Dagur - 01.09.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 1. september 1990
fréttir
Ferðamenn í beinu flugi frá Sviss:
Juku veltu á Akureyri um 50 mi]ljónir
Þeir erlendu ferðamenn sem
komu til íslands í beinu flugi
á vegum Ferðaskrifstofunnar
Nonna og Saga Reisen hafa
að líkindum aukið veltu í
efnahagskerfi Akureyrarbæj-
ar um rúmar 50 milljónir.
Þetta er mat Þorleifs Þórs
Jónssonar ferðamálafulltrúa
Iðnþróunarfélags Eyjafjarð-
ar.
Á sumrinu komu alls um
2500 erlendir ferðamenn til
íslands í beinu flugi frá Sviss.
Um 700 farþegar lentu á Akur-
eyrarflugvelli en bæði þeir og
hinir sem lentu í Keflavík ferð-
uðust um landið á rneðan á dvöí
þeirra stóð. í útreikningum sín-
um gerir Þorleifur Pór ráð fyrir
að þúsund ferðamenn úr þess-
um hópi hafi verið á Akureyri í
að meðaltali fjórar nætur og því
gefið af sér um 4000 gistinætur.
Samkvæmt könnun sem
Björn S. Lárusson ferðamála-
fulltrúi Suðurlands og Suöur-
nesja hefur gert á eyöslu
erlendra ferðamanna á landinu
er meðaleyðslan á dag um 8000
krónur. Þessar tvær tölur gefa
því af sér veltuaukningu sem
nemur um 32 milljónum króna
hjá þeim aðilunt sem selja vörur
og þjónustu beint til feröa-
mannanna.
En þar með er ekki öll sagan
sögö. Þorleifur skrifaði á sínum
tíma ritgerð um svokölluð
margföldunaráhrif neyslu. Þar
gerir hann grein fyrir því hvern-
ig þeir peningar sem koma inn í
efnahagskerfið, rúlla fleiri en
eina og flciri en tvær umferðir.
Þannig notar veitingamaðurinn
þá peninga sem ferðamaðurinn
eyðir, meðal annars til þess að
borga kjötkaupmanninum senr
aftur notar þá meðal annars til
þess að greiða bóndanum fyrir
kjötiö. Ut frá hlutfalli inn- og
útflutnings, skattahlutfalli og
fleiri atriðum má reikna svo-
kallaðan margföldunarstuðul
veltunnar.
Þorleifur hefur áætlað að
margföldunarstuðull umræddr-
ar eyðslu sé unt 1,65 og með því
að margfalda hann á milljónirn-
ar 32 vcrður þarna unt að ræða
tæplega 53 milljóna króna veltu-
aukningu í efnahagskerfi Akur-
eyrarbæjar. Enn má leika sér að
tölum því ef gert er ráð fyrir að
áfkoma í veitinga- og gistihúsa-
iðnaði sé jákvæð um 5%, eru
tekjur af þessum umrædda hópi
ferðamanna um 2,5 milijónir.
Það ber hins vcgar að hafa í
huga að þó svo að þessar tölur
séu alls ekki hreinar ágiskanir
þá er hér um áætlanir að ræða
sem byggðar eru á ákveðnum
lörsendum. ET
Mestur hluti tjaldstæðagesta á Nl.vestra er einstaklingar eða fjölskyldur.
Norðurland vestra:
Metaðsókn á tjald-
stæði í sumar
Aðsokn á tjaldstæði a
Norðurlandi vestra hefur verið
meiri í sumar heldur en áður.
Um það bar öllum saman sem
Dagur hafði samband við til að
frétta af aðsókninni. Almennt
taldi fólk að veðrið væri aðal-
orsökin fyrir þessari aukningu,
en það hefur verið mjög gott í
þessum landshluta í sumar.
Nokkuð jöfn skipting virðist
vera milli innlendra og erlendra
ferðalanga sem gista tjaldstæði.
Lárus Ástvaldsson, tjaldstæðis-
vörður á Hvammstanga, sagði að
Þjóðverjar væru í miklum meiri-
hluta meðal útlendinga á tjald-
stæðinu þar og aðalaðsóknin
hefði verið í um mánaðartíma
aðeins fram í ágúst. Á þeim tíma
taldi hann að um 1000 manns
hefðu gist á tjaldstæðinu.
