Dagur - 23.08.1990, Page 12

Dagur - 23.08.1990, Page 12
Akureyri, fimmtudagur 23. ágúst 1990 Skotvopnaeign Eyfirðinga: Nálægt tveimur byssum á leyflshafa Metsala Frosta PU í Hull: Hjá embættum bæjarfógeta og sýslumanns á Ólafsfiröi, Sauöár- króki og Blönduósi fengust þær upplýsingar að vanskil á opinber- um gjöldum væru mjög óveruleg og lítið sem ekkert um harkaleg- ar innheimtuaögerðir. Jón ísberg, sýslumaður Húnvetninga, sagði að hann gæti í mesta lagi lokað einu fyrirtæki á Blönduósi vegna vanskila, en það væri gjaldþrota fyrirtæki. Að öðru leyti var borðið nánast hreint hjá Jóni. „Ég talaði við nokkra aðila og þeir hafa gert upp sínar sakir,“ sagði Jón ísberg. -bjb Hæsta meðalverð á þessu ári Togarinn Frosti ÞH frá Greni- vík seldi 56 tonna afla í Hull í Englandi sl. þriðjudag fyrir metverð. Aflaverðmæti var tæpar 9,9 milljónir króna og meðalverð 177 krónur fyrir kílóið, sem er hæsta meðal- verð í íslenskum krónum talið, það sem af er þessu ári á fisk- mörkuðum í Englandi. í enskum pundum talið er meðalverð Frosta það næsthæsta á árinu, rétt á eftjr togaranum Ottó Wathne, sem seldi í Grinisby sl. vetur fyrir metverð. Afli Frosta var blandaður, mest af þorski og ýsu, en einnig karfi, grálúða, steinbítur og ufsi. Frosti átti pantaðan söludag í dag, fimmtudag, í Hull en vegna vélarbilunar varð veiðitúrinn styttri og fékk skipið að skipta við annað skip um söludag. Jakob Porsteinsson, fram- kvæmdastjóri Frosta hf. sem ger- ir skipið út, var að vonum ánægð- ur með söluna þegar Dagur sló á þráðinn til hans. Jakob sagðist ekki hafa átt von á svo góðri sölu í Hull á þriðjudag en þá var fisk- ur aðallega seldur úr gámum. „Ég var hálf smeykur um mikið framboð, en fiskurinn í Frosta hefur greinilega verið svona góður. Það var vel frá aflanum gengið og áhöfn Frosta á hrós skilið. Þar fara vanir og góðir menn,“ sagði Jakob í samtali við blaðið í gær. Vörður ÞH 4, gerður út frá Reykjavík, seldi einnig í Hull á þriðjudag og fékk ágætis verð fyrir sinn afla. Vörður seldi tæp 110 tonn fyrir um 14 milljónir króna. Meðalverðið var 134 krónur fyrir kílóið. -bjb Bærinn Jörfi í Víðidal: Kviknaði í hlöðu og fjósi Mikið tjón varð af völdum elds I Hún. aðfaranótt miðvikudags. á bænum Jörfa í Víðidal í V.- I Hlaða brann til kaldra kola og fjósið við hana skemmdist töluvert. Hvorki slösuðust þó menn né skepnur í brunanum. Um tvöleytið um nóttina vakn- aði heimilisfólkið við símhring- ingu frá næsta bæ um eldinn og þá skíðlogaði í hlöðunni og fjós- inu. Bjarga tókst kálfum sem í fjósinu voru, en kýrnar voru allar úti við. Slökkviliðið á Hvamms- tanga og Blönduósi kom síðan og slökkti eldinn í fjósinu, en heyið í hlöðunni eyðilagðist allt og ekk- ert uppistandandi þar nema* steyptir veggir. Talið er að kvikn- að hafi í út frá hita í heyinu, sem þó átti allt að vera vel þurrt. Mikill vindur var í Víðidal meðan logaði og stóð hann í átt að íbúðarhúsinu á Jörfa svo að á tímabili var hætta á að í því kviknaði einnig. Svo fór þó ekki og að sögn húsfreyju mun ekki verða heyskortur þó að mikið hafi brunnið þarna, því vot- heyið og rúllubaggarnir séu eftir en tjónið sé mikið samt sem áður. SBG Um síðustu áramót voru sam- tals 2650 skotvopn á skrá hjá lögregluyflrvöldum í Eyja- fjarðarsýslu. Skotvopnaleyfis- hafar á svæðinu eru þó ekki nema 1595 á sama tíma þannig að hver leyfishafi á að jafnaði fleiri en eina byssu. Á þessum tíma voru hagla- byssurnar rösklega 1700 talsins og hafði fjölgað um rösklega 200 á árinu. Rifflarnir voru hins veg- ar 792 á svæðinu árið 1988 en um síðustu áramót voru þeir um 760 á skrá þannig að augljóslega minnkar nú áhugi á rifflanotkun á sama tíma og haglabyssuveiðar sækja á. Þá eru ótaldar fjárbyssur sem eru um 100 talsins á svæðinu. Erlingur Pálmason, yfirlög- regluþjónn á Akureyri, segir að í fyrra hafi um 90 manns