Dagur - 01.09.1990, Side 3

Dagur - 01.09.1990, Side 3
Laugardagur 1. september 1990 - DAGUR - 3 4 fréttir í- Sæplast hf. á Dalvík: Framleiðsla Plasteinangnmar hf. á netahrmgjum og kulum flyst tíl Dalvíkur á haustdögum Sæplast hf. á Dalvík var stofn- að árið 1984 og rekur þar verk- smiðju sem framleiðir fiskiker og vörubretti úr plasti. Um helmingur framleiðslu Sæ- plasts hf. fer á innanlands- markað, en helstu markaðs- lönd fyrirtækisins eru Bretland, Holland, Færeyjar og Danmörk. Árið 1987 keypti Sæplast hf. einingaverksmiðj- una Börk hf. í Hafnarfirði og flutti framleiðsiuna til Akur- eyrar, og á þessu ári var Plast- einangrun hf. á Akureyri keypt og er unnið að samein- ingu hennar við reksturinn á Dalvík. Framleiðsla Plasteinangrunar hf. á netahringjum og kúlum fer enn fram á Akureyri, en stefnt er að flutningi á vélum í september- eða októbermánuði, en vegna mikilla anna hefur flutningurinn dregist. Ekkert uppihald verður í framleiðslunni við flutningana þar sem vélarnar verða fluttar í áföngum. í athugun er að hefja framleiðslu á fiskikössum sem yrðu svipaðir og þeir sem Plast- einangrun framleiddi fyrir nokkr- um árum, en hönnun þeirra yrði þó þannig að þeir mundu staflast með þeim sem fyrir eru. Sæplast hf. á þriðjung hlutafjár í einingaverksmiðjunni Ylein- ingu hf. að Reykholti í Biskups- lungum, en rekstur einingaverk- smiðjunnar á Akureyri er enn þar. Til stendur að flytja verk- smiðjuna suður nú á haustdögum og sameina framleiðsluna hér framleiðslu verksmiðjunnar í Biskupstungum. Annars konar einingar eru framleiddir í verk- siniðjunni fyrir sunnan, en talið er að hægt sé að ná meiri hag- kvæmni og aukinni sölu með því að vera með frainleiðsluna á ein- um stað. Sigurður Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Yleininga hf. segir verulega aukningu hafa verið í sölu á einingum, en reyndar var síðasta ár það lélegasta sem kom- ið hefur frá upphafi. Hins vegar sé stefnt að því að flytja verk- Minjasafnið á Akureyri: 99 Landnám í Eyjaílrði“ hefur haft mikið aðdráttarafl Aösókn að Minjasafninu á Akureyri hefur verið mjög góð í sumar. Guðný Gerður Gunn- arsdóttir, safnvörður, segir að fleiri ferðamenn hafi heimsótt safnið nú miðað við sumarið 1989 og sérstaklega hafi orðið aukning í komu innlendra ferðamanna. Nú er sumarvertíðinni senn lokið og opnunartími Minja- safnsins breytist frá og með 17. september. Þá verður safnið aðeins opið á sunnudögum kl. 14- 16. Sýningin Landnám í Eyjafirði, sem sett var upp í sumar í tilefni af því að nú eru 1100 ár liðin frá því Helgi magri nam land í firðin- um, hefur mælst vel fyrir og mun hún standa út septembermánuð. Á sýningunni eru margir forvitni- Matvöruverslanir KEA á Akureyri: Engin áform uppi um sölu á Brekkugötu 1 Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, segir sögusagnir um sölu félagsins á matvöruverslun í Brekkugötu 1 á Akureyri úr lausu lofti gripnar. „Nei, fyrir þessu er ekki fótur. Við höfum gert þær breytingar á verslanakerfi félagsins á Akur- eyri sem fyrirhugaðar eru og sem stendur eru engin áforni uppi um frekari breytingar, að minnsta kosti ekki neinar róttækar breyt- ingar. Auðvitað getur þetta alltaf breyst en sem stendur eru engin áform uppi í þessa veruna," sagði Magnús Gauti. JOH Flugleiðir: Allt að fjórðungi meira sætaframboð í vetraráætlun Gert er ráð fyrir um 22% meira sætaframboði í vetraráætlun Flugleiða í vetur samanborið við sl. vetur. Nú verður í fyrsta sinn flogið til Parísar allt árið og millilent í Frankfurt. Baltimore/Washington er nýr áfangastaður í vetraráætlun og ferðatíðni til New York verður aukin