Dagur


Dagur - 01.09.1990, Qupperneq 11

Dagur - 01.09.1990, Qupperneq 11
10 - DAGUR - Laugardagur 1. september 1990 „Get ekkí hugsað mér að vera annars staðar“ - segir David Barnwell, golfkennarinn sem vill verða íslendingur, í viðtali um golf, knattspyrnu, íslendinga og fieira Það var einfalt mál að ákveða hvar við ættum að hittast. David Barnwell er á Jaðarsvelli tíu til tólf tíma á dag frá því snemma á vorin og fram á haustið. „Ég á að vera þarna,u segir hann og gefur ekkert út á þá spurningu hvort hann taki starf sitt sem golfkennari hjá Golfklúbbi Akureyrar ekki of alvarlega. Þessa mánuði kemst ekkert annað að hjá honum en golf og þá er hann ekkert að eyða tímanum í að fylgjast með því sem gerist úti í hinum stóra heimi, hvort sem það er styrjaldarástand við Persaflóa eða deila um stað- setningu álvers. „Þetta er indælismaður og hann hefur unnið frábært starf hjá golfklúbbnum. Ég vona að okkur haldist sem lengst á honum og honum verði að ósk sinni að fá íslenskan ríkisborg- ararétt,“ segir Gísli Bragi Hjartarson stjórnarmaður í GA, en hann var formaður klúbbsins þegar David var ráðinn þangað veturinn 1986. Mörgum þótti í mikið ráðist að fá enskan atvinnumann til þess að kenna akureyrskum unglingum golfsveifluna. Þeir sem síðan hafa fylgst með árangri þessara unglinga vita að starfið hefur skilað sér. GA var sá klúbbur sem sendi flesta keppendur á Unglingameistaramót íslands fyrr í sumar og sá klúbbur sem síðan hampaði íslands- meistara unglinga 1990, Erni Arnarsyni. Sá piltur og árangur hans er eitt af því sem David fellur ákaflega vel að tala um. Þetta er rétti hugsunarhátturinn „Hann er rosalega góður, enda var hann langbestur á þessu unglingameistaramóti,“ segir David. Hann dregur enga dul á það að Úlfar Jónsson sé langbesti kylfingur sem Texti: Eggert Tryggvason. Myndir: Golli. íslendingar eiga um þessar mundir, en hann leynir því heldur ekki að hann bindur mikl- ar vonir við Örn, eða Ödda eins og hann kallar hann. „Hann er búinn að fá trú á sjálfan sig og það er mikilvægt. Hann veit til dæmis að Ulfar Jónsson vann þennan titil tvisvar og þegar við vorum að skoða bikar- inn um daginn, sagði hann við mig um ieið og hann steytti hnefann ákveðinn; „David. Ég ætla að vinna þetta þrisvar.“ Þetta er rétti hugsunarhátturinn." En þó að Örn sé sá efnilegasti sem klúbb- urinn á, þá segir David að ekki megi gleyma Kristjáni Gylfasyni þó svo að honum hafi ekki gengið vel á nýafstöðnu landsmóti. „Hann var undir rosalegu álagi. Menn voru alltaf að segja við hann að nú væri röðin komin að honum og hann tæki þetta létt á heimavelli. Ég þekki það sjálfur að álagið getur orðið of mikið og þannig var þetta með Kristján.“ David bendir á að þótt árangur GA í meistaraflokki karla hafi ekki verið upp á marga fiska þá hafi árangur klúbbsins verið sá besti í mörg ár á landsmóti. Af 21 verð- launum hafi GA fengið níu. „Ég tel að á næstu þremur árum hafi Golfklúbbur Akur- i eyrar góða möguleika á að eignast íslands- meistara í golfi.