setið námskeið Iögreglunnar á Akur- eyri og fengið skotvopnaleyfi. Þetta eru mun fleiri en fengið hafa leyfi árlega frá því nám- skeiðshald var tekið upp í tengsl- um við þessi leyfi. Ekki er þar með sagt að allur þessi fjöldi skotveiðimanna bætist við á veiðistöðum ár hvert því margur maðurinn notar skotvopn iítið sem ekkert. Aðspurður segir Erlingur að alltaf sé eitthvað um að menn komi með byssur til lögreglunnar til afskráningar og er ónýtum byssum sökkt í sjó. JÓH Á Akureyri eru nú staddir nemendur úr starfsskóla í Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku, en þessi skóli er hlið- stæður starfsdeildunum í Löngumýri. Hér er um skiptiheimsókn að ræða því starfsdeildirnar fóru til Randers í vor. í gær snæddu hóparnir morgunverð í sal bæjarstjórnar. Á myndinni með þeim eru Kristján Pétur Sigurðsson, starfs- maður í Löngumýri og Ingólfur Ármannsson, skóla- og menningarfulltrúi. Mynd: Goiii Skattskil Norðlendinga: Ólafur Ragnar má vera ánægður - nánast „hreint borð“ hjá Jóni ísberg Norðlendingar virðast standa ágætlega í skilunt varðandi skattagreiðslur til hins opin- bera, ef ntarka má nýlegar upplýsingar frá bæjarfógeta- embættum á Húsavík, Olafs- firði, Siglufirði, Sauðárkróki og Blönduósi. Einhverjar undantekningar eru þó þar á, Nýi vegurinn við Silfrastaði: Opnaður fyrir umferð Umferð verður hleypt á nýjan vegkafla efst í Blönduhlíð í Skagafirði í kvöld eða á morgun. Verktakar voru að vinna við síðasta sprett veglagningarinnar þegar Dagur hafði tal af þeim í gær. Urn er að ræða 4,1 km lang- an kafla og hófust framkvæmdir þann 1. júní sl. Lokið skal við grjótgarða við veginn samkvæmt verksamningi 15. október nk. Það eru verktakafyrirtækin Jörfi og Borgarverk sem unnið hafa að veglagningunni og sagði Haukur Júlíusson, framkvæmda- stjóri Jörfa, að verkinu hefði miðað mjög vel. óþh en í heildina séð mega Ölafur Ragnar og hans menn í ráðu- neyti fjármála vera tiltölulega ánægðir með skilin. Halldór Kristinsson, sýslumað- ur Þingeyinga, sagði að nokkur hótunarbréf hafi farið út til greið- enda á staðgreiðslusköttum en lítið um stórar skuldir. Á næst- unni verður farið í innheimtu- aðgerðir vegna virðisaukaskatts- ins hjá Þingeyingum en vanskil þar munu vera óveruleg. Erlingur Óskarsson, bæjarfógeti á Siglufirði, sagði að um þessar mundir væru að fara hótunarbréf til 15-20 aðila í bænum vegna vanskila þeirra, aðallega á stað- greiðsluskattinum. Erlingur sagði að stærstu skuldarar væru teknir sérstaklega fyrir, en þeir skulda upp undir tug milljón króna. Virðisaukaskattur skilast mun betur inn hjá Siglfirðingum og vanskil þar ekki mikil. Á fundi héraðsráðs Skaga- Ijarðar í síðustu viku var ákveðið að senda út bréf til sveitarstjórna þar sem óskað væri eftir untboði til að ganga til samninga við íslenska stál- félagið hf. um afsetningu brotajárns sem til fellur í hér- aðinu. íslenska stálfélagið er búið að gera tilboð í afsetninguna, en héraðsnefnd verður að sam- þykkja samning um þetta efni áður en byrjað verður að hirða upp bílhræ og annað brotajárn. Slfkt rusl er nú orðið töluvert vandamál hér á landi eftir að bannað var með lögum að urða það. Að sögn Magnúsar Sigurjóns- sonar, framkvæmdastjóra hér- aðsnefndar, er þó nokkuð um brotajárn á víðavangi í Skaga- firði, bæði inn til sveita og á þéttbýlisstöðunum. „Þessir bílhræjahaugar bæði hér í héraði og annars staðar stinga mann í augun því yfirleitt eru þeir í hrópandi ósamræmi við umhverfið," segir Magnús. Svar við þessu bréfi" sem sveitarstjórnir í Skagafirði fá nú í hendur verður að berast fyrir 15. september, svo farið gæti að Iíða að því að bílflök, eins og sést á meðfylgjandi mynd, hyrfu úr eigu og umhverfi Skagfirð- inga. SBG Brotajárn í Skagafirði: íslenska stálfélagið með tilboð um afsetningu l

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.