úr 4 ferðum í 5 í viku. Sömuleiðis verður ferðatíðni til Luxemborgar aukin úr 4 ferð- um í 7, til Oslóar úr 5 ferðum í 7 á viku og til Stokkhólms úr 4 ferðum í 6. í vetur verður daglegt flug til Kaupmannahafnar án millilendinga og Grænlandsflug Flugleiða skilið frá Kaupmanna- hafnaráætlun. Að sögn forsvarsmanna Flug- leiða eru þrjú meginmarkmið með þessum breytingum á vetrar- áætlun. í fyrsta lagi muni aukin tíðni til Bandaríkjanna, Skandin- avíu og Luxemborgar styrkja Norður-Atlantshafsflugið. í öðru lagi muni vetrarflug til Parísar og Frankfurt á fimmtudögum og sunnudögum styrkja Flugleiðir á Mið-Evrópumarkaði og gefa íslendingum kost á fleiri mögu- leikum í viku og helgarferðum. í þriðja lagi hafi áætlun til Kaup- mannahafnar verið breytt til að gefa Flugleiðafarþegum kost á verulega betri möguleikum til framhaldsflugs til fjarlægari staða. óþh legir munir sem fundist hafa við uppgröft og tengjast landnámi Eyjafjarðar. „Það eru að verða síðustu for- vöð að sjá þessa sýningu. Opnun- artíminn breytist eftir miðjan september og þá eru bara tvær helgar eftir, en ef hópar hafa áhuga á því að skoða sýninguna á öðrum tíma má hafa samband við okkur á safninu," sagði Guðný Gerður. Hún sagði að háannatíminn hefði verið í júlí og fyrstu vikurn- ar í ágúst. Þá var oft þröng á þingi í Minjasafninu en síðan hefur dregið nokkuð úr aðsókn- inni. SS Framleiðsla Plasteinangrunar hf. flyst þcssi inynd er tckin. húsakynni Sæplasts hf., þar sem smiðjuna á Akureyri suður í októbermánuði, en segja má aö verið sé með blandaða fram- leiðslu þ.e. viðskiptavininum er selt það sem hentar honum best liverju sinni. Ef um iðnaðarhús- næði er að ræða þar sem kaup- andinn getur sætt sig við heldur meira bergmál á þakinu þá hentar oft að vera ineð polyurethan ein- angrun sem framleidd er á Akur- eyri. Stundum hentar einangrun sem er tréeining fyrst sem burð- areining og síðan polyurethan- einangrun sem að vísu er svolítið frábrugðin „standard" fram- leiðslu, en hönnun er alfarið mið- uð við þarfir viðskiptavinanna hverju sinni. Sigurður segir að gríðarlega margt sé á döfinni hjá verksmiöjunni og þar ríki bjart- sýni. en tíma taki að vinna sér nafn á markaðinum. Hjá verksmiðjunni fyrir sunn- an vinna 6 manns, en á Akureyri hafa starfsmenn verið 6 til 7, en flestir starfsmannanna hafa nú þegar tryggt sér atvinnu annars staðar. GG Skrtfstofutækni ★ Morgurniáni ★ Eftirmiðdagsnám ★ Kvöldnám Aukin menntun, betri atdnnumöguleikar Greiðslukjör við allra hæíi. Innritun og upplýsingar í _ síma 27899. ISb ..ÍE Tölvufræðslan Akureyri h£ Glerárgötu 34, IV. hæð. Sími 27899. Tilkynning um skuldabréfaútboð AKUREYRARBÆR SKULDABREFAUTBOÐ 1. FLOKKUR 1990 1. flokkur A 1. flokkur B Heildarnafnverö Gjalddagi Heildarnafnverð Gjalddagi 35.000.000,- 21.10.1994 1. flokkur C 55.000000,- 21.05.1996 55000.000,- 21.05.1995 1. flokkur D 55000000,- 21.05.1997 Heildarnafnverð Gjalddagi Heildarnafnverð Gjalddagi Nafnverð hvers bréfs er kr. 100.000,- Útgáfudagur 3. september 1990 Bréfin eru til 4ra, 5,6 og 7 ára með einni endurgreiðslu. Ársávöxtun umfram verðtryggingu er 7,5% Bréfin eru verðtryggð miðað við hækkun lánskjaravísitölu. Allar nánari upplýsingar veita söluaðilar, sem eru: Landsbréf hf. Útibú Landsbanka islands Umboðsaðili Landsbréfa á Akureyri: Lísa Sigurðardóttir í Landsbanka Islands Akureyri Umsjón með útboði: Landsbréf hf. AKUREYRARBÆR LANDSBREF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suðuriandsbraut 24,108 Reykjavik, simi 91-606080 LóggiU verðbréfaiyririæki. Áöili að Verðbréfaþingi l'slands.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.