Dagur


Dagur - 23.08.1990, Qupperneq 2

Dagur - 23.08.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 23. ágúst 1990 fréttir p- Pólstjarnan hf. á Dalvík: Ahersla lö á kostna Pólstjarnan hf. á Dalvík sem aðaláherslu hefur iagt á niður- suðu á rækju og kavíar, hyggst fara út í flakafrystingu, þ.e. flaka bolfisk og frysta. Fyrir- tækinu hefur gengið mjög erf- iðlega að selja niðursoðna rækju á undanförnum inisser- FugKnn heldur sig í beijamónum Gæsaskyttur hafa sumar hverj- ar komið heim vonsviknar á síðustu dögum en aðrar bros- andi út að eyrum yfir góðum feng. Veiðitímabilið hófst á mánudaginn en slæmt veður hefur dregið úr mönnum að halda til veiða. Allir virðast sammála um að talsvert er af gæs þetta haustið en jafnframt er mikið af berjum á Norðurlandi og halda gæsirnar sig því mest í berjamónum. Mjög lítið er af gæs á túnum. Búast má við að ef tíð helst góð og ekki koma næturfrost verði erfiðara að eiga við gæsina en ella. JÓH um og það verð sem fengist hefur er ekki viðunandi að mati Jóns Tryggvasonar fram- kvæmdastjóra Pólstjörnunnar hf. Framleiðsla á TARAMAT sem eru niðursoðin þorskhrogn á Frakklandsmarkað verður óbreytt en þessa dagana er unnið að því í verksmiðjunni að breyta vinnslulínunni að hluta þannig að hægt verði að taka upp bolfisk- flökun en flökunum verður pakk- að í 6 kg pakkningar. Framleiðslugeta verður um 3 tonn á dag en hráefnið verður væntanlega keypt á fiskmarkað- inum á Dalvík. Jón Tryggvason bjóst við aukinni eftirspurn eftir þeim fiski sem byðist á gólfmark- aðinum þegar liði á haustið því þá minnkar framboð af trillufiski en hugsanlega mundi togarinn Baldur landa á markaðinn þegar hann kæmist í gang eftir vélaupp- tekt og aðrar lagfæringar. Uppi eru hugmyndir um að semja við ákveðna útgerðaraðila hér á norðausturhorni landsins um að kaupa af þeim allan fisk sem að landi berst en fyrirtækið á bíl sem m.a. hefur verið notaður til að sækja lifur víðs vegar um Þfö gertö betri matarkaup í KEA NETTQ ffk ¥é x g Af því tilefni bjóðum við Strásykur 2 kg 140 kr. Appelsínur 110 kr. kg Léttreykta lambahryggi kr. 657 kg meðan birgðir endast. Athugið opið virka daga frá kl. 13.00-18.30. Laugardaga frá kl. 10.00-14.00. Kynnist NElTTÓ-yret*öi ° KEANETTÓ ð á flakafrystingu rækjuniðursuðu landið sem hefur verio möursoð- in og brædd. Nokkuð gott verð hefur fengist fyrir niðursoðna lif- ur á Kandamarkaði en vegna undirboða er sá markaður nánast frá í bili, sem þýðir að aðalhersla verður lögð á að bræða þá lifur í vetur sem verksmiðjunni býðst. Þeim fiski sem keyptur yrði beint af útgerðaraðilum yrði þá nánast landað beint á bílinn en þessi aðferð við hráefnisöflun reyndar stunduð nú þegar af nokkrum fiskverkendum. Framboð af niðursoðinni rækju á heimsmarkaði er sífellt að aukast og hefur markaðshlut- deild Dana aukist mjög mikið, auk þess sem undirboð á þessum markaði aukast stöðugt. Pól- stjarnan hf. hefur þurft að kaupa rækjuna pillaða og hefur verðið á henni verið mjög hátt, auk þess sem verksntiðjurnar hafa þurft að lána erlendum kaupendum sölu- verðið allt upp í 120 daga en þessi langi greiðslufrestur hefur háð lagmetisiðnaðinum talsvert. Jón Tryggvason sagðist álíta að þró- unin í lagmetisiðnaðinum hér- lendis yrði sú að hér yrðu starf- ræktar fáar en stórar verksmiðj- ur. GG 99 Þing Fjórðungssambands Norðlendinga á Sauðárkróki: Mikið starf imnið á vegum sambandsins - segir Björn Sigurbjörnsson, formaður 44 Fjórðungsþing Norðlendinga verður haldið í Iþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 30. ágúst og laugardaginn 1. sept- ember næstkomandi. Aðal málefni þingsins verða umhverflsmál og mun Júlíus Sólnes, umhverflsráðherra flytja framsögu um það mál. Þá verða atvinnumál á Norðurlandi einnig í brenni- depli og mun Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, fylgja þeim