Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 3
fréttir
Þriðjudagur 28. ágúst 1990 - DAGUR - 3
Vélbátatrygging Eyjaijarðar:
Sækir um víðtækari trygg-
ingar tengdar sjávarútvegi
Umsvif Yélbátatryggingar
Eyjafjarðar hafa verið að auk-
ast á undanförnum misserum,
en skip yfir 100 tonn að stærð
hafa verið að koma í tryggingu
hjá félaginu, og hefur heildar-
tonnafjoldi skipa og báta sem
eru í tryggingu hjá félaginu
aukist, og eru það eðlileg við-
brögð við stöðugt minnkandi
flota þeirra skipa sem eru und-
ir 100 tonn að stærð.
Stjórn Vélbátatryggingar
Eyjafjarðar lítur það talsvert
alvarlegum augum að útgerðir
stærri skipa, aðallega frysti-
togara, hafa verið að kaupa
smærri báta til þess að nýta kvóta
þeirra, en þeim hefur síðan verið
lagt og þeir legið í reiðileysi, en
hafa engu að síður verið tryggð-
ur að fullu samkvæmt lögum, en
fullar tryggingabætur þarf að
greiða fyrir þá ef eitthvert tjón
hendir þá þrátt fyrir að raunveru-
legt verðmæti þeirra sé ekki til
staðar, þ.e. kvóti þeirra.
Til umræðu hefur komið að
leggja svokallaða skyldutrygg-
ingu af, en það veitir eigendum
báta undir 100 tonn að stærð rétt
til að tryggja hjá öðrum trygg-
ingafélögum en bátaábyrgðar-
félögum sem aftur býður þeirri
hættu heim að stóru tryggingar-
félögin bjóði aðeins nýjum bát-
um og þeim sem hafa verið
„léttir" með tjón tryggingar, en
bátatryggingarnar sitji þá eftir
með þá sem hafa verið óheppnir
með tjón og búa við erfið hafnar-
skilyrði.
Vélbátatrygging Eyjafjarðar hef-
ur farið fram á það við Guðmund
Bjarnason tryggingaráðherra að
útvíkka starfsemina, þ.e. að fá að
selja fleiri tryggingar eins og líf-
tryggingar, afurðalánstryggingar
og aðrar tryggingar er tengjast
sjávarútvegi, en samþykkt þess
efnis var gerð á aðalfundi félags-
ins í vor og þetta talið byggðamál
öðrum þræði. GG
Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík:
„Kaupum fisk á markaði þegar
frystihúsið vantar hráeftii“
- segir Þorsteinn Auðunn Pétursson framkvæmdastjóri
Kaldbaks hf. á Grenivík
Lífleg sala hefur verið á gólf-
markaði Fiskmiðlunar Norður-
lands á Dalvík að undanförnu,
og þar verið fiskuppboð 5 til 6
daga vikunnar. Nýlega var
blaðamaður Dags viðstaddur
eitt slíkt, og tók þar tali einn
kaupandann sem verulega
hafði sig í frammi og keypti
stóran hluta þess fisks sem á
boðstólum var þann morgun,
en kaupendur voru flestir frá
Dalvík en einnig víðar að.
Maðurinn er Þorsteinn Auð-
unn Pétursson framkvæmda-
stjóri Kaldbaks hf. á Grenivík.
- Kaupið þið Grenvíkingar
mikinn fisk hér á markaðinum?
„Nei, það er aðallega til upp-
fyllingar eða þegar frystihúsið
vantar hráefni, en fiskurinn hefur
nánast alfarið farið í frystingu,
örfá tonn hafa farið í salt. Við
höfum yfirleitt nægjanlegt hrá-
efni fyrir okkur af togaranum og
línubátum. Við fylgjumst hins
vegar með hvað er að gerast hér á
þessum gólfmarkaði á Dalvík.“
Hallsteinn Guðmundsson stjórnar
fiskuppboði af röggsemi.
