Dagur - 08.09.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. september 1990 - DAGUR - 5
Nú er blessað haustið að hell-
ast ylir landsmenn með roki,
rigningu, litadýrð og sláturtíð.
Þá fer meira að gerast í bæjar-
pólitík, menningarmálum og
skólamálum og fréttirnar
breytast í samræmi við það. En
nú ætlum við að rifja upp frétt-
ir Dags í ágúst og leggja fyrir
ykkur létta getraun, Iesendur
góðir. Formið þarf ekki að
kynna, þið setjið bara viðeig-
andi tákn á svarseðilinn og
sendið okkur fyrir 3. október.
Við drögum síðan úr réttum
lausnum og veitum þrenn
hljómplötuverðlaun.
1) Greint er frá því að grillveisl-
ur hafi orðið að engu. Hver er
skýringin á því?
(1) Gráðugir og friðaðir hettu-
mávar og bræður þeirra voru
sólgnir í grillketið.
(X) Gölluð grillolía var sett á
markaðinn og blossaði upp bál
þegar síst skyldi.
(2) Lambakjötið sem vinsælast
var á grillið reyndist oftar en ekki
skemmt og því urðu grillveislur
að engu í miðju kafi.
2) Sýning sem haldin var á Akur-
eyri var í fyrirsögn kölluð „sorp-
sýning.“ Hvers vegna?
(1) Hér var um að ræða grafík-
sýningu sem féll í heldur grýttan
jarðveg. Var henni gefið þetta
nafn í lesendabréfi.
(X) Þetta var gjörningur sem
framin var á sorphaugum Akur-
eyrar og þar kom glögglega fram
að það er hægt að búa til marga
skemmtilega hluti úr sorpi.
(2) Landvernd setti upp sýningu
í Búnaðarbankanum þar sem
m.a. mátti sjá sorp og ýmsar upp-
lýsingar um mengun og endur-
vinnslu.
Vinningshafar
ífrétta-
getraun
júhmánaðar
Þegar dregið var úr réttum
svörum í fréttagetraun júlí-
mánaðar komu eftirtalin nöfn
úr kassanum: Jóhann Sig-
valdason, Norðurbyggð 9,
Akureyri. Halldóra Snorra-
dóttir, Stóra-Dunhaga, Hörg-
árdal. Rannveig Ragnarsdótt-
ir, MunkaþverárStræti 34,
Akureyri.
Ekki voru allir með 12 rétta að
þessu sinni en rétt röð í júlí-
getrauninni var þessi:
1. X
1
X
2
7. X
8. 1
9. 2
10. X
11. 2
12. X
3) Hvers vegna töfðust fram-
kvæmdir við Olafsfjarðargöngin í
ágústmánuði?
(1) Magnaðir reimleikar skutu
starfsmönnum skelk í bringu og
gátu þeir ekki þolað við í
göngunum í hálfan mánuð. Sótt-
ist verkið mjög seint á þessu
tímabili.
(X) Töfin má rekja til þess að
nokkrar vinnuvélar biluðu á
sama tíma.
(2) Vatnsmagnið í göngunum
var mun meira en gert hafði verið
fyrir og því þurfti að auka og
þétta klæðningu.
4) Nýtt hótel er í undirbúningi á
Akureyri. Hvar?
(1) í Raforkuhúsinu við Glerár-
götu.
(X) f Skjaldborgarhúsinu við
Hafnarstræti.
(2) í nýbyggingu sem byrjað er á
við göngugötuna.
5) Hvernig komu Norðlendingar
út úr könnun á reykingum grunn-
skólanema?
(1) Grunnskólanemar á Norður-
landi reykja áberandi minnst.
(X) Stúlkur á Norðurlandi
reykja mest allra á eftir stöllum
sínum í Reykjavík en drengirnir
eru neðstir á blaði.
(2) Grunnskólanemar á Norður-
landi eystra reykja meira en jafn-
aldrar þeirra í öðrum landshlut-
um, þrátt fyrir að dregið hafi
nokkuð úr reykingum meðal
þeirra. Útkoman á Norðurlandi
vestra var ívið betri.
6) Hvað sagði stjórnarformaður
Hraðfrystihúss Keflavíkur eftir
að ákveðið var að selja Útgerðar-
félagi Akureyringa Aðalvíkina?