“ Þessir krakkar höfðu þetta í sér David vill ekki gera of mikið úr þeim árangri sem unglingastarfið hefur borið undir hans stjórn. „Ég fékk mjög efnilega unglinga þegar ég byrjaði og þó að unglingastarfið hafi ekki verið öflugt þá fékk ég góðan grunn að byggja á. Það er ekki hægt að gera góðan golfleikara úr manni sem hefur enga hæfileika í þá áttina. Þessir krakkar höfðu þetta í sér og ég mótaði þau bara,“ segir hann. Til þessa hefur hann mest einbeitt sér að unglingum á aldrinum 12-16 ára en nú langar hann að fara að snúa sér að þeim allra yngstu, börnum á aldrinum 8-12 ára. „Það er bara svo erfitt því börn á þessum aldri vilja vera í fótbolta og gera allt mögu- legt,“ segir hann en leggur áherslu á að alls ekki megi leggja of hart að börnunum til að fá þau til að leggja stund á golfið. „Ég mun aldrei segja við dreng að hann eigi að hætta að spila fótbolta og fara að spila golf. Það þýðir ekkert að segja þessum krökkum að gera þetta og gera hitt. Ég veit hvað þetta er því ég var eins á þessum aldri.“ * Eg var mjög góður David Barnwell er frá Harrogate, útborg Leeds. Sem drengur lék hann sem mark- vörður í knattspyrnu. „Ég var mjög góður. Aldrei hræddur heldur stökk alltaf í boltann," segir hann án þess að hika og get- ur raunar stutt þessa fullyrðingu sína með þeirri staðreynd að frá þrettán ára aldri stóð hann í marki hjá héraðsliði Yorkshire-hér- aðs fyrir átján ára og yngri. „Ég æfði um tíma með unglingaliðum Huddersfield og Bradford sem voru í þriðju deild, og hefði vel getað orðið atvinnumaður í knatt- spyrnu. Mér var meira að segja boðið að æfa með Leeds United, sem þá var „The great Leeds“,“ segir hann. Golfinu kynntist hann þegar hann var fimmtán ára en þá um sumarið var hann öll- um stundum á vellinum. Nú varð ekki aftur snúið. David komst í læri sem atvinnumað- ur í golfi, en þar ytra er hægt að læra það eins og hverja aðra iðn að verða golfmaður. Námið tekur þrjú til fjögur ár og býður upp á allt sem viðkemur íþróttinni, spila- mennsku, kennslu, viðgerð og hirðingu á kylfum og reynslu í að versla með golfvörur. „Þetta er harður skóli og 75-80% af nem- endunum detta út,“ segir hann. Golf er „gentlemens game“ Eftir þetta hefur líf Davids snúist um golf og aftur golf. Þegar ég spyr af hverju liann hafi valið þá íþrótt fram yfir knattspyrnuna, æsist þessi annars rólegi maður lítillega. „Þegar ég sé fótbolta núna þá finnst mér þetta ekki vera íþrótt sem ég hef áhuga á og alls ekki sambærileg við golfið. í þýðing- armiklum leikjum í Evrópu- og Heims- meistarakeppni hefur maður séð menn beita alls konar brögðum sem mér eru ekki að skapi. Það er hægt að nefna „hönd Guðs“ hjá Maradona í því sambandi. í knattspyrnu gera menn ýmislegt sem mönnum myndi aldrei detta í hug í golfinu. Auðvitað eru til menn sem svindla í golfi. En í toppgolfi, top-flite, þekkist það ekki. Þetta er svo mik- ill „gentlemens-game“,“ segir hann ogtekur dæmi af Greg Norman þegar hann sagði sig úr keppni á miðju stórmóti þar sem hann var með forystu, vegna þess að hann taldi sig hafa gert eitthvað vitlaust. „Þetta er golf,“ segir hann. Aðspurður hvort íslenskir golfleikarar séu svo heiðarlegir segist hann þess fullviss að þeir bestu séu það. Var ekki nógu góöur í toppgolf Að loknu námi í „golffaginu" reyndi David fyrir sér sem atvinnumaður, og þá í öllum þeim greinum golfsins sem hann hafði lært; keppni, kennslu, viðgerðum og sölu. „Ég komst að því að ég var ekki nógu góður í toppgolf. Enda hefði ég aldrei komið til íslands á sínum tíma ef ég hefði verm nój^u u góður. Maður getur ekki gert hvort tveggja, að kenna golf og leika sjálfur. Ég hefði þurft að hætta að kenna til að eiga möguleika í toppgolfi og ég hafði of gaman af að kenna til að gera það. Auðvitað var þetta dálítið svekkjandi en ég veit það núna að ég valdi rétt. Það er ekki nema