Dagur


Dagur - 28.08.1990, Qupperneq 10

Dagur - 28.08.1990, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 28. ágúst 1990 Enska knattspyrnan: 32 mörk skoruð í íþróttlr / 1. deildiimi Á laugardag hófst deilda- keppnin í Englandi og mun hún standa yfir næstu 8 mán- uðina. Leikmenn 1. deildar voru á skotskónum um helgina og aðeins tveim af tuttugu Iið- um í 1. deild mistókst að skora. Upphafið lofar því góðu fyrir það sein koma skal, en ekki verða liðin þó dæmd af þessum upphafsleikjum og margt getur átt eftir að gerast áður en upp verður staðið næsta vor. Lítum þá aðeins nánar á Ieiki laugardagsins. Liverpool hóf titilvörn sína með góðum sigri á útivelli gegn nýliðum Sheffield Utd., en það var enginn glæsibragur yfir leik meistaranna þrátt fyrir 3:1 sigur. Nýliðarnir urðu fyrir því óhappi í fyrri hálfleik að markvörður þeirra Simon Tracey var borinn útaf kinnbeinsbrotinn eftir sam- stuð við Ian Rush og það reyndist liðinu dýrt. John Pemberton varnarmaður sem Sheffield keypti nýlega frá Crystal Palacc fór í markið og tvö af mörkum Liverpool verða að skrifast á hann. John Barnes kom Liverpool yfir á 59. mín., en Brian Deane jafnaði strax fyrir Sheffield Utd. með góðu marki. Síðan fylgdu tvö skallamörk frá Liverpool, fyrst Ray Houghton eftir send- ingu Barnes og undir lokin bætti Ian Rush þriðja markinu við eftir undirbúning Ronnie Rosenthal sem kom inn á sem varamaður. Mikill áhugi var fyrir leik Tott- enham gegn Manchester City og áhorfendur urðu ekki fyrir von- brigðum. Paul Gascoigne lék mjög vel fyrir Tottenham og skoraði þriðja og síðasta mark liðsins eftir mikinn einleik sem hann endaði á því að plata Tony Coton markvörð City áður en hann sendi boltann í netið. En Gary Lineker var ekki síðri og skoraði tvö góð mörk fvrir Tott- enham. Strax á 2. inín. skoraði hanh eftir mistök Colin Hendry miðvarðar City og síðan bætti hann öðru marki sínu við á 55. mín. eftir góða sendingu frá Nayinr. Varnir beggja liða voru mistækar og Niall Quinh hefði getað skorað þrívegis fyrir City. Honum tókst að jafna með skalla á 6. mín. eftir sendingu David White. mistókst síðan i dauða- færi og loks var dæmt af honum mark. Stórskemmtilegur og opinn leikur, en 3:1 sigur l otten- ham þó heldur stór eftir gangi leiksins. Nýliðar Leeds Utd. komu Úrslit 1. deild Aston Villa-Southampton 1:1 Chelsea-Derbv 2:1 Everton-Leeds Utd. 2:3 Luton-Crystal Palace 1:1 Manchester Utd.-Coventrv 2:0 Norwich-Sunderland 3:2 Nottingham For.-Q.P.R. 1:1 Sheffield Utd.-Liverpool 1:3 Tottenham-Manchester City 3:1 Wimblcdon-Arsenal 0:3 2. deild Barnsley-Brighton 2:1 Bristol Citv-Blackhurn 4:2 Charlton-Swindon 1:2 Hull City-Notts County 1:2 Ipswich-Sheffield Wed. 0:2 Leicester-Bristol Rovers 3:2 Middlesbrough-West Ham 0:0 Newcastle-Plymouth 2:0 Oxford-Port Vale 5:2 Portsmouth-W.B.A. 1:1 Watford-Millwall 1:2 Wolves-Oldham 2:3 mjög á óvart er þeir lögðu Everton á útivelli 3:2 eftir að hafa komist í 3:0 forystu. Liðið lék vel með David Batty og Gary Speed sem bestu menn, en lið Everton sem keypti Mike Milligan fyrir £1 milljón í vikunni frá Oldham náði sér ekki á strik fyrr en í lokin. Chris Fairclough miðvörð- ur og Gary Speed komu Leeds Utd. í 2:0 