Dagur - 28.08.1990, Page 7
Þriðjudagur 28. ágúst 1990 - DAGUR - 7
Frjálsar íþróttir:
Þóra og Rögnvaldur í sviösljósinu
Meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum 22 ára og yngri fór
fram á Akureyrarvelli um
helgina. Þetta var í fyrsta sinn
- á Meistaramóti íslands 22ja ára og yngri á Akureyrarvelli
sem haldið er íslandsmót sér-
staklega fyrir þennan aldurs-
flokk. Þátttaka var fremur
dræm en mótið heppnaðist
Kögnvaldur Ingþórsson liafði gífurlega yfírburði í 5000 m hlaupi og hér fagn-
ar hann sigri. Mynd: JHB
Atvikin á Akureyrarvelii:
Aganefhd tekur málin
trúlega íyrir í dag
- nefnd skipuð til að endurskoða
starfsreglur aganefndar
Á stjórnarfundi KSÍ um helg-
ina var ákveðið að ijalla ekki
um atvik þau sem áttu sér
stað á Akureyrarvelli fyrir
nokkru, á leik Þórs og ÍBV
annars vegar og leik KA og
Fram hins vegar. Var málinu
vísað til aganefndar sem
fjallar líklega um það í dag. Á
fundinum var einnig tekið
fyrir bréf frá Knattspyrnu-
dómarafélögum Eyjafjarðar
og Ákureyrar vegna með-
ferðar KSI á máli því sem
spannst vegna leiks Vals og
Fram sem Bragi Bergmann
dæmdi. Var ákveðið að skipa
nefnd sem á að endurskoða á
starfsreglur aganefndar.
Á leik Þórs og ÍBV small
poki, með einhverjum ókenni-
legum vökva í, við hlið línu-
varðar og var honum kastað í
stúkunni. Eftir leik KA og
Fram réðist kona að Ifnuverðin-
unr og sló til hans. Er hugsan-
legt að bæði lið, eða annað,
missi heimaleik fyrir vikið.
Nefndinni, sem fyrr er getið
um, ber einnig að endurskoða
leikskýrslur og önnur þau sér-
stöku eyðublöö sem KSÍ leggur
dómurum til og frágang þeirra
til aganefndar. Nefndina skipa
þeir Guðnrundur Pétursson,
formaður, Rafn Hjaltalín,
Ásgeir Ármannsson og Gestur
Jónsson, hæstaréttarlögmaður.
Sérstakur starfsmaður nefndar-
innar verður Gísli Gíslason.
Nefndin á að hefja störf strax.
HB/JHB
ágætlega að öðru leyti. Engin
met voru sett á mótinu.
Norðlendingar stóðu sig ágæt-
lega á mótinu og bar þar mest á
frjálsíþróttafólki úr UMSE. Þóra
Einarsdóttir, UMSE, sigraði t.d í
þremur greinum, auk boðhlaupa,
hástökki, 200 m hlaupi og 100 m
hlaupi og Rögnvaldur Ingþórs-
son, UMSE, sigraði meö miklum
yfirburðum í báðum lengri
hlaupunum, 5000 m og 1500 m.
Ef rennt er yfir árangur Norð-
lendinganna að öðru leyti þá sigr-
aði Sverrir Guðmundsson, HSÞ,
í stangarstökki karla og Sigtrygg-
ur Aðalbjörnsson, UMSE, varð
annar. Helga Þórdís Guðmunds-
dóttir, UNÞ, varð þriðja í kúlu-
varpi og Hreinn Karlsson og
Gauti Friðriksson, báðir úr
UMSE, urðu nr. 3 og 4 í sömu
grein. Ágúst Andrésson, UMSS,
varð annar í spjótkasti, Sólveig
Sigurðardóttir, UMSE, þriðja í
sörnu grein, Sigríður Gunnars-
dóttir, UMSE, önnur í 800 m
hlaupi og Alice H. Björgvins-
dóttir, UFA, þriðja. Sigurbjörn
Arngrímsson, HSÞ, varð annar í
800 m hlaupi, Hreinn Karlsson,
UMSE, annar í langstökki, og
Gunnar Sigurðsson, UMSE,
þriðji í kringlukasti. Sigurbjörn
Arngrímsson, HSÞ, varð þriðji í
400 m hlaupi, Sigtryggur Aðal-
björnsson, UMSE, sigraði í þrí-
stökki og Sigríður Gunnarsdótt-
ir, UMSE, varð önnur í 1500 m
hlaupi og Unnur K. Friðriksdótt-
ir, UFA, þriðja. Kristján Sævars-
son, HSÞ, varð annar í 1500 m
hlaupi, Maríanna Hansen þriðja
í hástökki, Ketill Svansson. HSÞ.
þriðji í 100 m hlaupi, Sigrún
Árnadóttir, UMSE, þriðja í 100
m hlaupi og Elísabet Jónsdóttir,
UFA, önnur í 100 m hlaupi. Loks
sigraði sveit UMSE í 4x100 m
boðhlaupi kvenna og 4x400 m
hlaupi kvenna, sveit UFA varð í
2. sæti í 4x100 m hlaupi kvenna,
sveit HSÞ sigraði í 4x100 m boð-
hlaupi karla og 4x400 m hlaupi
karla og varð í 2. sæti í 4x400 m
hlaupi kvenna.
Lyftingar:
Helgi sló 17 ára gamalt
met Kára í Grímsey
Um helgina héldu kraftlyft-
ingamenn til Grhnseyjar og
reyndu ineð sér í bekkpressu.
Keppendur voru átta talsins og
þótti inótið takast ágætlega.
Þrjú íslandsmet voru sett en
sennilega verða aðeins tvö
þeirra viðurkennd.
Hápunktur mótsins var þegar
Helgi Jónsson sló elsta Islands-
metið t lyftingunum. Hann
keppti í 56 kg flokki og lyfti 85,5
kg og bætti 17 ára gamalt met
Kára Elísonar um hálft kg. Er
þetta bæði fullorðins- og ung-
lingamet.
Kári bætti sjáll'ur vikugamalt
mct sitt í 75 kg flokki þegar hann
lyfti 175,5 kg. Metið fæst þó
sennilega ekki staðfest þar sem
aðeins tveir dómarar voru við-
staddir en samkvæmt reglum
þurfa þeir aö vera þrír. Kári var
þriðji dómarinn á mótinu en gat
vitanlega ckki dæmt hjá sjálfum
sér.
Þriðja metið setti Jóhann Sig-
urðsson í flokki drengja 17 ára og
yngri en hann er aðeins 14 ára
gamall. Hann keppti í 110 kg
flokki og lyfti 62,5 kg.
Á mótinu voru sýndar ýnisar
aflraunir og sumar býsna forvitni-
legar. Njáll Torfason tók sig t.d.
til og reif Fjárlög Islands í tætlur.
í næsta helgarbláði verður
ljallað nánar um mótið í Gn'ms-
ey.
Kári Elíson setti met sem verður sennilega ekki viðurkennt.