Dagur - 01.09.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 1. september 1990 - DAGUR - 17
efst f huga
Ekki græt ég
álversmissinn
Ég verö aö viðurkenna að þegar ég sest
niður til þess að skýra frá því hvað mér
er efst í huga þessa stundina, þá vefst
mér tunga um tönn. Ég er nefnilega ekk-
ert viss um að nokkrum komi það við
hvað mér er efst í huga núna. Nema mér
sjálfum auðvitað og ef til vill einum eða
tveim í viðbót.
En ef ég kafa aðeins undir yfirborðið í
huganum, þá sé ég að ýmis málefni eru
þar ofarlega, t.a.m. ástandið við Persa-
flóa og bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar
á eigin kjarasamning. Einnig álversmálið
og fádæma furðuleg og óskiljanieg
ákvörðun einhverra aðila um aflífun til-
tekins Scháferhunds.
Að vísu hefur álmálið verið að sökkva
dýpra í hugann að undanförnu og ekki
langt að bíða þess að það hverfi alveg.
Að mínu mati bendir nefnilega flest til
þess að álverið umdeilda komi aldrei til
Eyjafjarðar. Einhverjar líkur eru á að það
komi á Keilisnesið en mestar líkur eru þó
að hrepparígurinn á íslandi verði þess
valdandi að álverið hrökklist burt og
hætti við að setjast að á landinu. Það er
að segja ef pólitíkusarnir standa við orð
sín. Þar á ég aðallega við Alþýðubanda-
lagið en það virðist vera eini stjórnar-
flokkurinn sem vill ekki álverið á Keilis-
nesi eftir að Steingrímur Hermannsson
skilgreindi landsbyggðina upp á nýtt. En
ég verð aö segja það fyrir mitt leyti, að
ég verð ekki fyrsti maðurinn til að gráta
álversmissinn, ef af veröur, þannig að
kannski ætti ég bara að þakka Denna.
(E.S. Síðustu fregnir herma að Atlantal-
hópurinn vilji Keilisnes. Þá reynir á
Alþýðubandalagið.)
Kjarasamningur aðildarfélaga BHMR
og ríkisins er sívinsælt umræðuefni. Nú
bendir allt til þess að kennarar innan
HÍK, sem er eitt þeirra félaga BHMR
sem ekki er hrifið af bráðabirgðalögun-
um, trufli skólastarf í vetur með andófi.
Það yrði þá ekki í fyrsta skipti sem það
gerðist. Ég man þá tlð er ég var í fram-
haldsskóla. Kennarar sögðu upp, kenn-
arar fóru í verkfall og ég veit ekki hvað.
Auðvitað ollu þessar aðgerðir mikilli
röskun á skólastarfi og margir hrökkluð-
ust úr námi. í gegnum tíðina hef ég verið
fremur hliðhollur málstað kennara, laun
þeirra ættu að vera mun hærri. Það er án
nokkurs vafa eitt mikilvægasta starf sem
unnið er í þessu landi, að uppfræða
æskuna, og það er bráðnauðsynlegt að
til starfans fáist hæft fólk. Ég veit það af
eigin reynslu, hve munurinn á góðum
kennara og lélegum er stórkostlega
mikill. Hitt er svo annað mái að í gegnum
tíðina hafa aðgerðir kennara bitnað
mest á nemendum, þeir verið notaðir
nánast sem vopn í kjarabaráttu kennara.
Ég stend með kennurum en vona að
aðgerðir þeirra núna bitni mest á þeim
sem þær beinast gegn. Að öðrum kosti
er hætt við að stuðningur við málstað
þeirra snúist upp í andhverfu sína.
Að lokum má geta þess aö þegar ég
hugsa um það sem er mér allra, allra
efst í huga, þá sé ég rautt - að vísu Ijós-
rautt. Og það er ekkert í sambandi við
pólitík! Valur Sæmundsson.
vísnaþáttur
Jóhannes Magnússon, faðir
Axels bónda í Torfum, dvaldi
um skeið í Eyjafirði. Hann
átti bækur og lánaði að ósk-
um manna, eins og þessi vísa
sannar:
Aumt er að hafa aldrei frið.
Eruð þið miklir hákar.
A sunnudögum sækið þið
sögur til mín, strákar.
Jóhannes mun hafa verið létt-
ur í lund. Þessa mun hann
hafa ort til dóttur sinnar:
Fingra svella fríðleg sól
frá skal hrelling bægja.
Litla rella á rauðum kjól,
reyndu að skellihlæja.