Ekki þarf að greiða fyrir tjald-
stæði alls staðar, á Skagaströnd
er t.d. frí tjöldun, enda ekki mik-
ið um hópferðastopp þar. Þeir
hópar sent ferðaskrifstofurnar sjá
um að flytja virðast nær eingöngu
nota tjaldstæði nálægt hringveg-
inum. Á Sauðárkróki, Skaga-
strönd og Siglufirði er nær ekkert
um það að slíkir hópar komi og
tjaldi.
Mestur hluti tjaldstæðagesta
er einstaklingar eða fjölskyldur
sem virðast Iáta veðrið ráða
mestu um það hvar er tjaldað að
sögn þeirra sem hafa með þessi
mál að gera á þéttbýlisstöðum á
Norðurland vestra. SBG
Fj ármálar áðuneytið:
Áfram greiðslufrestur
á virðisauka í lolli
Fjármálaráðherra hefur gefið
út reglugerð þar sem fram-
lengd eru ákvæði um mögu-
leika innflytjenda á greiðslu-
fresti virðisaukaskatts í tolli.
í frétt frá fjármálaráðuneytinu
segir að þessi ráðstöfun eigi sér
tvennskonar forsendur. Annars
vegar hafi komið áskorun þar að
lútandi frá innflytjendum og til-
mæli áhrifaafla á vinnumarkaði.
Hins vegar hafi reynsla af
greiðslufrestinum verið mjög
góð, enda hafi það fyrirkomulag
stuðlað að eðlilegum viðskipta-
háttum og átt þátt í að bæta
skattskil.
Þá segir í frétt frá ráðuneytinu
að framlenging greiðslufrestsins
hafi í för með sér að hluti virðis-
aukaskatts af innflutningi á upp-
gjörstíma á þessu ári komi ekki í
ríkissjóð fyrr en á næsta ári og sé
talið að að um 3-500 milljónir
króna gætu flust milli ára af þeim
sökum. óþh
Gagnfræðaskóli Akureyrar:
Nýr búnaður í stjómimarálmu
fyrir allt að 3,2 millj. kr.
Bæjarráð Akurcyrar hefur
samþykkt að fara eftir tilmæl-
um skólanefndar og heimila að
ganga frá kaupum á búnaði í
stjórnunarálmu Gagnfræöa-
skólans fyrir allt að kr. 3,2
milljónir. Um er að ræða skipti
á húsbúnaði auk viðbótar-
aðstöðu fyrir kennara. Tilboð
bárust frá fjórum aðilum og
eftir er að ákveða hvaða til-
boði verður tekið.
Bæjarstjórn Akureyrar kemur
til með að veita kaupunum bless-'
un sína á fundi sínum nk. þriðju-
dag og Ingólfur Ármannsson,
skólafulltrúi, sagði að eftir þann
tíma yrði hægt að gera upp á milli
tilboða. Tilboð bárust frá Penn-
anum, Vörubæ, KEA og Sessi hf.
Á fjárveitingu þessa árs eru
þegar til 800 þúsund krónur fyrir
kaupunum og afgangurinn, 2,4
milljónir, mun fást á næstu fjár-
lögum. í samtali við blaðið sagði
Baldvin Bjarnason, skólastjóri
Gagnfræðaskólans, að þörf fyrir
nýjan húsbúnað hafi verið orðin
mjög brýn, sérstaklega nýja
vinnuaðstöðu kennara.
Iðnaðarmenn hafa verið að
störfum í skólanum í sumar og
betrumbætt stjórnunarálmuna.
Það eru því aðeins mublurnar I
sem vantar og að sögn Baldvins
er stefnt að því að þær verði |
Framkvæmdir við höfnina í
Grímsey ganga samkvæmt
áætlun að sögn Aðalsteins Sig-
þórssonar, verkstjóra hjá
verktakafyrirtækinu ístaki, en
hafnarframkvæmdirnar þ.e
uppbygging grjótvarnargarðs,
bygging bryggju og dýpkun
hafnarinnar eru unnar af starfs-
mönnum fyrirtækisins.
