Dagur - 13.09.1990, Side 8

Dagur - 13.09.1990, Side 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 13. september 1990 RÉTTARDAGUR: Hraunsrétt í Aðaldal Réttað var í Hraunsrétt í Aðaldal sl. mánudag í fallegu haustveðri. Það var þurrt og hlýtt og væsti hvorki um menn né skepnur. Undirbúningur fyrir réttarferðina hjá blaðamanninum hófst kvöldið áður með leit að gúmmístíg- vélum í geymslunni. Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa líklega öfundað konu sem gæti látið það eftir sér að skreppa í réttir í vinnutímanum. AHtjent vant- aði ekki stríðnina og ýmiss konar búnaður var boðinn til láns fyrir ferðalagið - lopapeysa, regngalli, sjóstakkur og húsbóndinn sagði: „Það þýðir ekkert fyrir þig að leita að þessum stígvélum en ég skal lána þér bússurnar mínar. í réttinni pissa rollurnar bara niður í stígvélin þín. Það eru allir á bússum í réttum.u Ekkert þessara góðu boða um búnað var þegið, og í réttina var farið þrátt fyrir viðvaranir um óskemmtilegar aðstæður sem fólk gæti lent í á slík- um stöðum. Réttarferð er veisla fyrir skynfærin; það er margt skemmtilegt sem ber fyrir augað, eyrað heyrir þennan sérstæða margradda klið frá mönn- um og skepnum, sem gefa frá sér lykt sem blandast anganinni af gróðrinum og kaffísopinn bragðast sérlega vel við réttarvegginn. Blaðamaður ræddi við nokkra heimamenn og gesti, naut þess að fylgjast með lífínu í Hraunsrétt og hélt síðan heim í þurrum stígvélum, en með þrjá marbletti - því að framan á rollum eru horn. Finnar á Hraunsrétt: Iikt réttum í Lapplandi Ingimundur Jónsson, yfirkenn- ari viö Framhaldsskólann á Húsavík var í Hraunsrétt sem fararstjóri 31 Finna frá Riihim- aki, vinabæjar Húsavíkur í Finn- landi. Ingimundur var spurður hvað Finnar væru að gera á rétt- um í Aðaldal. „Þetta er bekkur sem undir- búið hefur heimsókn til íslands í tvö og hálft ár, en þau eru nú á sínu síðasta ári í grunnskóla. Þau eru búin að vera tvo daga í Reykjavík, en komu til Húsavík- ur í gærkvöld og verða þrjá daga hjá okkur og dvelja á heimilum jafnaldra sinna. Hópnum fylgja tveir kennarar, nokkrir foreldrar og fulltrúar frá Norræna félaginu og bænum." - Hvernig líst gestunum á réttarmenninguna? „Ég heyri það á fullorðna fólk- inu að þetta er mikið ævintýri fyr- ir það, því það er fátt um fé í Finnlandi. Á eftir förum við í Mývatnssveit og við erum mjög heppin með veðrið í dag miðað við það sem verið hefur að undanförnu." - Ert þú vanur að skreppa í réttir á haustin? „Nei, ég hef afskaplega lítið gert af því svo þetta er eiginlega líka nýtt fyrir mér. Réttir eru auðvitað ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var áður, en nú er féð ekki nema einn þriðji á við það sem var þegar flest var í réttinni. Svo er enginn maður drukkinn og ekkert slegist og það er óttaleg ómynd. Þó fylgir þessu alltaf viss stemmning." Nú var verið að reka síðustu kindurnar úr safnhringnum í almenninginn en ein tók sig út úr hópnum og freistaði þess að komast til fjalls á ný. Einn Finn- anna, líffræðikennari, tók sprett- inn á eftir kindinni en hún hljóp alla af sér þar til óþreyttir unglingar tóku við og kindin náð- ist lafmóð eftir mikinn eltingar- leik. Dagur spurði kennarann, sem komst í svo nána snertingu við réttarstemmninguna, hvort hann hefði hug á að gerast fjár- bóndi á íslandi. Hann sagði svo ekki vera en það hefði verið mjög skemmtileg reynsla að eltast