Jón Gíslason langafi minn
bjó að Strjúksá í Saurbæjar-
hreppi. Honum var létt um
kveðskap. Að þessu sinni
birti ég tvær vísur eftir hann:
Meyjar steyptu mönnum í
minnisverðan trega.
Þær eru ýmsar eitt af þvf
illa, nauðsynlega.
Strjúksá unir varla við
vesælt gufumenni,
náttúran og nágrennið
níðast svo á henni.
Fyrir og um síðustu aldamót
bjuggu tveir þekktir hagyrð-
ingar á Svalbarðsströnd,
Bjarni Gíslason og Pétur
Ólafsson. Þeir stóðu að slætti
og ljóðaði Pétur á Bjarna:
Niðurflettan hefur hatt.
Harla grettur er hann.
Víst ónettur, segi ég satt.
Svona í blettinn fer hann.
Og Bjarni svaraði að bragði:
Enginn kjörði þar til þig
að þrengja að hörðu skapi.
Ég þenki að jörðin þiggi mig
þó hattbörðin slapi.
Eina vísu heyrði ég ungur,
sem fyrrnefndir karlar ortu í
félagi er þeir unnu að hey-
skap:
Bjarni:
7 suðrinu þyngja ennþá erhann
Pétur:
og í rigningu sjálfsagt fer hann.
Bjarni:
Þá tek ég Pétur þræl og sker
hann.
Pétur:
Og þúsund englar til himna
bera hann.
Baldvin Jónsson skáldi taldi
sig ólánsmann. Það sýnir
þessi vísa hans.
Bætur varla verða á því,
værðir allar dvína.
Ég er fallinn forsmán í
fyrirgalla mína.
Fullyrt er að Baldvin hafi ort
þessa vísu, án umhugsunar,
meðan hann óð yfir læk:
Straumur reynir sterkan mátt,
stíflum einatt ryður.
Lækur hreimi kvakar kátt
kaldan steininn viður.
Jón Bjarnason á Eyvindar-
stöðum kvað svo um smala
sinn er strokið hafði úr vist-
inni.
Smalann burt ég missti minn,
manndóm lítinn bar hann.
Lyginn, svikull, latur, hvinn,
last- og blótgjarn var hann.
Enn er mönnum í minni þá
hin mývetnska Miðkvísl var
rudd. Þá var þetta ort, en mér
sent nú: (Höfundur auðvitað
ófundinn.)
Haraldur með hetjuskap
hallar sér að konum.
Það myndast ekki mikið krap
í miðkvíslinni á honum.
Umsjón: Jón
Bjarnason frá Garðsvík ffr I
Sami maður sendi mér þessar
ágætu vísur, sýnilega sunn-
lenskar:
Falla hlés f faðminn út
firðir nesja grænir.
Náttklædd Esjan ofanlút
er að lesa bænir.
Herra guð í himnasal,
haltu mér við trúna.
Kvíði ég fyrir Kaldadal,
kvölda tekur núna.
Fyrr og nú kallast næstu vísur
og eru heimagerðar.
Snorri mælti „Út vil ek“.
Orðin rímuð standa.
Fékk svo skáldið fleyta lek
flutt á milli landa.
Nú er allt með öðrum svip,
eins og svífi klæði
velur fólk um flug og skip
og finnst það lítilræði.
Allir geta eignast bíl,
auðug sýnist þjóðin,
yrkir næst í atomstíl
aldamótaljóðin.
Trúðu varlega, heita næstu
vísur og eru einnig heima-
gerðar:
Ef að furðufregn þér nýja
flytja menn, ei trúðu strax.
Grön skal láta sögu sía,
síðan bfða næsta dags.
Öðlingum, sem aldrei snúa
út af götu sannleikans
hættir stundum til að trúa
tilbúningi hrekkjamanns.
Hlutur hf.
boðar félagsmenn til fundar 04.09. kl. 21 í húsa-
kynnum Kjörlands.
Fundarefni:
Slit félagsins.
Stjórnin.
/-----------------------------------\
Sýning og sala á
sumarhúsi
laugardag og sunnudag, 1. og 2. september
milli kl. 13.00 og 17.00.
Fagverk hf.
Óseyri 4, Akureyri.
Húsnæði til leigu!
Til leigu er skrifstofuhúsnæði að Glerárgötu 36,
3. hæð, 92 m2 að stærð.
Einnig er til leigu vöruskemma við Glerárósa
330 m2 að stærð.
Upplýsingar gefur aðalfulltrúi Sigurður Jóhann-
esson sími 30341.
Kaupfélag Eyfirðinga.