forystu fyrir hlé eftir slaka vörn heimamanna. Neil McDonald fékk tækifæri til að jafna leikinn í 1:1 er dæmd var vítaspyrna á Leeds Utd. fyrir hendi, en hann skaut framhja. Imra Varadi bætti þriðja marki Leeds Utd. við á 59. mín. þá loks tóku leikmenn Everton við sérog þeir Pat Nevin og John Ebbrell löguðu stöðuna með tveim mörkum. Undir lokin varð John Lukic í rnarki Leeds Utd. að taka á öllu sínu til að tryggja liðinu stigin þrjú. Josef Venglos hinn nýi stjóri Aston Villa fékk góðar móttökur hjá áhorfendum fyrir leikinn gegn Southampton, en oft hristi hann höfuðið meðan á leiknum stóð og virtist ekki allskostar ánægður með sína menn. Matthew Le Tissier hjá Southampton átti ntjög góðan leik og náði forystu fyrir lið sitt snemma í leiknum auk þess sem hann skallaði tví- vegis í þverslá eftir hornspyrnur. Tony Cascarino náði að jafna fyr- ir Aston Villa með hörkuskalla eftir sendingu Tony Daley í fyrri hálfleik og þar við sat. Nigel Spink í marki Villa varði mjög vel í lciknum og kom í veg fyrir sigur Southampton. Sunderland komst í 1. deild er lið Swindon var dæmt til að leika áfram í 2. deild vegna misferlis í fjármálum og liðið stóð sig vel á útivelli gegn Norwich. Lið Norwich leikur ávallt vel þrátt fyrir að bestu menn liðsins séu jafnan seldir. I sumar voru þeir Andy Linighan og Andy Towns- end seldir, en þrátt fyrir það náði liðið 3:2 sigri gegn Sunderland. Dale Gordon og Tim Sherwood komu Norwich í 2:0 forystu í fyrri hálfleik, en Peter Daven- port og Marco Gabbiadini náðu að jafna fyrir Sunderland. Sigur- mark Norwich skoraði Ruel Fox eftir að Robert Rosario hafði skallað boltann fyrir fætur hans. Chelsea sigraði Derby 2:1 á heimavelli sínum þar sem David Lee náði forystu fyrir Chelsea strax á 5. mín. með skalla úr þvögu leikmanna framan við mark Derby. Chelsea hafði yfir- burði í fyrri hálfleik, en á fyrstu mín. síðari hálfleiks jafnaði Dean Saunders fyrir Derby með góðu skoti. Bæði lið fengu síðan góð færi, en þeir Peter Shilton í marki Derby og Dave Beasant í marki Chelsea voru í miklum ham. Shilton átti þó ekki mögu- leika á að verja glæsilegt skot Peter Nicholas eftir að auka- spyrna Dennis Wise hafði hafnað í stönginni. Pað reyndist sigur- mark leiksins, en Derby fékk þó færi á að jafna á síðustu mín. er liðið fékk vítaspyrnu, en Beasant varði spyrnuna frá Saunders, Fyrri hálfleikurinn hjá Man. Utd. og Coventry var ekki til að hrópa húrra fyrir, en sá síðari var skárri. Steve Bruce náði forystu fyrir Utd. með skalla eftir horn- spyrnu Dennis Irwin á 58. mín. og Irwin var aftur á ferðinni á 72. ■ mín. er hann sendi fyrir mark Coventry þar sem Neil Webb kastaði sér fram og skallaði í mark. Tæplega 47.000 áhorfend- ur sáu leikinn á Old Trafford og voru ánægðir með 2:0 sigur sinna manna. Eftir daufan og markalausan fyrri hálfleik gegn Wimbledon komu leikmenn Arsenal ger- breyttir inná í þann síðari og Paul Merson náði forystu fyrir liðið með skalla á 56. mín. eftir send- ingu Anders Limpar sem átti mjög góðan leik á vinstri kantin- um. Þrem mín. síðar skoraði fyrirliði Wimbledon, Keith Curle sjálfsmark aðþrengdur af Alan Smith og í lokin bætti varamað- urinn Perry Groves við þriðja marki