Dagur - 01.09.1990, Síða 4

Dagur - 01.09.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 1. september 1990 HESTAR Umsjón: Kristín Linda Jónsdóttir Nám í hestamennsku Nám getur verið með ýmsu móti. Sagt hefur verið að það sé leikur að læra, læra meira og meira, meira í dag en í gær. En skyldi vera hægt að læra hestamennsku? Eða er hestamennska einum í blóð borin en öðrum ekki? Þegar við í algleymi andartaksins horfum á frábært samspil hins hrífandi gæðings og reiðsnillingsins, sem leiðir fákinn af fegurð, prúðmennsku og stolti í gegnum hverja þrautina af annarri, leita á hugann ýmsar spurningar. Hvor er snillingurinn sem ber þessa sýn uppi, er það hesturinn eða maðurinn? Hvað býr að baki slíkum árangri, eru það áunnir hæfíleikar knapans og hestsins eða áskapaðir? Þegar öllu er á botninn hvolft eru reiðsnillingarnir og hestagullin rétt eins og aðrir menn og aðrir hestar. Þeir eru einstaklingar sem fengu sinn einstaka persónuleika í vöggugjöf ásamt hæfíleikanum til að læra meira og meira, meira í dag en í gær. Félag tamníngamaima - tamningapróf-kennararéttindi-meistarapróf Varla er hægt að fjalla urn nám í hestamennsku hér á landi án þess að minnast Félags tamninga- manna sem nú í ár hélt upp á 20 ára afmæli sitt. Strax í upphafi var það markmið félagsins „að stuðla að réttri og góðri tamningu hesta.“ í lögum félagsins segir: „Stefna félagsins er að stuðla að réttri og góðri tamningu hesta. Þessu markmiði hyggst félagið ná með því að: a) Sérþjálfa tamn- ingamenn. b) Leiðbeina hesta- mönnum. Reiðkennaradeild starfi innan félagsins. c) Láta tamningamenn sanna hæfni sína með sérstöku prófi. Sjá reglugerð fyrir próf Félags tamninga- nianna. d) Hafa náið samband við hestamannafélögin og gera við þau samninga um kaup og vinnuaðstöðu félagsmanna.“ Auk þess segir í lögum Félags tamningamanna að félagar geti þeir orðið sem vilja hafa hesta- tamningar að atvinnu. Sækja þarf um aðild að félaginu til stjórnar þess fyrir aðalfund ár hvert. Umsækjandinn verður að hafa unnið lágmark fjóra mánuði sam- fellt við tamningar hjá félaga í Félagi tamningamanna. Tamningapróf Félags tamn- ingamanna var fyrst haldið árið 1972 og hefur verið árviss við- burður síðan þá. Einnig eru hald- in á vegum félagsins reiðkennara- próf og meistarapróf fyrir þá sem lengst ná í reiðlistinni. Félag tamningamanna hefur staðið fyrir fjölmörgum nám- skeiðum og segja má að félagið hafi borið hitann og þungann af fræðslu og reiðkennslu í landinu á liðnum árum. Félagið hefur gefið tamningamönnum og reið- kennurum tækifæri til að sanna hæfni sína með prófi. Líta má svo á að tamningaprófið sé nokkurs konar sveinspróf eða stúdents- próf í tamningum. I Félagi tamningamanna starfa á jafnréttisgrundvelli ungir og gamlir, karlar og konur, sem búa á höfuðborgarsvæðinu, úti á landi og erlendis. Starfsemi félagsins er mikil og víðtæk. Fyrir þá sem dreymir um það eitt að öðlast sífellt meiri hæfni og þekk- ingu á hestamennsku er innganga í Félag tamningamanna stórt spor í rétta átt. Heimild: Afmælisrit Félags tamningamanna 1990. Nú þegar haustar að læðist hugsunin um komandi vetur inn í hugskot manna og dýra. Hvað ber hann í skauti sínu? Vonandi ekki svona mikinn snjó! Nám í hestamennsku og hrossa- rækt í Bændaskólamim á Hólum í Iljaltadal í Bændaskólanum að Hólum í Hjaltadal leggja um 50 nemendur stund á búfræðinám á ári hverju. Nemendur skólans útskrifast sem búfræðingar að loknu tveggja ára námi. Á Hólum er boðið upp á tvær valgreinar sem tengjast hrossum. Þar er um að ræða annars vegar hestamennsku en öllum nemend- um skólans er heimilt að taka hestamennsku sem valgrein. Hestamennska kennd víð Gagnfræðaskóla Akureyrar í vetur verður hestamennska kennd sem valgrein í fyrsta sinn við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Nemendum í 10. bekk (áður 9. bekk) var boðið upp á þessa val- grein og 10-15 nemendur skráðu sig í greinina. Flestir eru