Dagur - 13.09.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 13. september 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Taka minni hagsmuni
fram fyrii’ þá meiri
Nú líður að því að samningsdrög forystumanna Atlantal-
fyrirtækjanna og álviðræðunefndarinnar verði tilbúin til
undirskriftar. Flest bendir til að Jón Sigurðsson, iðnaðar-
ráðherra leggi tillögu um byggingu nýs álvers fyrir
Alþingi í haust. Ef litið er til þróunar efnahagsmála
undanfarinna ára og stöðu þeirra í dag er samningur um
fyrirtæki á borð við 200 þúsund tonna álver mikilvægur
fyrir atvinnu- og efnahagslíf í landinu. Ljóst er að aukinn
afli verður tæpast sóttur í greipar Ægis á næstu árum og
einnig að hagræðing er nauðsynleg í rekstri margra sjáv
arútvegs- og fiskvinnslufyrirtæja. Slík hagræðing verður
ekki framkvæmd í einu vetfangi og tæpast er raunhæft að
búast við að einhugur muni ríkja um svo róttækar og í
sumum tilvikum sársaukafullar aðgerðir sem þörf er að
framkvæma. í ljósi þess er íslendingum nauðsynlegt að
skjóta fleiri stoðum undir efnahagslíf sitt. Skapa fleiri arð-
vænleg framleiðslufyrirtæki, sem byggja á náttúrulegum
auðlindum landsins. í því sambandi verður orka fallvatn-
anna fyrir valinu næst á eftir fiskinum.
En íslendingar verða að hyggja að fleiru en beinum
tekjum til handa ríki, vinnandi einstaklingum og iðnaðar-
og þjónustufyrirtækjum. Þeir verða einnig að hyggja að
því hvernig þessar tekjur koma til með að skiptast milli
íbúa landsins. Á síðari árum hefur þéttbýlið á suðvestur-
horni landsins sífellt farið vaxandi. Efling þess hefur að
miklu leyti orðið á kostnað landsbyggðarinnar. Vegna
aðseturs stórra þjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu hef-
ur fjármagn, sem á uppsprettu á landsbyggðinni, runnið
til Reykjavíkur. Þar má nefna iðgjöld lífeyrissjóða og
tryggingarfélaga. Þar má nefna veltuskatt sem heitir
aðstöðugjald. Fyrirtæki sem hafa verulega peningaveltu
af viðskiptum við landsbyggðina greiða veltuskattinn til
þess sveitarfélags þar sem þau teljast heimilisföst. í
flestum tilfellum Reykjavíkur eða nágrannasveitarfélaga.
Þá má nefna hafnargjöld. Vöruhafnir hafa mun sterkari
tekjustofna í formi hafnargjalda en útvegshafnir. í því
sambandi má benda á að höfnin á Grundartanga hefur
sambærilegar tekjur og meðalstórar útvegshafnir kring-
um landið. Þannig mætti halda áfram. Ríkar ástæður
liggja því að baki þeim sjónarmiðum að álverið skuli
byggt úti á landi. Utan suðvesturhorns landsins, sem
verður að teljast eitt atvinnusvæði sé litið á samgöngu-
möguleika innan þess.
Sérfræðingar í rekstri áliðju telja sig hins vegar hafa
komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé fyrir Atl-
antalfyrirtækin að byggja rekstur sinn á Reykjanesi. Inn-
an ramma hins sameiginlega atvinnusvæðis Suðvestur-
lands. Þeim sjónarmiðum vex því fiskur um hrygg að
þessum niðurstöðum beri okkur að hlíta. Sterk rök má
hins vegar færa fyrir því að hagkvæmara verði að leggja
fram umtalsverða fjármuni til þess að fá álverið staðsett
á landsbyggðinni. Kostnaðarsamara verði fyrir þjóðina að
halda landinu í byggð en nemi þeirri hagkvæmni, sem
hugsanlega næst með staðarvali á Keilisnesi. En spurn-
ingin er hvort það dugar til. Umræður um staðsetningu
álvers í Eyjafirði hafa því miður fallið í fjarstæðukenndan
og tilfinningaríkan farveg. Andstaða fámenns en háværs
hóps hefur skapað spurningamerki í hugum Atlantal-
manna sem kjósa að starfa í sátt og samlyndi við ná-
granna sína og umhverfi. Andstaða manna sem hika ekki
við að taka minni hagsmuni fram fyrir þá meiri. ÞI.
Hjálparsveit skáta á Akureyri:
Mikið annríki hjá sveitinni
það sem af er árinu
- ferðamenn æða inn á hálendið
þrátt fyrir aðvaranir kunnáttumanna
Hjálparveit skáta á Akureyri
hefur átt annríkt á þessu ári og
þegar eru útköllin orðin yfir 20
talsins. Mikið er um að sveitin
sé send til aðstoðar ferðafólki
sem ient hefur í erfiðleikum. Á
síðasta vetri aðstoðaði sveitin
oft fólk sem lenti í óveðri og
ófærð bæði innanbæjar og utan
og ferðirnar á Öxnadalsheiði
urðu 8 eftir áramótin. Snjóbíll
sveitarinnar var mikið notaður
og var stundum í stanslausum
ferðum dögum saman.