- Hvað finnst þér um svona
markað, er hann kominn til að
vera?
„Já, ég á von á því, en hér var
boðinn upp fiskur sem er kominn
víða að, m.a. austan úr Þistil-
firði, og með því fá sjómenn þar
í flestum tilfellum hærra verð en
ef þeir hefðu landað fiskinum til
vinnslu í heimabyggð. Einnig
gefur þetta útgerðum möguleika
Þorsteinn Auðunn Pétursson fram-
kvæmdastjóri Kaldbaks hf.
á að selja afla hér ef eigin vinnsla
annar ekki framboði."
- Er það verð sem þú greiðir
fyrir fiskinn hér í dag ekki svo
hátt, að ekkert verður eftir til
skiptanna?
„Það er hátt, en við erum fyrst
og fremst að tryggja okkur hrá-
efni og halda uppi vinnu í frysti-
húsinu.“ GG
Akureyrarkirkja:
Miklar framkvæmdir fyrir 50
ára afinæfið 17. nóvember nk.
Eins og flestum bæjarbúum mun
kunnugt hafa stórframkvæmdir
verið í gangi á vegum kirkjunnar,
bæði vegna þess að brýn þörf var
á umbótum og í tilefni 50 ára
afmælis kirkjunnar þ. 17. nóv.
n. k.
Þessar framkvæmdir eru
komnar það áleiðis að frágangi á
lóð er lokið. Nú er unnið að því
að flóðlýsing á kirkjuna utanfrá
verði nægileg og áætlað er að
safnaðarheimilið verði fullbúið
um miðjan október.
Viðgerð á sjálfri kirkjunni
innandyra á að hefjast mánudag-
inn 3. sept. Þá verður hún máluð,
gólfið lagfært, settur inn nýr gólf-
dregill og fleiri endurbætur verða
gerðar. I forkirkju á að setja nýtt
gólf, gera snyrtinguna aðgengi-
lega fyrir fatlaða í hjólastólum
o. fl.
Reynt verður að hraða þessum
framkvæmdum svo sem verða
má, en áætlað er að þær taki fjór-
ar vikur. Á meðan viðgerðirnar
standa yfir fer helgihaldið fram í
kapellu kirkjunnar.
Sr. Lárus Halldórsson er ráð-
inn prestur til kirkjunnar frá 20.
sept. til 20. des. Þann tíma hefur
sr. Þórhallur Höskuldsson fengið
leyfi frá embættisstörfum, sem
hann notar til námsdvalar í
Noregi.
Saga Akureyrarkirkju, í ritun
Sverris Pálssonar, er væntanleg á
markaðinn í nóvember. Þar er
mikill fróðleikur og góð frásögn,
um kirkjulegt starf á Akureyri,
komin í bók, sem mun kærkomin
áhugafólki um þau mál.
Gjafir sóknarbarna til kirkju
og safnaðarheimilis í peningum,
störfum og munum, sem borist
hafa frá því í febrúar síðastliðn-
um, er sóknarnefndin fór fram á
fjárhagslega aðstoð, má samtals
virða á hálfa miljón króna. Fyrir
það flytjum við gefendum marg-
faldar þakkir og einnig erum við
þakklát fyrir hve ótvíræða
ánægju við höfum fundið hjá
söfnuðinum með það uppbygg-
ingastarf sem fram hefir farið á
vegum kirkjunnar.
(Fréttatilkynning frá sóknarnefnd
Akureyrarsóknar.)
Húsakynr.i Kötlu hf. á Árskógsströnd.
Mynd: GG
Katla hf. á Árskógsströnd:
Umsvif byggingaf'yrirtækisins
Kötlu hf. á Arskógsströnd hafa
aukist nokkuö á undanförnuin
misserum, og þá helst í alls
kyns vélarekstri, en fyrirtækiö
er m.a. með „trailer" sem not-
aður er í lokafrágangi viö
Ólafsfjaröargöng. í byggingu á
vegurn Kötlu hf. eru véla-
geyinslur að Meluni í Svarfað-
ardal og Efstalandi í Öxnadal.
