Dagur - 01.09.1990, Side 18

Dagur - 01.09.1990, Side 18
18 - DAGUR - Laugardagur 1. september 1990 Hinn fullkomni félagi / vinnu eða leik Daihatsu Feroza og Daihatsu Rocky. Þú getur ekið samdægurs. GÓÐA FERÐ! Þörshaharhf. Vid Tryggvabraui Akureyri ■ Sími 22700 BÍLASALA -i poppsíðan Enn vakna gamlar stórsveitir til lífsins - The Allman Brothers Band risin úr öskustónni með nýja plötu Það virðist ekki vera neitt lát á því að gamlar stórhljómsveitir sem gert hafa garðinn frægan í gegnum tíðina en hætt síðan, séu endurvaktar til lífsins í von um að heimta á ný forna frægð. Poppsíðan sagði frá því ekki alls fyrir löngu að Steppenwolf hefði verið endurreist af söngvar- anum John Kay, og endurkomur annarra merkra hljómsveita eins og Rolling Stones, Crosby, Stills og Nash og The Who eru kunnari en frá þarf að segja, svo mikla athygli hafa þær vakið og skyldi engan undra. Nú nýlega kom svo á markaðinn ný breiðskífa með Suðurríkjarokksveitinni The Allman Brothers Band undir nafninu Seven Turnes og er hún fyrsta platan frá hljómsveitinni í níu ár. The Allman Brothers Band var á árunum milli 1970-80 ein af áhrifamestu og vinsælustu rokk- hljómsveitum Bandaríkjanna en árið 1981 hætti hún störfum. 1989 var síðan ákveðið að vekja hana aftur til lífsins til að fara í hljómleikaferð í tilefni þess að tuttugu ár voru liðin frá stofnun hennar. Var ferðin vel heppnuð og leiddi það til þess að ákveðið var að halda áfram og stefnt skyldi að gerð nýrrar plötu sem nú hef- ur síðan litið dagsins Ijós. [ þessari nýju útgáfu af T.A.B.B. eru fjórir af sex upp- runalegum meðlimum ennþá til staðar, en það eru trommuleikar- arnir Jai Jaimoe og Butch Trucks, gítarleikarinn Dickey Betts og Gregg Allman orgelleik- ari og aðalsöngvari, hinir tveir, Ljósmyndasamkeppni í tilefni af 25 ára afmæli Pedromynda á Akureyri efnir fyrirtækiö til Ijósmyndasamkeppni í samvinnu við Dagblaðið Dag. Takið þátt í Ijósmyndasamkeppninni! Reglur keppninnar eru einfaldar: Öllum er heimil þátttaka. Myndefni er þátttakendum í sjálfsvald sett. Æskileg stærð mynda er 10x15 cm. Keppnin stendur yfir til 15. september nk. Tekið er á móti myndum í verslunum Pedromynda í Hafnarstræti 98 og Hofsbót 4 á Akureyri. Veitt verða tvenn verðlaun: Annars vegar fyrir „lifandi myndefni" (menn og dýr) og hins vegar fyrir landslag eða form. Dagur áskilur sér rétt til að birta þær myndir sem til álita koma, sér að kostnaðarlausu. Úrslit verða tilkynnt um miðjan október. Verðlaunin fyrir bestu mynd í hvorum flokki er myndavél af gerðinni CHINON GENESIS, með aukahlutum, að verðmæti 30 þúsund krónur. cPedi6myn£Íir’ Hafnarstræti 98, simi 23520 Hofsbót 4, simi 23324 jhy fM.i iiil PJ Strandgötu 3irsimi 24222 Umsjón: Magnús Geir Guömundsson Greg Allman og félagar í Allman Brothers vaknaðir til lífsins á ný og hafa sjaldan verið betri. verið mjög góðar og hún selst vel og þá hefur titillag hennar notið þó nokkurra vinsælda. Segja sumir gagnrýnendur að það sé makalaust hve Seven Turnes er vel heppnuð og setja hana jafnvel við hlið platna eins og Eat a Peach og Idiewild South sem hafa þótt einar af bestu plöt- um hljómsveitarinnar og víst er að ýmislegt á Seven Turns sam- eiginlegt með hinum tveimur, því upptökustjórinn er sá sami og á þeim, Tom Dowd og um sama hljóðver er að ræða nú og á þeim. Þá er tónlistin sömuleiðis af sama meiði, blús með hinum sérstaka Suðurríkjablæ og nú leikinn af mikilli spilagleði sem þótti vera farin að minnka undir lok fyrra æviskeiðs hljómsveitar- innar. Er því endurkoma The Allman Brothers Band vel heppnuð, a.m.k. til þessa, og er vonandi að framhald verði á. Duane Allman gítarleikari, eldri bróðir Greggs og Berry Oakley bassaleikari, létust í hörmuleg- um mótorhjólaslysum árið 1973. Auk fjórmenninganna eru síð- an þrír nýir menn þeir Warren Haynes gítarleikari, Allen Woody bassaleikari og Johnny Neel sem leikur á hljómborð, en þeir voru allir áður í hljómsveit Dickey Betts. Er skemmst frá því að segja að viðtökur Seven Turns hafa Hitt og þetta Scorpions Þýska þungarokkshljómsveitin Scorpions sem áreiðanlega er ein sú vinsælasta sinnar tegundar hér á landi og þótt víðar væri leit- að, er nú aö leggja síðustu hönd á sína elleftu stúdíóbreiðskífu. Mun hún nefnast Skin Deep og er áætlað að hún komi út í október. Summer og Marr komnir á fulla ferð með Electronic. Er Skin Deep fyrsta plata hljóm- sveitarinnar sem ekki er tekin upp í Þýskalandi og jafnframt sú fyrsta þar sem annar upptöku- stjóri en góðvinur hennar, Dieter Dierkser við stjórnvölinn, en plat- an er tekin upp í Los Angeles með Keith Olsen (Guns ’N’ Roses o.fl.l. Frekari samvinna með boltaspörkurum og tónlistarmönnum í kjölfar mikilla vinsælda lagsins World in Motion þar sem enska landsliðið í fótbolta og hljóm- sveitin New Order tóku saman höndum, er í bígerð að taka upp fleiri lög með landsliðinu og þá með fleiri en einni frægri hljóm- sveit. Þykir þetta framtak knatt- spyrnumannanna á tónlistarsvið- inu hafa bætt ímynd ensku knatt- spyrnunnar og átt sinn þátt í góðri hegðun enskra áhorfenda á HM í sumar og sé því full ástæða til að halda því áfram. Auk þessa hefur heyrst að ein aðalhetja enska liðsins á HM Paul Dascoigne muni taka upp lag með Pet Shop Boys bráðlega.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.