einn af hverjum tíu þúsund sem verður eins og Greg Norman. Til þess verða menn hins vegar að vinna ótrúlega mark- . visst og hugsa aðeins um sjálfa sig. Þetta er rosalega erfitt,“ segir hann og leggur mikla áherslu á orð sín. Hann bætir því við að það hafi verið spennandi líf að leika sem atvinnumaður fyrir golfklúbbinn í Leeds en honum líki þó betur það tiltölulega afslapp- aða líf sem hann lifir nú. „En mig langar samt til að spila gott golf,“ segir hann hálf- vegis dreymandi og segir mér frá þeirri hug- mynd sinni að reyna fyrir sér á einhverjum minni atvinnumannamótum í vetur og, ef vel gengur, að sækja einhver mót í Evrópu eftir áramót. * Eg treysti þeim Þegar honum var orðið ljóst að framtíð hans myndi ekki liggja í að spila golf á topp- plani, var hann ákveðinn í að hann ætlaði ekki að afgreiða í golfverslun hjá öðrum allt sitt líf.„Ég varð að verða minn eigin herra, mjnn eigin „boss“, og vildi ekki lengur hafa mann yfir mér,“ segir hann. Tækifærin lágu hins vegar ekki á lausu og þegar hann frétti af því hjá einum nemanda sínum, sölu- manni fyrir Slasenger-golfvörur, að Golf- klúbbur á íslandi væri að leita að golf- kennara sló hann til og skrifaði bréf. Stjórn Golfklúbbs Akureyrar boðaði David á sinn fund og í mars 1986 kom hann fyrst til íslands. „Ég átti bara að skreppa í stutt viðtal og stoppa tvo daga á Akureyri. Þetta varð hins vegar vika því ég varð veðurtepptur bæði í Reykjavík og á Akur- eyri. Ég hafði aldrei séð svona mikinn snjó, það var allt á kafi,“ segir David. Hann neit- ar því ekki að svolítið hafi farið um hann þegar hann sá hvers kyns var með veðrátt- una hér norður við heimskautsbauginn. Engu að síður skrifaði hann undir samning við klúbbinn um að hann myndi koma til starfa þá um vorið. „Ég ræddi við stjórnina og ég fann að þetta voru menn sem ég gat Áhugasamir nemendur fylgjast með David kenna einum þeirra gripið. Laugardagur 1. september 1990 - DAGUR - 11 treyst. Þegar þeir sögðu að hér kæmi líka sumar þá treysti ég þeim og ég er ánægður með það.“ Mig vantar konu! Eftir fimm ára veru á íslandi hefur álit Davids á íslendingum ekki breyst nema síð- ur sé og hann hefur tekið svo miklu ástfóstri við Akureyri að hann hyggst sækja um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég get bara ekki hugsað mér að vera annars staðar. Akureyringar og ég held íslendingar yfir- leitt eru fólk sem mér finnst ég geta treyst. Þetta er „good people“. í Englandi fannst mér vera margt fólk sem ég gat ekki treyst,“ segir hann. Hann segist finna fyrir mikilli samheldni meðal Akureyringa og þá ekki sist í klúbbnum. „Sjálfboðavinna eins og hér þekkist væri óhugsandi í Englandi. Að fólk kæmi að loknum erfiðum vinnudegi til þess að vinna í brautum á golfvellinum. Never!“ Hann segist ekki vera alveg viss um það hvaða reglur gilda um íslenskan ríkisborg- ararétt, en heldur að annaðhvort þurfti hann að vera giftur íslenskri konu eða hafa búið á landinu í tíu ár. „Þetta er þá ágætis tækifæri til að auglýsa það að mig vantar konu,“ seg- ir hann og hlær. Sjálfu landinu hefur hann hins vegar ekki haft mikinn tíma til að kynnast. Vegna starfsins hefur hann ferðast á nokkra smærri staði, en einungis þá sem hafa golfvöll. Einu sinni hefur hann farið austur í Mývatnssveit að veiða og þá að sjálfsögðu með unglingun- um í klúbbnum. „Ég hef aldrei tíma,“ segir hann. Þetta er golf í sumar hefur David gert talsvert af því að