því verða þær væntanlega á síð-
ustu stigum málsins slípaðar sam-
kvæmt þeim stað sem ákveðinn
verður," segir Ólafur.
Ólafur segir að ekki hafi verið
leitað til Hollustuverndar um
þessi skilyrði fyrr en mjög nýlega
og því vinni starfsmenn Hollustu-
verndar nú undir mikilli tíma-
pressu.
Pau skilyrði sem Hollustu-
vernd þarf að setja í tengslum við
starfsleyfi fyrir álverksmiðju eru
hversu rnikil mengun megi vera í
útblæstri slíkrar verksmiðju, hve
mikil vatnsmengun megi vera,
hvernig beri að fara með úrgang
frá verksmiðjunni og síðast en
ekki síst hvernig hátta beri eftir-
liti með vatns- og loftmengun.
JÓH
Hörgárdalur:
Óprúttiim þjófur
stal girðingarefm
Hrúta^örður:
„Nýi veguriim“
fyrir hreppsneftid
- ógnandi umferðarhraði
Fresturinn til að skila athuga-
semdum við skipulag á breyt-
ingu vegar í Hrútaiirði milli
Staðarskála og Brúar rann út
þann 16. þessa mánaðar og að
sögn Þórarins Þorvaldssonar,
oddvita og hreppstjóra Stað-
arhrepps, bárust nokkrar
athugasemdir við skipulagið.
Þessar athugasemdir mun síð-
an hreppsnefndin taka fyrir og
gera umsögn um hverja athuga-
semd og síðan umsögn um tillögu
vegagerðarinnar í heild. Til þess
hefur hreppsnefnin átta vikur og
getur því leitað álits tæknimanna
ef þurfa þykir. Þórarinn bjóst við
að haldinn yrði sveitarfundur um
málið áður en þeir skiluðu sínum
umsögnum til skipulagsnefndar.
í skipulagslögum segir síðan að
skipulagsstjóri skuli ganga
endanlega frá uppdrættinum,
nokkur tími mun því Itða þar til
Ijóst verður hvort af tilfærslu veg-
arins verði, en að sögn Þórarins
eru ýmsar hugmyndir uppi, um
þessa breytingu á veginum, hjá
Hrútfirðingum.
„Það er þó annað sém veldur
okkur hér rneiri áhyggjum og það
er sá mikli hraði sem er á stöku
bíl eða hjóli sem fer hér um.
Ekki þessir menn sem laumast
upp fyrir hundraðið heldur þeir
sem hreinlega þjóta fram úr bíl-
unurn sem eru á hundrað km
hraða. T.d. í sumar þegar verið
var að smala saman fé til að
keyra á afréttir var varla reyn-
andi að koma með það nálægt
veginum þó að bíll með blikkandi
Ijós og maður væru til að reyna
að hægja á umferðinni. Flestir
tóku tillit til þess, en margir
sinntu þessu ekki. Síðan hefur
vegagerðin verið að bæta klæðn-
inguna hérna og hraðakstur á
þeim köflum er lífshættulegur.
Við þessu verður eitthvað að
gera, enn spurningin er hvað, því
það eina sem virðist duga ér
lögreglan með sínar hraðamæl-
ingar," sagði Þórarinn Þorvalds-
son í lok samtalsins. SBG
Húnavatnssýslur:
Minnkandi hraðakstur
í umdæmi ísbergs
- færri teknir í ár en í fyrra
Umferðarhraðinn í gegnum
Húnavatnssýslur virðist hafa
minnkað að sögn Kristjáns
Þorbjörnssonar aðalvarðstjóra.
Sérstaklega virðast menn hafa
hægt á sér síðustu vikurnar.
Á sama tíma á síðasta ári var
búið að taka 715 ökumenn fyrir
of hraðan akstur í Húnaþingi, en
í ár eru þeir 627. Sá sem mældist
á mestum hraða í fyrra var á 194
kílómetra hraða á klukkustund,
en í ár er metið 151 kílómetri á
klukkustund.
