Dagur - 23.08.1990, Page 6

Dagur - 23.08.1990, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 23. ágúst 1990 Króksmótið í knattspyrnu á Sauðárkróki: Dalvíkmgar sigursælir sem -um 300 knattspyrnumenn á aldrinum 5-12 ára skoruðu 250 mörk í 53 Króksmótið í knattspyrnu var háð á Sauðárkróki um síð- ustu helgi þar sem um 300 ungar knattspyrnuhetjur af Norðurlandi á aldrinum 5 til 12 ára voru samankomnar. Tindastóll stendur fyrir Króksmótinu og er það orðinn fastur liður á keppnistímabili yngstu flokka flestra norð- lenskra félaga. Að Jþessu sinni mættu 7 félög til leiks, frá Húsavík, Dalvík, Olafsfirði, Siglufirði, Hofsósi, Sauðár- króki og Blönduósi. Dalvíkingar voru sigursælir sem fyrr á Króksmóti, sigruðu í 5. og 6. flokki, en heimamenn hirtu gullverðlaunin í 7. flokki. fá. Svo og gerðu þeir foreldrar Mótið hófst snemma laugar- dags í ekkert allt of góðu veðri, en keppendur létu það lítið á sig krakkanna og aðrir aðstandendur sem fjölmenntu og fylgdust með Frá úrslituleiknum í 6. flokki milli Dalvíkur og Tindastóls-A. Sókndjarfur Dalvíkingur sækir að markverði Tindastóls, en án árangurs, og varnarmaður Tindastóls er við öllu búinn. Mynd: -bjb ■„>v-<-«r7yE» TILB0Ð Skólafatnaður á börnin Gallabuxur margar gerðir, st. 4-16 ... Galiabuxur fóðraðar, st. 4-12 ....... Telpna og drengja kakíhuxur, st. 4-16 verð frá kr. 1.915 ...... kr. 2.495 verð frá kr. 1.245 Akrýl peysur, st. 80-120 ...... kr. 960 Akrýl peysur, st. 6-14 ........ kr. 1.145 Jogging peysur, margar gerðir, st. 116-176 verð frá kr. 500 Úlpur, st. 98-128 ............. kr. 2.620 Úlpur, st. 8-14 ............... kr. 2.985 Fóðraðir skór í stærðum 28-39 . kr. 1.1995 KEA Hrísalundur, VfSA kjallari leikjunum af mikilli innlifun. Leikmenn voru óspart hvattir til dáða og óneitanlega urðu yngstu keppendurnir hálf utangátta þeg- ar þeir sáu foreldra sína á línunni hrópandi og hoppandi. „Klikkaði“ í 12. umferð bráðabanans Eftir hátt í 30 leiki á laugardag var efnt til vítaspyrnukeppni í flokkunum þremur sem kepptu, þ.e. 7., 6. og 5. flokkur. Víta- skytta 5. flokks var Davíð Þór Rúnarsson Tindastól-A og mark- maður 5. flokks var Víðir Krist- jánsson, einnig úr Tindastól-A. Vítaspyrnukeppnin í 6. flokki var einkar hörð og jöfn og endaði með bráðabana milli leikmanns Dalvíkur og Hvatar frá Blöndu- ósi. Það var eftir 12 umferðir sem Dalvíkingurinn „klikkaði“ og þar með var Blöndósingurinn Guð- Lið Tindastóls sem sigraði í 7. flokki B-liða, en einhverja leikmenn vantar á myndina. Mynd: -bjb Hart var barist í úrslitalcik Dalvíkinga og Siglfirðinga í 5. flokki og hér er barist um einn skallabolta. Mynd: -bjb Að loknum fyrri keppnisdegi var haldin heljarinnar grillveisla fyrir leikmenn í Króksmótinu, þar sem „aðeins“ 1200 pylsum var rennt niður með tilheyr- andi meðlæti. Mynd: sbg Víðir Kristjánsson, markmaður 5. Frá vinstri á þessari mynd eru víta- flokks, og Davíð Þór Rúnarsson, skytta og markmaður 6. flokks með vítaskytta 5. flokks, með verðlaunin sín verðlaun, þeir Guðjón Sveinsson sín, báðir úr Tindastól. Mynd: -bjb og Guðni Sturluson, báðir úr Hvöt frá BlÖnduÓSÍ. Mynd: -bjb fyrr leikjum! jón Sveinsson orðinn vítaskytta síns flokks. Félagi hans úr Hvöt, Guðni Sturluson, var markmaður 6. flokks í keppninni. I 7. flokki var Gunnar Jósteinsson leikmað- ur Völsungs hlutskarpastur í víta- spyrnukeppninni og Ágúst Ingi Ágústsson Tindastól besti mark- maðurinn. 