málaflokki úr hlaði með fram- sögu. Einnig munu Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafs- flrði, Jón Þórðarson, deildar- stjóri við Háskólann á Akur- eyri og Helena Dejak, fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstof- unnar Nonna flytja framsögu- erindi. Á síðasta ári kom fram gagn- rýni frá sveitarfélögum sem töldu of miklu fé varið til reksturs stofnunar eins og Fjórðungs- sambandsins þegar Héraðsnefnd- ir væru komnar á legg og teknar að vinna að ýmsum málalflokk- um er varða sveitarstjórnarmál á viðkomandi svæðum. Einkum kontu slíkar raddir frá Ólafsfirði og Akureyri. Að sögn Björns Sigurbjörnssonar á Sauðárkróki, formanns Fjórðungssambands Norðlendinga hafa þessi mál ekki verið til umræðu að undanförnu. Þarna væru á ferðinni spurningar um á hvern hátt menn vildu verja fjármunum til sveitarstjórnar- mála og umræðan í fyrra að mestu snúist um að skipta þeim framlögum sem fyrir voru ntilli Fjórðungssambandsins og hér- aðsnefndanna. Þannig hefðu sveitarstjórnarmenn á þessum stöðum viljað taka af rekstrarfé til að af Fjórðungssantbandsins greiða kostnað sem hlytist starfi Héraðsnefndanna. Björn Sigurbjörnsson sagði að mjög misjafnt væri hvað héraðs- nefndirnar hefðu tekið af málum til meðferðar. Hann nefndi sem dæmi að Héraðsnefnd Skaga- fjarðarsýslu væri mun virkari en nefndirnar fyrir vestan, í Hún- avatnssýslunum. Starfsvettvang- ur héraðsnefndanna væri að mörgu leyti enn í mótun og gæti farið í misjafnan farveg eftir sýslum. Hann taldi spurningu um skiptingu kostnaðar milli Fjórðungssambandsins og hér- aðsnefndanna vera um hvar sveitarstjórnarmenn teldu fram- gangi mála vera best borgið og benti á að mikið starf væri unnið á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga er varðaði sveitar- stjórnarmál. ÞI. Jón Þórðarson. Helena Dejak. Jón Sigurðsson. Bjarni Kr. Grímsson. Júlíus Sólnes. Húsnæðismiðlun Stúdentaráðs HÍ: Tölvuskráning mun bæta hag landsbyggðaraianna Landsbyggðarmenn sem hyggj- ast stunda nám við Háskóla íslands hafa betri möguleika á að verða sér úti um íbúðar- húsnæði en áður, eftir að hús- næðismiðlun Stúdentaráðs HÍ hefur tekið upp tölvuskráningu og sendingarþjónustu á upp- lýsingum um það húsnæði sem í boði er. Á vegum Stúdentaráðs Háskóla íslands hefur um nokk- urra ára skeið verið rekin hús- næðismiðlun fyrir námsmenn, til að auðvelda þeim að verða sér úti unt húsnæði yfir vetrarmánuðina. Eftirspurn eftir húsnæði er mikil og til þessa hafa þeir sem búsettir eru í Reykjavík og nágrenni stað- ið mun betur að vígi en þeir sem búa úti á landi, þar sem þeir hafa átt auðveldara með að grípa gæs- ina þegar hún hefur gefist. Að sögn Sigurjóns Árnasonar forinanns Stúdentaráðs ætti þessi aðstöðumunur að mestu leyti að vera úr sögunni eftir að miðlunin hefur komið sér upp tölvuskrán- ingu á upplýsingunum. Mest munar um að með þessu móti er útprentun upplýsinga mun auð- veldari og þá um leið auðveldara að koma upplýsingunum á fram- færi til þeirra sem búa utan stór- Reykjavíkursvæðisins. Skrifstof- an sendir þeim sem þess óska upplýsingarnar og ef mönnum finnst almenn póstþjónusta ekki ganga nógu hratt fyrir sig er hægt að grípa til símbréfatækninnar. Að sögn Sigurjóns eru nýir listar unnir á hverjum mánudegi og því ráðlegast að hringja síðla dags á mánudegi eða snemma á þriðjudegi. Sími miðlunarinnar er 91-621080. Sigurjón segir að jafn- aðarlega séu um 30 íbúðir og her- bergi á skrá. Hins vegar sé hreyf- ingin rnjög mikil og alger útskipt- ing verði á um tveimur vikum. Á síðasta ári voru leigðar unt 230 íbúðir og herbergi í gegnunt miðlunina en á þessu ári hafa þegar verið leigðar um 120. Á sama tíma í fyrra var talan um 70 íbúðir og herbergi. Sigurjön ség- ist þakka þessa aukningu betri kynningu á þessari starfsemi. ET

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.