kenna byrjendum úr hópi fullorðinna og hefur í þeim tilgangi boðið upp á ódýra kennslu. Heimturnar eru að hans mati góð- ar en á þessu ári hafa um 60 manns gengið í klúbbinn. „Það er fullt af fólki sem er mjög tregt til að prófa að spila golf og finnst það ekki geta verið spennandi að slá lítinn hvít- an bolta og labba á eftir honum langar leið- ir. Þegar fólk svo hittir fyrsta boltann þá verða margir alveg bitnir,“ segir hann og laumar með einni sögu af kunningja sínum sem fór að æfa sveifluna á brúðkaupsnótt- ina. „Konan vaknaði og fann hann ekki í rúminu. Hún leit í kringum sig og sá þá hvar maðurinn stóð og sveiflaði," segir hann og leikur með tilþrifum. „Þetta er golf.“ Það er bara rugl! David er ánægður með þá þróun sem orðið hefur á íslandi eins og víðast annars staðar í Evrópu, að golf sé að verða viðurkennt sem almenningsíþrótt. Ennþá séu þó nokkrir sem hafi aðrar hugmyndir. „Það er ennþá svolítið af fólki á íslandi sem heldur að golf sé snobbíþrótt en það er bara rugl. Fólk á bara að mæta á staðinn. Fyrir utan hvað þetta er skemmtileg íþrótt þá er hér frábær félagsskapur og gott klúbblíf,“ segir hann. Og ekki segist hann hafa yfir ástundun akur- eyrskra kylfinga að kvarta, enda ekki nema í svartasta skammdeginu sem kylfurnar liggja alveg ónotaðar. „Fólk langar ekkert að spila golf hér á Akureyri fyrr en í fyrsta lagi í mars og ég skil það vel. Ég er ekki skíðamaður en ef ég stundaði skíðin sam- hliða golfinu, þá er ég ekki í vafa hvort ég myndi velja að renna mér niður brekkurnar eða að standa inni í húsi og slá bolta í net. Ég hef prófað þetta þrisvar og hef farið meðal annars með Marra Gísla. Þetta er hins vegar ekkert fyrir mig, ég dett bara,“ segir David og hlær þegar minnst er á landa hans Eddie Örn sem frægur varð að endem- um fyrir skíðakunnáttu sína. Álver, hvað er þaö? Yfir sumarmánuðina segist David ekki hafa nokkurn tíma til að fylgjast með því sem gerist úti í hinum stóra heimi, jafnvel ekki því sem hæst ber í heimahéraði. „Álver, hvað er það? Ég veit ekkert um það og ég er til dæmis bara rétt nýbúinn að frétta af því að eitthvað sé að gerast við Persaflóa.“ En hvað með pólitík? „Ég tala aldrei um pólitík, ekki í Englandi heldur. Ég verð allt- af reiður og ég nenni því ekki. Ef ég er pólitískur þá held ég því bara fyrir sjálfan mig hvað ég hugsa,“ segir hann. Aðeins vottar þó fyrir pólitískum skoðunum þegar ég spyr hvort hann geti virkilega ekki sagt eitthvað neikvætt um ísland. „Ég er ekki ánægður með skattinn," segir hann. Og svo keyra þeir of hratt líka En hvað þá með íslendingana. Ekki eru þeir heldur alveg fullkomnir. „Þið eruó ekki nógu góðir bílstjórar. í Englandi falla menn á bílprófinu ef þeir eru ekki nógu góðir öku- menn. Ég þekki menn sem hafa reynt tíu sinnum en það þekkist ekki hér,“ segir hann og er greinilega mikið niðri fyrir. „Og svo keyra þeir of hratt líka . . . nei ég má ekki segja þetta því það er nýbúið að taka mig fyrir of hraðan akstur. Ég var tekinn á átta- tíuogeins kílómetra hraða," segir hann og hlær dátt. Aðspurður hvort honum finnist íslend- ingar skemmta sér of hratt líka, segir hann að íslendingar skemmti sér kröftuglega en skýringin á því sé einföld. „íslendingar vinna mjög mikið og þegar helgin kemur vilja þeir líka skemmta sér hressilega. Mér finnst það bara gott hjá þeim,“ segir David og óspurð- ur segist hann síðan vera miög ánægður með að farið sé að selja bjór á Islandi. „Mér finnst gaman að fá mér í glas stundum en ég nenni ekki að drekka vodka.