við kindina. Lofaði hann dásemdir Aðaldalsins og sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir hinni miklu fegurð landsins fyrr. Kennarinn mun eflaust seint gleyma sprett- inum á eftir aðaldælsku rollunni, en hann hafði þó komið í réttir fyrr því í sl. haust var hann í Lapplandi er hreindýr voru rekin í rétt. Fannst honum margt líkt með réttardegi Aðaldælinga og Lappa en spurði þó af hverju íslendingar notuðu ekki langa stafi eins og Lapparnir hefðu til að ná hreindýrunum með því að krækja í hornin á þeim. IM „Ákaflega hraust og fallegt fé,“ Bárður Guðmundsson dýra- læknir Þingeyjarumdæmis eystra var mættur í Hraunsrétt og Dag- ur spurði hvort hann væri í em- bættiserindum eða sér til ánægju. „Það er nú bæði og. Vegna riðuveikinnar sem fundist hefur kem ég hér og kíki eftir hvort finnast einhverjar ær sem eru með einkenni. Einnig fæ ég spurningar um eitt og annað. Og svo er ég hér líka mér til ánægju. Ég er fæddur og alinn upp við þetta og læt réttir aldrei fara fram hjá mér.“ - Ferðu í göngur? „Ég fór í gær í eina tvo tíma hér niður í hraunið á hesti, en í gamla daga var ég vanur að hlaupa í fjöllunum.“ - Hefur þú séð nokkuð alvar- legt að fénu í haust? „Nei, mér sýnist þetta ákaflega segir Bárður dýralæknir Bárður Guðniundssun, dýralæknir. hraust og fallegt fé sem kemur af fjalli. Ærnar eru feitar og lömbin feit, að vísu ekki mjög stór að sjá svo ég veit ekki hvernig verður með O-flokkinn. Hér var fé skorið niður vegna riðu ’86 og nokkrir bæir í viðbót hafa verið að koma á hverju ári. Þeim fer fækkandi og ég vona að það náist fyrir þetta, það getur þó verið að tínast eitthvað úr í tíu ár frá niðurskurði en eftir það vona ég að við finnum ekki mikið af riðu.“ - Hvað skapar þessa sérstöku réttarstemmningu að þínu mati? „Ætli það sé ekki þegar fólk kemur saman svona einu sinni á ári. Það hafa allir gaman af að koma og vera innan um féð og draga það í dilkana. Fólk á öllum aldri hefur gaman af þessu og maður mætir alltaf hérna.“ IM Ein dregin í Finnskur kennari frá Riihimáki og Ingimundur Jonsson. Friðjón hreppstjóri á Sandi: Á sjötugsafmælinu í Hraunsrétt Friðjón Guðmundsson hrepp- stjóri á Sandi lét sig ekki vanta í réttina þó að hann ætti merkisaf- mæli, væri sjötugur á réttardag- inn. Friðjón hefur sjaldan látiö sig vanta í Hraunsrétt og hann hefur verið talsmaður fyrir því að rétt- inni yrði haldið við og hún notuð í stað þcss að byggö yrði ný. Hraunsrétt er hlaðin úr hraun- grýti og var byggð um 1830. „Á tímabili var bygging nýrrar réttar á dagskrá en ég var á móti því og vildi endurbæta réttina því þaö væri svo mikil söguleg hefö að halda henni við. Mönnum fannst réttin í niðurníðslu og að erfitt væri að halda henni viö vegna þess að hér flæddi vatn á veturna og veggirnir færu illa á því. Það var hlaðin fyrirstaða við ána svo vatnsrennslið inn á svæð- ið minnkaði og síðan var gólfið í réttinni hækkað svo vatnið stæði ekki eins liátt. Reynir Vilhjálms- son, landslagsarkitekt var feng- inn til að hanna verkið en það er ekki búið að framkvæma mikið af úrbótunum. Nú er samdráttur í sauðfjárframleiðslu og minni hugur í mönnum aö gera stóra hluti." - Hvernig líst þér á féð í rétt- inni? „Ég er ekki mikill fjármaöur en mér sýnist þaö nokkuö fallegt, ekki mjög vænt en í góöu standi." IM Friðjón Guðmundsson, hreppstjóri á Sandi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.