nem- endurnir úr Gagnfræðaskóla Akureyrar. Námið verður bæði bóklegt og verklegt. í bóklega þættinum verður meðal annars fjallað um umhirðu hrossa, fóðurfræði og hestasjúkdóma. Að sögn Bald- vins Bjarnasonar, skólastjóra í Gagnfræðaskóla Akureyrar, verður valgreinin kennd í sam- vinnu við Hestamannnafélagið Létti á Akureyri. Kennsla í verk- lega þættinum mun fara fram á félagssvæði hestamannafélagsins. Hestamannafélagið Léttir festi einmitt nú í sumar kaup á hest- húsi fyrir unglinga. Byrjað verð- ur að leigja út bása í húsinu í vetur. Fyrir börn áhuga hafa og unglinga á hestum má sem líka benda á að á vegum Léttis starfar sérstök unglingadeild. í hana geta gengið öll börn og unglingar sem áhuga hafa á hestum. í dag eru félagar í unglingadeildinni um 50 og sífellt fleiri bætast í hópinn. Markmiðið með starf- semi deildarinnar er að styðja þau ungmenni sem áhuga hafa á hestamennsku. Gefa þeim tæki- færi til að kynnast, vinna saman og fá aðstoð frá leiðbeinendum. Þessi hryssa er á engan hátt þungt haldin, þvert á móti er hún við hesta- heilsu. Þegar nóg er til af þolinmæði og námsvilja geta hross lært ótrúlegustu hluti. Þessi ferfætti rauði íslendingur býr í Kanada. Hann hefur áttað sig á því að það er mikiu notalegra að leggjast til svefns með kodda og sæng held- ur en á bera jörðina. Hins vegar er um að ræða hrossa- rækt og er sú valgrein einungis fyrir nemendur á búfræðibraut. Þeim er gefinn kostur á að taka verknám á býlum sem leggja áherslu á hrossarækt og tamning- ar. Skólinn er rekinn í samvinnu við Hrossakynbótabú ríkisins á Hólum en í eigu Hólabúsins eru um eitt hundrað hross. Auk þeirra eru á Hólum hross nemenda og starfsfólks og stóð- hestar sem sendir eru þangað til tamningar. Fyrir utan reglubundið skóla- starf eru haldin á Hólum ýmis námskeið sem tengjast hesta- mennsku. Um er að ræða nám- skeið í reiðmennsku og hrossa- rækt og námskeið fyrir dómara í keppnisgreinum hestamennsk- unnar. Algengast fer að nám- skeiðin séu tveggja til þriggja daga og oft eru þátttakendur á hverju námskeiði um 20. Þeir koma víða að og dvelja á Hólum meðan námskeiðið stendur yfir. Síðastliðinn vetur voru til dæmis námskeið annars vegar í bygging- ardómum kynbótahrossa og hins vegar í hæfileikadómum og námskeið í járningum. Aðstaða til kennslu í hesta- mennsku og hrossarækt á Hólum er sérstaklega góð. Þar er nýlegt 50 hesta hús með sér kennslu- byggingu og síðastliðinn vetur var tekinn þar í notkun reið- skemma. Reiðskemman er jafn stór og handboltavöllur og þar getur kennsla í tamningum og reiðmennsku farið fram óháð veðri og vindum. Á Hólum er auk reiðskemmunnar góður reið- völlur og tamningagerði. Heimild: Hesturinn 31. árg. 2. tbl. Kennsluefhi í hesta- mennsku á myndböndum íslenskt kennsluefni í hesta- mennsku á myndböndum kom fyrst á markað á allra síðustu árum. Fyrst komu út spólurnar Tamning I og II þar sem fjallað er um tamningu og þjálfun og rætt við marga kunna hestamenn. Um gæði þessara myndbanda sýnist sitt hverjum eins og vana- legt er meðal hestamanna. Á þessu ári kom svo út mynd- bandið Reiðskóli Reynis sem framleitt er af fyrirtækinu Nýtt líf. Þar sameina krafta sína einn þekktasti hestamaður á íslandi, Reynir Aðalsteinsson á Sigmund- arstöðum í Borgarfirði, og Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðar- maður. Þegar horft er á mynd- bandið fer ekki á milli mála að við gerð þess hefur verið fagmað- ur í hverju rúmi. í sumar kom líka út kennslu- myndband um járningar þar sem járningameistarinn Sigurður Sæmundsson kennir réttu hand- tökin við járningarnar. Einnig eru á boðstólum ótal myndbönd af hestamannamótum og sýningum svo sem af Evrópu- mótum og af sýningum á Hesta- dögum í Reiðhöllinni. Fróðleiks- fúsir hestamenn geta lært sitt af hverju af því einu að virða fyrir sér reiðmennsku snillinganna sem etja kappi hver við annan á slíkum stórmótum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.