„Við erum að reyna að loka
varnargarðinum. Grjótið í garð-
inn var unnið í fyrra og trúlega
lýkur þessum verkþætti í næstu
viku. Dýpkun hafnarinnar hófst 1.
júní og enn er unnið hörðum
höndum að því verki, en við höf-
um lokið 90% verksins sé tekið
mið af upprunalegum samningi.
komnar á sinn stað áður en 60 ára
afmæli skólans gengur í garð í
nóvember nk. -bjb
Samningurinn spannar 3000 fer-
metra af hafnarsvæðinu. Mis-
munur á tilboði ístaks og kostn-
aðaráætlun verksins leyfir auknar
dýpkunarframkvæmdir og því
bætast 1100 fermetrar við verk-
þáttinn. Já, upphaflega svæðið
var nokkuð naumt.
Samhliða dýpkunarfram-
kvæmdunum vinnum við að leng-
ingu flugbrautar. Fylling er keyrð
í höfnina, síðan er borað í gegn
og sprengt, en þar á eftir þarf að
keyra allan jarðveginn upp úr aft-
ur og hann er notaður til flugvall-
argerðarinnar," sagði Aðal-
steinn. Tólf menn eru að störfum
í Grímsey á vegum ístaks, en
framkvæmdum lýkur um miðjan
nóvember. ój
Höfnin í Grímsey:
Verkþáttum lokið 15. nóv.
- segir verkstjóri ístaks
Aðvaranir Náttúruverndarráðs til fuglaveiðimanna:
Virðið lög og reglur um fiiglafriðun
Veiðitími á gæs og skarfi hófst
20. ágúst sl. og frá og með deg-
inum í dag, 1. september,
verður leyfllegt að veiða
endur, máva, svartfugla og
aðra sjávarfugla eins og t.d.
ritu. Rjúpnaveiðitíminn hefst
hins vegar ekki fyrr en 15.
október og stendur til 22. des-
ember.
í frétt frá Náttúruverndarráði
eru veiðimenn hvattir til að
kynna sér friðunar- og veiðitíma
hverrar tegundar og að menn
glöggvi sig á greiningu fugla þ.e.
á útliti, háttalagi og lit þeirra
áður en haldið er til veiða. „Þá er
ekki síður mikilvægt að þekkja
íslenska fugla frá farfuglum, en
þeir koma aðeins við á íslandi á
leið sinni til og frá varpstöðvum í
öðrum löndum. Þannig kemur
blesgæs við á íslandi vor og
haust, á leið sinni milli Græn-
lands og írlands og Bretlands-
eyja. íslendingar skjóta sennilega
um 10% af stofninum þegar hann
fer hér um, eða um 2-3 þúsund
fugla. Blesgæsin er hins vegar
friðuð í þessum löndum og heild-
arstofninn er aðeins um 28 þús-
und fuglar. Það er því siðferðileg
skylda hvers veiðimanns að veiða
ekki blesgæs eða aðrar tegundir
farfugla sem eru ekki íslenskar
og friðaðar eru í heimalöndum
sínum," segir orðrétt í frétt frá
Náttúruverndarráði.
Þar segir einnig að samkvæmt
reynslu undangenginna ára sé
alltaf eitthvað um að lög og regl-
ur um fuglaveiði séu brotin. Því
sé það skylda Náttúruverndar-
ráðs að benda veiðimönnum á
nokkur atriði um veiðiaðferðir
sem óheimilar séu samkvæmt
fuglaveiðilögum. í fyrsta lagi er
nefnd til sögunnar notkuu flug-
véla, bifreiða eða annarra vél-
knúinna ökutækja til fuglaveiða
eða til að elta uppi eða reka
fugla. Þá er þess getið að ó-
heimilt sé að nota blys og annan
Ijósaútbúnað. Ennfremur segir í
frétt Náttúruverndarráðs að
menn skyldu hafa í huga að veið-
ar séu bannaðar á mörgum frið-
lýstum svæðum. Þar megi helst
nefna þjóðgarðana þrjá, Skafta-
fell, Jökulsárgljúfur og Þingvelli
og friðlönd eins og Þjórsárver,
Herdísarvík, Herðubreiðarfrið-
land, Miklavatn, Kringilsárrana,
Varmárósa og Gróttu.“ óþh