1200 pylsum torgað í grillveislu Þegar vítaspyrnukeppni lauk var efnt til mikillar grillveislu við Gagnfræðaskólann, þar sem aðkomukeppendur gistu og áðu. Það voru „aðeins“ 1200 pylsur sem fóru ofan í grillveislugesti og að sjálfsögðu var „ein með öllu“ vinsælust. Nokkrir foreldrar leikmanna Tindastóls á Króks- mótinu voru knattspyrnudeild til hjálpar við framkvæmd mótsins og sáu mömmurnar um að fæða knattspyrnumennina sem gistu í Gagnfræðaskólanum og fylgdar- menn þeirra. Þar var boðið upp á hollan morgunmat og hádegismat á laugardag og sunnudag. Ein- hverjir efast kannski um hollustu hádegismatarins á sunnudag en ekki efuðust „pollarnir" því þeir fengu hamborgara og franskar með tilheyrandi, og líkaði vel. Lítið gefíð eftir í úrslitaleikjum Króksmótið fór fram í ágætis veðri á sunnudeginum. Mótið endaði með úrslitaleikjum í 6. og 5. flokki og þar voru Dalvíkingar sigursælir. Dalvík vann Tinda- stól-A 5:0 í 6. flokki og úrslita- leikurinn í 5. flokki á milli Dal- víkur og KS-A var einkar spenn- andi. Þar var lítið gefið eftir en Dalvíkingar stóðu uppi sem sig- urvegarar, unnu Siglfirðinga 2:1. Siglfirðingar, jafnt leikmenn sem forráðamenn, tóku tapinu miður vel og verður að segjast að fram- koma þeirra eftir leikinn var þeim eigi til fyrirmyndar. En nóg um það, gengur bara betur næst. Mótinu lauk með verðlauna- afhendingu. í 7. flokki b-liða vann Tindastóll-B með 7 stig, KS-B varð í öðru sæti með 5 stig og Tindastóll-C í þriðja með ekk- ert stig. Síðastnefnda liðið vakti mikla athygli, en þar léku yngstu keppendur mótsins, allt niður í 5 ára aldur. Keppni í 7. flokki a- liða var jöfn og spennandi en það var Tindastóll-A sem bar sigur úr býtum með 9 stig, næstir komu KS-A með 8 stig og bronsið hlutu Völsungar sem fengu 6 stig. Eins og komið hefur fram hlutu Dalvíkingar gullið í 6. flokki og Tindastóll-A silfrið. Bronsið í 6. flokki hlaut KS-A eftir leik um sætið við Tindastól- B. í 5. flokki hafnaði Tindastóll- A í þriðja sæti, vann Leifturs- menn í framlengdum leik um bronsið, 3:1. Það voru síðan Sigl- firðingar sem fengu silfurverð- laun í 5. flokki og Dalvíkingar hömpuðu gullinu. Það var ekki í fyrsta skiptið því Dalvíkingar hafa verið sigursælir á Króksmót- inu frá því það var haldið í fyrsta sinn sumarið 1988 með formleg- um hætti. Það má því búast við að Dalvíkingar mæti örugglega á næsta Króksmót til að verja þá titla sem þeir fengu í ár. 250 mörk í 53 leikjum Á Króksmótinu um síðustu helgi voru alls spilaðir 53 leikir á 3 knattspyrnuvöllum. t leikjunum 53 voru skoruð nákvæmlega 250

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.