“ Ég hef kannski logið aðeins Talið berst að Arctic Open golfmótinu en það hefur að undanförnu fengið gífurlega mikla kynningu í Bandaríkjunum. Meðal annars hefur David verið í viðtölum við þrjár þarlendar útvarpsstöðvar. „Þetta var mjög gott fyrir klúbbinn og fyrir bæinn. Ég var ekki bara spurður um golfvöllinn heldur um veðrið og margt annað. Fyrst spurðu þeir allir um ís og eldfjöll og hvort hér væri yfirleitt eitthvert gras. Þeir spurðu um völl- inn og hvernig væri hægt að spila golf um miðnætti. Ég hef kannski logið aðeins en iss það gerir ekkert til,“ segir hann. Hann seg- ist þess fullviss að næsta sumar komi hingað inikill fjöldi útlendinga, ekki aðeins til að spila golf. Hann telur hins vegar að hægt sé að gera enn meira úr þessu stórkostlega fyrirbæri sem það er að spila golf undir miðnætursól. „Ég veit að menn eins og Sean Connery, Clint Eastwood og Kevin Keegan eru alveg forfallnir golfarar. Þessir menn vita bara ekkert af því að það sé hægt að leika golf við þessar aðstæður. Ég er viss um þeir væru spenntir fyrir því,“ segir hann. Misskilningur með Johnny Carsons show Einn frægur maður hefur a.m.k. frétt af móti þessu en það er Johnny Carson stjórn- andi vinsælasta sjónvarpsþáttar í Bandaríkj- unum. Það þóttu merkiiegar fréttir þegar sagt var frá því að Johnny Carson hefði haft samband við David til að fá hann sem gest í þátt sinn. „Þetta er allt saman misskilning- ur,“ segir David um þetta. Það hringdi að vísu kona að nafni Stephanie Ross sem vinnur fyrir Johnny Carsons show. Skila- boðin voru bara að hún vildi tala við mig og ég var beðinn um að hringja. Allar fréttir um að ég eigi að koma fram í þessum skemmtiþætti eru á misskilningi byggðar. Staðreyndin er hins vegar að Johnny Carson hefur mikinn áhuga á miðnæturgolfi og hef- ur áhuga á að gera atriði um það. Ég ætla að senda þeim boli, húfur og annað með merki mótsins og það er mikil kynning útaf fyrir sig ef það birtist í þessum þætti,“ segir hann. David segist hafa látið stúlkuna hafa opið boð til Johnny Carson um að koma til Akur- eyrar og spila golf „Hún er a.m.k. með númerið mitt," segir hann aðspurður hvort einhverjar líkur séu á að maðurinn þiggi þetta boð. Var að tala íslensku við landa minn Viðtalið sem hér fer er tekið á íslensku. David segist hins vegar vita það vel að hann eigi mikið eftir ólært á því sviði. „Islenskan er mjög erfið og mig vantar bæði fleiri orð og kunnáttu í málfræði. Ég var aldrei góður í ensku svo kannski ég verði bara betri í íslenskunni," segir hann og hlær. Hann seg- ist vera farinn að hugsa á íslensku og þá man hann raunar skyndilega eftir skemmti- sögunni sem ég var búinn að auglýsa eftir í spjalli okkar. „Ég fer stundum við Eng- lands með þrjá til fjóra íslendinga til að spila golf. í einni slíkri ferð kom ég inn á hótel þar sem við áttum pantað til Jjess að athuga hvort ekki væri allt klárt. Ég fór í afgreiðsluna og talaði við stúlkuna í að minnsta kosti hálfa mínútu áður en ég upp- götvaði að ég var að tala íslensku við landa minn. Hún var heldur skrítin á svipinn. Þetta hef ég líka gert við Englendinga sem hafa verið að vinna í búðinni hjá mér og þá hef ég stundum verið búinn að tala í allt að fimm mínútur áður en ég geri mér grein fyr- ir að þeir skilja ekki íslensku.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.