Þessar upplýsingar koma fram
í nýjasta tölublaði Hjálparsveita-
tíðinda, fréttabréfi Landssam-
bands hjálparsveita skáta. í sum-
ar hefur sveitin farið þrjár ferðir
inn á hálendið til aðstoðar ferða-
fólki sem lent hefur í hrakning-
um.
I tveimur tilfellum var fólk
aðstoðað á leiðum sem voru lok-
aðar vegna bleytu. í annað skipt-
ið fór ferðafólkiö af stað þrátt
fyrir aðvaranir landvarðar í
Laugafeili. Sú ferð endaði með
því að jeppi ferðafólksins sökk á
kaf í forarsvað.
Fólkið kunni ekki á
driflokurnar á jeppanum
Þriðja ferðin var farin til þess að
sækja jeppa sem hafði festst í
Fjórðungskvísl. í því tilfelli voru
tveir Svisslendingar, karl og kona
á ferð í jeppa sem þau tóku á
leigu til að aka inn á hálendið.
Hvorugt var vant akstri tveggja
drifa bíía og fyrir misskilning
haföi farist fyrir að kenna þeim á
driflokurnar.
Segir ekki af ferðum fólksins
fyrr en inn við Þúfuver og þá
voru þau orðin rammvillt. enda
ómerktir vegaslóðar um allar
trissur á þessu slóðum. Þegar þau
koma að ánni ætluðu þau að setja
framdrifið á en vegna þess að
driflokurnar voru ekki læstar, var
aðeins afturdrifið í sambandi.
Bifreiðin festist því í ánni. Lengi
Hjálparsveitarmenn þurfa að vera vel að sér í hjálp í viðlögum, því það kem-
ur fyrir að ferðalangar verða fyrir úhappi á ferð um landið.
Smári Sigurðsson hjálparsveitarmaður á Akureyri:
Hjálparsveitin og félagar
hennar bera alían út-
Iagðan kostnað við útköll
„Það er hjálparsveitin sjálf
sem borgar allan útlagðan
kostnað við útköll og einnig
leggst kostnaðurinn að hluta á
félaga sveitarinnar,“ sagði
Smári Sigurðsson hjálparsveit-
armaður á Akureyri í samtali
við Dag. Blaðamaður hafði
samband við Smára vegna
greinar um mikið annríki sveit-
arinnar, í síðasta tölublaði
Hjálparsveitatíðinda og vitn-
að er í hér að ofan.
„I þessu tilviki með Svisslend-
ingana vorum við hins vcgar
fengnir sem verktakar til þess að
sækja jeppann, af bílaleigunni
scm hann átti. Það var fyrst og
fremst vegna þess að það var ekki
vitað nákvæmlega hvar bíllinn
var niður kominn. Að öðru leyti
er allur kostnaður við útköll
borgaður af sveitinni og félögum
hennar, sem oft á tíðum nota eig-
in vélar og tæki."
- En er eitthvert vit í því að
sveitin og félagar hennar béri
þennan mikla kostnað. Oft á tíð-
um vegna glannalegra ferða ferða-
fólks?
Við hjálpum öllum þeim
sem þess þurfa
„Við segjum alla vega ekki að við
förum ekki í einhverja ferð,
vegna þess að þaö finnist enginn
til að borga. - Og það skiptir
okkur engu máli hvort cinhver
aðili hafi komið sér í vandræði
fyrir asnaskap eða ef um slys er
að ræða. Við förum og leggjum
okkur alla fram við að hjálpa öll-
um þeim er þess þurfa.
Við erum með okkar fjáraflan-
ir og leitum til almennings til þess
að reka sveitina en því er ekki að
leyna að t.d. samkeppnin á flug-
eldamarkaðnum, sem hefur verið
okkar helsta tekjuöflun, er alltaf
að harðna."
- En hvað með það t.d. 'þegar
fólk æðir af stað yfir lokuð svæði
og svæði sem þeim hefur verið
ráðlagt aö fara ekki um?
Ferðir um bannsvæði ættu
að vera lögreglumál
„Auövitað ætti það að vera lög-
reglumál þegar ferðamcnn æða
yfir svæði sem eru lokuð af vega-
gerðinni og náttúruverndarráði.
En í þessum tilfellum sem um
ræðir í greininni, hefur ekkert
gerst í málunum."
- En eru ferðamenn nægilcga
vel að sér urn það hvernig eigi að
haga sér á hálendinu og hvar
megi fara um og hvar ekki?
„Oft á tíðum vita þeir það ekki
og víða eru skiltin sem banna
umferð, eingöngu á íslensku og
því ekki hægt að ætlast til að
Félagar í hjálparsveitum landsins þurfa oft að halda til leitar á fólki og í
gegnum árin hafa þeir öðlast mikla reynslu við slík störf.