Arsenal sem þarna vann sanngjarnan sigur eftir að hafa átt í vök að verjast í fyrri hálf- leiknum. Luton náði að merja jafntefli í heimaleik sínum gegn Crystal Palace. Það var Eric Young mið- vörðurinn sem Palace keypti frá Wimbledon í sumar sem náði for- ystu fyrir lið sitt í fyrri hálfleik. Palace lék betur í leiknum, en það dugði ekki til sigurs því Ian Dowie náði að jafna fyrir Luton í síðari hálfleik og tryggja liði sínu stig úr leiknum. Q.P.R. kastaði frá sér tækifæri á sigri í leik sínum á útivelli gegn Nottingham For„ er liðið slakaði á í síðari hálfleik. Forest hóf þó Nayim og félagar hjá Tottenham stefna á meistaratitil í vor. leikinn af miklum krafti, en nris- tókst að skora og gestirnir náðu smám saman undirtökunum. Des Walker miðvörður Forest hélt Mark Falco miðherja Q.P.R. í skefjum, en Roy Wegerle lék lausum hala og var sífellt hættu- legur. Hann átti skot í stöng og náði síðan forystu fyrir Q.P.R, á 29. mín. eftir hornspyrnu. Þrátt fyrir yfirburði Q.P.R. náði Forest að jafna á 6. mín. síðari hálfleiks. Dæmd var vítaspyrna fyrir brot á Gary Crosby og úr henni skoraði Nigel Jemson. Leikmenn Q.P.R. fengu næg færi eftir það til að tryggja sér sigur- inn, en mistókst í upplögðum færum. Þorvaldur Örlygsson kont ekki við sögu í leiknum, en ætti að fá tækifæri fljótlega ef ekki verður breyting til batnaðar á leik liðsins. 2. deild • Swindon sem hafði unnið sér rétt til að leika í 1. deild í vetur, en var síðan dæmt til að leika áfram í 2. deild hóf tímabilið vel. Liðið sigraði Charlton á útivelli 2:1, en Charlton féll úr 1. deild í vor. • Sheffield Wed. sem féll einnig í vor vann góðan 2:0 sigur á úti- velli gegn Ipswich. • Sama gerði Millwall sem einnig féll í vor, liðið sigraði Watford 2:1 á útivelli. • Wolves tapaði 2:3 á heimavelli gegn Oldham þar sem Ian Marsh- all skoraði öll mörk Oldham, en Steve Bull gerði bæði mörk Wolves. • Af þeim liðum sem komu upp úr 3. deild sigruðu bæði Notts County og Bristol City, cn Bristol Rovers tapaöi á útivclli gegn Leicester. Þ.L.A. Staðan 1. deild Arsenal 1 1-0-0 3:0 3 Liverpool 1 1-0-0 3:1 3 Tottenham 1 1-0-0 3:1 3 Manchester Utd. 1 1-0-0 2:0 3 Leeds Utd. I 1-0-0 3:2 3 Norwich 1 1-0-0 3:2 3 Chelsea 1 1-0-0 2:1 3 Aston Villa 1 0-1-0 1:1 1 Crystal Palace 1 0-1-0 1:1 1 Luton I 0-1-0 1:1 1 Nottiugham For. 1 0-1-0 1:1 1 Q.P.R. 1 0-1-0 1:1 1 Southamplon 1 0-1-0 1:1 1 F.verton 1 0-0-1 2:3 0 Sunderland 1 0-0-1 2:3 0 Derbv 1 0-0-1 1:2 0 Manchester Citv 1 0-0-1 1:3 0 Sheffield Utd. 1 0-0-1 1:3 0 Coventry 1 0-0-1 0:2 0 Wimbledon 1 0-0-1 0:3 0 2. deild Oxford 1 1-0-0 5:2 3 Bristol Citv 1 1-0-0 4:2 3 Newcastle 1 1-0-0 2:0 3 Sheffield Wed. 1 1-0-0 2:0 3 Leicester 1 1-0-0 3:2 3 Oldham 1 1-0-0 3:2 3 Barnslev 1 1-0-0 2:1 3 Millwali 1 1-0-0 2:1 3 Notts County 1 1-0-0 2:1 3 Swindon 1 1-0-0 2:1 3 Portsmouth 1 0-1-0 1:1 1 W.B.A. 1 0-1-0 1:1 1 Middlesbrough 1 0-1-0 0:0 1 West Ham 1 0-1-0 0:0 1 Bristol Rovers 1 0-0-1 2:3 0 Wolves 1 0-0-1 2:3 0 Brighton 1 0-0-1 1:2 0 Charlton 1 0-0-1 1:2 0 Hull City 1 0-0-1 1:2 0 Watford 1 0-0-1 1:2 0 Blackburn 1 0-0-1 2:4 0 Ipswich 1 0-0-1 0:2 0 Plvmouth 1 0-0-1 0:2 0 Port Vale 1 0-0-1 2:5 0

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.