Svo virðist vera að radarmæl-
ingaátak lögreglunnar, og e.t.v.
hraðakstursauglýsingarnar í fjöl-
miðlum og víðar, séu loksins
farnar að bera einhvern árangur,
að minnsta kosti í Húnavatns-
sýslum. SBG
Leikfélag Akureyrar:
Létt yfir komandi leikári
- m.a. farsi eftir Böðvar og bandarískur söngleikur
Einhvern tíma á tímabilinu frá
sunnudagskvöldi og fram á
þriðjudag var talsverðu magni
af girðingarefni stolið í Hörg-
árdal. Hann hefur sennilega
hugsað sem svo þjófurinn, að
allt í lagi væri að taka þetta
girðingarefni, vegagerðin væri
jú ríkið og ríkið munaði ekki
mikið um þetta. Eigandi efnis-
ins var hins vegar blakdeild
KA sem þar með varð fyrir
tjóni sem nemur að minnsta
kosti eitt hundrað þúsund
krónum.
Blakdeild KA hefur að undan-
förnu staðið í margs konar fjár-
öflun fyrir starfsemi vetrarins.
Eitt verkefnið sem blakmenn
tóku að sér var að girða meðfram
nýjum vegi í Hörgárdal, alls uni 5
kílómetra kafla. Efnið keyptu
blakmenn sjálfir, staura, net og
gaddavír.
Að sögn Gunnars Garðarsson-
ar formanns blakdeildar var unn-
ið í girðingarvinnunni fram til
klukkan átta síðastliðið sunnu-
dagskvöld. Þegar síðan átti að
halda vinnunni áfram á þriðju-
daginn að búið var að stela nær
öllu efni sem eftir var nema
staurum. Um er að ræða 10-12
rúllur af neti og 8 rúllur af gadda-
vír. Ljóst er að til að flytja efnið
hefur þurft talsvert stóran bíl og
sennilega a.m.k. tvo menn því
efnið er talsvert fyrirferðarmikið
og vegur senniiega um 400 kfló.
„Þetta er auðvitað stór biti fyr-
ir blakdeildina sem nú þarf að
kaupa nýtt efni til þess að geta
klárað verkefnið,“ sagði Gunnar
Garðarsson í samtali við Dag.
Gunnar segir að rannsóknarlög-
reglunni á Akureyri hafi verið til-
kynnt um þjófnaðinn en vill
beina því til vegfarenda um
Hörgárdalinn á umræddum tíma
að þeir gefi upplýsingar ef þeir
hafa orðið varir við grunsamlegar
mannaferðir á umræddum tíma.
ET
íslcnsk verk og vinsæll söng-
leikur einkenna komandi
leikár hjá Leikfélagi Akur-
eyrar. Siguröur Hróarsson,
leikhússtjóri, sagði í samtali
við Dag að léttara væri yfir
verkefnunum en á síðasta
leikári og hann kvaðst bjart-
sýnn á góðar viðtökur áhorf-
enda.
Aðeins heimamcnn koma
nálægt fyrsta vcrkefninu, cn
það er nýtt íslenskt leikrit eftir
Jóhann Ævar Jakobsson. Hann
hefur verið búsettur á Akureyri
undanfarna áratugi og má því
kallast heimamaður. Þetta er
fyrsta leikritið sem hann sendir
frá sér. Það fjallar um þrjá
utangarðsmenn í íslensku þjóð-
félagi, skemmtilegar persónur,
að sögn lcikhússtjórans, sem
þeir Þráinn Karlsson, Gestur
Einar Jónasson og Hannes Örn
Blandon túlka. Frumsýning er
áætluð 12. október.
Næsta verkefni er einnig nýtt,
þjóðlegur farsi eftir Böðvar
Guömundsson sem nefnist Ætt-
armótið. Þetta er nokkuð l'jöl-
mennur ærslaleikur með
söngvum, sannkölluö fjöl-
skylduskemmtun. Frumsýning
verður 26. desember.
Eftir áramót verður settur
upp vinsæll bandarískur söng-
leikur, Kiss me Kate, með tón-
list eftir Cole Porter. Sigurður
sagöi aö þetta væri rómantískur
söngleikur af viðráðaníegri
stærð og mjög skemmtilegur.
Síðasta verkefni LA verður
uppfærsla á Skrúðsbóndanum
eftir Björgvin Guðmundsson í
samvinnu við Akureyrarkirkju í
tcngslum við kirkjulistaviku.
Að sögn Sigurðar er þetta
magnaður harmlcikur sem LA
hefur tvisvar sett upp áður en
nú verður hann fluttur með kór
Akureyrarkirkju og fær tónlist
Björgvins að njóta sín. SS