I endurbyggingu eru íbúðarhús
á Dalvík og Árskógssandi. í
byggingu eru 6 íbúðir í kaup-
leigukerfinu, en fjórum þeirra
verður skilaö tilbúnum um ára-
mót en fjórum að vori. Tvær
þeirra eru staðsettar á Hauganesi
cn fjórar á Árskógssandi, og eru
umsóknir eitthvaö fleiri en húsin
en úthlutun hefur enn ekki farið
fram. Nýlokið er malbikun íbúð-
argatna beggja þorpanna, þ.e.
Hauganess og Árskógssands, og
er að breyta heimavist
Arskógarskóla í kennslustofur.
Nú er eingöngu heimanakstur og
því þótti tímabært að fá meira
rými til kennslunnar. þar sem
nemendum við skólann hefur
fjölgað nokkuð. Einnig fara fram
lagfæringar á skólastjóraíbúð-
inni.
Einnig er lítil deild í fyrirtæk-
inu sem framleiðir vörubretti úr
timbri fyrir útflutninginn, þ.e.
freðfiskinn. saltfiskinn og verk-
smiðjurekstur ýmiss konar eins
og t.d. Serki hf. á Blönduósi.
Timbrið í brettin er flutt inn frá
Portúgal en mi er til athugunar
að flytja inn timbur frá Póllandi.
I sumar var hafin bygging á
sumarhúsi sem fyrirhugað er að
setja niður í Fnjóskadal í landi
Reykja, en hann er enn óseldur.
Starfsmenn Kötlu hf. eru alls
15 talsins. GG
Mikið byggt í sumar
- sex kau]3leigiiíbúðir í byggingu
í Árskógshreppi
veriö
Ljósleiðari Akureyri-Egilsstaðir:
Búist við að lagn-
ingu ljúki í september
Framkvæmdir við lagningu Ijós-
leiðara milli Akureyrar og
Egilsstaða ganga vel og er búið
að plægja niður streng á um
hchningi leiðarinnar. Búist er
við að lagningunni Ijúki í næsta
mánuði en gert er ráö fyrir aö
taka strcnginn í notkun næsta
vor.
Lagningu ljósleiöarastrcngs
milli Akureyrar og Egilsstaða var
skipt upp í þrjú verkefni og var
hvert fyrir sig boðið út. Um er að
ræða kaflana Akureyri-Lundur í
Öxarfirði, Lundur-Vopnafjörður
og Vopnafjörður-Egilsstaðir. Aö
sögn Páls Jónssonar tæknifræð-
ings hjá ljósleiðaradeild Pósts og
síma eru verkhlutarnir hver um
sig um það bil hállnaöir og er gert
fyrir að vinnu verktakanna Ijúki í
september. Þá tekur við vinna
starfsmanna Pósts og síma við
tengingar en þær et u gerðar með
um 5-7 kílómetra millibili alla
leiðina.
Páll segist gera ráð fyrir að
kerfið verði tekiö í notkun næsta
vor. Um verður að ræöa verulega
bætt skilyrði í samskiptum á þess-
ari leiö, ekki aðeins betra síma-
samband og aukna flutningsgetu
hvað þaö varðar heldur geysilega
möguleika á flutningi sjónvarps-
sendinga milli landshluta. Þannig
segist Páll gera ráð fyrir að send-
ingar Stöðvar 2 veröi settar inn á
hið nýja kerfi strax næsta vor.
ET
Skrifstofiitækni
★ Morgunnáin ★ Efiirmiðdagsnám ★ Kvöldnám
Aiilóii meiuitun, l>etrl
atxdrirmxxiögixlerkar
Greiðslukjör við allra hœíi.
Innritun og upplýsingar í
síma 27899.
Tölvufræðslan Akureyri h£
Glerárgötu 34, IV. hœð. Sími 27899.