Dagur - 28.08.1990, Page 5

Dagur - 28.08.1990, Page 5
Þriðjudagur 28. ágúst 1990 - DAGUR - 5 Gissur Pétursson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna undanfarin fjögur ár, mun láta af því embætti á þinginu að Núpi um næstu helgi. Gissur Pétursson, formaður SUF: „Upplagt að hefja kosn- ingabaráttuna á þinginu" - þing Sambands ungra framsóknarmanna haldið að Núpi í Dýrafirði 31. ágúst-2. september nk. Þing Sanibands ungra fram- sóknarmanna verður haldið að Núpi í Dýrafirði dagana 31. ágúst tii 2. september næst- komandi. Að sögn Gissurar Péturssonar, formanns SUF, verða aðalmál þingsins tvö. „Annars vegar verða örugg- lega miklar umræður um stjórnmálin í Ijósi þeirra stór- kostlegu breytinga sem orðið hafa frá síðasta SUF-þingi 1988, bæði hér innanlands með bættri skipan efnahagsmála, og eins utanlands og á ég þá fyrst og fremst við breytingarn- ar í Evrópu og bætt samskipti austurs og vesturs,“ sagði Gissur. Hitt aðalmál þingsins tengist einnig fyrirhuguðum breytingum í Evrópu. Fyrsta dag þingsins, föstudaginn 31. ágúst, mun Gunnar Helgi Kristinsson, stjórn- málafræðingur flytja erindi um Efnahagsbandalag Evrópu, kosti þess og galla. Erindið nefnir hann „Island og Evrópubanda- lagið“. Gunnar Helgi mun einnig fjalla um afstöðu kjósenda Fram- sóknarflokksins til aðildar að Evrópubandalaginu, en sl. vetur var hún könnuð allítarlega. „Af öðrum málum má nefna að alþingiskosningar eru skammt undan og því verða framboðsmál og sókn ungs fólks á þeim vett- vangi innan Framsóknarflokksins vafalaust mikið rædd,“ sagði Gissur Pétursson ennfremur. Þá má nefna að formaður Fram- sóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, situr SUF-þingið og flytur erindi um þjóðmálin. Gissur Pétursson hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður Sambands ungra framsóknar- manna og því ljóst að SUF-arar kjósa sér nýjan formann á þing- inu að Núpi. Siv Friðleifsdóttir, sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, hefur verið nefnd sem líklegasti arftaki Gissurar í formannsembættinu. „Ég vonast til þess að sem flest ungt framsóknarfólk sæki þingið um næstu helgi, ekki síst af Norðurlandi þar sem flokkurinn sótti mjög í sig veðrið í sveitar- stjórnakosningunum sl. vor. Fylgisaukning Framsóknarflokks- ins á Norðurlandi segir að þar er marga unga framsóknarmenn að finna og ég vona að ég sjái þá sem flesta um helgina. Það er nauðsynlegt að sýna styrk flokks- ins nú, ekki síst þar sem alþing- iskosningar eru á næsta leiti. Pað er upplagt að hefja kosninga- baráttuna á SUF-þinginu í Dýra- firði um helgina,“ sagði Gissur Pétursson, fráfarandi formaður Sambands ungra framsóknar- manna, að lokum. BB. Dagskrá SUF-þingsins Föstudagur 31. ágúst Kl. 16.30 Setning - Gissur Pétursson, formaður SUF. Kl. 16.45 Kosning embættismanna. Skipað í nefndir. Kl. 17.00 Ávörp gesta. Kl. 17.30 Lögð fram drög að ályktunum. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvöldmatur. Kl. 20.00 ísland og Evrópubandalagið - Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. Fyrirspurnir og umræður. Kl. 21.30 Nefndastarf. Kl. 22.30 Kvöldvaka - þjóðdansar. Laugardagur 1. september Kl. 08.30 Morgunverður. Kl. 09.00 Nefndastarf. Kl. 11.00 Umræður. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Kl. 14.30 Hlé - Knattspyrna og hráskinnaleikur. Kl. 16.00 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar. Kl. 17.30 Kosningar. Önnur mál. Kl. 18.00 Þingslit. Kl. 21.30 Kvöldskemmtun i veitingahúsinu Skálavík í Bolungarvík- söngur, glens og gaman. Sunnudagur 2. september Kl. 09.30 Morgunverður. Brottför. Maimatilfærslur í utauríkisráðuneytinu Nokkrar breytingar hafa orðið á verkaskiptingu í utanríkisráðu- neytinu að undanförnu. Hörður H. Bjarnason hefur tekið við starfi prótokollstjóra af Sveini Björnssyni, sem tók við starfi skrifstofustjóra ráðuneytis- ins fyrr á árinu. Sverrir Haukur Gunnlaugsson hefur látið af starfi skrifstofu- stjóra viðskiptaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins og tekið við stöðu fastafulltrúa íslands hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel. Einar Benediktsson hefur látið af störfum fastafulltrúa hjá Atl- antshafsbandalaginu en gegnir áfram starfi sendiherra íslands í Belgíu, Luxemborg og hjá Evrópubandalaginu í Brussel. Þá hefur Róbert Trausti Árna- son tekið við starfi skrifstofu- stjóra varnarmálaskrifstofu. Pústþjónusta Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða. Pakkningar, klemmur, upphengjur. Fast verð fyrir pústkerfaskipti. Höfum fullkomna beygjuvél. Ryðvarnarstöðin sf. Fjölnisgötu 6e ■ Sími: 96-26339 • 603 Akureyri. Launafólk Eviafirði! Hafið gát á verðhækkunum, og hringið í Neytendafélagið. Verkalýðsfélögin Eyjafirði Menntamálaráðuneytið Fundur um byggingu íþróttamannvirkja iþróttanefnd ríkisins og íþróttafulltrúi boða til umræðu- fundar um byggingu íþróttamannvirkja laugardaginn 1. september kl. 13.15-17.00 í Borgartúni 6, Reykjavík. Sænski verkfræðingurinn Torsten Wikenstahl mun m.a. halda erindi um gólf í íþróttahúsum og um gerfi- grasvelli. Gerð verður grein fyrir því sem efst er á baugi um byggingu íþróttamannvirkja á Norðurlöndum. Öllum áhugamönnum og fagmönnum á þessu sviði er heimil þátttaka á fundinum. en þátttökugjald verður kr. 400. íþróttaanefnd rikisins. íþróttafulitrúi ríkisins. Vinningstölur laugardaginn 25. ágúst ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 2.052.582.- 2. 4a“® 356.790.- 3. 4 af 5 74 8.317.- 4. 3af 5 2.574 557,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.459.662.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.