Lesendur fá þakkir fyrir þátt-
tökuna og vinningshafar fá að
vanda sendan úttektarseðil á
hljómplötu í Hljómdeild KEA í
verðflokki 07, en hann hét áður
09. Nú er upplagt að krækja sér í
plötu fyrir áramót, enda hægt að
nota þær sem jólagjafir ef svo ber
undir. SS
Gjaldskrá Stnetisvagna Akureyrar
(1) „Hér er stigið mikið óheilla-
spor í atvinnumálum á Suður-
nesjum og er hætt við að landið
sporðreisist ef við fáum ekki
álver í staðinn."
(X) „Við erunt einu skipi fátæk-
ari."
(2) „Þið eruð einu skipi ríkari,
Akureyringar."
7) Hver sigraði í Akureyrarriðli
íslandsmótsins í atskák?
(1) Gylfi Þórhallsson.
(X) Rúnar Sigurpálsson.
(2) Kári Elíson.
tist og komu börn þar við sögu.
8) Hvaða þrjú verk mun Leikfé-
lag Akureyrar setja upp í Sam-
komuhúsinu í vetur?
(1) Farsa eftir Böðvar Guð-
mundsson sem nefnist Ættarmót-
ið, söngleikinn Kysstu mig Kata
og nýtt leikrit um utangarðsmenn
eftir lítt þekktan Akureyring.
(X) Ærslaleikinn Fló á skinni,
söngleikinn Óperudrauginn og
nýtt stofudrama eftir Guðmund
Steinsson.
(2) Söngleikinn um Kátu ekkj-
una, nýtt íslenskt leikrit eftir
óþekkt leikskáld á Akureyri svo
og Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigur-
jónssonar.
9) Hvað sagði Jóhann Stefáns-
son eftir að hafa vígt nýju sund-
laugina á Grenivík?
(1) „Þetta er í lagi meðan maður
nær til botns."
(X) „Aldurinn skiptir engu þeg-
ar sundið er annars vegar."
(2) „Ég vildi að ég væri aðeins
yngri."
10) Nýtt hús var vígt við hátíð-
lega athöfn á Kópaskeri. Hvaða
hús?
(1) Seinni áfangi heilsugæslu-
stöðvarinnar.
(X) Nýuppgert sláturhús Fjalla-
lambs hf.
(2) Nýbygging Pósts og síma.
11) Strætisvagnar Akureyrar
boðuðu breytta gjaldskrá. í
spurningu nr. 11.)
hverju eru breytingarnar
fólgnar?
(1) Barnafargjöld gilda upp að
16 ára aldri í stað 12 áður.
(X) Foreldrar fá magnafslátt ef
þeir ferðast nteð þrjú börn eða
flciri.
(2) Grunnskólanemar fá frítt í
strætó gegn framvísun skóla-
skírteina.
12) Ekkert varð af sameiningu
yfirstjórna ístess og Krossaness.
Ilvaö sagði framkvæntdastjóri
ístess eftir að þetta varð Ijóst?
(1) „Við lögðum fram ákveðnar
tillögur unt sameiginlega yfir-
stjórn sent hefði sparað báðum
fyrirtækjunum mikið fé. Því mið-
ur virtust Krossanessmenn ekki
hafa neinn áhuga og harma ég
þessa niðurstöðu."
(X) „Við hefðum kosið að fara
lengra með málið og athuga bet-
ur hvort ekki væri flötur fyrir
meira og nánara samstarfi. Hins
vegar hefur stjórn Krossaness
ekki hlaupið undan merkjum og
við höfurn ekkert upp á þá að
klaga."
(2) „Við teljunt að fyrirtæki með
álíka starfsemi sem standa vegg í
vegg geti ekki komist hjá sam-
starfi. Það var mikill ágreiningur
um málið í stjórn Krossaness, en
þótt niðurstaðan hafi orðið þessi
vil ég ekki gefa hugmyndina
endanlega frá mér." SS
Einn riðill íslandsinótsins í atskák var haldinn á Akureyri. Hver skyldi nú
hafa sigrað? (Spurning nr. 7.)
1. Svarseðill (1, X eða 2) 7.
2. 8.
3. 9.
4 10.
5. 11.
6. _ 12.
Nafn:
Heimilisfang:
Sími: Póstnúmer:
Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun,
Strandgötu 31 ■ Pósthólf 58 ■ 602 Akureyri
Fréttagetraun
ágústmánaðar